Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
0
2
Víkingur Ó.
0-1 Hrvoje Tokic '45
0-2 Alfreð Már Hjaltalín '54
29.07.2015  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2015
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 219
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('62)
Einar Ottó Antonsson
3. Jordan Lee Edridge ('57)
4. Andy Pew (f)
5. Matthew Whatley
8. Ivanirson Silva Oliveira ('75)
19. Luka Jagacic
24. Halldór Arnarsson
27. Denis Sytnik

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
9. Elton Renato Livramento Barros ('57)
12. Magnús Ingi Einarsson ('62)
20. Sindri Pálmason
21. Marko Pavlov
22. Ingþór Björgvinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Gul spjöld:
Denis Sytnik ('19)
Andy Pew ('43)
Luka Jagacic ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið á JÁVERK-vellinum.

Takk fyrir að fylgjast með lýsingunni. Skýrslan er væntanleg innan skamms. Engin viðtöl vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Takk kærlega fyrir mig, góða nótt og góða helgi.
97. mín
97 á klukkunni og Aðalbjörn varla farinn að líta á klukku sína. Þetta er að fjara út.
94. mín
DENIS SYTNIK ÞÚ VERÐUR AÐ GERA BETUR!!!!

Denis með frábæra tilburði og snýr framhjá nokkrum leikmönnum V.Ó. en tekur skotið af tveggja metra færi sem er framhjá!
90. mín
GESTIRNIR HELDUR BETUR NÁLÆGT ÞVÍ ÞARNA!!!

Ingólfur Sigurðsson fær boltann rétt fyrir utan teig Selfyssinga með svo marga sendingarmöguleika opna að ég hef ekki tölu á þeim en hann tekur þá ákvörðun að skjóta sem reyndist vitlaus ákvörðun.
90. mín
219 manns á JÁVERK-vellinum í kvöld. Örugglega um það bil helmingur áhorfenda er frá gestunum. Það verður að hrósa þeim fyrir að leggja land undir fót til þess að styðja við liðið sitt.
89. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Þetta hlýtur bara að vera heiðursskipting fyrir markið sem Tokic skoraði áðan. Trúi ekki öðru.
85. mín
Mér sýnist gestirnir ætla að sigla þessu nokkuð þæginlega heim. Selfyssingar eru þó ekki dauðir úr öllum æðum enn. Þeir hafa trú á þessu.
83. mín
Einar Ottó fer framhjá svona 5 leikmönnum Víkinga á harðaspretti en ofmetur sig líklega aðeins undir restina.
79. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Silva meiddur.
78. mín
William Silva liggur eftir. Hann fær aðhlynningu. Leikurinn búin að tefjast um einhverjar 3 mínútur. Sýnist Silva vera að fá skiptingu.
75. mín
Inn:Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss) Út:Ivanirson Silva Oliveira (Selfoss)
Nýklipptur, landsbyggðar og blikksmiðurinn Sigurður Eyberg kominn inná. Loksins, loksins segja einhverjir.
72. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
69. mín
Selfyssingar eru heldur betur að taka við sér og eru mun líklegri þessa stundina.

Afsakið en netið hérna er mjög hægt.
67. mín
Það er mikil harka í leiknum og Aðalbjörn Heiðar gengur hér að varamannabekk Selfyssinga og gefur tiltal þangað.
62. mín
Inn:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
60. mín
Selfyssingar í hörkufæri þarna en það gengur ekki. Þorsteinn með skotið en varnarmaður Ólsara kemst fyrir!
57. mín
Inn:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss) Út:Jordan Lee Edridge (Selfoss)
Jordan meiddur.
54. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
MAAAAAAAAAAAAARK!!!

VÍKINGAR ERU AÐ FARA LANGLEIÐINA MEÐ ÞETTA!

Markið kemur uppúr hornspyrnu sem Ólsarar fá. Það er mikið klafs í teignum og einhvernveginn berst boltinn á Alfreð sem er ekki í góðri stöðu en nær einhvernveginn skotinu sem er laust og rúllar framhjá Vigni!

0-2!
52. mín
Já þetta byrjar heldur betur rólega. Lítið í gangi.
47. mín Gult spjald: Luka Jagacic (Selfoss)
Peysutog.
46. mín
Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. Allt gengur sinn vanagang.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.

Ég er enn að jafna mig eftir þetta mark. Ætla rétt að vona að þetta hafi náðst á teip.
45. mín

45. mín
Hálfleikur
Síðasta spyrna fyrri hálfleiks var markið. Þetta var rosalegt!

Hálfleikur kominn og gestirnir leiða.
45. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
MAAAAARK!!!!!

ÞETTA VAR EITT STURLAÐ MARK VÁ VÁ VÁ VÁ !!!!!!

Boltinn berst inní teig eftir skelfilega hreinsun frá Halldóri. Eitthvað klafs verður í teignum og boltinn berst á lofti til Tokic sem er ekkert að tvínóna við hlutina og tekur HJÓLHESTASPYRNU af dýrari gerðinni!

ÞETTA ER RUGLAÐ MARK!
44. mín
IVANIRSON OLIVEIRA MEÐ FAST SKOT fyrir utan teig. Virkilega góð tilraun hjá Oliveira en skotið fer rétt framhjá!
43. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Ég er nokkuð viss um að Halldór hafi átt að fá þetta spjald. Aðalbjörn fer mögulega mannavillt.
41. mín
Það er lítið í gangi þessa stundina en Víkingar eru ögn sterkari.
35. mín
Virkilega þung sókn Ólsara á enda. Ná að spila sig í gegnum vörn Selfyssinga nokkrum sinnum en allt blessast þetta á endanum fyrir heimamenn.
31. mín
HÆTTULEGASTA FÆRI LEIKSINS!

Frábært spil hjá heimamönnum! Boltinn berst á Þorstein sem hleypur upp kantinn, framhjá nokkrum leikmönnum Víkings, nær sendingunni á Jordan sem er einn og óvaldaður inní teig en hann er í slæmu jafnvægi og tekur skotið í fyrsta sem er lélegt.
28. mín
Bjartsýnistilraun hjá William Silva, reynir skot utan af velli en beint á Vigni.
27. mín
Þorsteinn Daníel tekur aukaspyrnu við miðjubogann inní teig Víkinga, þar er Andy á réttum stað og skallar boltann í átt að marki gestanna en Liberato grípur.
23. mín
Víkingar eru mun sterkari eins og staðan er núna. Halda bolta en hafa ekki náð að opna vörn Selfyssinga nógu vel.
21. mín
Gestirnir fá hornspyrnu sem ratar á hausinn á Luba en skallinn alls ekki góður.

19. mín Gult spjald: Denis Sytnik (Selfoss)
Uppsafnað hjá Sytnik-num.
18. mín
Björn Pálsson reynir hér skot rétt fyrir utan teig Selfyssinga en boltinn yfir, ekki galin tilraun.
16. mín
Selfyssingar með sitt fyrsta hættulega færi en það kemur eftir sendingu frá Sytnik inní box. Þar er Oliveira í góðri stöðu en boltinn svífur nokkrum sentímetrum yfir hausinn á honum.

Í næstu sókn fá Víkingar aukaspyrnu á skemmtilegum stað en Selfyssingar hreinsa.
14. mín

10. mín
Víkingar fá aukapsyrnu á álitlegum stað. Halldór brytur á Alfreð Hjaltalín. William Silva spyrnir beint á kollinn á Tokic sem skallar framhjá.

Víkingar aðeins að pressa Selfyssingana.
8. mín
William Dominguez reynir skotið fyrir Ólsara og það er framhjá eftir viðkomu Selfyssings. Hornspyrna sem verður ekkert úr.
6. mín
Jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Bæði lið aðeins að ná að skapa sér en þó er þetta hættulítið allt saman.
3. mín
Fyrsta skot leiksins er á rammann! Það er enginn annar en Denis nokkur Sytnik sem á það. Liberato grípur þetta örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er HAFINN!

Til hamingju með það allir sem eru að fylgjast með!
Fyrir leik
Liðin ganga hér útá völlinn. Þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Jæja styttist í þetta.

Liðin eru gengin til búningsklefa og bíðum við bara eftir því að þau gangi út til baka og hefji leik.
Fyrir leik
Korter í leik og fullt af Ólsurum mættir en eitthvað færri Selfyssingar.

Hvet alla Selfyssinga og Ólsara til þess að fjölmenna, það er líklega aðeins of seint fyrir þá Ólafsvíkinga sem eru að lesa þetta að leggja af stað núna.

Nægur tími fyrir Selfyssinga!
Fyrir leik
Nú þegar rúnlega hálftími er í leik eru nokkrir stuðningsmenn Ólafsvíkur mættir í stúkuna og ætla greinilega að láta vel í sér heyra á leiknum.
Fyrir leik
Ég er búin að komast að niðurstöðu með Luka Jagacic-málið.

Þannig er mál með vexti að Ragnar Þór fékk rautt í síðasta leik en ekki Luka. Það hafa því orðið mistök í textalýsingunni í þeim leik þar sem Luka fékk rautt skráð á sig.
Fyrir leik
Luka Jagacic er í byrjunarliði Selfoss sem ég skil reyndar ekki alveg því hann fékk beint rautt gegn HK í síðustu umferð. Mögulega mistök í skýrslugerð þarna.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Það vekur athygli mína að Barros og Sigurður Eyberg eru á bekknum hjá Selfyssingum. Þeir hafa báðir verið góðir í sumar. Líklega einhver meiðsi að hrjá þá.

Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.

Fyrir leik
Selfyssingar gerðu þjálfaraskipti fyrir 3 umferðum síðan. Gunni Borgþórs tók við og hann hefur stýrt liðinu í 3 leikjum.


Þeir sigruðu Þrótt í fyrsta leik Gunna, eftir það kom jafntefli gegn BÍ/Bolungarvík og í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir HK
Fyrir leik
Ejub röltir hér um völlinn með aðstoðarmönnum sínum og skoðar aðstæður.

Selfossvöllurinn hefur fengið verðskuldað hrós í sumar enda verið í toppstandi frá því mótið byrjaði.
Fyrir leik
Með sigri Víkings gætu þeir tyllt sér á topp deildarinnar en þá þurfa þeir að treysta á að Þróttur misstígi sig gegn HK.

Selfyssingar sitja í 8.sæti deildarinnar og verða það þrátt fyrir að þeir myndu sigra leikin í kvöld þar sem Haukar eru með 4 stig fleiri í 7.sæti.
Fyrir leik
Gott kvöld. Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskri knattspyrnu þetta miðvikudagskvöldið. Fjölmargir leikir fara fram í kvöld, meðal annars leikur Selfoss-Víkingur Ó.

Við ætlum að fylgjast með gangi mála úr þeim leik.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva ('79)
13. Emir Dokara
17. Hrvoje Tokic ('89)
23. Admir Kubat
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('72)
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
11. Ingólfur Sigurðsson ('79)
19. Gorka Bernardos
20. Kristófer Eggertsson ('72)
21. Fannar Hilmarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: