Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
2
0
Þróttur R.
Karl Brynjar Björnsson '41
Ivanirson Silva Oliveira '42 1-0
Ingi Rafn Ingibergsson '53 2-0
13.07.2015  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Grenjandi rigning, þokkalegt logn og hitastig hátt.
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 410
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('59)
Einar Ottó Antonsson ('63)
3. Jordan Lee Edridge
4. Andy Pew (f)
5. Matthew Whatley
8. Ivanirson Silva Oliveira
19. Luka Jagacic
27. Denis Sytnik ('86)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('86)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason ('63)
21. Marko Pavlov
22. Ingþór Björgvinsson ('59)
24. Halldór Arnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ingi Rafn Ingibergsson ('20)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('38)
Einar Ottó Antonsson ('56)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossvelli með heldur betur óvæntum úrslitum!

Takk fyrir mig. Skýrsla og viðtöl væntanleg. Takk!
93. mín
Selfyssingar tefja.
91. mín
Erum komin í uppbótartíma.
90. mín
Þetta er að fjara út hjá Þrótturum, því miður fyrir þá. Selfyssingar einfaldlega of skipulagðir í varnarleiknum.
86. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Denis Sytnik (Selfoss)
86. mín
Inn:Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.) Út:Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
85. mín
Þróttarar eru að reyna allt sem þeir geta til þess að pota inn marki en það er bara ekki nóg gegn gríðarlega sterku varnarliði Selfyssinga.
82. mín
Liðin skiptast á að missa boltann og senda feilsendingar. Rigningin og renniblautt grasið hjálpar ekki.
78. mín
Ekkert markvert að gerast þessa stundina nema það að það er byrjað að hellirigna aftur. Hlýtt inní gámnum þó.
74. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
73. mín
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
72. mín
Selfyssingar eru betri þessi stundina og sköpunargleði leikmanna mikil. Þróttur eru ólíkir sjálfum sér og skynja ég einhvern pirring í þeim.
67. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Aaaafskaplega skrítin ákvörðun hjá Sigurði Óla og Selfyssingar eru brjálaðir!!!!
Denis Sytnik kemst inn fyrir vörnina, einn og óvaldaður. Aron Green fellir hann, samkvæmt bókinni á það að vera rautt. Sigurður tekur rauða spjaldið upp en hættir við að gefa það og gefur Aroni gult! Virkilega skrítið.
65. mín
Fátt um fína drætti þessa stundina. Þróttarar meira með boltann en ná ekki að skapa sér nógu mikið.
63. mín
Inn:Sindri Pálmason (Selfoss) Út:Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Gunni að gefa ungu strákunum sénsinn.
60. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Ég kemst ekki í annað en að skrá niður spjöld í augnablikinu.
59. mín
Inn:Ingþór Björgvinsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
58. mín Gult spjald: Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Blikksmiðurinn Sigurður Eyberg fær gult spjald, uppsafnað.
56. mín Gult spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Uppsafnað hjá Ottó.
53. mín MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Stoðsending: Denis Sytnik
MAAAAAAAARK!!!!!
SELFYSSINGAR ERU KOMNIR Í 2-0 Á MÓTI TOPPLIÐINU!!!!! ÞETTA ER ROSALEGT!!

Denis Sytnik með frábærann bolta fyrir markið, Ingi Rafn minnsti maður vallarins mættur á fjærstöngina og SKALLAR boltann yfir Trausta! Frábærlega vel gert hjá Inga. Lítill maður með stórt hjarta!
49. mín
ÞRÓTTARAR Í HVERJU DAUÐAFÆRINU Á FÆTUR ÖÐRU! Selfyssingar bjarga hér stórvel tvisvar í röð!
48. mín
DAUÐAFÆRI!
Aron Ýmir með geggjaðan bolta fyrir markið og Viktor stendur þar einn og óvaldaður en nær ekki til boltans og hann rennur framhjá!
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Liðin haldast óbreytt eitthvað áfram.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Óli flautar til hálfleiks. Heldur betur óvænt staða. Toppliðið komið undir! Ansi áhugaverður seinni hálfleikur framundan.
45. mín
Þróttarar hafa stanslaust sótt eftir mark Selfyssinga. Freista þess að ná inn marki fyrir hálfleik!
42. mín MARK!
Ivanirson Silva Oliveira (Selfoss)
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!

ÞETTA VAR ROOSALEGT MARK! Oliveira tekur aukaspyrnuna, ógeðslega föst í slánna og inn. Ég hef ekki séð annað eins! Óvænt staða á Selfosvelli!!!!
41. mín Rautt spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
HVAAAÐ ER AÐ GERAST!!! Karl Brynjar fær sitt annað gula spjald á sömu mínútu og hann fær það fyrra!!!!

Trausti Sigurbjörnsson með arfaslakt útspark, sem setur Karl Brynjar í erfiðastöðu sem þarf að rífa Sytnik niður og fær fyrir það annað gula spjald. Selfyssingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
40. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Notar hendurnar á leikmann Selfyssinga. Það má ekki.
38. mín Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Brot, vafasamur dómur.
37. mín
Denis Sytnik kemst í álitlega stöðu með trilljón sendingarvalmöguleika opna en tekur þá arfaslöku ákvörðun að skjóta, hittir valla boltann og Trausti hirðir boltann.
34. mín
Dion Acoff með hrikalega flottann sprett upp kantinn, ætlar að koma með boltann fyrir en Vignir vel á verði, stekkur eins og köttur út og nær boltanum.
32. mín
Flott spil hjá hjá heimamönnum og þeir uppskera hornspyrnu.
30. mín
NÁÁÁÁLÆGT!
Omar Koroma kemst einn í gegn inn fyrir vörnina, þó í þröngu færi en Vignir gerir vel og lokar markinu. Hornspyrnu fá gestirnir sem heimamenn verjast.
29. mín
Þróttararnir eru alveg brjálaðir. Vilja meina að það hafi verið brotið á leikmanni þeirra inní vítateig í kjölfar aukaspyrnu sem þeir fengu við miðjuboga og var spyrnt inná teig. Ekkert dæmt.
27. mín
Góð tilraun hjá Halli Halls. Reynir skot rétt fyrir utan teig en boltinn aðeins yfir. Ekki galið.
26. mín
Þróttur hafa eignað sér síðustu mínútur í leiknum. Engin færi þó en stjórna algjörlega umferðinni hér.
22. mín
Selfyssingar eru að færa þunga í sóknarleik sinn. Þróttarar hafa verið dálítið í því að missa boltann síðustu mínútur.
20. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Brýtur á varnarmanni Þróttar.
19. mín
Gestirnir úr Laugardalnum meira með boltann í leiknum en það verður að hrósa Selfyssingum. Vinna vel og berjast fyrir hverjum einasta bolta.
17. mín
Heimamenn fá fyrstu hornspyrnu sína í leiknum. Lítur ágætlega út fyrir þá.
17. mín Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Sigurður ekkert að tvínóna við þetta. Var búin að gefa Halli viðvörun en hann tæklar hér Einar Ottó og fær spjald.
13. mín
Frábærlega gert hjá Viktori Jóns, prjónar sig í gegnum vörn Selfyssinga og nær góðu skoti á markið sem Vignir ver í horn. Heimamenn verjast hornspyrnunni hinsvegar mjög vel.
11. mín
Sigurður Eyberg tæklar hér Koroma harkalega og heimta Þróttarar gult spjald en Sigurður ekki á þeim buxunum.
9. mín
Þróttarar gera tilraunir til þess að reyna að opna vörn Selfyssinga. Nota við það allskyns leiðir sem hafa ekki gengið hingað til.
5. mín
Fyrsta skot leiksins á Denis Sytnik, skotið laust og Trausti ekki í teljandi vandræðum.
3. mín
Fer tiltölulega rólega af stað. Bæði liðin að prufa boltann aðeins. Rigningin hér er í ruglinu! Minnir helst á útlöndin.
1. mín
Leikurinn er hafinn á Selfossvelli og heimamenn byrja!
Fyrir leik
Þetta er að hefjast. Liðin ganga til leiks með Sigurð Óla dómara og hans aðstoðarmenn í fararbroddi.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til búningsklefa og klára þar með undirbúning fyrir leikinn. 8 mínútur til stefnu.
Fyrir leik
Jæja, korter í leikinn á Selfossvelli. Hvet fólk til þess að skella sér á völlinn og grípa regnhlífina með.
Fyrir leik
Oddur Björnsson er ekki í leikmannahóp Þróttar. Einhver meiðsli að hrjá kappann líklega. Fáum úr því skorið í viðtali eftir leikinn.
Fyrir leik
Liðin mætt útá völl og byrjuð að hita upp, ekki seinna vænna.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn, jájájá.

Gunnar gerir tvær breytingar frá því tapinu gegn Þór. Útur liðinu detta þeir Ingþór Björgvins og Ragnar Þór og inn koma Þorsteinn Daníel og Einar Ottó.

Þróttarar gera eina breytingu frá frá 1-0 sigri gegn Gróttu. Grétar Atli út og Karl Brynjar inn.
Fyrir leik
Nú þegar um það bil klukkustund er í leikinn þá er Gunnar Borgþórsson að stýra æfingu hjá meistaraflokk kvenna á hinu grasinu, mætir svo beint í þennan leik og stýrir strákunum. Toppmaður!
Fyrir leik
Rétt fyrir helgi urðu þjálfaraskipti á Selfossi eins og kunnugt er. Zoran Miljkovic var rekinn og Gunnar Borgþórsson ráðinn í hans stað. Gunnar þjálfar því bæði meistaraflokks lið Selfyssinga.

Spennandi verður að sjá hvernig leikmenn Selfyssinga koma inní leikinn með nýjan þjálfara og ljóst að menn verða að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.
Fyrir leik
Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta stórleik þar sem liðin eru að berjast í sitthvorum endanum á töflunni.

Með sigri Þróttar í kvöld fara þeir í 30 stig og þar af leiðandi 6 stigum á eftir næsta liði. Þeir yrðu líklega hæstánægðir með það.

Selfyssingar hinsvegar ekki í alveg jafn góðum málum í 10.sæti einungis einu stigi frá fallsæti.

3 stig kæmu sér því mjög vel fyrir bæði lið í kvöld.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð kæru lesendur. Í kvöld fara fram tveir leikir í 1.deildinni. Annarsvegar taka Haukar á móti HK og hinsvegar eru það Selfyssingar sem taka á móti toppliði Þróttar. Við ætlum að fylgjast með því helsta úr leik Selfoss-Þróttur.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson ('74)
5. Aron Ýmir Pétursson
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Dion Acoff
12. Omar Koroma
14. Hlynur Hauksson ('86)
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Aron Lloyd Green ('73)

Varamenn:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
3. Árni Þór Jakobsson ('86)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('73)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Hilmar Ástþórsson
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('74)
26. Grétar Atli Grétarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hallur Hallsson ('17)
Karl Brynjar Björnsson ('40)
Hlynur Hauksson ('60)
Aron Lloyd Green ('67)

Rauð spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('41)