Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
1
0
Þór
Ævar Ingi Jóhannesson '5 1-0
Sandor Matus '14
11.07.2015  -  17:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Grátt yfir og frekar kalt. Völlurinn blautur
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 1357
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
3. Callum Williams
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Ævar Ingi Jóhannesson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('89)
11. Jóhann Helgason
19. Benjamin James Everson ('63)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu
30. Bjarki Þór Viðarsson ('73)

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('73)
4. Hilmar Trausti Arnarsson ('63)
14. Úlfar Valsson ('89)
19. Orri Gústafsson
24. Sveinn Helgi Karlsson
26. Ívar Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Archie Nkumu ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur KA manna staðreynd! Miðað við fyrri hálfleik er þetta sanngjarnt en frammistaða Þórsara í seinni hálfleik var til fyrirmyndar! Viðtöl og umfjöllun á leiðinni.
93. mín
Leikurinn er alveg að klárast, ekkert í spilunum.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki 3 mínútur.
89. mín
Inn:Úlfar Valsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
89. mín
KA menn virðast ætla að halda þetta út, Þórsarar eru líklegri þrátt fyrir það.
83. mín
Þung sókn KA-manna. Fyrst fékk Nkumu færi eftir undirbúning Ævars, en Loftur gerði vel og komst fyrir. Síðan var það Jóhann Helgason sem skaut af löngu færi, en skot hans fór rétt yfir.
80. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Þórsarar líklegri ef eitthvað er.

73. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Bjarki Þór Viðarsson (KA)
Fínn leikur hjá Bjarka.
72. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór )
Jakob Snær er 18 ára gamall að spila sinn fyrsta deildarleik. Guðmundur Óli spilaði vel í dag.
71. mín
Ævar í dauðafæri! Fékk frían skalla á markteig eftir fyrirgjöf Hrannars en skallaði framhjá!
68. mín
Rajko með stórkostlega vörslu frá gamla fyrirliðanum sínum!! Gunnar Örvar setti Svein í gegn sem var einn á móti einum, en Rajko varði frábærlega!
66. mín
Hörkuskot frá Jóhanni Helgasyni! Tók boltann á lofti fyrir utan teig og ég er ekki frá því að boltinn hafi lent í utanverðri stönginni!
63. mín
Inn:Hilmar Trausti Arnarsson (KA) Út:Benjamin James Everson (KA)
Fyrsta skipting heimamanna. Elfar Árni verður fremstur og Bjarki Þór fer inn á miðjuna.
60. mín
Sigurður Marinó í dauðafæri eftir flotta sendingu frá Guðmundi Óla. Rajko og Ívar Örn björguðu þó í sameiningu.
53. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
52. mín
Þórsarar vilja víti! Sigurður Marinó féll við vítateigslínuna en Gunnar Sverrir dæmdi ekkert. Virtist sem Nkumu hafi náð boltanum og þetta hafi verið réttur dómur.
50. mín
Þórsarar fá hér hornspyrnu!
48. mín
Frábærlega gert hjá Elfari sem komst upp að endamörkum, sending hans fór þó af varnarmanni og var svo hreinsað í burtu.
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný!
45. mín

Arnar Daði Arnarsson
45. mín

Arnar Daði Arnarsson
45. mín

Arnar Daði Arnarsson
45. mín

45. mín
Hálfleikur
KA menn sanngjarnt yfir! Forystan gæti hæglega verið stærri.
45. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Tók Jóhann Helga niður við miðju sem var í skyndisókn.
45. mín
EFtir að hafa farið af velli eins og reglurnar segja, eru Jóhann Helgi og Hrannar Björn komnir aftur inn á.
45. mín
Jóhann Helgi og Hrannar Björn liggja báðir eftir. Sjúkraþjálfarar beggja liða koma inn á.
45. mín
Gunnar Sverrir bætir 3 mínútum við. Frekar lítið að mínu mati þar sem Steinþór tók dágóðan tíma í að koma sér inn á aftur.
43. mín
Hrannar komst upp að endamörkum og reyndi skot. Steinþór beygði sig og boltinn fór í innkast hinum megin.
43. mín
Þess má geta að bræður berjast á vellinum, þeir Hrannar Björn í KA og Guðmundur Óli í Þór.
40. mín
Ævar með skalla en Loftur komst fyrir! Fínt færi þarna.

38. mín
Eftir hornið fékk Everson fínt færi en hitti ekki boltann!
38. mín
KA menn fá horn!
36. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fyrir brot á Ívari.
35. mín
Mjög gott færi hjá Gunnari Örvari! Fékk boltann inn í teignum, frábær fyrsta snerting setti hann í gegn en Callum Williams kom í veg fyrir að Gunnar næði góðu skoti.
34. mín
Elfar Árni gerði frábærlega, labbaði framhjá vörn Þórsara og lagði boltann út á Everson. Skot hans hinsvegar í Orra Sigurjónsson sem henti sér fyrir.
30. mín
Löng sókn Þórsara! Komust í nokkur hálf færi en aldrei dauðafæri. Endar með því að KA menn fá innkast við miðlínu.
27. mín
Ben Everson vildi fá vítaspyrnu! Ég er nokkuð viss um að Gunnar Sverrir hafi tekið rétta ákvörðun með að flauta ekki.
25. mín
Smá klafs eftir hornið en gestirnir hreinsa að lokum.
25. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Ívari sem Kristinn Þór skallar afturfyrir!

19. mín
Aukaspyrna Hrannars beint á markið og "Stubbur" ekki í vandræðum að grípa hana.
18. mín
Jónas er farinn af velli en Steinþór er að láta sjá sig núna, leikurinn hefur tafist um u.þ.b. tvær mínútur.
16. mín
Aukaspyrnan sem KA fékk er á stórhættulegum stað!
16. mín
Inn:Steinþór Már Auðunsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Gríðarlegt áfall fyrir Þórsara að missa bæði markvörð og miðvörð útaf á innan við 16 mínútna leik!
14. mín Rautt spjald: Sandor Matus (Þór )
Hvað er í gangi!? Orri Sigurjóns með allt of lausa sendingu til baka, Elfar Árni komst á milli og Sandor tók hann niður!
12. mín
Baráttan í stúkunni er mjög skemmtileg, stuðningssveitir beggja liða að standa fyrir sínu.
8. mín
Gunnar Örvar í fínu færi en skalli hans rétt framhjá!
7. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann Pétur er farinn af velli og Orri er að koma inn, Ármann situr við hliðina á bekknum, virðist meiddur.
5. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
KA menn komnir yfir!!! Ævar slapp einn í gegn, Sandor varði fyrra skot hans en Ævar náði frákastinu og skoraði í autt markið!
3. mín
Ég hélt að þessi væri inni! Klafs í teignum eftir hornið og boltinn lak framhjá.
3. mín
Jóhann Helgason með fínt skot af 20 metra færi! Sandor í smá vændræðum en varði í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! KA menn byrja með boltann og sækja í norður.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn! Jóhann Helgason og Sveinn Elías fyrirliðar fara fremstir í flokki, að dómaratríóinu undanskyldu að sjálfsögðu.
Fyrir leik
Það styttist óðum í veisluna!!! Nú eru tæplega 10 mínútur til leiks!
Fyrir leik
Verið er að veita Sævari Geir Sigurjónssyni og Þóri Tryggvasyni áritaðar treyjur frá leikmönnum KA í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf.
Fyrir leik
Það er úði og smá vindur úti. Völlurinn er orðinn blautur. Gefur okkur bara vonandi skemmtilegri leik
Baldvin Kári Magnússon
Fyrir leik
Við höfum heimildir fyrir því að Ármann Pétur Ævarsson verði með Lofti Páli í miðverði á eftir
Baldvin Kári Magnússon
Fyrir leik
Síðast þegar liðin mættust hér á Akureyrarvelli var Sandor Matus markmaður KA og Srdjan Rajkovic markmaður Þórs en í dag er þetta öfugt.
Baldvin Kári Magnússon
Fyrir leik
Þórsarar gera einnig eina breytingu á sínu liði frá leiknum gegn Selfossi. Gunnar Örvar Stefánsson kemur í stað fyrir Gísla Pál Helgason. Sóknarmaður inn fyrir varnarmann. Verður fróðlegt að sjá varnarlínu gestanna í leiknum
Baldvin Kári Magnússon
Fyrir leik
KA-menn gera eina breytingu á sínu liði frá sigrinum á Fjölni. Bjarki Þór Viðarsson kemur inn fyrir Juraj Grizelj. En hann er ekki með heimamönnum í kvöld af presónulegum ástæðum
Baldvin Kári Magnússon
Fyrir leik
Nú er verulega stutt í að byrjunarliðin verði tilkynnt. Verður spennandi að sjá hvort Juraj verði með KA og hvernig Donni ætlar að stilla upp vörn Þórsara.
Baldvin Kári Magnússon

Baldvin Kári Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik:

Jóhann Helgi Hannesson, Þór:
Það er nú yfirleitt þannig þegar við erum búnir að spila við KA þá þora þeir ekki útúr húsi í einhverja mánuði á eftir. Það verður vonandi svoleiðis áfram.

Ævar Ingi Jóhannesson, KA:
Menn eru gífurlega vel stemdir og mjög spenntir, það skiptir ekki máli hvert maður fer. Það eru allir að tala um að maður megi ekki eyðileggja laugardaginn fyrir fólki í bænum.
Baldvin Kári Magnússon

Baldvin Kári Magnússon


Fyrir leik
Við hvetjum fólk til þess að taka þátt í umræðunni á Twitter! Notið #fotboltinet og það er aldrei að vita nema við setjum eitthvað skemmtilegt hingað inn.
Fyrir leik
Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Gísli Páll Helgason er í banni hjá Þór í leiknum en hann fékk umdeilt spjald í síðasta leik gegn Selfossi. Mikið hefur verið rætt og ritað um spjald þetta.
Fyrir leik
3 leikmenn í liði Þórs voru í liði KA árið 2012. Það eru þeir Sandor Matus, Guðmundur Óli Steingrímsson og Gunnar Örvar Stefánsson. 2 núverandi leikmenn KA voru þá í Þórsliðinu, þeir Srdjan Rajkovic og Baldvin Ólafsson.
Fyrir leik
Síðan árið 2005 hafa liðin mæst 14 sinnum í deild. 7 sinnum hafa KA menn farið með sigur af hólmi, 6 hafa Þórsarar sigrað og aðeins einu sinni hefur leikur endað með jafntefli, árið 2005. Samkvæmt sögunni eru litlar líkur að liðin skipti með sér stigunum í dag.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Gunnar Sverrir Gunnarsson og honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Adolf Þorberg Andersen.
Fyrir leik
Seinni leikurinn fór svo 1-0 fyrir Þórsurum þar sem Ármann Pétur skoraði mark þeirra. Sá leikur var einn af 11 sigurleikjum Þórs í seinni umferðinni, en Þórsarar enduðu efstir í deildinni.
Fyrir leik
Bæði lið unnu heimaleiki sína árið 2012. KA unnu fyrri leikinn 3-2 þar sem Haukur Hinriksson, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Darren Lough skoruðu mörk heimamanna. Engin þeirra er leikmaður KA í dag. Ármann Pétur Ævarsson og Kristinn Þór Björnsson skoruðu mörk gestanna, en þeir eru báðir í hóp Þórsara í dag. Þess má geta að Guðmundur Óli Steingrímsson, núverandi leikmaður Þórs, fékk rautt spjald fyrir KA í leiknum.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli, heimavelli KA fyrir þá sem ekki vissu það.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem þessi lið mætast í deild, en Þórsarar voru í Pepsi-deildinni árin 2013 og 2014.
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð! Það er komið að því! KA og Þór mætast í Akureyrarslag á eftir og hér mun verða bein textalýsing frá þeim leik!
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('7)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('16)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
17. Halldór Orri Hjaltason
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('72)
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m) ('16)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Jakob Snær Árnason ('72)
16. Kristinn Þór Rósbergsson
21. Bergvin Jóhannsson

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('36)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('53)

Rauð spjöld:
Sandor Matus ('14)