Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjarðabyggð
3
3
Fram
0-1 Indriði Áki Þorláksson '8
Milos Ivankovic '31
0-2 Atli Fannar Jónsson '37
Viktor Örn Guðmundsson '45 1-2
1-3 Ernir Bjarnason '46
Brynjar Jónasson '77 2-3
Andri Þór Magnússon '83 3-3
29.07.2015  -  18:00
Eskjuvöllur
1. deild karla 2015
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
20. Kile Gerald Kennedy (m)
3. Jóhann Ragnar Benediktsson (f)
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Elvar Ingi Vignisson ('94)
9. Brynjar Jónasson
10. Viktor Örn Guðmundsson ('63)
18. Viðar Þór Sigurðsson ('59)
19. Milos Ivankovic
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
21. Hafþór Þrastarson
23. Bjarni Mark Antonsson

Varamenn:
4. Martin Sindri Rosenthal
11. Andri Þór Magnússon ('63)
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson ('59)
16. Nik Chamberlain
22. Ólafur Örn Eyjólfsson
25. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('94)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Milos Ivankovic ('31)
Leik lokið!
Leik lokið!

Ótrúlegum leik lýkur með 3-3 jafntefli. Þvílík barátta í heimamönnum að koma til baka, tveimur mörkum undir í tvígang manni færri frá 30. mínútu.

Skelfileg úrslit fyrir Framara miðað við gang leiksins.
Arnar Daði Arnarsson
95. mín
Framarar með svakalegan skalla eftir aukaspyrnu útá kanti! Tryggvi Sveinn en kile ver glæsilega!

Framarar fá hornspyrnu...
Arnar Daði Arnarsson
94. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Fjarðabyggð) Út:Elvar Ingi Vignisson (Fjarðabyggð)
Arnar Daði Arnarsson
92. mín
Fjarðabyggð líklegri þessrar síðustu mínútur...

KEmur sigurmark???
Arnar Daði Arnarsson
88. mín

Arnar Daði Arnarsson
88. mín Gult spjald: Atli Fannar Jónsson (Fram)
Pirrings tækling!
Arnar Daði Arnarsson
88. mín
Mark Duffield og Brynjar Gestsson þjálfarar Fjarðabyggðar lifa sig vel inní leikinn á línunni.
Arnar Daði Arnarsson
87. mín

Arnar Daði Arnarsson
83. mín MARK!
Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
HVAÐ ER AÐ GERAST??!?!?!

Austfirðingar hafa jafnað leikinn, manni færri!

Skondið mark!

Skallabaráttur inní teig sem endar með því að Andri Magg skallar hann aftur fyrir sig í skemmtilegan boga yfir markmanninn, óverjandi.
Arnar Daði Arnarsson
81. mín Gult spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Arnar Daði Arnarsson
77. mín MARK!
Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
MAAAAARK!

Hver annar en Brynjar Jónasson eftir góða sendingu frá vinstri kanti frá Elvari Inga! Beint á hausinn á Brynjari sem skallar hann fallega i hornið!

Þetta er orðinn leikur á ný!
Arnar Daði Arnarsson
74. mín
Fínt færi!

Gott samspil hjá Davíð Einars og Hrannari Einars á vinstri kantinum sem endar með kross sem Kile miskreiknar og hann dettur fyrir Orra i miðjum teignum enn skot hans framhjá
Arnar Daði Arnarsson
66. mín
Ingiberg Ólafur skorar eftir aukaspyrnu út á kanti frá Magga lú en markið dæmt af.
Arnar Daði Arnarsson
65. mín
Framarar reyna að halda boltanum en völlurinn bíður ekki uppá neinn samba!
Arnar Daði Arnarsson
63. mín
Inn:Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð) Út:Viktor Örn Guðmundsson (Fjarðabyggð)
Markaskorari heimamanna tekinn af velli.
Arnar Daði Arnarsson
59. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð) Út:Viðar Þór Sigurðsson (Fjarðabyggð)
Arnar Daði Arnarsson
56. mín

Arnar Daði Arnarsson
55. mín
Rólegt þessar mínúturnar.
Arnar Daði Arnarsson
49. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar fjörlega!

Viktor Örn með skalla í þverslánna eftir innkast frá Jóa Ben!!!
Arnar Daði Arnarsson
46. mín MARK!
Ernir Bjarnason (Fram)
FRAMARAR BYRJA SEINNI HÁLFLEIKINN MEÐ MARKI!!!

Skora strax eftir rúmar 30 sekúndur!

Varamaðurinn, Ernir Bjarnason skoraði að öllum líkindum. Ekki (Staðfest).
Arnar Daði Arnarsson
46. mín
Seinni hálfleikurinn byrjaður.
Arnar Daði Arnarsson
45. mín

Arnar Daði Arnarsson
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Framarar eru 2-1 yfir og manni fleiri.

Mark Viktors kom á þriðju mínútu uppbótartíma. Heimamenn eru því enn á lífi en þetta verður erfitt fyrir þá.
Arnar Daði Arnarsson
45. mín MARK!
Viktor Örn Guðmundsson (Fjarðabyggð)
VIKTOR ÖRN ÁKVEÐUR BARA AÐ SKORA AFTUR!

Tekur spyrnuna og boltinn fer í varnarmann Fram og þaðan í markið. Aukaæfingarnar upp í Kaplakrika hafa sagt sitt þarna.

Tvær spyrnur, tvö mörk, fær bara eitt gilt. Þvílíkur leikmaður!
Arnar Daði Arnarsson
45. mín
Stórfurðulegt. Viktor Örn skorarar úr spyrnunni en Helgi Mikael dómari biður Viktor um að taka spyrnuna aftur!
Arnar Daði Arnarsson
45. mín
Fjarðabyggð fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Arnar Daði Arnarsson
41. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Fram) Út:Gunnar Helgi Steindórsson (Fram)
Gunnar Helgi þarf að fara af velli. Hefur ekki jafnað sig eftir tæklinguna frá Milosi.
Arnar Daði Arnarsson
37. mín MARK!
Atli Fannar Jónsson (Fram)
FRAMARAR HAFA BÆTT VIÐ ÖÐRU MARKI!!!

Atli Fannar skorar eftir sendingu frá fyrirliðanum, Orra Gunnarssyni.

Atli Fannar tók vel við boltanum og lék á Kile í markinu og renndi honum síðan í netið. Laglega klárað. Annað mark Atla Fannars í tveimur leikjum fyrir Fram. Gott sign það.
Arnar Daði Arnarsson
34. mín
Orri Gunnars í fínu skoti færi eftir horn en skot hans yfir markið.
Arnar Daði Arnarsson
31. mín Rautt spjald: Milos Ivankovic (Fjarðabyggð)
Brýtur illa á Gunnari Hega Steindórssyni og uppsker rautt spjald.
Arnar Daði Arnarsson
30. mín
Framarar töluvert betri aðilinn fyrsta hálftímann. Þeir eru líklegri til að bæta við en heimamenn að jafna.
Arnar Daði Arnarsson
24. mín
Spyrnan fer beint í varnarvegginn. Slappt.
Arnar Daði Arnarsson
24. mín
Framarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Arnar Daði Arnarsson
20. mín
Framarar sem hafa fengið næst flest mörk á sig í deildinni hafa ákveðið að þétta aðeins varnarpakkann og leikmenn Fjarðabyggðar hafa fá svör.
Arnar Daði Arnarsson
18. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Tryggvi Sveinn skallar boltann yfir af stuttu færi. Heimamenn stálheppnir þarna.
Arnar Daði Arnarsson
15. mín
Það vantar töluvert í lið Framara í kvöld.

Eyþór Helgi er veikur og Brynjar Benediktsson er einnig frá. Enginn Rúrik Andri er í leikmannahópnum einnig.
Arnar Daði Arnarsson
13. mín

Arnar Daði Arnarsson
10. mín
Þetta mark ætti að gefa auka líf í leikinn sem hefur verið fremur rólegur fyrstu 10 mínutur leiksins.
Arnar Daði Arnarsson
8. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
FRAMARAR ERU KOMNIR YFIR!!!!

Indriði Áki er kominn á blað. Skorar laglegt mark eftir fyrirgjöf frá hægri. Þvaga inn í teignum og Indriði Klárar vel.

Myndaðist mikil þvaga innan teigs en á einhvern skemmtilegan hátt náði Indriði að stýra boltanum í netið.
Arnar Daði Arnarsson
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað boltinn mikið í loftinu fyrstu mínúturnar.
Arnar Daði Arnarsson
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn!
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Það er frábært knattspyrnuveður á Eskjuvelli, á Eskifirði í dag. Það má búast við hörkuleik hér í kvöld.
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Fjarðabyggð vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum 1-0.
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Bæði lið þurfa heldur betur á öllum stigunum að halda hér í kvöld.

Fjarðabyggð þarf þrjú stig til að halda sér áfram í toppbaráttunni eftir tvö töp í röð.

Fram þarf hinsvegar sigur, nauðsynlega í fallbaráttunni en liðið hefur ekki unnið knattspyrnuleik síðustu vikurnar.
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjarðabyggðar og Fram í 1. deild karla.

Um er að ræða lágmarkslýsingu og það allra helsta kemur hér inn sem gerist í leiknum.

Ef þið eruð á vellinum, endilega takið þátt í umræðunni á Twitter, undir kassamerkinu #Fotboltinet .
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið:
12. Cody Nobles Mizell (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
9. Davíð Einarsson
9. Atli Fannar Jónsson
10. Orri Gunnarsson
11. Hrannar Einarsson
13. Gunnar Helgi Steindórsson ('41)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
20. Magnús Már Lúðvíksson
21. Indriði Áki Þorláksson
28. Sebastien Uchechukwu Ibeagha

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
5. Ernir Bjarnason ('41)
8. Einar Bjarni Ómarsson
19. Sigurður Kristján Friðriksson
21. Einar Már Þórisson
22. Alexander Aron Davorsson
25. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ingiberg Ólafur Jónsson ('81)
Atli Fannar Jónsson ('88)

Rauð spjöld: