Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
1
1
ÍA
Ólafur Karl Finsen '38 1-0
Albert Hafsteinsson '63
1-1 Garðar Gunnlaugsson '76
Halldór Orri Björnsson '84 , misnotað víti 1-1
18.07.2015  -  16:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 810
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
7. Guðjón Baldvinsson
8. Pablo Punyed ('64)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('77)
19. Jeppe Hansen ('74)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson ('64)
8. Halldór Orri Björnsson ('77)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Arnar Már Björgvinsson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlegt, manni fleiri í hálftíma ná Stjörnumenn ekki að sigla heim sigrinum.
90. mín
Síðustu tækifæri Stjörnunnar, fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hægra megin.
89. mín
Inn:Marko Andelkovic (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
84. mín Misnotað víti!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
HALLDÓR ORRI SKÝTUR Í STÖNGINA!!!!!!!

Þetta gæti reynst ansi dýrt.
83. mín
VÍTASPYRNA!!!!!

Frábærlega gert hjá Guðjóni Baldvinssyni, hann sótti þetta víti á hörkunni, Ármann var að fara hreinsa en Gaui komst fyrir.
80. mín
Allt spil hjá Stjörnumenn buðu uppá í fyrri háflleik er horfið, núna er þetta bara orðið tilviljunarkennt og slakt. Guðjón Baldvins fær plús fyrir að vera endalaust að reyna og hlaupandi út um allan völl.
79. mín
Þessi framherja skipting hjá Gulla er að borga sig svo vel, Garðar er þessi maður sem þeir vilja hafa uppá topp.
77. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Óli Kalli er LANGT frá því að vera sáttur við þessa skiptingu. Fórnar höndum og sest ekki í varamannaskýlið.
76. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Vilhelm Ákason
Mikið ofboðslega var þetta sexý mark!!!!!

Garðar fær geggjaða sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar og það er eitthvað sem hann slær aldrei hendinni á móti, tekur boltann vel með sér og setur hann í fjærhornið. 1-1 hver hefði búist við þessu????
74. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
73. mín
Tímabærar skiptingar hjá Skagamönnum, framherjarnir tveir átt skelfilegan leik.
73. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Ásgeir Marteinsson (ÍA)
73. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Arsenij Buinickij (ÍA)
72. mín
Skemmtilega gert hjá Óla Kalla á hægri kantinum, tekur skæri og kemur sér framhjá Þórði og ætlar svo að gefa fyrir með rabona spyrnu en það heppnast ekki nægilega vel, skemmtileg tilraun samt. Enda skemmtikraftur mikill.
68. mín
Frááááábær sókn hjá Stjörnunni. Guðjón Baldvinss í tvígang hársbreidd frá því að setja sitt fyrsta mark fyrir liðið. Fyrst sleppur hann einn í gegn og setur hann í fjær en Árni sá við honum, boltinn berst svo út á hægri kantinn þar sem Arnar Már setur flottan bolta á fjærstöngina á Guðjón sem klippir hann í jörðina og rétt framhjá.
65. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Stoppar sókn.
64. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Pablo Punyed (Stjarnan)
Pablo virðist haltur.
63. mín Rautt spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)
Þetta var frekar skrýtið alltsaman, Albert var á gulu og fær sitt seinna gula hér fyrir brot á Heiðari. Hann hleypur svo hlægjandi útaf. Skrýtið.
62. mín
Valdimar Pálsson er ekki að eiga sinn besta leik, langt því frá. Leyfir leiknum lítið að rúlla og er að bjóða upp á flautukonsert.
59. mín
Skot frá Arsenji rétt fyrir utan vítateiginn vinstra megin, himinhátt yfir markið.
57. mín
Þetta þótti mér nú ekki fallegt að sjá, lítið í gangi og Stjarnan að spila boltanum vel, Pablo fær boltann á miðjunni og skiptir honum yfir á hinn kantinn og þegar hann er búinn að gefa hann frá sér kemur Arsenji og gefur honum hné í læri, Pablo er haltur.
55. mín
Þarna myndast ágætis hætta fyrir framan mark Stjörnunnar, Hallur með flotta fyrirgjöf sem virðist vera beint á Ásgeir Marteins en það var bara eins og hann hefði engan áhuga á því að skalla knöttinn. Einkennilegt.
49. mín
Flott spil hjá Stjörnunni, skipta hér boltanum vel á milli kanta svo kemur fyrirgjöf frá Arnari á Jeppe en skallinn frá Jeppe laus og beint á Árna.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Fáum okkur kaffi og meððí, komum aftur að vörmu.
45. mín
Aukaspyrnan beint á Gunnar Nielsen í markinu og hann kýlir boltann í burtu, eftir það myndast klafs inní teig sem endar með því að boltinn fer í hornspyrnu.

Hornspyrnan tekin stutt og Jón Vilhelm keyrir inn á teiginn og tekur fast skot í nærhornið en boltinn í hliðarnetið.
45. mín Gult spjald: Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Arnar Már með klaufalegt brot rééétt fyrir utan teiginn, stórhættulegt aukaspyrnufæri.
44. mín
Frábær bolti frá Óla Kalla frá vinstri kanti yfir á hægri kantinn þar sem Arnar Már er aleinn, en hann er full lengi að athafna sig og Darren nær að renna sér fyrir boltann og stoppa skotið.
40. mín
Ekki hægt að segja neitt annað en þessi forysta sér 100% verðskulduð. Stjörnumenn verið allt í öllu það sem af er fyrri háflleiks.
38. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
ÞVÍLÍKA STURLUNIN SEM ÞETTA MARK VAR!!!

Óli Kalli fékk boltann rétt fyrir utan teig í frábæru skotfæri en ákvað að taka ekki skotið, fór frekar sjálfur og byrjaði að prjóna sig í gegnum þétta vörn Skagamanna og virtist vera búinn að tapa boltanum hægra megin í teignum en nær á einhvern ótrúlegan hátt skoti sem fer aaaalveg út í fjærhornið. Gjörsamlega frábært mark!
37. mín
ÍA ekki farið mikið yfir miðju með boltann síðasta korterið eða svo.
35. mín
Þetta var ansi skemmtileg sókn hjá Stjörnunni, Guðjón Baldvinss gerir vel, fær boltann og kemur honum aftur niður á Pablo sem setur hann á Arnar sem reynir þrumuskot fyrir utan teig sem Guðjón hleypur inn í og nær næstum því að stýra boltanum inn í nærhornið en boltinn framhjá.
33. mín
Pablo með spyrnuna og hún, líkt og spyrnan hans Óla Kalla áðan, þráðbeint í vegginn.
33. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu 2-3 metrum fyrir utan D-boga, geri ráð fyrir að Pablo taki þessa.
32. mín
Guðjón Baldvins með erfiðan skalla rétt framhjá.
29. mín
Frááábær fyrirgjöf frá Heiðari af hægri kantinum á Jeppe sem rífur sig upp á þriðju hæð og skallar boltann rééétt framhjá!
27. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)
Aaaalltof seinn í þessa tæklingu.
25. mín
Enn og aftur eru Stjörnuemnn að skapa sér færi, frábær sending frá Prestinum inn á Jeppe sem tekur Ármann vel á en snertingin aftur aðeins of löng og Árni mæti vel út fyrir teig til að stöðva þetta í fæðingu og koma boltanum burt.
24. mín
Hér vilja Stjörnumenn fá vítaspyrnu, frábærlega gert hjá Guðjóni, tekur góða gabbhreyfinu og Ármann tekur hann niður, hafa sennilega eitthvað til síns máls þeir bláklæddu.
23. mín
Þarna mátti ekki miklu muna, löng sending inn fyrir og Guðjón Baldvinss hársbreidd frá því að ná til boltans og komast einn í gegn en Árni Snær vel á varðbergi staddur og hreinsar.
21. mín
Aukaspyrnan frá Óla Kalla fer nú yfir vegginn, en hún fer líka yfir markið í þetta skiptið.
20. mín
Stjörnumenn reyna að finna Arnar Má úti hægra megin sem er flaggaður rangstæður en Valdimar dæmir aukaspyrnu fyrir Stjörnuna, sennilega verið brotið á Pablo í sendingunni.
17. mín
Frábær varsla frá Gunnari Nielsen eftir að ÍA fékk aukaspyrnu vel fyrir utan. Þarna skapaðist mikil hætta.
15. mín
Pablo með fyrsta alvöru skot leiksins, vel fyrir utan og beint á Árna í markinu.

Stuttu síðar á Arnar Björgvins krulluskot rétt framhjá markinu.
10. mín
Stjörnumenn í látlausum sóknum, ÍA gengur illa að hreinsa boltann almennilega í burtu.
7. mín
Óli Kalli spyrnir, spyrnan slök, þráðbeint í vegginn.
7. mín
Aukaspyrna sem Stjarnan á ca 5 metrum fyrir utan D-bogann, sýnist Óli Kalli ætla að spyrna þessu.
3. mín
Minni enn og aftur á #fotboltinet á Twitter fyrir þá sem vilja taka þátt í umræðunni tengdri leiknum.
2. mín
Jeppe strax byrjaður að ógna, tekur frábæran snúning rétt fyrir utan teig og skilur Ármann Smára eftir en tekur svo of langa snertingu eftir snúninginn og eyðileggur skotfærið sitt.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Allir að verða klárir, rak augun í að Atli Jó kom inn á völlinn á hækjum, spurning hvort þetta séu nokkuð alvarleg meiðsl.
Fyrir leik
Styttist og styttist, ég hef svosem séð betri áhorfenda mætingu á Samsung völlinn.

Silfurskeiðin er engu að síður byrjuð að syngja.
Fyrir leik
Leikmenn í óða önn við að hita upp, styttist í átökin, rúmlega 20 mínútur í að Valdimar Pálsson flauti leikinn í gang.
Fyrir leik
JÁ hvað haldiði? Guðjón Baldvinsson flýgur beint inn í byrjunarlið Stjörnunnar. Athygli vekur að Jeppe Hansen heldur sæti sínu í startinu, má því gera ráð fyrir 4-4-2 hjá Stjörnunni í dag með þessa tvo herramenn uppi á topp.
Fyrir leik
Hvetjum einnig alla til að taka þátt í umræðunni í kringum leikinn og gera þessa textalýsingu líflegri með því að fara inn á samskiptamiðilinn Twitter og nota #fotboltinet
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara að detta í hús, við bíðum spennt eftir því hvort einhverjar breytingar verði gerðar frá síðustu leikjum liðanna.
Fyrir leik
Leikur þessara liða í fyrri umferðinni uppá Skipaskaga endaði með 0-1 sigri Stjörnunnar þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark Íslandsmótsins.


Fyrir leik
Stjarnan spilaði leik í undankeppni Meistaradeildarinnar á fimmtudaginn síðasta, spiluðu þeir þá gegn Celtic á þeirra heimavelli í Skotlandi og enduðu leikar 2-0 fyrir heimamönnum og erfitt verkefni fyrir Stjörnuna hér heima ætli þeir sér áfram í þessari keppni.
Fyrir leik
Síðusta umferð hjá þessum liðum fór misvel.

Stjarnan tapaði á heimavelli gegn sjóðheitu liði Vals 1-2 á meðan ÍA tók sterkan heimasigur á móti ÍBV 3-1.
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður:

Stjarnan 3 - 0 ÍA
Gauja-effektinn kikkar strax inn, hvort sem hann spilar eða ekki. Stjarnan tekur þetta örugglega.
Fyrir leik
Það sem vekur eiginlega mesta athygli svona fyrir leik er að Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa enn ekki unnið heimaleik það sem af er mótinu. Þrátt fyrir að vera með eina bestu stuðningsmannasveit landsins og eitt dýrasta lið landsins þá hefur þeim ekki tekist að ná í úrslit eftir því og þess vegna er það bókað mál að þessi þrjú stigí poka Rúnars Páls og hans lærisveina sem í boði eru í dag eru mjög mikilvæg og þörf.
Fyrir leik
Komiði sæl og veriði hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍA í Pepsi deild karla. Leikið verður á teppinu á Samsung vellinum og þurfa bæði lið mikið á stigunum að halda, þó af mismunandi ástæðum.

Stjörnumenn vilja blanda sér aftur í pakkann sem er þarna efst uppi á töflunni og vilja nálgast hann með sigri í dag sem ætti samkvæmt pappírunum að vera auðsóttur, en hvenær vannst leikur svosem síðast af pappírunum?

ÍA menn þurfa aftur á móti á stigunum að halda til að fjarlægjast botninn enn meira, þeim var spáð falli fyrir mót en eru nú fjórum stigum frá fallsæti.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Hallur Flosason ('89)
10. Jón Vilhelm Ákason
13. Arsenij Buinickij ('73)
18. Albert Hafsteinsson
23. Ásgeir Marteinsson ('73)
27. Darren Lough

Varamenn:
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Eggert Kári Karlsson ('73)
20. Gylfi Veigar Gylfason
31. Marko Andelkovic ('89)
32. Garðar Gunnlaugsson ('73)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:
Albert Hafsteinsson ('27)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('65)

Rauð spjöld:
Albert Hafsteinsson ('63)