Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
7
1
Keflavík
Hallgrímur Mar Steingrímsson '25 1-0
2-0 Unnar Már Unnarsson '44 , sjálfsmark
2-1 Magnús Þórir Matthíasson '55
Vladimir Tufegdzic '65 3-1
Rolf Glavind Toft '68 4-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson '71 5-1
Agnar Darri Sverrisson '81 6-1
Agnar Darri Sverrisson '85 7-1
19.07.2015  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Léttur hliðarvindur rétt aðeins á annað markið. Skýjað og völlurinn rennisléttur og flottur að sjá. Hitamælirinn á vellinum segir 12 gráður. Fínt fótboltaveður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('72)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Haukur Baldvinsson ('59)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason ('79)
12. Halldór Smári Sigurðsson
16. Milos Zivkovic
24. Davíð Örn Atlason
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
14. Bjarni Páll Runólfsson ('79)
14. Atli Fannar Jónsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
25. Vladimir Tufegdzic ('59)
29. Agnar Darri Sverrisson ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík ansi fegnir.

Þvílík byrjun hjá Milos og nýliðanum Tufegdzic.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Pirringstækling úti við hliðarlínu.
85. mín MARK!
Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Nú fara þeir Vladimir og Agnar tveir á tvo, Tufegdzic á skot sem Arends ver en beint á Agnar sem rennir honum í autt markið.
81. mín MARK!
Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Sama uppskriftin!

Skyndisókn, Tufegdzic stingur boltanum í gegn og vörn Keflvíkinga er víðs fjarri, Agnar Darri stingur þá af og leggur boltann framhjá Arends.
79. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Daníel Gylfason (Keflavík)
Síðasta skipting kvöldsins komin í hús.

Þessi hrein, Bojan fer á hægri kantinn.
79. mín
Inn:Bjarni Páll Runólfsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Hrein skipting.

Halldór Smári fær fyrirliðabandið.
76. mín
Zato með skot hátt yfir utan teigs.
72. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
Frábær leikur hjá Hallgrími hér í kvöld. Agnar fer á hægri kantinn, Toft upp á topp og Tufegdzic fremstur.
71. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
HVAÐ ER AÐ GERAST!!!

Keflavík pressa og sækja, en Víkingar skora.

Tufegdzic finnur Hallgrím, enginn varnarmaður nálægt og mark númer fimm klárt.
68. mín MARK!
Rolf Glavind Toft (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Skyndisókn, kvittikvitt.

Keflvíkingar ekki mikið að reyna að verjast hérna og nú er það Toft sem fær sendinguna og klárar vel.
66. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Alexander Magnússon (Keflavík)
65. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Stoðsending: Rolf Glavind Toft
Skyndisókn og mark!

Aftur er sending á milli hafsents og bakvarðar Keflvíkinga, nú Alexanders og Haraldar.

Tufegdzic á þó töluvert verk eftir sem hann leysir vel. Þessi íþrótt er ekki sanngjörn alltaf!
64. mín
Chuck á skot úr teignum rétt yfir.

Keflvíkingar miklu sterkari og heimamenn fallnir ansi aftarlega á völlinn.
62. mín
HASAR!!!

Chuck rétt sloppinn í gegn en tekur of mikinn tíma og boltinn er uétinn af honum - Vikingar beint upp og Unnar á þvílíka björgunartæklingu þegar Toft var algerlega að sleppa í gegn.

Verulega flottur leikur þessar mínúturnar.
59. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.) Út:Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
Nýi maðurinn mættur, hrein skipting.

Fer á hægri kantinn í stað Hauks.
56. mín
Skot rétt framhjá!

Magnús Sverrir snýr þessum utan teigs en í hliðarnetið rétt framhjá stönginni.
55. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Stoðsending: Daníel Gylfason
Daníel fær tíma og bíður eftir hlaupi Magnúsar úr djúpinu, sendingin er frábær og Magnús klárar færið vel.

GAME ON!
52. mín
Eins og í fyrri hálfleik byrja Keflvíkingar nokkuð sterkt en ná ekki að skapa sér alvöru færi.
50. mín
Zato kemur aftan til í þríhyrningnum og Magnús Þórir fer á toppinn þar í stað Frans.
48. mín
Hætta við mark heimamanna. Sindri Snær dúndraði sendingu inn í teiginn en Davíð henti sér fyrir boltann sekúndubroti áður en Magnús Sverrir náði þessum.
46. mín
We go again...
46. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Fyrsti leikur Zato fyrir Keflavík verður semsagt seinni hálfleikur kvöldsins.
45. mín
Hálfleikur
Þessi staða er ósanngjörn fyrir gestina...en samt.

Vörslur Nielsen skiptu miklu máli í leiknum en á sama hátt er varnarleikur gestanna ansi ósannfærandi!
44. mín SJÁLFSMARK!
Unnar Már Unnarsson (Keflavík)
Davíð Atlason æddi upp vænginn og sendi inní þar sem Unnar Már skutlaði sér fram og ætlaði sér að setja hann í horn en í staðinn setti hann boltann upp í hornið!

Skelfilegt fyrir gestina.
43. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Pirringur í þessu broti hans á Ivari nærri á hliðarlínunni.
41. mín
Fyrsta skot Chuck að marki í Pepsi deildinni er á mitt markið og Nielsen heldur boltanum auðveldlega.
37. mín
Double vörslur sitt á hvorum endanum.

Sindri á frábært skot enn á ný sem Nielsen slær út í teig, upp úr því fara Víkingar í skyndisókn þar sem Toft fær gott skotfæri sem Arends grípur.

Hörkufjör vonandi í uppsiglingu!
34. mín
FRÁBÆR VARSLA!!!!

Sindri Snær tékkar sig inn á vinstri og neglir á markið en Nielsen slær þennan yfir í horn sem Einar Orri skallar svo yfir.

Þessi var sláin inn í uppsiglingu....
31. mín
Frans skallar hátt yfir eftir aukaspyrnu Magnúsar Þóris.
29. mín
Keflvíkingar munu segja þessa stöðu gegn gangi leiksins en Víkingar voru klárlega að vinna sig vel inn í hann og gæðin í sendingu og skoti voru mikil.
25. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Dofri Snorrason
Já takk!

Dofri fær svæði inn á miðjunni og á frábæra sendingu milli hafsents og hægri bakvarðar, Hallgrímur einn í gegn og klárar vel með hægri í fjær.
23. mín
Víkingar vilja hér víti fyrir bolta í hönd.

Þorvaldur tekur "Svaninn" þarna, ekkert svoleiðis...
22. mín
Aukaspyrna af 35 metrum undan vindi?

Jebbz, Ívar með skot en það var alltof laust og Arends greip þennan.
20. mín
Áhlaup Keflvíkinga virðist í rénum og Víkingar eru farnir að komast aðeins áleiðis. Eru þó enn mest í því að krossa hátt í teiginn þar sem leikurinn er ójafn gestunum í vil.
17. mín
Fyrsta hættan sem kemur frá heimamönnum.

Kemur upp úr langri sendingu en Haukur missir svo boltannof langt frá sér og Haraldur bjargar í innkast.
14. mín
Heimamenn aðeins að vakna en það verður þó að segjast að Keflavík eru enn með undirtökin hérna.

Ekki er þó mikið um færi eða almennt fjör.

Ekki eru menn að láta spennuna skemma þetta fyrir sér...

0-0 anyone?
11. mín
Blaðamannastúkan eralmennt sammála um það að varabúningarnir sem Keflavík klæðast í kvöld séu töluvert krönsjí sjitt.

Nike að gera gott mót þarna...
9. mín
Mögulega var Ívar Örn að reyna hér skot úr aukaspyrnu frá miðju...frekar en að sendingin hafi verið léleg.

Boltinn allavega langt framhjá!
9. mín
Keflavík line-up:

Sindri - Unnar - Haraldur - Alexander

Magnús Þórir - Einar

Daníel - Frans - Magnús Sverrir

Chuck
8. mín
Bæði lið eru að spila 4-2-3-1 hérna í kvöld.

Heimamenn line-a upp svona:

Davíð - Tómas - Zivkovic - Halldór

Ívar - Viktor

Haukur - Dofri - Hallgrímur

Toft.
4. mín
DAUÐAFÆRI!

Haraldur Guðmunds fékk boltann á vítapunktinum og skaut að marki en Nielsen varði frábærlega í horn.

Upp úr horninu skallaði Einar Orri framhjá.
4. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt utan teigs en lítið varð ´r.
2. mín
Keflvíkingar byrja sprækt hérna, Chuck og Frans nálægt því að komast í gegn en Tómas bjargar þarna.
1. mín
Við erum komin af stað!

Víkingar sækja með vindinn eilítið í bakið í átt að Breiðholtinu...Keflvíkingar hlaupa í átt að Sæviðarsundi.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er hinn fyrsti þar sem Milos Milojevic er aðalþjálfari.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn.

Nú eru dómararnir komnir í "út meða" bolina ásamt leikmönnunum og vallarþulurinn fer nú yfir málið.
Fyrir leik
Keflavík verður að gera breytingu á byrjunarliði sínu eftir upphitunina!

Sigurbergur Elísson virðist hafa meiðst hér í upphitun og Magnús Sverrir Þorsteinsson kemur inn í liðið.
Fyrir leik
Igor Taskovic er nú búinn með sitt leikbann en er ekki í hóp. Sagan í stúkunni segir að hann sé enn í leyfi í heimalandinu af fjölskylduaðstæðum.

Menn hér vilja sjá Viktor Bjarka grípa tækifærið í kvöld!
Fyrir leik
Andri Rúnar og Finnur hjá heimamönnum, sem og Hólmar Örn hjá gestunum sitja utan hóps vegna meiðsla.

Fyrir leik
Dómarinn í kvöld er Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru þeir Björn Valdimarsson og Smári Stefánsson.

Guðmundur Stefán Maríasson fylgist með þeim og verður eftirlitsmaður kvöldsins.
Fyrir leik
Leikurinn er GRÍÐARLEGA mikilvægur báðum þesssum liðum.

Keflvíkingar sitja neðstir með 5 stig og heimamenn tveimur sætum ofar með 9 stig. Þetta er því hinn klassíski 6 stiga leikur og hin klisjan um fallbaráttuslag er náttúrulega alveg hárrétt!
Fyrir leik
Bæði lið eru að vekja athygli á baráttunni gegn sjálfsvígum ungra manna og hita upp í neon gulum bolum sem leggja mikið upp úr setningunni "út meða".

Vel gert drengir.
Fyrir leik
Keflvíkingar skella Chuck beint inn í sitt lið og þeir setja Arends í markið í stað Sindra. Einar Orri byrjar, Samuel Jimenez er í banni og Hólmar Örn Rúnarsson er utan hópsins.
Fyrir leik
Bæði lið gera nokkrar breytingar á sínum liðum.

Hjá Víkingum koma Halldór Smári Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarson og Rolf Toft inní liðið í stað þeirra Arnþórs Inga Kristjánssonuar, Andra Rúnars Bjarnasonar og Finns Ólafssonar.

Athygli vekur að hvorki Andri eða Finnur eru í hóp í kvöld....
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Víkingsvelli þar sem boðið er uppá botnbaráttuslag af bestu gerð.
Byrjunarlið:
1. Richard Arends (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
9. Daníel Gylfason ('79)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
13. Unnar Már Unnarsson
14. Alexander Magnússon ('66)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson ('46)
32. Chukwudi Chijindu

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Insa Bohigues Fransisco
11. Bojan Stefán Ljubicic ('79)
22. Leonard Sigurðsson ('66)
22. Abdel-Farid Zato-Arouna ('46)
29. Fannar Orri Sævarsson
30. Samúel Þór Traustason

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('43)
Einar Orri Einarsson ('90)

Rauð spjöld: