Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
4
0
Fjölnir
Sito '3 1-0
Hafsteinn Briem '13 2-0
Sito '30 3-0
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '72 , víti 4-0
19.07.2015  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sól en hvasst. Völlurinn flottur.
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 722
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Ian David Jeffs ('75)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason
9. Sito ('74)
11. Víðir Þorvarðarson ('80)
14. Jonathan Patrick Barden
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
6. Gunnar Þorsteinsson ('75)
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('74)
21. Dominic Khori Adams
22. Gauti Þorvarðarson ('80)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('36)
Jonathan Patrick Barden ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi 4-0 sigur Eyjamanna í höfn. Flottur leikur! Mörk, spjöld, ekki spjald. Fjölnismenn alls ekki að eiga sinn besta leik.

Skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Gunnar mættur aftur.
90. mín
Gunnar Heiðar liggur eftir samstuð. Læknateymið kallað inná. Vonandi að þetta sé ekki alvarlegt.
90. mín
Ég er hérna ennþá. Lítið að gerast. Kennie Chopart með skot framhjá, annars eru heimamenn bara búnir að spila reitarbolta, 11vs11.
82. mín
Inn:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
80. mín
Inn:Gauti Þorvarðarson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Víðir búinn að vera flottur. Gauti bróðir hans fær 10mínútur.
75. mín
Inn:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
74. mín
Bjarni beint í færi, og þvílíkt færi! Þórður ver virkilega vel en boltinn berst inn í markteig þar sem Gunnar Heiðar lúrði en Fjölnismenn bjarga.
74. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
Sito búinn að skila sínu, og rúmlega það.
72. mín Mark úr víti!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gunnar skorar örugglega og meira að segja tvisvar! Valgeir lætur Gunnar taka vítið aftur þar sem leikmenn ÍBV voru komnir inn í teig. Það var allt í lagi. Þá fékk hann bara að skora aftur.

Hann var alltaf að fara að skora, hvernig sem markið væri.
71. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Aron lítið sést. Bestu menn geta átt sína off daga, það er klárt.
71. mín Gult spjald: Þórður Ingason (Fjölnir)
Víti! Þórður fær gult fyrir brot á Gunnari.
70. mín
Sito með skot beint á Þórð.
66. mín
Þórður með enn eina vörsluna. Nú eftir skot frá Aroni Bjarna. Lítið hægt að sakast við Þórð það sem af er.
65. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Óli Palli út. Ekki hans besti dagur.
64. mín
Gunnar Heiðar í öðru frábæru færi eftir sendingu frá Sito en skotið naumlega framhjá. Hann er búinn að fá færin, það vantar ekki. Tímaspursmál?
60. mín
Hörkusókn frá heimamönnum. Sito nær fínu skoti sem Þórður ver. Gunnar Heiðar var mættur að fylgja eftir en Þórður varði aftur vel.
57. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
Fyrir brot á Aroni á miðjum velli. Leikurinn fékk að fljóta en Valgeir spjaldaði Barden þegar hann fékk tækifæri til. Gott að hann var með sökudólginn á hreinu.
55. mín
Abel að verja frábærlega frá Þóri. Abel er nánast lagstur en Þórir nær ekki að setja boltann í netið. Dauðafæri.
53. mín
Áhorfendur á Hásteinsvelli í dag eru 722.
52. mín
Avni Pepa liggur í grasinu eftir samstuð. Virðist hafa fengið högg á höfuð. Læknateymið kallað inná. Avni stendur þó upp og virðist heill.
51. mín
Viðar Ari bjargar á línu eftir skalla frá Avni. Gæti verið að boltinn sé á leið framhjá en menn taka engan séns.
50. mín
Gunnar Heiðar í flottu færi en skotið af varnarmanni og afturfyrir.
48. mín
Vá. Þórir Guðjóns í dauðafæri strax í byrjun seinni efitr hörkusókn. Nær skotinu á markið en Abel gerir vel í að loka.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. Fjölnismenn byrja.

Þeir hafa eflaust eitthvað fengið að heyra frá Gústa Gylfa í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
3-2 Gummi minnkar muninn í þann mund sem leikurinn er flautaður af.

Leikurinn endar því með sigri Rauða liðsins, en skráður 3-3 jafntefli á skýrslu. Í svona leik eru allir sigurvegarar.

Bikarinn er farinn á loft! Sjaldséð sjón á Hásteinsvelli.
45. mín
Hálfleikur
2-1 fyrir Rauða liðinu. Stefán Róbertsson fyrirliði með sitt annað mark. Gummi svarar með hörkuskoti en það framhjá.

3-1. Stefán fullkomnar þrennuna!
45. mín
Hálfleikur
Guðni Davíð jafnar leikinn fyrir Hvíta liðið með frábæru skoti framhjá Antoni í markinu.

Birgir Reimar markvörður Hvíta liggur eftir og beðið er um börur en hann afþakkar þær og stendur á fætur.
45. mín
Hálfleikur
Yngvi Borgþórs gat ekki verið í hóp hjá ÍBV í dag þar sem hann var skráður á skýrslu hjá Hvíta liðinu.
45. mín
Hálfleikur
Rauða liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Stefán Róberts ©, Óli Jóns, Daníel Smára, Anton Sig, Þórhalli og Kidda Gogga Þjálfari: Snorri Rúts

Hvíta liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Guðni Davíð ©, Katrín, Guðmundur Ásgeir, Birgir Reimar og Yngvi Borgþórs. Þjálfari: Heimir Hallgríms.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. 3-0. Sólin að hverfa. Rok.


Stjörnuleikurinn að hefjast. Þetta verður veisla!
44. mín
Bergsveinn Ólafsson fyrirliði gestanna hér í dauðafæri! Kemst einn í gegn með varnarmenn ÍBV í bakinu. Abel stóð sem fastast á línunni og skotið beint á hann og í horn.
Ekkert varð úr horninu.

Tvö alvöru færi hjá Fjölnismönnum í súginn á jafnmörgum mínútum.
43. mín
Kennie Chopart í flottu færi en er alltof lengi að athafna sig sem verður til þess að Avni Pepa nær að trufla hann og skotið lekur laflaust í hendurnar á Abel.
42. mín

37. mín
Valgeir dómari í smá vitleysu. Gunnar Már brýtur á Barden á miðjum vellinum en ÍBV halda áfram að sækja. Þegar leikurinn svo stöðvast hleypur Valgeir til baka og virðist ætla að spjalda Aron Sigurðar sem var alsaklaus. Aron var greinilega nægilega sannfærandi þar sem spjaldið fór ekki á loft, og með því slapp Gunnar Már. Furðulegt.

36. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Fyrir dýfu innan teigs. Virtist rétt héðan úr boxinu.

30. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Heimamenn komast loksins yfir miðju og endaði sú sókn með marki.

Gunnar Heiðar fær boltann í fætur, sendir upp vinstri kantinn á Aron sem var einn á einn gegn Arnóri Eyvari. Aron lagði boltann á hægri og sendi fyrir þar sem Sito var mættur og lagði boltann innanfótar með vinstri í markið. Frábær sókn beint af teikniborðinu.

Staðan orðin 3-0 fyrir heimamenn sem virðast ekki fara eftir reglum, en þeir eru að spila á móti ströngum vindi.
28. mín
Þessa stundina eru heill 21 leikmaður inni á vallarhelmingi Eyjamanna. Einungis Þórður situr eftir. #Rok
26. mín
Heimamenn að spila boltanum full mikið upp í loft, sem þýðir að hann kemst ekki langt fram völlinn. Fjölnismenn farnir að sækja og hafa fengið nokkur horn en engin alvöru færi.
23. mín
Kallinu svarað. Óli Palli með aukaspyrnu frá miðju sem fer í gegnum allann pakkann. Abel þarf loks að hreyfa sig í rammanum og blakar boltanum framhjá.

Óli Palli tekur svo hornið sem Abel missir boltann gegnum lúkurnar á sér en heimamenn ná að bægja hættunni frá.

Fjölnismenn aðeins að lifna við.
20. mín
Abel hefur nánast ekkert haft að gera í marki ÍBV. Nokkur útspörk og markspyrnur, ekki meira en það. Trúi ekki að hann ætli að hafa það svona rólegt allann leikinn en Fjölnismenn þurfa að fara að hysja upp um sig sem allra fyrst ef þeir ætla að fá eitthvað úr leiknum.

Hafa ekkert ógnað hingað til.
16. mín
Heyrst hefur að fyrsta mark ÍBV hafi verið sjálfsmark í boði Jonatan Neftali, en undirritaður var í engri stöðu til að greina úr því. Gefum Sito þetta þar til annað kemur í ljós.
13. mín MARK!
Hafsteinn Briem (ÍBV)
Stoðsending: Ian David Jeffs
2-0! Hafsteinn Briem klárar eins og alvöru framherji!

ÍBV fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fjölnismanna. Ian Jeffs lyftir honum inn í teig þar sem Hafsteinn er mættur aleinn í heiminum og tekur boltann með vinstri á lofti í nærhornið. Þórður kom engum vörnum við.

Furðulegur varnarleikur.
10. mín
Ekkert verður úr horninu. Boltinn fer svo útaf í innkast og nokkuð augljóst að heimamenn ættu boltann. Dómarar leiksins ekki alveg með á tæru og gefa Fjölni innkastið við litla hrifningu áhangenda heimaliðsins.
10. mín
Skyndisókn hjá ÍBV sem endar með fyrirgjöf frá Víði, en boltinn af varnarmanni og afturfyrir. Horn.
9. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað með vindinn í bakið en ná ekki að nýta sér hana.
3. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Jahá. Eyjamenn eru komnir yfir, og var það mi amigo Jose Enrique eða Sito sem skoraði eftir flottann sprett frá Aroni Bjarnasyni sem átti skot/sendingu fyrir markið og var Sito mættur á fjær og setti hann í netið.

Ekki alslæm byrjun fyrir bæði Sito og ÍBV.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og eru það Fjölnismenn sem eru með vindinn í bakið og sækja í átt að Dalnum. ÍBV byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og takast nú í hendur. Styttist í veisluna.
Fyrir leik
Liðin hafa gengið til búningsherbergja og styttist í að flautað verði til leiks.

Bjarni Ólafur, aka. Daddi Diskó var rétt í þessu að minna fólk á að sitja sem fastast í sætum í hálfleik en þá takast á Fótboltastjörnurnar í góðgerðarleik. Leikurinn er liður í söfnun fyrir Gleðigjafana sem eru á leið á leik í Ensku úrvalsdeildinni í haust.

Ég er vægast sagt að rifna úr spennu.
Fyrir leik
Það er aðeins búið að bæta í vindinn, sem snýr beint á annað markið. Það má því búast við því að einn, tveir boltar endi niðri í Herjólfsdal.

Eins og áður kom fram eru töluverðar breytingar á liði heimamanna en það fór illa fyrir þeim í síðustu umferð uppi á Skaga. Bæði Mees og Hafsteinn hafa verið lykilmenn í liði ÍBV það sem af er sumri og ljóst er að það er mikill styrkur að fá þá inn.

Heimamenn hljóta einnig að vera spenntir fyrir því að sjá Gunnar Heiðar spila í hvíta búningnum í fyrsta skipti í um áratug. Gaman verður að sjá hvernig nýja framherjaparinu gengur að vinna saman.
Fyrir leik
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur beint inn í byrjunarlið ÍBV og spilar sinn fyrsta leik með liðinu síðan árið 2004.

Abel Dhaira spilar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar en hann kemur inn í markið fyrir Guðjón Orra Sigurjónsson.

Spænski framherjinn Jose Enrique byrjar einnig hjá ÍBV og Hafsteinn Briem og Mees Siers snúa aftur eftir leikbann. Bjarni Gunnarsson, Gunnar Þorsteinsson, Jón Ingason og Devon Már Griffin detta úr liðinu frá því í leiknum gegn ÍA um síðustu helgi.

Spænski varnarmaðurinn Jonatan Neftali og danski kantmaðurinn Kennie Chopart koma beint inn í byrjunarliðið hjá Fjölni en þeir fengu leikheimild fyrir helgi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur.

Í dag takast á lið ÍBV og Fjölnis en leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Eins og staðan er er glampandi sól og, ótrúlegt en satt, nánast logn í Eyjum og ætlar undirritaður innilega að vona að veður haldist svona fram að og á meðan leik stendur.

Við heyrumst svo síðar í dag þegar líða fer að leik. Ég ætla að kíkja í ræktina. #humblebrag
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason ('65)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson ('82)
10. Aron Sigurðarson ('71)
13. Kennie Chopart
18. Mark Charles Magee
19. Arnór Eyvar Ólafsson
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales

Varamenn:
3. Illugi Þór Gunnarsson ('82)
6. Atli Már Þorbergsson
13. Anton Freyr Ársælsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('65)
22. Ragnar Leósson ('71)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Þórður Ingason ('71)

Rauð spjöld: