Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
4
0
Grótta
Björn Pálsson '26 1-0
Alfreð Már Hjaltalín '50 2-0
Alfreð Már Hjaltalín '53 3-0
Ingólfur Sigurðsson '77 4-0
24.07.2015  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Bongóblíða í Ólafsvík, Völlurinn hefur sjaldan litið jafn vel út
Dómari: Ian Hussin
Áhorfendur: 285
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('84)
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
11. Ingólfur Sigurðsson
13. Emir Dokara
20. Kristófer Eggertsson ('62)
23. Admir Kubat
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('71)

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
17. Kristófer Jacobson Reyes
17. Hrvoje Tokic ('62)
21. Fannar Hilmarsson ('84)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Englendingur hefur endað þennan leik. 4-0 sigur heimamanna niðurstaðan
92. mín
Fallegur bolti innfyrir frá fyrirliðanum, Guðmundi Reyni. Fannar náði flottum skalla en Árni varði vel
90. mín
4. dómarinn hefur lyft upp töflunni og sýnir þrjár mínútur til uppbótar.
85. mín
ROSALEGT SKOT
William tók boltann upp miðjuna og lét vaða af 25 metra færi. Boltinn sveif fallega og hamraði í slánni
84. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Fannar að koma inná í sínum öðrum leik í sumar.
83. mín
Ein versta fyrsta snerting sem ég hef séð!
Flott sending innfyrir hjá Andra á Jóhannes sem ætlaði að taka boltann framhjá Cristian en setti boltann bara beint útaf
81. mín
Inn:Jóhannes Hilmarsson (Grótta) Út:Jónmundur Grétarsson (Grótta)
Lokaskipting hjá Gestunum
77. mín MARK!
Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Emir Dokara
Frábær sprettur hjá Emir, endaði sprettinn á að renna boltanum á Ingó sem setti hann fast í hornið frá teigslínu
75. mín
Afskaplega lítið um að vera núna síðustu mínútur. Gróttumenn hafa breytt um skipulag en það hefur ekki breytt spilinu neitt að viti. Víkingar hafa dottið örlítið aftar á völlinn eftir mörkin
71. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
Brynjar fer á vinstri kantinn og William á miðjuna
68. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Tvöföld skipting. Andri og Viktor fara sama upp á topp í 4-4-2 leikstillingu
68. mín
Inn:Viktor Smári Segatta (Grótta) Út:Guðjón Gunnarsson (Grótta)
65. mín
Sá Hrvoje hita upp í hálfleiknum. Æfði sig í löngum sendingum. Þvílikar sendingar, þvílíkar móttökur. Lítur vel út ef ég verð að segja
62. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.) Út:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.)
Hrein skipting. Fyrsti leikur Hrvoje í bláa búningnum
60. mín
Þrátt fyrir að vera lentir þremur mörkum undir eru Gróttumenn ekki að taka mikla sénsa í sínum sóknaratburðum
57. mín
Ingó og William eru sífellt að skipta um stöður. William kíkir oft inn á miðjuna og Ingó á kantinn
53. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Emir Dokara
Mark strax í næstu sókn. Innkast á hægri kanti sem Emir tók. Gunnlaugur og Kristján hoppuðu saman í skallabolta en misstu báðir af boltanum. Boltinn skoppaði því í teignum að Alfreð sem skallaði í hornið örugglega framhjá Árna.
50. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Guðmundur Reynir Gunnarsson
MAAAAAARK!
Víkingar fengu aukaspyrnu á u.þ.b. 30 metra færi sem Ingólfur tók. Árni varði vel en Mummi náði frákastinu og átti fast skot sem Árni varði einnig en beint fyrir lappirnar á Alfreð sem þakkaði pent fyrir sig
48. mín
Gróttumenn byrja síðari hálfleikinn mjög ákafir en það er eins og það vanti alltaf eitthvað uppá sóknarleikinn, ekki mikið er að skapast
46. mín
Leikur hafinn
Jæja þá er leikurinn hafinn á ný
45. mín
Hálfleikur
Englendingurinn flautar til loka fyrri hálfleiks og fara heimamenn með 1-0 forrustu inn í hléið
45. mín
Þetta hef ég ekki séð á þeim 13 árum sem ég hef heimsótt Ólafsvíkurvöll. Varadómari leiksins heldir upp Fifatöflu og sýnir tvær mínútur til uppbótar. Víkingum hefur ekki verið mikið til tækninnar hingað til
44. mín
Stór misskilningur hjá Árna í markinu. Fyrirgjöf frá hægri frá Ingó sem var skrúfuð að markinu. Boltinn skoppaði og Árni rétt náði að blaka boltanum frá
40. mín
Gunnlaugur stillti sér upp með Ingó en Ingó fékk að taka. Spyrnar arfaslök og himinhátt yfir markið
39. mín
Frábært hlaup hjá Emir Dokara sem fór langt með boltann. Græddi aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Ingó tekur
33. mín
William Dominguez liggur eftir í grasinu eftir samstuð við Benis Krasniqi. William gerði klaufsk mistök og hljóp bara beint á Benis sem tók boltann auðveldlega af honum
31. mín
Kristófer Eggerts með gott skot að marki sem Árni nær að slá í horn. Þarna hefði Kristófer hins vegar frekar mátt gefa boltann áfram á Alfreð sem var aleinn á kantinum
29. mín
Gestirnir reyna strax að svara fyrir sig með góðri sókn. Benis tók overlappið og gaf út á Björn á miðjunni sem fleytti boltanum inn í boxið. Pétur reis hátt í teignum en skallinn var of laus til að valda usla og Cristian var ekki miklum vanda
26. mín MARK!
Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Ingólfur Sigurðsson
MAAAAARK!!!
Þung sókn heimamanna skilaði sér að lokum. Sóknin entist í heilar þrjár mínútur en einungis kom eitt skot á markið. Ingólfur fékk boltann úti á vinstri kanti eftir hornspyrnu og þrumaði boltanum fast niðri fyrir markið, boltinn hrökk út til Bjössa sem setti boltann fallega í vinstra hornið. Of fast fyrir Árna
21. mín
Víkingar með fína sókn. Emir Dokara var allt í einu kominn yfir á vinstri kant með botann, gaf boltann út á William sem krossaði á fjær. Þar var Alfreð mættur en skallinn var laflaus og Varnarmenn Gróttu koma boltanum frá
16. mín
Fyrri leikur liðanna endaði með steindauðu markalausu jafntefli á Gróttuvelli í annari umferð
12. mín
Leikurinn hefur farið mjög rólega af stað en bæði lið virðast vera að finna sig ennþá á opnunarmínútunum. Lítið hefur reynt á Cristian og Árna í mörkum liðanna.
7. mín
Gróttumenn stilla sínu liði mjög svipað upp og víkingar með Árna í markinu. Benis er í hægri bak og Ósvald í vinstri. Guðmundur og Kristján skipa hafsentarstöðuna. Björn og Markús eru djúpir á miðju. Fyrir framan þá leikur Guðjón, Jónmundur spilar á hægri kant og Hilmar Þór á vinstri. Pétur Theódór spilar fremstur
5. mín
Víkingar halda áfram að spila 4-2-3-1 líkt og þeir hafa verið að spila í sumar. Vörnin helst sú sama með Luba og Kubat í hafsent, Emir og Mummi eru bakverðir. Björn hefur fengið nýjan mann sér við hlið á miðjunni en það ku vera Gunnlaugur Hlynur í sínum fyrsta leik. Alfreð már er hægri vængur og William vinstri. Kristófer Eggerts er uppi á topp og Ingólfur þar fyrir aftan
3. mín
Dómari leiksins kemur alla leið frá Englandi og ber nafnið Ian Hussin og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Viðar Helgason
1. mín
Leikur hafinn
Þá hefst leikurinn og eru það Gróttumenn sem byrja með knöttinn og sækja þeir í átt að læknum
Fyrir leik
Eins og flestir ættu að vita þá er félagsskiptaglugginn opinn á ný en engin tíðindi hafa komið frá Gróttumönnum. Víkingar hafa hins vegar fengið til sín tvo leikmenn. Eins og hefur verið sagt er Gunnlaugur Hlynur í byrjunarliði Víkinga en Hrvoje Tokic er kominn á bekkinn
Fyrir leik
Gestirnir gera eina breytingu á sínu liði en Guðmundur Marteinn kemur inn í byrjunarliðið í stað Kristófers Þórs sem hefur fengið sæti á tréverkinu
Fyrir leik
Jæja gott fólk þá eru byrjunarliðin dottin í hús. Athygli vekur að Gunnlaugur Hlynur Birgisson kemur beint inn í byrjunarliðið en hann er nýkominn að láni frá Breiðablik. Einnig kemur Ingólfur inn í byrjunarliðið frá síðastaleik sem og Kristófer Eggertsson. Gunnlaugur kemur inn í stað Egils sem hefur verið að glíma við meiðsli. Kenan Turudija er í banni í dag og Brynjar Kristmundsson sest á bekkinn
Fyrir leik
Það má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá Gróttumönnum í sumar en liðið situr í 11. sæti af 12 liðum með einungis 8 stig. Liðið hefur þriggja stiga forskot á botnlið BÍ/Bolungarvíkur en eru fjórum stigum frá Fram sem leika við Þór á heimavelli á morgun
Fyrir leik
Eins og stendur hafa liðin plantað sér á sitthvorn enda töflunnar. Víkingar sitja í 2. sæti, einu stigi á eftir toppliði Þróttar sem tapað hafa síðustu tveimur leikjum sínum sem og Fjarðarbyggð sem sitja í þriðja sæti. Fjarðarbyggð hafa þó leikið sinn leik í 13. umferð en sá leikur fór fram í gær þegar liðið tapaði 2-1 fyrir KA mönnum
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur fótbolti.net og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Víkings Ólafsvíkur og Gróttu í 13. umferð 1. deildar karla
Byrjunarlið:
1. Árni Freyr Ásgeirsson (m)
Guðmundur Marteinn Hannesson
Pétur Theódór Árnason ('68)
2. Hilmar Þór Hilmarsson
3. Benis Krasniqi
5. Ósvald Jarl Traustason
6. Guðjón Gunnarsson ('68)
8. Markús Andri Sigurðsson
11. Jónmundur Grétarsson ('81)
24. Kristján Ómar Björnsson
25. Björn Þorláksson

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
9. Jóhannes Hilmarsson ('81)
10. Enok Eiðsson
17. Agnar Guðjónsson
22. Viktor Smári Segatta ('68)
23. Andri Björn Sigurðsson ('68)
28. Kristófer Þór Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: