Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
0
2
Víkingur Ó.
0-1 Kenan Turudija '13
0-2 William Dominguez da Silva '56
17.07.2015  -  19:15
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2015
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
Zlatko Krickic ('75)
11. Arnar Aðalgeirsson ('60)
13. Aran Nganpanya
13. Andri Fannar Freysson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
23. Jóhann Ingi Guðmundsson
28. Haukur Björnsson ('60)

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
3. Sindri Jónsson
5. Marteinn Gauti Andrason ('60)
6. Þórður Jón Jóhannesson ('60)
12. Gunnar Jökull Johns ('75)
16. Lárus Geir Árelíusson
24. Arnar Þór Tómasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andri Fannar Freysson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Ólafsvíkingar fara með sigur af hólmi, 2-0!

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld, takk fyrir!
90. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma.

Þetta er gott sem komið hjá gestunum.
90. mín
Ingólfur með flott tilþrif á vinstri kantinum, nær síðan góðri fyrirgjöf þar sem Alfreð Már kemur á ferðinni en skot hans framhjá markinu. Erfitt fyrir Alfreð að stýra boltanum að markinu, þar sem hann þurfti að teygja sig í boltann.
89. mín
Da Silva með skot rétt framhjá, rétt fyrir utan teiginn.

Þessi leikur er að fjara út.
88. mín Gult spjald: Andri Fannar Freysson (Haukar)
Stöðvar Ingólf með höndunum á miðjum vellinum.
78. mín
Admir Kubat með skot yfir markið eftir hornspyrnu. Sást vel þarna, afhverju hann hefur ákveðið að spila bara sem miðvörður.
76. mín
Leikurinn er að opnast aðeins meira þessar mínúturnar. Bæði lið gera sig líkleg, en gestirnir eru þó líklegri til að bæta við en Haukar að minnka muninn.

Haukar ekki enn fengið færi í leiknum!
75. mín
Inn:Gunnar Jökull Johns (Haukar) Út:Zlatko Krickic (Haukar)
Síðasta skipting Hauka í leiknum.
75. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.) Út:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
69. mín
Marteinn Gauti með skalla hátt yfir markið.
64. mín
Þetta hefur verið slæmur seinni hálfleikur hjá Haukum.
63. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hvernig fór boltinn ekki inn þarna?

Kristófer Eggertsson á fínt skot innan teigs sem Terrance ver út í teiginn, þar kemur Brynjar Kristmundsson á fleygiferð en skýtur boltanum í þverslánna af tveggja metra færi!

Þarna voru Haukarir stálheppnir.
60. mín
Inn:Marteinn Gauti Andrason (Haukar) Út:Haukur Björnsson (Haukar)
Tvöföld skipting hjá Haukum.
60. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
56. mín MARK!
William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Kristófer Eggertsson
Da Silva kemur Víkingum í 2-0!

Glæsilegur undirbúningur Kristófers, sem fann Da Silva með frábærri og hnitmiðari sendingu í gegnum vörn Hauka, Da Silva var skyndilega kominn einn gegn Terrance í markinu sem átti ekki séns.
54. mín
Spyrnan frá Aroni slök, niðri með jörðinni og beint í fyrsta varnarmann Ólsara.
53. mín
Emir Dokara brýtur á Arnari Aðalgeirssyni alveg við vítateigslínuna, vinstra megin við teiginn.
50. mín
Andri Fannar með skot að marki en Cristian Martinez í marki Ólafsvíkinga var ekki í miklum vandræðum með þetta skot.
49. mín
Gestirnir byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti.
48. mín
Björn Pálsson miðjumaður Ólafsvíkinga var allt annað en sáttur með varnarvinnu sóknarmanna sinna í fyrri hálfleik og lét Ejub vita að því nokkrum sinnum "Þetta gengur ekki lengur, það þarf að breyta einhverju!" sagði Björn til að mynda við Ejub um miðjan fyrri hálfleikinn.

Þá höfðu Haukar öll völd á vellinum.
48. mín
Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik.

Víkingar skoruðu snemma leiks en eftir það héldu Haukar boltanum töluvert betur og meira en gestirnir. Þegar Haukar voru komnir lang leiðina að marki Víkings, þá var hinsvegar lítið að frétta.

Björgvin Stefánsson hefur ekki fundið sig í leiknum og það munar um minna fyrir Hauka. Björgvin er markahæsti leikmaður deildarinnar.
47. mín
Loksins er ég kominn í net, var í engu netsambandi í fyrri hálfleiknum og því bjargaði Alexander Freyr Einarsson mér í gegnum SportTV.
46. mín
Terrance William byrjar seinni hálfleikinn á ferlegri sendingu frá markinu. Þórhallur Dan aðstoðarþjálfari Hauka skammar varnarmenn Hauka og biður þá um að senda almennilega bolta til baka.
46. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
KR-ingur út, KR-ingur inn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Leiðinlegum fyrri hálfleik lokið. Lítið að frétta utan við markið og eitt dauðafæri hjá Ólsurum. Haukar sýndu ágætis spilamennsku á köflum en vantaði herslumuninn. Gætu þó alveg komið sér aftur inn í þennan leik.
Alexander Freyr Tamimi
44. mín
Haukar hafa átt nokkrar álitlegar sóknir en vantar herslumuninn. Eru samt ljónheppnir ef þeir komast aðeins 1-0 undir í leikhlé því Víkingar áttu klárlega að skora annað mark þarna rétt áðan. Eru reyndar óheppnir rétt í þessu, hefðu verið komnir þrír á tvo eftir frábæra stungu inn á kantinn en ranglega dæmd rangstaða!
Alexander Freyr Tamimi
43. mín
DAUÐAFÆRI!!! Emir Dokara er EINN GEGN OPNU MARKI en skýtur framhjá!! Það var auðveldara að skora þarna, þetta var skelfilegt klúður!!
Alexander Freyr Tamimi
34. mín
Haukar með nokkuð þunga sókn, eru að spila boltanum vel á milli sín en missa hann svo. Geysast svo upp í skyndisókn og fá hornspyrnu. Boltinn berst út á Hauk Björnsson sem er í ágætis færi utan teigs en hann skýtur í innkast.
Alexander Freyr Tamimi
30. mín
Bókstaflega ekkert í gangi. Haukarnir hafa að vísu aðeins lifnað við en eru ekkert að skapa sér. Gestirnir sömuleiðis ekki að gera mikið.
Alexander Freyr Tamimi
19. mín
Lítið í gangi þessa stundina, liðin skiptast á að dóla með boltann. Haukar mögulega búnir að vera meira með boltann en gera lítið með hann.
Alexander Freyr Tamimi
13. mín MARK!
Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Stoðsending: William Dominguez da Silva
MAAAAAAAAAAAARK!!! Kenan Turudija kemur boltanum í netið eftir frábæran sprett frá William Dominguez da Silva!! Da Silva hélt ótrauður áfram, virtist hafa misst frá sér boltann en náði honum aftur, lagði hann svo í teiginn á Turudija sem skoraði með stórkostlegu skoti í vinkilinn!
Alexander Freyr Tamimi
10. mín
Munar litlu! Darraðadans í teignum hjá Haukum en þeir ná naumlega að bjarga!
Alexander Freyr Tamimi
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Hægt er að sjá hann einnig beint á SportTV.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það er ansi athyglisvert að rýna í byrjunarlið liðanna.

Hjá Haukum eru átta leikmenn uppaldnir og eru Haukar með einn útlending í sínum herbúðum.

Á meðan það eru tveir leikmenn hjá Ólafsvík uppaldnir, og sex erlendir leikmenn í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Það er frábært veður til knattspyrnuiðkunar hér á Ásvöllum í kvöld.
Fyrir leik
Ejub Purisevic gerir tvær breytingar á sínu liði frá 0-1 tapi liðsins gegn Fjarðabyggð í síðustu umferð.

Egill Jónsson og Brynjar Kristmundsson koma inn í byrjunarliðið í stað Ingólfs Sigurðssonar og Kristófers Eggertssonar.
Fyrir leik
Luka Kostic gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik, Aran Nganpanya kemur inn í liðið í stað Gunnlaugs Fannars sem tekur út leikbann í leiknum í kvöld.

Mikið áfall fyrir Haukaliðið, og er þetta annar leikurinn sem Gunnlaugur er í banni í sumar.
Fyrir leik
Gestirnir eru hinsvegar í 3. sæti deildarinnar í harðri toppbaráttu með 23 stig.

Þeir töpuðu í síðustu umferð 1-0 gegn Fjarðabyggð fyrir austan.
Fyrir leik
Haukar hafa komið mörgum töluvert á óvart í sumar. Eftir að hafa misst nánast heilan leikmannahóp fyrir tímabilið, 15-17 leikmenn hefur liðið sem er að mestu leyti skipað heimamönnum fengið 16 stig og eru í 7. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Þessi sömu lið mættust einnig í Borgunarbikarnum í Ólafsvík.

Þar komust Haukar yfir 1-0 með marki frá Alexander Helgasyni en Víkingar skoruðu tvö mörk og unnu leikinn 2-1. William Dominguez da Silva og Marcos Campos Gimenez skoruðu mörk Víkinga.
Fyrir leik
Hér í kvöld eigast við Haukar og Víkingur Ólafsvík í 12. umferð 1. deildar karla.

Þessi sömu lið mættust í 1. umferðinni, þá á heimavelli Víkinga. Þar höfðu Víkingar betur 1-0 með marki frá Alfreði Má Hjaltalín, sem heilt yfir hefur verið besti leikmaður Víkings í sumar.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá DB Schenkervellinum að Ásvöllum.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Brynjar Kristmundsson ('75)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
4. Egill Jónsson ('46)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
13. Emir Dokara
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija

Varamenn:
11. Ingólfur Sigurðsson ('75)
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Kristófer Eggertsson ('46)
21. Fannar Hilmarsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: