Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjarðabyggð
1
0
Víkingur Ó.
Elvar Ingi Vignisson '75 1-0
11.07.2015  -  15:00
Eskjuvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Blautur völlur, logn og 8°
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Bjarni Mark Antonsson
Byrjunarlið:
20. Kile Gerald Kennedy (m)
3. Jóhann Ragnar Benediktsson (f)
4. Martin Sindri Rosenthal ('66)
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Elvar Ingi Vignisson
9. Brynjar Jónasson ('90)
10. Viktor Örn Guðmundsson ('72)
11. Andri Þór Magnússon
16. Nik Chamberlain
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
23. Bjarni Mark Antonsson

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
5. Hector Pena Bustamante
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson ('72)
18. Viðar Þór Sigurðsson ('90)
25. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hákon Þór Sófusson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FJARÐABYGGÐ VINNA MAGNAÐAN SIGUR Í TOPPBARÁTTUNNI!!
93. mín Gult spjald: Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
Stoppaði sókn.
92. mín
Þetta fer að klárast hér á Eskifirði. Víkingar reyna þó að kreista fram jöfnunarmark!
90. mín
Inn:Viðar Þór Sigurðsson (Fjarðabyggð) Út:Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
89. mín
DAUÐAFÆRI!
Guðmundur Reynir með magnaða sendingu á fjær þar sem Kristinn Magnús lúrir og skýtur framhjá úr DAUÐAFÆRI! VÁÁ!
86. mín
Víkingar meira með boltann en skapa sér ekki neitt gegn feiknasterkri vörn Fjarðabyggðar!
84. mín
Guðmundur reynir skot. Sem að fer langleiðina á Reyðarfjörð svo lélegt var það!
79. mín
Á meðan á fagnaðarlátunum stóð þá fóru stuðningsmenn KFF inná völlinn og línuvörðurinn var ekki kátur með það! Rak þá rakleiðis af velli.
78. mín
Sanngjarnt mark hjá KFF!
75. mín MARK!
Elvar Ingi Vignisson (Fjarðabyggð)
Stoðsending: Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
MAAAAAARK!!
Guðmundur Reynir ætlar að hreinsa frá en hittir hann ekki, boltinn lendir fyrir Ingvar sem sendir frábæra sendingu á Elvar sem klárar frábærlega!
74. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.)
Þessar skiptingar það merkilegasta í þónokkurn tíma!
72. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð) Út:Viktor Örn Guðmundsson (Fjarðabyggð)
72. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
68. mín Gult spjald: Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Þvílík reikistefna í teig KFF, mér sýnist Ingólfur Sigurðsson fá gult spjald fyrir að hrinda í Jóa Ben. Stuðningsmenn KFF biðja um rautt en verða ekki að ósk sinni.
66. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Fjarðabyggð) Út:Martin Sindri Rosenthal (Fjarðabyggð)
62. mín
Ingó Sig með frábært skot utan teigs sem að Kile ver meistaralega í horn!!
60. mín
Mjög flott skyndisókn hjá VíkingiÓ sem endar með skoti frá Ingó Sig sem byrjaði sóknina líka, það gerist ekkert hjá þeim nema að hann komi við boltann.
58. mín
Kenan Turudija liggur á vellinum og virðist hann hafa meitt sig aðeins. Sjúkraþjálfarinn hugar að honum. Hann stendur upp og haltrar útaf, virðist ætla að halda áfram leik.
57. mín
Ingó Sig með skot sem að Kile heldur mjög auðveldlega.
56. mín
ÚFFFF mikil læti í teig heimamanna sem endar með skoti frá Guðmundi Reyni sem að er varið af varnarmanni í teginum, þarna munaði litlu!
54. mín
Jói Ben með magnaða sendingu á fjær þar sem að Sveinn er mættur og setur hann fyrir markið en Cristian í markinu handsamar knöttinn.
52. mín
Brynjar Jónasson á hér laust skot með vinstri á markið sem að Cristian heldur örugglega. Heimamenn betri þessa stundina.
48. mín
Heimildir úr hálfleiknum. Hector er tognaður aftaní læri og er því ekki í byrjunarliði í dag.
48. mín
Önnur hornspyrna KFF í röð sem Viktor tekur sú seinni er slök en darraðadans í teignum eftir hornið sem endar í broti á markverðinum, Cristian Liberato. Réttilega dæmt á Bjarna Mark.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn! Heimamenn byrja með knöttinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í bragðdaufum leik.
44. mín
Jói Ben með langt innkast sem er flikkað á fjær en þar er enginn.
43. mín
Jói Ben skallar hornið í burtu beint fyrir fætur Admir sem að skýtur rétt framhjá af 35 metra færi!
42. mín
Guðmundur Reynir með flottann sprett og góða fyrirgjöf sem Andri hreinsar í horn.
41. mín
Gestirnir líklegri þessa stundina en heimamenn verjast mjög vel. Eru þéttir og það fer ekkert í gegnum þá.
38. mín
Hér er akkúrat ekkert í gangi.
36. mín Gult spjald: Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.)
Fyrir brot á Sveini Fannari.
36. mín
Ingó Sig með skot beint á Kile sem hann heldur, fast skot en beint á markið og ekki mikil hætta á ferðinni.
35. mín
Sveinn Fannar með flottann sprett upp kantinn gefur hann fyrir sem en þetta rennur út í sandinn. Arfaslakur fyrri hálfleikur eins og er.
31. mín
Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart að það heyrist langhæst í Andra Þór Magnússyni á vellinum. Magnaður.
28. mín
Gestirnir fá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Ingó Sig tekur hana, hún endar í höndunum á Kile. Góð spyrna samt það bara mætti enginn á nær.
24. mín
Víkingar mun líklegri þessa stundina, eru að koma sér í hálffæri án þess að koma með afgerandi skot á markið.
18. mín
Haffi Þrastar sem að er í leikbanni gúffar hér í sig kökum og kaffi.
17. mín
Þarna munaði litlu, Ingó Sig pressar á Kile sem að er alveg pollrólegur og rennir honum til hliðar. Stór hættulegt hjá Kile!
15. mín
Andri Þór með skot af 40 metra færi sem fer vel framhjá markinu.
14. mín
Eftir mjög fjörugar upphafsmínútur þá er leikurinn í járnum þessa stundina. Liðin skiptast á að gefa hvort á annað og almennt bróðerni í gangi hér.
8. mín
Athygli vekur að leikmaður númer 20 hjá gestunum er skráður á bekkinn en er inná vellinum! Kristófer Eggertsson heitir sá.
6. mín
Elítan stuðninsmannasveit Fjarðabyggðar lætur vel í sér heyra á vellinum. Þetta er alvöru.
5. mín
VÁÁÁ Elvar með magnaðan sprett upp vinstri kantinn setur hann fyrir þar sem Brynjar rétt missir af honum en Martin er mættur á fjær og setur hann langt framhjá úr mjög góðu færi!
3. mín
Emir Dokara með flottan sprett sem endar á því að Martin brýtur á honum. Ingó Sig tekur aukaspyrnu sem endar rétt yfir markinu! Fjörugt hér í byrjun!
2. mín
Fyrsta hornspyrnaleiksins er heimamanna. Viktor tekur hana setur hann fyrir þar sem Andri Þór klikkar úr dauuuuuuuðafæri. Þarna skall hurð nærri hælum!
1. mín
Leikur hafinn
FLAAAUT!
Fyrir leik
Liðin eru farin inn, varamennirnir hita upp í gríð og erg. Fólk er byrjað að streyma á völlinn. Toppaðstæður til knattspyrnuiðkunnar.
Fyrir leik
Heyrst hefur að Fjarðabyggð muni styrkja sig í glugganum. Hvort að þeir muni fá Paul Pogba eða einhvern annan skal látið liggja á milli hluta.
Fyrir leik
Hér á vellinum heyrist í vallarþulinum. Einn tveir, einn tveir... Menn eru að prófa hátalarakerfið.
Fyrir leik
Víkingar eru einmitt með fotboltinet snapchattið í dag. Mjög gaman að fylgjast með þeim þar. Endilega bætið okkur við á Snapchat. Annars eru bæði lið að klára sínar upphitanir. Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
15 mínútur í leik. Aðstoðardómararnir byrjaðir að hita upp á hliðarlínunum, þá vitum við að þetta fer að byrja.

Fyrir leik
Við hvetjum áhorfendur þessa leiks að taka þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet.
Fyrir leik
Dómaratríóið hefur hafið upphitun. Samtaka í peysum merktum lengjunni.
Fyrir leik
Hinumegin er Mark Duffield að stilla upp keilum. Með derhúfu á stuttbuxunum. Shocker.
Fyrir leik
Víkingar eru fyrri til þess að mæta út í upphitun. Klöppum fyrir því.
Fyrir leik
Athygli vekur að hjá heimamönnum er Hector Pena á bekknum og því líklegt að Bjarni Mark sé að spila sem hafsent við hlið Andra Þórs. Gestirnir mættu aðeins með fjóra varamenn.
Fyrir leik
Völlurinn hér á Eskifirði hefur verið í betra standi. Hér er þó rennandi blautt og því ætti það að hraða á flæði boltans um völlinn í þessum toppslag.
Fyrir leik
Eftirlitsmaður á þessum leik er Ingólfur Hafsteinn Hjaltason yfirmaður í Smiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Toppmaður þar á ferð.
Fyrir leik
Dómari þessa leiks er Guðmundur Ársæll Guðmundsson honum til halds og trausts eru Oddur Helgi Guðmundsson og Tómas Orri Hreinsson. En Oddur er aðallega þekktur fyrir það að hafa tekið tvö mörk ranglega af Ellerti Hreinssyni í leik Keflavíkur og Breiðabliks fyrr í sumar. Það er hinsvegar í nógu að snúast hjá Tómasi sem að dæmdi grannaslag Leiknis F. og Hattar í gærkvöldi.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn á Eskjuvelli þetta sumarið grasið hefur verið aðeins lengur að taka við sér á Austurlandi en annarstaðar. En við fögnum því að Fjarðabyggð sé komið á gras...
Fyrir leik
Komið öll margblessuð og sæl og verið velkomin í þessa textalýsingu frá leik Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík. Sannkallaður toppslagur í 1.deild karla!
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
11. Ingólfur Sigurðsson ('72)
13. Emir Dokara
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
20. Kristófer Eggertsson ('74)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Kristófer Eggertsson ('36)
Ingólfur Sigurðsson ('68)

Rauð spjöld: