Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
1
4
Celtic
Ólafur Karl Finsen '7 1-0
1-1 Nir Biton '33
1-2 Charlie Mulgrew '49
1-3 Leigh Griffiths '88
1-4 Stefan Johansen '93
22.07.2015  -  19:15
Samsung-völlurinn
Staðan eftir fyrri leik: 0-2
Aðstæður: Næstum bongó
Dómari: Jonathan Lardot (Belgía)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson ('59)
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('46)
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen ('81)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson ('46)
18. Jón Arnar Barðdal ('81)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SAMTALS: STJARNAN 1-6 CELTIC
Góð byrjun Stjörnunnar í kvöld en á endanum sýndi Celtic gæðamuninn á þessum liðum bersýnilega.
93. mín MARK!
Stefan Johansen (Celtic)
Þetta var óþarfi! Johansen með frábært mark. Þéttingsfast í bláhornið. Óverjandi.
90. mín
Stuðningsmenn Celtic syngja núna og tralla eins og enginn sé morgundagurinn.
88. mín MARK!
Leigh Griffiths (Celtic)
Stoðsending: Gary Mackay-Steven
Leik lokið! Vörn Stjörnunnar sundurspiluð. Mackay-Steven renndi boltanum á Griffiths sem var fyrir opnu marki og átti ekki í erfiðleikum með að skora.
82. mín
Inn:Tom Rogic (Celtic) Út:Nacir Ciftci (Celtic)
81. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
78. mín
Celtic að hóta því heldur betur núna að skora annað mark. Ciftci með skot rétt framhjá!
77. mín
Celtic sundurspilaði vörn Stjörnunnar og komst í flott skotfæri en Gunnar Nielsen varði vel.
69. mín
VEL GERT! Ólafur Karl Finsen fór framhjá varnarmann og átti flott skot fyrir utan teig! Gordon þurfti að hafa fyrir þessu og varði naumlega.
69. mín
Nir Biton í Celtic kom boltanum í markið. Dæmdur rangstæður. Þetta var tæpt!
66. mín
Vel gert hjá Pablo sem kom boltanum á Hörð Árnason, hann með flotta fyrirgöf, fasta og góða. Celtic sér ekki annað í stöðunni en að bjarga í horn.
65. mín
Jæja, Elvar er kominn með kaffið. Þorkell þakkar fyrir sig.
63. mín
Leigh Griffiths nýkominn inn á hjá Celtic og beint í dauðafæri. Hann setti boltann hins vegar rétt framhjá fjærstönginni.
63. mín
Inn:Leigh Griffiths (Celtic) Út:Stuart Armstrong (Celtic)
62. mín
Ætla að ná mér í kaffi. Á meðan mun Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV sjá um textalýsinguna.
61. mín
Veigar Páll Gunnarsson með suddalega móttöku í teignum! Tók flottan snúning en skot hans í varnarmann. Ekki lengi að minna á sig Veigar.
59. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
58. mín
Celtic með öll tök á þessum leik enda 4-1 yfir samtals. Einvíginu er klárlega lokið. Bara spurning um lokatölurnar.
52. mín
Inn:Efe Ambrose (Celtic) Út:Mikael Lustig (Celtic)
49. mín MARK!
Charlie Mulgrew (Celtic)
Celtic hefur tekið forystuna hér í Garðabænum. Boltinn barst á Charlie Mulgrew sem var rétt fyrir utan vinstra horn vítateigsins og lét vaða. Boltinn söng í fjærhorninu. Hnitmiðað skot en ég held að Gunnar Nielsen hafi misreiknað skotið. Vel gert hinsvegar hjá vinstri bakverðinum hjá Celtic.

46. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Seinni hálfleikur hafinn - Ein breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur - Stjarnan að standa sig vel. Vonandi verður sama fjör í seinni hálfleik.
44. mín
Er að fá þær upplýsingar að mark Celtic hafi ekki átt að standa. Nacir Ciftci braut víst á Pablo Punyed sem féll fyrir Gunnar Nielsen markvörð. Kristján Guðmundsson sem er að lýsa á Stöð 2 Sport allt annað en sáttur við að dómararnir hafi ekki spottað þetta!
42. mín
Daníel Laxdal með skottilraun. Framhjá. Lítil hætta á ferðum en jákvætt að Stjarnan sé að eiga skottilraunir. Þetta er alls engin einstefna þó Celtic sé skiljanlega líklegra liðið.
41. mín
Fast skot af löngu færi fyrir utan teig en beint á Gunnar Nielsen.
40. mín
Pablo Punyed féll rétt fyrir utan teig, var þetta ekki aukaspyrna? Nei segir Belginn með flautuna.
37. mín
Vó! Stuart Armstrong í liði Celtic að sýna skemmtileg tilþrif. Tók svakalegan snúning í teignum og átti skot sem sleikti stöngina. Ég hélt að Celtic væri að fara að skora annað mark þarna.

33. mín MARK!
Nir Biton (Celtic)
Stoðsending: Stefan Johansen
Vonbrigði. Skalli við markteiginn eftir hornspyrnu frá hægri sem endar í netinu. Pirrandi að fá á sig jöfnunarmark úr föstu leikatriði. Staðan í einvíginu samtals 1-3 núna og ljóst að Stjarnan þarf þrjú mörk til viðbótar.
31. mín
Arnar Már Björgvinsson að standa sig vel í að starta skyndisóknum. Vonandi nær Stjarnan að halda búrinu hreinu til hálfleiks, það myndi gefa Skotunum ýmislegt til að hugsa um í klefanum yfir tebollanum.
29. mín
Celtic sækir og sækir. Stjarnan reynir að notast við skyndisóknir. Svaðaleg þvaga í teignum eftir horn rétt í þessu en hættunni bægjað frá á síðustu stundu.
27. mín
Celtic með horn, Gunnar Nielsen sýnir hver á teiginn og kýlir boltann glæsilega frá. Vel gert hjá landsliðsmarkverði Færeyja.
23. mín
RANGSTAÐA! VEL GERT AÐSTOÐARDÓMARI! Celtic átti aukaspyrnu úti vinstra megin, lág sending inn í teiginn sem endaði með skoti frá Stefan Johansen inn í þvöguna. Boltinn endaði í markinu en einhver leikmaður Celtic sem var í rangstöðu hefur snert hann á leiðinni.
21. mín
Stjarnan að ógna! Skot í varnarmann og svo kom góð sókn þar sem menn létu boltann ganga snöggt á meðal manna. Endaði svo með sendingu á Jeppann sem var rangstæður.

15. mín
Greinilegt sjokk fyrir stuðningsmenn Celtic sem eru ekki alveg jafn viljugir til að syngja eins og þeir voru áðan!
13. mín
Þetta er svakalegt. Allt galopið í þessum leik! Celtic talsvert meira með boltann en Stjörnuliðið vel samstillt og gefur ekki færi á sér. Í þessum skrifuðu orðum náði Ciftci reyndar að koma sér í þröngt skotfæri en Brynjar Gauti notaði líkamsstyrkinn og gerði vel.

7. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Pablo Punyed
MAAAAAARK!!!! Þetta er sturlað! Pablo Punyed kom boltanum á Ólaf Karl Finsen í teignum og þvílík yfirvegun á manninum! Var sultuslakur í teignum, kom sér í skotstöðu og setti boltann af öryggi framhjá Gordon! Frábær sókn og frábær afgreiðsla!
7. mín
Hörður Árnason í veseni, átti ekki góðan leik gegn ÍA um síðustu helgi og verður að gera miklu betur núna. Fær á sig aukaspyrnu úti hægra megin. Gunnar Nielsen greip fyrirgjöfina.
5. mín
Celtic vann aðra hornspyrnu, eftir hana braut Boyata á Brynjari Gauta í teignum og aukaspyrna dæmt. Hárrétt hjá Belganum með flautuna.
4. mín
Þorri Geir fær að taka eina alvöru tæklingu strax í upphafi, alveg fullkomlega lögleg og góð. Þessi kemur honum í gírinn. Annars fremur rólegt tempó fyrstu mínútur... Celtic að vinna horn í þessum skrifuðu orðum.
1. mín
Leikur hafinn
Celtic byrjaði með boltann, sækja í átt að Reykjavík.
Fyrir leik
Usss... ég er ekki frá því að ég hafi fengið smá gæsahúð þegar Meistaradeildarlagið byrjaði að óma. Get ekki ímyndað mér tilfinninguna þegar ég fæ að heyra þetta lag á Ghetto ground einn daginn!
Fyrir leik
Kominn með kaffið í hendurnar, sætin í stúkunni eru að fyllast, Silfurskeiðin syngur hástöfum og liðin fara að ganga inn á völlinn. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Stuðningsmenn beggja liða eru þekktir fyrir gríðarlega stemningu. Ég er fullur tilhlökkunar. Vindum okkur í spá þeirra íslensku blaðamanna sem eru kringum mig:

Þór Símon, 433: 2-1 sigur Celtic.
Andri Yrkill, mbl.is: 3-1 sigur Celtic.
Eiríkur Stefán, Vísi: 4-1 fyrir Celtic.
Fyrir leik
Stefan Johansen sem er í treyju númer 25 hjá Celtic var bestur i fyrri leiknum. Fyrirliði Stjörnunnar telur að afar mikilvægt sé að loka á norska landsliðsmiðjumanninn.

Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar:
Okkur verður að takast að stöðva hann. Við gerðum það stóran hluta fyrri leiksins en það er mjög erfitt að halda aftan af svona gæðaleikmönnum. Hann þarf bara að fá pláss til að eiga eina sendingu eða fá eitt færi og okkur er refsað.
Fyrir leik
Skosku fjölmiðlamennirnir í skýjunum með Stjörnuborgarann. Ljóma allir enda mikilvægt að næra sig fyrir komandi átök. Stjarnan að verða fræg utan Íslands fyrir lúxus vallarborgara.
Fyrir leik
Dómararnir koma frá Belgíu. Þeir eru að hita upp rétt eins og leikmenn. Það er vel skemmtilegt andrúmsloft hér á Samsung-vellinum í kvöld.

Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði Stjörnunnar frá fyrri leiknum. Atli Jóhannsson er meiddur en bakslag kom í endurkomu hans og ekki ljóst hvenær hann spilar aftur. Halldór Orri Björnsson fer á bekkinn.

Inn koma Þorri Geir Rúnarsson og Pablo Punyed sem var í Gullbikarnum með landsliði sínu þegar fyrri leikurinn fór fram. Guðjón Baldvinsson sem gekk í raðir Stjörnunnar í glugganum er ekki löglegur en verður með í næstu umferð ef Stjarnan kemst áfram.
Fyrir leik
Um 20 skoskir fjölmiðlamenn mættir í Garðabæinn í kvöld, fleiri en íslenskir sem starfa á leiknum.

Hjálpaðu okkur að krydda þessa textalýsingu! #fotboltinet er kassamerkið!
Fyrir leik
Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, talaði um á fréttamannafundi í gær að skraufaþurrt gervigrasið og litla stúkan gætu haft sálræn áhrif á leikmenn skoska stórliðsins. Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, er ekki sammála því.

Ronny Deila, stjóri Celtic:
Hann (Rúnar) verður að ferðast um Skotland og kíkja á nokkra leiki þar. Ég veit ekki hvað hann heldur um skoska boltann. Það er ekki bara Celtic Park í Skotlandi. Hann getur farið til Inverness eða Ross County þar sem aðstæður eru ekki ósvipaðar og hérna. Við höfum mikla reynslu af svipuðum aðstæðum á Skotlandi. Við höfum spilað útileiki þar sem það eru ekki margir áhorfendur, þó við séum heppnir að vera með 50 þúsund manns á heimaleikjunum. Mínir leikmenn eru vanir mjög misjöfnum leikvöngum svo við erum tilbúnir í þetta og ég hef ekki áhyggjur.
Fyrir leik
Dedryck Boyata og Stefan Johansen skoruðu mörkin í fyrri leiknum en besti leikmaður Stjörnunnar var færeyski markvörðurinn Gunnar Nielsen sem átti nokkrar frábærar vörslur og varði auk þess víti.

Fjalar Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar, eftir fyrri leikinn:
Gunnar var frábær og hélt okkur inn í þessum leik. Hann var snöggur niður og sýndi gríðarlega góða frammistöðu. Það er alltaf möguleiki fyrir seinni leikinn eftir 2-0. Það er alltaf möguleiki í fótbolta en það er alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá okkur og Gunnar þarf að eiga annan stórleik.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar:
Við teljum okkur geta strítt Celtic þó gengi okkar í deildinni hafi ekki verið upp á marga fiska. Þetta er bara allt önnur ella. Ég held að við getum átt mjög góðan leik. Það verður erfitt að ná marki á þá en við sjáum það að í fyrri leiknum fengum við tvö mjög góð færi til að skora á útivelli. Það eru mikil gæði í Celtic og því verðum við að vera fókuseraðir. Þeir vilja fara í gegnum miðjuna og við verðum að stöðva það. Þeir vilja spila með einni snertingu og eru flinkir í því.
Fyrir leik
Stuðningsmenn beggja liða hituðu upp saman á Ölstofu Hafnarfjarðar og það var víst gríðarleg stemning. Um 200 Silfurskeiðarmeðlimir og um 100 skoskir stuðningsmenn fengu sér söngvatn og spjölluðu saman um þjóðmálin.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Hér verður bein textalýsing frá seinni viðureign Stjörnunnar og skoska stórliðsins Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. Celtic er í fínni stöðu með 2-0 forystu eftir fyrri leikinn. Það er löngu uppselt en í Evrópukeppni má aðeins selja í sæti og því um 1.000 manns á vellinum.
Byrjunarlið:
1. Craig Gordon (m)
5. Virgil van Dijk
6. Nir Biton
7. Nacir Ciftci ('82)
8. Scott Brown
14. Stuart Armstrong ('63)
16. Gary Mackay-Steven
20. Dedryck Boyata
21. Charlie Mulgrew
23. Mikael Lustig ('52)
25. Stefan Johansen

Varamenn:
26. Logan Bailly (m)
3. Emilio Izaguirre
4. Efe Ambrose ('52)
9. Leigh Griffiths ('63)
10. Anthony Stokes
18. Tom Rogic ('82)
49. James Forrest

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: