Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
3
KR
Emil Pálsson '11 1-0
1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson '56 , víti
1-2 Gary Martin '58
1-3 Óskar Örn Hauksson '68
19.07.2015  -  20:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Skýjað en ljómandi fótboltaveður
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Samuel Lee Tillen
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson ('71)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Guðmann Þórisson ('78)
22. Jeremy Serwy ('80)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('71)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('78)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Samuel Lee Tillen ('24)
Guðmann Þórisson ('48)
Kassim Doumbia ('79)
Atli Viðar Björnsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-3 sigri KR sem með þessu fer á topp deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum meira en FH í 2. sætinu.
Hafliði Breiðfjörð
93. mín
Atli Guðnason með gott skot að marki sem Stefán Logi varði frá honum.
Hafliði Breiðfjörð
91. mín
Það er fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
Hafliði Breiðfjörð
90. mín
Erum að detta í uppbótartíma!
86. mín
SLÁIN!!!! Eftir ótrúlega þvögu í teignum setti Kristján Flóki knöttinn í slá! Það er allt að gerast í þessum leik!
85. mín
Inn:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
84. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
81. mín Gult spjald: Atli Viðar Björnsson (FH)
Atli féll í teignum!!! Fékk gult fyrir leikaraskap! Hér í fréttamannastúkunni eru menn alls ekki sammála!
80. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Enn ein dapra frammistaðan hjá Serwy.
79. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
78. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
Davíð Þór Viðarsson færist í miðvörðinn.
77. mín
Maður er enn orðlaus eftir sviptingarnar í þessum leik... KR-ingar náðu að snúa þessu algjörlega við.
72. mín
Slatti af stuðningsmönnum FH sem eru búnir að kasta inn hvíta handklæðinu og hafa yfirgefið leikvanginn.
71. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
71. mín
Inn:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
68. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
GARY MARTIN ER GJÖRSAMLEGA Á ELDI! Frábær fyrirgjöf frá hægri sem Óskar Örn Hauksson skallaði inn. Róbert Örn hreyfingarlaus í markinu, óverjandi.


62. mín
Allt annað að sjá KR-inga, breytingarnar í hálfleik hafa svínvirkað.


58. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
HVAÐ ER Í GANGI!!! Martraðamínútur fyrir FH-inga!!! Almarr Ormarsson með skot sem Róbert varði en boltinn barst á Gary Martin sem skoraði! KR skyndilega komið yfir!
56. mín Mark úr víti!
Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
MAAAAARK!!! Hólmbert skorar! Nánast á mitt markið, örlítið til hliðar.
56. mín
KR FÆR VÍTASPYRNU! Gunnar Jarl bendir á punktinn eftir horn. Sam Tillen braut á Pálma Rafni. Virkaði soft!
55. mín
SLÁIN!!! Eftir skothríð KR-inga fer boltinn í þverslána! Róbert Örn varði gríðarlega fast skot sem Almarr Ormarsson átti. Varði upp í slá. Ussss...
51. mín
Það er rosalegur hiti í mönnum. Nú voru Guðmann og Hólmbert að kljást. Hólmbert ýtti við Guðmanni... fá tiltal.
48. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Fyrir tuð.
48. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (KR)
Ansi groddaraleg tækling á Bjarna Þór alveg við varamannabekkina! Mönnum heitt í hamsi í kjölfarið.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
Hafliði Breiðfjörð
46. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
45. mín
Schoop ekki kominn út, virðist vera sem Gary Martin komi inn fyrir Schoop. Hefur ekki fundið sig í leiknum en spurning hvort það séu einhver meiðsli að hrjá hann...

45. mín
Gummi Ben úti á velli að ræða við Gary Martin. Ljóst að hann er að fara að mæta inn bara beint í hálfleiknum.
45. mín
FH-ingar verið gríðarlega öflugir á miðjunni. Láta vel finna fyrir sér. Búið að vera spennandi að fylgjast með baráttunni milli Hólmberts og Kassim. Sá síðarnefndi hefur haft betur hingað til.
45. mín
Hálfleikur
Lokakafli fyrri hálfleiksins tíðindalítill.
42. mín
Rasmus fékk fyrirgjöf beint í ansi viðkvæman stað. Sárkvalinn.
41. mín
Pálmi Rafn með skot af löngu færi. Yfir markið fór boltinn.

35. mín
KR-ingar fá engan tíma með boltann á miðjunni! FH-ingar gríðarlega grimmir.
32. mín
FH-ingar að ná upp góðum spilköflum... fá hornspyrnu hér.
30. mín
Ef áhorfendur væru að dæma þennan leik væru komin um 20 spjöld, heimta gult á allt.
29. mín
Almarr með góða aukaspyrnu inn í teiginn... enginn KR-ingur náði að reka tá í knöttinn.
28. mín
Rosa harka í þessum leik. Mikið um aukaspyrnur.
27. mín
KR-ingar að ná betri tökum á þessu eftir vonda byrjun.
24. mín Gult spjald: Samuel Lee Tillen (FH)
Uppsafnað hjá Tillen.
19. mín Gult spjald: Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Braut á Atla. Gunnar Jarl notaði hagnaðarregluna vel og spjaldaði Jónas svo þegar knötturinn var úr leik.
18. mín
Almarr Ormarsson með skot... í varnarmann. Lítil hætta en þó fyrsta ógn KR-inga að einhverju ráði.

16. mín
ÞAÐ ER HITI!!! Kassim braut á Stefáni Loga eftir aukaspyrnu og upp úr því myndaðist þvaga. Stuð og stemning í þessu. Enn heldur Jarlinn spjaldinu í vasanum.
15. mín
Skúli Jón Friðgeirsson braut á Emil Pálssyni. Heppinn að fá ekki spjald. Sleppur með tiltal frá Jarlinum.
14. mín
KR-ingar á hælunum hér í upphafi. Mikill kraftur í FH-ingum.
11. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Davíð Þór Viðarsson
MAAAAARK!!! FH SKORAR EFTIR HORNIÐ! Serwy með hornspyrnu, Davíð Þór skallaði boltann áfram og Emil Pálsson framlengdi honum inn í markið! Mjög sérstakt mark! Boltinn fór yfir Stefán Loga í markinu! Frábær byrjun FH. Stefán leit ekki vel út þarna.
11. mín
Fín sókn KR... endar með fyrirgjöf frá Serwy hægra megin. Boltinn af KR-ingi og afturfyrir. Horn...
8. mín
Stórhættuleg sending á Atla Guðnason sem reyndi að skapa sér skotfæri en Aron Bjarki bjargaði á síðustu stundu. Meira bit í FH í upphafi leiksins.
4. mín
Guðmann Þórisson með skalla yfir eftir hornið! Ágætt færi. Guðmann virkar ekki 100% heill, haltrar.
2. mín
Emil Pálsson með fyrirgjöf... KR-ingar bjarga í horn. Það má búast við því að menn muni ekkert gefa eftir í þessum leik í kvöld.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjaði með boltann. Sækir í átt að Reykjavík.
Fyrir leik
KR-ingar leika í tekíla sunrise varabúningnum sínum í kvöld. FH-ingar að sjálfsögðu í sínum hefðbundnu hvítu búningum og svörtu stullum.
Fyrir leik
Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður FH, ætlar svo sannarlega að eiga minningar um þetta kvöld. Er vopnaður símanum sínum og tekur myndir eins og enginn sé morgundagurinn.

Fyrir leik
Partýbær með Ham í græjunum. Eðal.


Fyrir leik
Létt yfir Evrópu-Kristjáni Finnbogasyni og Gunnari Jarli dómara í upphitun fyrir leikinn. Eru að skiptast á bröndurum úti á vellinum og brosa báðir í hring.
Fyrir leik
Spámenn fréttamannastúkunnar:
Arnar Björnsson, Stöð 2 Sport: 2-2. Öll mörkin í seinni hálfleik.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, 365: 1-3. KR vinnur.
Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net: 2-0.
Fyrir leik
Ótrúlega samhæfð upphitun hjá dómaratríóinu. Anton Ingi Leifsson, fjölmiðlafulltrúi FH, er frekar stressaður. Getur ekki fengið sér sæti og ráfar hér um svæðið. Það eru ekki bara KR-ingar og FH-ingar í stúkunni. Aron Fuego, forsprakki Leiknisljónanna, er mættur. Ekki líklegur til að vera með læti í kvöld. Verður meira áberandi annað kvöld. Tómas Meyer er mættur en er að sjálfsögðu í VIP-pinu.
Fyrir leik
Það er slatti af áhorfendum mættir þó enn sé langt í leik. Fólk mætir snemma til að ná bestu sætunum.
Fyrir leik
KR-ingar unnu keppina um að fara á undan út að hita. DJ Frikki Dór byrjaður að spila tónlist. Byrjaði á því að spandera í Þorparann. Frábært val.
Fyrir leik
Sören Frederiksen ekki í hóp hjá KR. Væntanlega meiddur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Hólmbert Aron Friðjónsson er í byrjunarliði KR en Þorsteinn Már Ragnarsson er ekki í hóp, hann meiddist gegn Rosenborg.

Sam Tillen er í byrjunarliði FH en Böddi löpp, Böðvar Böðvarsson, er í bekknum. Fyrsti byrjunarliðsleikur Tillen í deildinni í sumar. Þá fær Jeremy Serwy tækifærið.
Fyrir leik
Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari FH, ansi léttklæddur. Er í stuttbuxum og stuttermabol að raða keilum. Aðeins að misskilja veðrið.
Fyrir leik
Steven Lennon er víst ekki með FH í kvöld. Er að glíma við meiðsli í hæl segir sagan.
Fyrir leik
Gummi Ben, aðstoðarþjálfari KR, mættur út á völl að raða keilum fyrir upphitun. Nokkrar mínútur í að byrjunarliðin verða opinberuð. Þau koma hingað nákvæmlega 60 mínútum fyrir leik.

Fyrir leik
Ég er mættur í Kaplakrikann. Það er verið að vökva völlinn. Gaupi er á röltinu að heilsa upp á menn. Dómararnir eru lentir. Uppskrift að lúxus kvöldi!


Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð á KR-vellinum vann FH 3-1 útisigur. Atli Guðnason skoraði tvö mörk og Kristján Flóki Finnbogason eitt. Jacob Schoop með mark KR.

KR vann svo 2-1 þegar liðin léku á KR-velli í 8-liða úrslitum bikarsins 5. júlí síðastliðinn. Óskar Örn Hauksson og Gary Martin skoruðu mörk KR. Kassim Doumbia fyrir FH.
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson, markvörður NEC Nijmegen, var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hann spáir 3-3 jafntefli. Báðir markmennirnir verða góðir þrátt fyrir þessa markatölu samkvæmt spá Hannesar.
Fyrir leik
Jörundur Áki Sveinsson, fyrrum aðstoðarþjálfari FH:
Þeir eru með virkilega flott lið. Við höfum ekki séð flugeldasýningar frá FH en vélin mallar. Það er svakalegur heildarbragur á þessu liði og það virðist vera alveg sama hver kemur inn. Það yrði rosalegt áfall fyrir FH ef liðið næði ekki að vinna titilinn.
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur:
Þetta er draumaleikur svona um mitt mót. Bæði lið eru í Evrópukeppni og mögulega að spila á hærra tempói en önnur lið einmitt núna. Þetta gæti orðið íslenskur fótbolti eins og hann gerist bestur. Heilt yfir þá eru það viðureignir þessara tveggja liða sem eru að auglýsa íslenska boltann best.
Fyrir leik
Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að þetta eru tvö efstu lið deildarinnar. FH er með 24 stig en KR 23 stig og getur því skotist á toppinn í kvöld.

Stuðningsmenn KR hita upp á Rauða ljóninu þar sem fríar rútuferðir verða á leikinn. Stuðningsmenn FH verða á sínum stað á Ölhúsinu í góðum gír.
Fyrir leik
Fleiri spá FH sigri samkvæmt skoðanakönnun sem var á forsíðu:
42.47% FH vinnur (203)
19.04% Jafntefli (91)
38.49% KR vinnur (184)

Fyrir leik
Bæði lið voru í Evrópuverkefnum á fimmtudagskvöld. KR tapaði 0-1 fyrir Rosenborg í leik þar sem Þorsteinn Már Ragnarsson fór meiddur af velli. FH tapaði 1-2 fyrir Inter Baku en Steven Lennon var ekki með í þeim leik vegna meiðsla.
Fyrir leik
Jarlinn sjálfur, Gunnar Jarl Jónsson, verður með flautuna í kvöld en hann var valinn besti dómari umferða 1-11. Aðstoðardómarar í kvöld eru Birkir Sigurðarson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson. Ívar Orri Kristjánsson er skiltadómari.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag. Í kvöld er komið að stórleik FH og KR í Kaplakrika. Við ætlum að henda inn upphitunarmolum hér inn í textalýsinguna fyrir leik. Flautað verður til leiks klukkan 20.

Hvetjum alla til að vera með okkur gegnum kassamerkið #fotboltinet á Twitter! Væri gaman að fá myndir og fleira af upphitunum stuðningsmanna.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('71)
11. Almarr Ormarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Jacob Toppel Schoop ('46)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('85)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('85)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('71)
7. Gary Martin ('46)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
20. Axel Sigurðarson
21. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jónas Guðni Sævarsson ('19)
Rasmus Christiansen ('48)
Gunnar Þór Gunnarsson ('84)

Rauð spjöld: