Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
2
0
HK
Zlatko Krickic '72 1-0
Aron Jóhannsson '79 2-0
13.07.2015  -  19:15
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2015
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
Zlatko Krickic
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
11. Arnar Aðalgeirsson ('77)
13. Andri Fannar Freysson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
23. Jóhann Ingi Guðmundsson ('59)
28. Haukur Björnsson ('86)

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
3. Sindri Jónsson
5. Marteinn Gauti Andrason ('77)
6. Þórður Jón Jóhannesson
12. Gunnar Jökull Johns
13. Aran Nganpanya ('59)
16. Lárus Geir Árelíusson ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Fimmti heimasigur Hauka í sex leikjum í sumar.

2-0 sigur í jöfnum leik, um miðbik seinni hálfleiks settu Haukar í næsta gír og uppskáru gefins mark frá Beiti. Eftir það, var ekki aftur snúið.

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld.
89. mín
Leikurinn er að fjara út.
86. mín
Inn:Lárus Geir Árelíusson (Haukar) Út:Haukur Björnsson (Haukar)
81. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (HK) Út:Viktor Unnar Illugason (HK)
Viktor hefur átt betri leiki.
81. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Guðmundur Magnússon (HK)
Var Guðmundur inná vellinum?
79. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Stoðsending: Haukur Björnsson
Það er greinilegt að Luka Kostic og Þórhallur Dan þjálfarar Hauka séu að gera eitthvað rétt á æfingasvæðinu með liðinu.

Haukarnir sundurspiluðu þarna vörn HK, fengu tvo sénsa til að láta vaða á markið fyrir utan teig, en í staðin héldu þeir stutta spilinu áfram. Haukur þræðir síðan boltann í gegnum vörn HK og þar kemur Aron í hlaupinu og skorarar framhjá Beiti.
77. mín
Inn:Marteinn Gauti Andrason (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
76. mín
Gunnlaugur Fannar þú verður að gera betur í svona færi!!!

Aron Jóhannsson með frábæra aukaspyrnu frá hægri kantinum, boltinn endar á enninu hjá Gunnlaugi sem er einn og óvaldaður við markteigslínuna, hann skallar í gervigrasið og yfir markið. Líklega erfiðara en að skalla á markið sjálft.
73. mín
Ég ætla ekki að segja að þetta mark Hauka hafi legið í loftinu. Þeir höfðu þó haldið boltanum vel síðustu mínútur og sókn þeirra var farin að þyngjast.
73. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
Þorvaldur skiptir í kjölfarið á markinu.
72. mín MARK!
Zlatko Krickic (Haukar)
Zlatko fékk skotfæri innan teigs. Hann lætur vaða á markið. Enn og aftur fer boltinn beint á Beiti í markinu en núna í gegnum klofið á honum og inn.

Klaufaleg mistök hjá Beiti.
65. mín
Zlatko með frábæran sprett upp völlinn, frá vinstri og inn á miðjuna en skotið hinsvegar ekki eins gott, framhjá fjærstönginni frá vítateigslínunni.

Allt vel gert nema skotið.
59. mín
Inn:Aran Nganpanya (Haukar) Út:Jóhann Ingi Guðmundsson (Haukar)
Aran fer í vinstri bakvörðinn og Daníel Snorri í þann hægri.
55. mín
Viktor Unnar með skot utan teigs, en það misheppnað og framhjá.

Það hefur lítið sést til Viktors Unnars í leiknum.
54. mín
Haukar fá dauðafæri í næstu sókn, eftir flotta sendingu inn í teig HK, fær Zlatko færi einn gegn Beiti. Zlatko missir hinsvegar jafnvægið og Beitir kemur út á móti og nær að fara fyrir skotið.
53. mín
Úr þriðja horninu nær Aron Jóhannsson að hreinsa frá, Einar Logi fær boltann á vinstri kantinum, hann á há fyrirgjöf sem fer alla leið á Terrance í markinu.
52. mín
Einar Logi með aðra hornspyrnu sem Terrance slær yfir markið. Þriðja horn HK í röð.
51. mín
Dauðafæri!!!

Einar Logi með aukaspyrnu og eftir atgang innan teigs, dettur boltinn fyrir Guðmund Atla rétt fyrir framan mark Hauka, en á einhvern ótrúlegan hátt, nær varnarmaður Hauka að fara fyrir skot Guðmundar og yfir markið fór boltinn.

Úr horninu fær HK síðan annað horn.
50. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Fyrsta spjald leiksins. Fyrir litlar sakir.
47. mín
Spyrnan afspyrnuslök frá Axel Kára.
46. mín
HK fær horn eftir mínútu leik í seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
...Og síðast en ekki síst mætir dómaratríóið.
45. mín
Og í kjölfarið mæta leikmenn HK...
45. mín
Leikmenn Hauka eru mættir á völlinn.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.
38. mín
Bæði lið fengið ágætis tækifæri, en langt í frá að vera opin og góð færi.
37. mín
Viktor Unnar með langa sendingu á Guðmund Atla sem er í ágætri stöðu innan teigs, en skotið afleitt og boltinn himinnhátt yfir.
34. mín
Úff! Þarna var hætta.

Daníel Snorri með fyrirgjöf sem Björgvin Stefánsson skallar frá vítateigslínunni, rétt yfir markið. Það var kraftur í þessum skalla!
31. mín
Arnar Aðalgeirsson með fyrirgjöf frá vinstri sem Andri Geir hreinsar út fyrir teiginn, boltinn dettur beint fyrir fætur Andra Fannars, sem á slakt skot langt framhjá fjærstönginni.
29. mín
Andri Geir með skalla framhjá marki Hauka, eftir fyrirgjöf frá Axel Kára.
28. mín
Guðmundur Atli hefur betur í kapphlaupi við Alexander Frey, frá miðlínunni, keyrir inn í vítaiteginn, úr þröngu færi á hann skot að marki sem Terrance ver út í teiginn og Haukar hreinsa frá.
25. mín
Björgvin Stefánsson er lunkinn við það að koma sér í færi og nú fékk hann það fyrsta í kvöld. Kemst innfyrir vítateig HK, en á skot beint á Beiti.

Haukara hafa átt þrjár marktilraunir sem allar hafa farið beint á Beiti. Er Beitir svona vel staðsettur alltaf?
23. mín
Enn ekki komið opið marktækifæri í leiknum.
18. mín
Guðmundur Atli með skot innan teigs, en framhjá markinu. Smá hætta en Terrance virtist vera með þetta allt á hreinu í markinu.

HK eru farnir að sækja aðeins meira en fyrstu mínúturnar.
15. mín
Smá hætta innan teigs Hauka, Einar Logi í baráttunni en þetta var frekar langsótt. Boltinn endaði síðan í höndum Terrance í markinu.
11. mín
Zlatko með skot utan teigs en beint á Beiti.

Búið að vera algjör miðju baráttuna hérna fyrstu 10 mínúturnar.
6. mín
Byrjar allt rosalega rólega hér. Björgvin Stefánsson átti fyrsta skot leiksins sem fór beint á Beiti í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður.
Fyrir leik
Leikmenn eru á leiðinni inn á völlinn. Þeir ganga inn á völlinn í takt við Chicago Bulls theme song.
Fyrir leik

Fyrir leik
Ef þú færð ekki sól og blíðu, þá viltu svona veður þegar þú spilar fótbolta. Það er algjört logn og síðan rignir lóðrétt niður.

Í stúkunni virðist vera regnhlíf á hvern einasta áhorfanda, eða svona næstum því.
Fyrir leik
Það er búið að rigna vel og lengi í Hafnarfirðinum í dag. Völlurinn ætti því að vera eins góður og hann mögulega getur orðið.
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA og fyrrum þjálfari HK spáir HK sigri í kvöld.

Haukar 0 - 2 HK (19:15 á mánudag)
Guðmundur Atli slakar ekki á í þessum leik og afgreiðir Haukanna með 2 mörkum og endar fyrri umferðinna á 9 mörkum.
Fyrir leik
Leifur Andri, Aron Þórður og Ágúst Freyr eru allir komnir á bekkinn hjá HK, en þeir voru ekki í leikmannahóp HK í síðasta leik.

Hjá Haukum kemur Þórður Jón inn á bekkinn eftir að hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK gerir eina breytingu á sínu liði frá 3-1 tapinu gegn Fjarðabyggð í síðustu umferð.

Markvörðurinn, Beitir Ólafsson, sem er nýorðinn faðir kemur aftur í markið hjá HK í stað Stefáns Ara.
Fyrir leik
Luka Kostic gerir tvær breytingar á Haukaliðinu frá 2-2 jafnteflinu gegn BÍ/Bolungarvík í síðasta leik. Aran Nganpanya fer á bekkinn og Birgir Magnús er ekki í leikmannahóp Hauka.

Zlatko Krickic kemur inn í byrjunarliðið ásamt því að fyrirliðinn, Alexander Freyr kemur inn í byrjunarliðið aftur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.
Fyrir leik
Þetta er fimmti heimaleikur Hauka í sumar.

Þeir hafa unnið, Grindavík, Fram og Gróttu en töpuðu gegn Þrótti í síðasta heimaleik 2-1.
Fyrir leik
Það má búast við hörkuleik í kvöld, en einungis einu stigi munar á liðunum.

Haukar eru með 13 stig í 7. sæti deildarinnar á meðan HK eru með 12 stig, sæti neðar.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá DB Schenkervellinum, heimavelli Hauka.

Hér í kvöld eigast við Haukar og HK í 11. umferð 1. deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
9. Davíð Magnússon
10. Guðmundur Magnússon ('81)
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Einar Logi Einarsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason ('81)
20. Árni Arnarson ('73)
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('81)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Aron Þórður Albertsson ('81)
8. Magnús Otti Benediktsson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('73)

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: