Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
1
2
Valur
Andri Rúnar Bjarnason '34 1-0
Thomas Nielsen '46 , sjálfsmark 1-1
1-2 Iain James Williamson '79
05.07.2015  -  19:15
Víkingsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 769
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('62)
11. Dofri Snorrason
15. Andri Rúnar Bjarnason
17. Tómas Ingi Urbancic ('82)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing ('49)
23. Finnur Ólafsson
24. Davíð Örn Atlason
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
4. Igor Taskovic ('49)
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('82)
10. Rolf Glavind Toft ('62)
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Runólfsson
29. Agnar Darri Sverrisson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn fara áfram!
91. mín
Hér hefði Haukur Ásberg getað gert út um leikinn, fær boltann aleinn inn í teig en tekst ekki að koma honum nægilega vel fyrir sig og skotið slakt, Thomas ver vel.
89. mín
Hér flaggar aðstoðardómarinn rangstöðu á Val en Gunnar Jarl segist hafa séð þetta betur og segir honum að setja flaggið sitt niður. Mér sýndist Jarlinn hafa rétt fyrir sér þarna.
87. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Flottur leikur hjá Kristni.
85. mín
Víkingar eru með ÖLL völd á vellinum þessa stundina. Við gætum fengið dramtík í lokin.
83. mín
ÞARNA MÁTTI EKKI MIKLU MUNA!!

Stórsókn hjá Víkingum sem endar með því að Kale þarf að taka á honum stóra sínum og ver glæsilega einn á móti einum, skotið átti Rolf Toft að mér sýndist!
82. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.) Út:Tómas Ingi Urbancic (Víkingur R.)
Dapur leikur hjá Tómasi, því miður.
79. mín MARK!
Iain James Williamson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Þetta lá í loftinu! Valsmenn komnir yfir og þeim hefur tekist að brjóta Víkings varnarmúrinn.

Fyrirgjöf frá Kristni Inga sem fer alla leið yfir á Sigga Lár sem setur hann strax aftur í boxið þar mætir Williamson fyrstu manna á boltann og setur hann inn af stuttu færi.
76. mín Gult spjald: Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Virðist fara í andlitið á Nielsen eftir að hann hafði gripið boltann.
73. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Stoppar sókn. Brýtur á Sigga Lár.
72. mín
Gjörsamlega FRÁBÆR tækling frá Orra Sigurði þegar Andri Rúnar var að sleppa einn í gegn, bjargaði hugsanlegu marki þarna. Búinn að eiga flottan leik.
71. mín
ÞVÍLÍK SENDING FRÁ ORRA SIGURÐI!!!

Sendir eina 30-40 metra sendingu upp völlinn vinstra megin beint í hlaupaleiðina hjá Kristni Inga sem virkaði mjög óöruggur í færinu, kom sér í þröngt færi en ákvað engu að síður að skjóta í nærhornið. Boltinn í stöngina og svo útaf.
68. mín
Gunnar Jarl er með svo góð tök á þessum leik að bæði áhorfendur og leikmenn eru hættir að nenna að tuða í honum. Frábær frammistaða.

Aukaspyrnu-Ívar með flotta aukaspyrnu vel fyrir utan, rétt yfir.
68. mín
Inn:Iain James Williamson (Valur) Út:Baldvin Sturluson (Valur)
67. mín
Valsmenn eru stanslaust að herja á Víkings vörnina, eru að ná að opna hana betur en í fyrri hálfleiknum.
65. mín
Gunnar Jarl með tvo frábæra dóma hérna í röð, breytti innkasti eftir að línuvörðurinn hafði flaggað vitlaust og gaf svo frábæran hagnað sem endaði með því að Valsmenn komust í góða sókn. Sýnir það og sannar af hverju hann er af mörgum talinn besti dómari landsins.
62. mín
Inn:Rolf Glavind Toft (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Önnur skipting Víkinga, Viktor verið flottur í dag.
60. mín
Fín hornspyrna frá Sigga Lár á fjærstöngina þar sem Thomas Guldborg er vel staðsettur en skallinn hans framhjá.

Valsmenn hafa fengið sjö hornspyrnur en Víkingar ekki eina.
58. mín
Hér vilja Víkingar fá vítaspyrnu þegar Andri Rúnar og Kristni Inga lendir saman inn í teig, Kristinn virtist toga í Andra en hvað veit ég svosem!
56. mín
Fráááábær tækling hjá Tómasi Guðmundssyni eftir að Igor tapaði boltanum á hættulegum stað.
50. mín
Fótbolti.net hugsar vel um lesendur sína og því ætlum við að virkja ykkur með því að fara í leikinn ,,Hver skoraði markið?"

Reglur eru einfaldar, þið farið inn á Twitter og segir okkur hver skoraði jöfnunarmark Valsmanna. Munið að nota #fotboltinet
49. mín
Inn:Igor Taskovic (Víkingur R.) Út:Alan Lowing (Víkingur R.)
46. mín SJÁLFSMARK!
Thomas Nielsen (Víkingur R.)
1-1 STRAX!!

Hornspyrna, og eftir klafs dettur boltinn inn í netið. Eina vandamálið er að það veit enginn hver skoraði markið. Við setjum markið á Thomas Nielsen þar sem hann átti síðustu snertinguna áður en boltinn fór í netið. en ég stórefast um að hann hafi skorað það.
45. mín
Síðari hálfleikur hafinn. Markaveisla framundan, finn það bara á mér.
45. mín
Hálfleikur
Verðskulduð forysta? Veit það ekki. En 1-0 í hálfleik fyrir Víkingum.

35. mín
ÞVÍLÍK VARSLA FRÁ DANANUM!!!!!

Mér sýndist Thomas Guldborg stökkva manna hæst í teignum eftir aukaspyrnu frá Kristni Frey, en Thomas Nielsen varði boltann gríðarlega vel, stórbrotin varsla.
34. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.)
MIKIÐ OFBOÐSLEGA VAR ÞETTA VEL KLÁRAÐ ANDRI MINN!!!

Fyrirgjöf frá vinstri vængnum sem Orri skallar í burtu, Andri Rúnar er réttur maður á réttum stað 4 metrum fyrir utan teig og klárar innanfótar á lofti alveg í fjærhornið. Bjútífúl!!
33. mín
Glææææsilega gert hjá Kristni Frey, fær boltann inn í teig með mann í bakinu, snýr vel og nær góðu skoti sem fer rétt yfir markið!
31. mín
Greyið Andri Rúnar, þegar Víkingar sækja þá lendir hann oft í því að vera aaleinn að bera boltann upp og liðsauki oft lengi að skila sér yfir miðju. Víkingar þurfa að vera fljótari upp ef þeir ætla að treysta á skyndisóknir.
30. mín
Fín stungusending frá Viktori Bjarka eftir að hafa tekið Hauk Pál vel á. En sendingin aðeins of innarlega fyrir Andra Rúnar sem nær ekki til knattarins og boltinn endar í lúkunum á Kale.
27. mín
Hornspyrna sem Valsmenn eiga eftir að Thomas Nielsen missti misheppnaða fyrirgjöf frá Baldvini Sturlusyni.

Ekkert verður úr horninu.
26. mín
Þessi leikur hefur ekki verið mikið fyrir augað hingað til. Ástæðan er í gífurlega einföld, Víkingar eru í ákveðnum skotgrafar hernaði og hætta sér ekkert mikið framyfir miðju.

17. mín
Fín sendinga frá Kristni Frey innfyrir á Patrick Pedersen sem er rétt á eftir Thomasi Nielsen í boltann og reynir að fiska víti en Jarlinn lætur ekki plata sig.
16. mín
Valsmenn ná upp ágætum spilköflum en þegar kemur að því að finna úrslitasendingar eða skotfæri fyrir utan eru þeir ráðalausir. Vörn Víkinga er gífurlega þétt og erfitt að finna glufur í gegnum þá.
14. mín
Tómas Ingi átt 3-4 feilsendingar strax á upphafsmínútum leiksins. Þarf að fara gera betur, hefur drepið niður nokkrar sóknir.
12. mín
Fyrsta hættulega færi leiksins eiga Víkingar.

Frábær sending inn fyrir vörn Vals frá Arnþóri Inga en slúttið frá Viktori Bjarka ekki gott og Kale ver.
10. mín
Patrick Pedersen er fullur sjálfstraust, fer hér illa með Ívar Örn á hægri vængnum, skilur hann eftir, setur boltann svo inn á miðsvæðið þar sem Bjarni Ólafur er mættur en sendingin hans í gegn slök og Valsmenn missa boltann.
9. mín
Flottur sprettur hjá Pedersen upp vinstri, kemur sér í fyrirgjafarstöðu en Dofri blokkar fyrirgjöfina og gefur Valsmönnum horn.

Hornið er hreinsað í burtu af Davíð Erni.
7. mín
Svo að sjálfsögðu hvet ég alla til að taka þátt í umræðunni um leikinn á samskiptamiðlinum Twitter með því að nota #fotboltinet
4. mín
Víkingar ætla ekki að fá á sig mark í dag svo mikið er víst. þeir liggja rosalega aftarlega og ætla að treysta á skyndisóknir greinilega.
3. mín
Valsmenn sækja í átt að íþróttahúsinu á meðan Víkingar sækja í gagnstæða átt. Bara líkt og eðlilegt er í knattspyrnunni.
1. mín
Víkingar ætla greinilega að verjast allir fyrir aftan miðju. Verjast 4-2-4, tvær þéttar línur, Valsmenn finna ekki margar glufur og spila boltanum á milli sín í vörninni.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn. Valsmenn í hvítum búningum, Víkingar í sínum svörtu og rauðu röndóttum búningum.
Fyrir leik
Annars er það helst í fregnum að áhorfendafjöldi í Víkinni er nánast teljandi á fingrum beggja handa, mikið áhyggjuefni.

Þó eru enn 5 mínútur í leik, vonum það besta.
Fyrir leik
Heimir Hallgríms annar landsliðsþjálfara okkar íslendinga er mættur í Víkina. Ræðir hér málin við Þránd Sigurðsson, föður Arons Elís, leikmann Álasunds í Noregi.
Fyrir leik
Athygli vekur að Milos Zivkovic er skráður sem liðsstjóri á skýrslu Víkinga, sennilega vegna meiðsla. Óli og Milos eru að hvíla leikmenn fyrir átökin í Evrópukeppninni í næstu viku.
Fyrir leik
Tæpar 20 mínútur í leik og í þann mund sparkar Kale einum bolta uppí stúku, engan sakaði þó.
Fyrir leik
Tónlistin er komin á en það hefði alveg mátt sleppa því ef það er eitthvað svona elektrónísk músík sem menn ætla að bjóða uppá. Neinei ég segi svona, þetta er betra en ekkert.
Fyrir leik
Rooooosalega skrýtin stemming á Víkingsvelli þessa stundina, 2-3 mættir í stúkuna, allir leikmenn mættir út á völl og hér er bókstaflega grafarþögn. Vallarþulurinn er fjarri góðu gamni og engin tónlist.

Gott dæmi um þessa stemmingu sem er að myndast er að áhorfendur úr stúkunni eru að tala við Bjössa Hreiðarss notandi innanhús rödd.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út að hita og fer að styttast í að við förum að hefja hér leik. Rúmur hálftími í að Gunnar Jarl flauti leikinn í gang.
Fyrir leik
Athyglisvert er að Igor Taskovic og Rolf Toft eru ekki í byrjunarliði Víkinga hér í kvöld.

Sigurður Egill er hins vegar kominn aftur í lið Vals eftir matareitrun og það er gleðiefni fyrir Valsara.
Fyrir leik
Víkingar hafa einungis unnið 2 leiki af þeim 10 sem hafa verið spilaðir í Pepsi deildinni og hefur lítið gengið hjá þeim, þeir spiluðu í miðri viku gegn FC Koper í Evrópukeppninni þar sem þeir töpuðu 0-1.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið mættust á heimavelli Víkinga þá lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Valsmenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Víkingar bitu frá sér í þeim síðari og sóttu stig.
Fyrir leik
Búast má við stórskemmtilegum leik hér í dag. Byrjunarliðin fara að detta í hús og verður gaman að sjá hvort þjálfararnir ætli að prufa eitthvað nýtt í dag þar sem þetta er bikarleikur eða hvort þeir haldi sig við leikmenn sem hafa verið að spila reglulega.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu úr Fossvoginum.

Hér á Víkingsvelli mun fara fram leikur Víkings og Vals í Borgunarbikar karla.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
2. Thomas Guldborg Ghristensen
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('87)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
19. Baldvin Sturluson ('68)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson ('68)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('87)
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Ingi Halldórsson ('76)

Rauð spjöld: