Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
0
1
Fylkir
0-1 Albert Brynjar Ingason '70
20.07.2015  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sól og frábær völlur, allt til alls.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1320
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('83)
8. Arnþór Ari Atlason
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('69)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
10. Atli Sigurjónsson ('69)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög góður sigur Fylkismanna staðreynd!
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
90. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Pirringur í Damir.

88. mín
Blikar reyna hvað þeir geta, fá lítið meira út úr því en hornspyrnur.

83. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
Síðasta breyting Fylkis.
82. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Bull tækling, algjörlega óþarft.
82. mín
Arnór Sveinn á skot á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá vinstri. Það fer af varnarmanni aftur fyrir.
80. mín
Atli Sigurjónsson með skemmtilega tilraun úr þröngu færi eftir álitlega sókn Blika. Skot hans á lofti fór framhjá.
77. mín
Ásgeir Börkur virðist eitthvað hnjaskaður en Hermann hvetur hann til að halda áfram.
72. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
Fylkismenn strax farnir að tefja.
72. mín
Fylkismenn voru búnir að hóta þessu. Blikar allt of framarlega með varnarlínuna og Fylkismenn með vindinn í bakið náðu að nota sér svæðið á bakvið þá.
70. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Hákon Ingi Jónsson
Fylkismenn komnir yfir! Albert fékk sendingu inn fyrir frá Hákoni Inga, hristi Damir af sér og lagði skoppandi bolta í fallegum boga yfir Gunnleif í markinu. Glæsileg afgreiðsla!
69. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Arnþór Ari fer upp á topp.
68. mín
Dauðafæri Fylkis!
Blikar misstu boltann á miðjunni sem virtist þó vera brot. Ekkert dæmt og Fylkismenn upp í skyndisókn. Albert fékk boltann upp hægri kantinn, gaf hann fyrir þar sem Hákon Ingi hafði tíma en klúðraði fyrstu snertingunni og missti boltann áður en hann gat komið skoti að marki.
66. mín
Frábær björgun! Guðjón Pétur átti frábæra fyrirgjöf frá hægri sem virtist stefna beint á hausinn á Ellert Hreinsson á markteignum. Tonci Radovinkovic komst hins vegar á milli og skallaði frá.
66. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar hefur átt betri daga, hefði getað fengið rautt í dag.
64. mín
Arnþór Ari með skalla yfir markið eftir fyrirgjöf frá vinstri.
63. mín
Gott færi Fylkis!
Albert Brynjar á góða sendingu inn fyrir á Ragnar Braga sem nær ekki skoti á markið. Elfar hljóp hann uppi og tók hann úr jafnvægi áður en hann skaut.
62. mín
Fylkir eru komnir í 4-4-2 núna með Ásgeir Örn á hægri kanti, Ragnar Braga á vinstri og Jóa Kalla og Börk á miðjunni.
60. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Fyrsta skipting leiksins.
58. mín
Fylkismenn komast aðeins framar á völlinn í síðari hálfleik en það vantar engu að síður gæði í þeirra leik. Vindurinn grípur allar spyrnur Gulla í markinu fram á við, sem gerir Fylkismönnum kleift að hafa liðið ofar á vellinum.
53. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
52. mín
Ingimundur Níels á skot utan teigs sem fyrir yfir markið, aldrei hætta.
49. mín
Guðjón Pétur í ágætis færi, hittir boltann illa.
49. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Líklega fimmta brot hans í leiknum.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn!
Fylkismenn hefja síðari hálfleik og eru með vindinn í bakið. Spurning hvort þeir hætti sér þá aðeins framar á völlinn í síðari hálfleik.

45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikur hefur runnið sitt skeið. Blikar verið töluvert betri en Fylkismenn hafa hins vegar fengið besta færið. Vonandi fáum við mörk í þetta í síðari hálfleiknum.
41. mín
Guðjón Pétur á skot rétt utan teigs sem fer framhjá markinu.
39. mín
Það styttist í að Hermann Hreiðarsson fái áminningu á Fylkisbekkinn. Er búinn að taka tvö heiftarleg köst á Vilhjálm Alvar.
35. mín
Ekki gríðarlega mikið að gerast þessa stundina. Blikar eru enn hættulegri en vantar að klára sóknirnar með skoti.
29. mín
Dauðafæri hjá Fylki!
Tonci á skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Andrési sem fékk hann stutt úr horni. Gunnleifur ver frábærlega í slá og boltinn fer svo aftur fyrir af Fylkismanni.
29. mín
Ingimundir Níels ógnar marki Blika. Fær boltann við miðjubogann eftir hronspyrnu Blika. Á skot sem fer af varnarmanni og í horn.
24. mín
Ef ég ætti að giska myndi ég segja að Fylkismenn séu búnir að brjóta af sér u.þ.b. 10 sinnum á fyrstu 24 mínútunum.
20. mín
Arnór Sveinn kemst í ágætis stöðu rétt utan teigs Fylkis, á svo skot eða sendingu sem Ellert Hreinsson lætur í friði þar sem hann var rangstæður.
18. mín
Albert Brynjar dettur inn fyrir vörn Blika en Elfar nær að stoppa hann. Hermann Hreiðarsson vill meina að það hafi verið ólöglega. Er brjálaður við Vilhjálm Alvar, 4. dómara. Fylkismenn hefðu getað nýtt þetta betur.
16. mín
Blikar ógna áfram. Komast í ágætis sóknarstöður en ná ekki að binda endahnútinn. Guðjón Pétur á góða fyrirgjöf frá hægri sem Höskuldur nær ekki að setja hausinn í.
13. mín
Fylkismenn virðast eiga töluvert erfitt með að halda boltanum. Blikar eru þéttir og pressa þá vel á miðjunni.
9. mín
Svona stilla liðin upp í dag:
Breiðablik
Ellert
Höskuldur-Andri-Arnþór-Guðjón
Oliver
Kristinn-Damir-Elfar-Arnór
Gulli

Fylkir
Ingimundur-Albert
Ragnar Bragi
Jói Kalli-Ásgeir Örn
Börkur
Tómas-Ásgeir-Tonci-Andrés
Ólafur
8. mín
Ellert Hreinsson á góðan skalla eftir aukaspyrnu utan af veli. Ólafur Íshólm blakar boltanum yfir.
7. mín
Blikar stjórna ferðinni á meðan Fylkir reynir að sækja hratt á þá, eins og við var að búast. Fátt um færi.
3. mín
Fylkismenn virðast vera að spila með tígulmiðju. Ingimundur og Albert Brynjar eru fremstir og Ragnar Bragi fyrir aftan þá.
1. mín
Garðar Örn flautar til leiks. Blikar byrja og sækja í átt að Fífunni, með vindinn í bakið.
Fyrir leik
Ásgeir Börkur vann uppkastið virðist vera og liðin skipta um vallarhelming.
Fyrir leik
Leikmenn og dómarar ganga inn á völlin í gulum bolum vegna átaksins Útmeða. Útmeða varðar sjálfsvíg ungra karlmanna en það er algengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 18-25 ára. Flott framtak!
Fyrir leik
Virðist ágætlega mætt í Kópavoginn í kvöld - stemming hjá Blikunum.
Fyrir leik
Þá halda liðin til búningsherbergja þegar 10 mínútur eru til leiks. Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Gunnleifur Gunnleifsson, Kristinn Jónsson og Oliver Sigurjónsson, leikmenn Breiðabliks, fá hér verðlaun fyrir leik þar sem að þeir voru í úrvalsliði fyrri umferðar deildarinnar hjá Pepsi-mörkunum.
Fyrir leik
Kjartan er Fylkismönnum auðvitað ekki ókunnur en hann lék 175 deildarleiki með félaginu á sínum tíma og var með þeim frá 2. deild upp í þá efstu á árunum 1994-2003.
Fyrir leik
Kjartan Sturluson, markmannsþjálfari Fylkis, er að hita Ólaf Íshólm upp ásamt Bjarna Þórði sem missti sæti sitt til Ólafs fyrir tæpum mánuði.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa verið að hita upp síðastu 10-15 mínútur en ekkert bólar á Blikum enn sem komið er.
Fyrir leik
Þetta er annar leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölin hjá Fylki en sá fyrsti var heldur betur dramatískur. Staðan var 1-1 í Kaplakrika þegar FH-ingar skora mark á 91. mínútu en Fylkismenn jöfnuðu svo leikinn mínútu síðar þegar Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði.

Hermann tók sig svo til og fagnaði vel og innilega fyrir framan aðdáendur FH, þeim til mikillar gremju.
Fyrir leik
Blikar gera tvær breytingar á liði sínu frá 2-0 sigrinum gegn Fjölni á dögunum en Atli Sigurjónsson fer á bekkinn og inn í hans stað kemur Ellert Hreinsson. Arnþór Ari verður þá líklega á miðjunni í stað Atla en hann var fremstur gegn Fjölni. Þá kemur Guðjón Pétur Lýðsson inn í stað Davíðs Kristjáns Ólafssonar.
Fyrir leik
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá þessum fyrsta leik en gengi Blika hefur verið heldur betra en gengi Fylkismanna.

Breiðablik getur með sigri í dag farið yfir FH-inga í 2. sæti deildarinnar, stigi frá efsta liði KR-inga. Blikar hafa fengið á sig lang fæst mörk í sumar eða átta talsins.

Fylkir hefur aftur á móti ekki gengið eins og kröfur voru gerðar til í upphafi sumars en þeir stefndu á Evrópusæti. Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun liðsins af Ásmundi Arnarssyni í von um að snúa genginu við.
Fyrir leik
Gott kvöld og velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Þar fer fram leikur Breiðabliks og Fylkis í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

Liðin mættust í 1. umferð í Lautinni í Árbæ en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli í heldur bragðdaufum leik þar sem Albert Brynjar Ingason kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Blika.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Ragnar Bragi Sveinsson ('66)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('60)
8. Jóhannes Karl Guðjónsson ('83)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
9. Hákon Ingi Jónsson ('60)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('66)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('49)
Albert Brynjar Ingason ('53)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('72)
Hákon Ingi Jónsson ('82)
Andrés Már Jóhannesson ('90)

Rauð spjöld: