Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
4
0
Keflavík
Jonathan Glenn '42 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '44 2-0
Arnþór Ari Atlason '50 3-0
Höskuldur Gunnlaugsson '67 4-0
05.08.2015  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn í góðu standi, veðráttan fín og allir hressir.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1128
Maður leiksins: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Höskuldur Gunnlaugsson
3. Oliver Sigurjónsson ('82)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason ('74)
17. Jonathan Glenn
19. Kristinn Jónsson ('70)
22. Ellert Hreinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
10. Atli Sigurjónsson ('74)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson ('70)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('82)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-0 staðreynd. Viðtöl og fleira á leiðinni.
90. mín
Þetta er að klárast hérna í rólegheitum.
88. mín
Einar Orri á skottilraun sem fer í Sporthúsið.
86. mín
Leikurinn að fjara út þessa stundina.
82. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver staðið sig vel að venju.
81. mín
Rangstöðumark Keflavíkur! Bojan á skot sem fer af varnarmanni, Gulli ver það frábærlega en hann var farinn í hitt hornið. Boltinn hrekkur til Chuck sem skorar en var fyrir innan. Hann er alls ekki sáttur við aðstoðardómarann.
78. mín

76. mín
Þetta hefur róast eftir fjórða markið, lítið að gerast þessa stundina.
74. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
74. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Alexander Magnússon (Keflavík)
Erfiður leikur Alexanders gegn Kristni Jóns í dag.
71. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
70. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Er þetta ekki fullsnemmt fyrir heiðursskiptingu?
69. mín
Keflvíkingar fá gott færi hinu megin! Sækja upp hægra megin, sending kemur fyrir á Hummervoll sem skýtur. Gulli ver vel með fótunum og Bojan brýtur svo af sér í frákastinu.
67. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Hvernig endar þetta eiginlega? Guðjón Pétur á frábæra sendingu úr aukaspyrnunni eftir brot Einars Orra. Það var enginn nálægt Höskuldi sem átti ekki erfitt með að skalla boltann í markið.
67. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Þetta spjald var nú bara tímaspursmál.
65. mín
Oliver Sigurjónsson á frábæra skottilraun úr aukaspyrnu af um 35 metrum. Sindri Kristinn slær boltann framhjá. Ronaldo-spyrna hjá Oliver.
65. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Tekur agaleysið við núna?
64. mín Gult spjald: Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
63. mín
Enn á Kristinn Jónsson sendingu á fjærstöngina, Ellert Hreinsson skallar framhjá markinu.
62. mín
Inn:Martin Hummervoll (Keflavík) Út:Samuel Jimenez Hernandez (Keflavík)
Framherji inn, skipta í 4-4-2.
61. mín
DAUÐAFÆRI! Höskuldur Gunnlaugsson fær góða sendingu inn fyrir vörnina frá Ellerti Hreinssyni, varnarmaður Keflvíkinga kemst fyrir skot hans.

57. mín
Ég bíð eftir næsta marki Blika. Alexander Magnússon er eins og keila í hægri bakverðinum gegn Kristni Jóns.
55. mín
Enn sækja Blikar upp vinstra megin og enn er það Kristinn Jónsson sem á fyrirgjöf. Keflvíkingar rétt koma knettinum aftur fyrir í horn áður en Ellert Hreinsson kemur skoti að marki.
53. mín
Chuck með skot úr aukaspyrnu sem var aldrei að fara annað en yfir markið.

50. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Blikar ekki lengi að slökkva þá litlu von sem Keflvíkingar höfðu. Guðjón Pétur með frábæra bolta upp í hornið á Kidda sem gaf góða fyrirgjöf beint á hausinn á Arnþóri sem á ekki vandræðum með að skalla í netið.
46. mín
Eftir einungis 27 sekúndur fær Ellert Hreinsson ágætis færi. Höskuldur gaf boltann á fjærstöngina þar sem hann skaut framhjá. Keflavík byrjaði samt með boltann.
46. mín
Leikur hafinn að nýju! Keflavík hefur síðari hálfleikinn. Það þarf eitthvað ótrúlegt að gerast til að þeir snúi þessu við.


45. mín
Hálfleikur
Blikar gott sem klára þennan leik á lokamínútum fyrri hálfleiks. Vörn þeirra þó verið ögn ótraust á köflum svo allt getur gerst. Líklegt þó að þeir þétti liðið í síðari hálfleik fyrst staðan er svona.
45. mín
Glenn í dauðafæri undir lok hálfleiks en nær ekki til fyrirgjafar Ellerts frá hægri.
44. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
ÞVÍLÍKT MARK! Ellert á fyrirgjöf frá hægri á fjærstöngina, þar skallaði Guðjón Pétur boltann út í teiginn á Höskuld sem lagði boltann viðstöðulaust á lofti upp í þaknetið. Stórkostlegt!
44. mín
Glenn með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá vinstri, aldrei hætta í sjálfu sér.
42. mín MARK!
Jonathan Glenn (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
GLENN ER MÆTTUR Í KÓPAVOGINN! Kristinn Jónsson fékk háan bolta á bakvið Alexander Magnússon í bakverði Keflavíkur. Hljóp að marki, gaf fyrir þar sem Glenn stangaði boltann í opið markið!
38. mín
Pirringur farinn að gera vart við sig í Græna hluta stúkunnar. Eins og áður kom fram vantar einbeitingu í Blika á síðasta þrijungi.
37. mín
Darraðadans í teig Keflvíkinga en Blikar ná ekki skoti að marki. Hvernig er ennþá 0-0?
36. mín
Chuck á skot úr kyrrstöðu rétt utan teigs Blika. Gulli aldrei í vandræðum.
35. mín
Guðjón Pétur þrusar í vegg Keflavíkur og tuðar svo í Garðari um að þeir hafi fært sig nær á meðan Keflavík geysist upp í skyndisókn. Hættu þessu væli og haltu áfram maður!
34. mín
Magnús Þórir straujar Höskuld rétt utan teigs en sleppur við spjald. Gott skotfæri.
31. mín
Magnús Þórir á skot yfir frá vítateigshorninu.
29. mín
DAUÐAFÆRI HINU MEGIN! Hólmar Örn fær knöttinn inn á teig Blika, snýr af sér varnarmenn en skot hans í þverslánna!
27. mín
DAUÐAFÆRI! Arnór Sveinn á frábæra fyrirgjöf með jörðinni þvert fyrir mark Keflavíkur. Arnþór Ari er hársbreidd frá því að pota boltanum inn áður en Sindri Kristinn grípur inní. Glenn kom á ferðinni á fjær og hefði klárað þetta. Vel gert hjá Sindra.
23. mín
Glenn fær góða sendingu inn fyrir frá Guðjóni Pétri, ætlar framhjá Sindra Kristni sem kom í úthlaup en rann til, það varð því að engu. Gott færi fyrir Glenn farið forgörðum.
21. mín
Bæði lið virðist skorta gæði á síðasta þriðjungi. Opin svæði varnarlega báðu megin sem vantar upp á að menn nýti sér til fulls.
14. mín
Þetta er opið og skemmtilegt hér í byrjun leiks. Stefnir í hörkuskemmtun í Kópavogi í kvöld.
13. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Abdel-Farid Zato-Arouna (Keflavík)
Farid prófaði að halda áfram eftir hnjaskið áðan en það gekk ekki. Fer meiddur af velli.
12. mín
Stórsókn Blika! Höskuldur í fínni stöðu rétt utan teigs, skýtur beint á Sindra sem ver út í teiginn á Jonathan Glenn sem klúðrar einn gegn Sindra! Það hefði þó ekki talið þar sem hann var rangstæður.
11. mín
Keflavík með ágætis skyndisókn sem endar með slöku skoti Hólmars Arnar beint á Gulla í markinu.
10. mín
Hætta í teig Blika. Chuck fékk svæði rétt utan teigs Blika en skot hans í varnarmann.

3. mín
Farid Zato liggur eftir á miðjum vellinum en hann meiddist strax í byrjun, hlýtur aðhlynningu í þessum töluðu.
2. mín
Arnþór Ari á fyrstu skottilraun leiksins. Var í fínni stöðu utan teigs en hitti boltann illa, skotið framhjá.

1. mín
Blikar hefja leik og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Brunabjallan hér á Kópavogsvelli fór í gang þegar um fim mínútur voru til leiks og glumdi allt þangað til núna. Vonandi að þetta hafi ekki haft varanleg áhrif á heyrnina mína. Leikurinn að hefjast!
Fyrir leik
Vatnsbyssu hent út á völl á meðan leikmennirnir bregða sér inn. Svona á að gera þetta! Blautur völlur = meiri skemmtun!
Fyrir leik
Þá eru tíu mínútur til leiks og liðin halda til búningsherbergja. Nær Keflavík í sinn fyrsta sigur í tvo mánuði eða halda Blikar í við toppliðin?
Fyrir leik
Virðist ætla að vera nokkuð vel mætt í Kópavoginum í dag enda ekki ástæða til annars. Korter í leik!
Fyrir leik
Gott að minna alla á að taka þátt í umræðunni á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson dæmir leikinn í dag og honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Leiknir Ágústsson.
Fyrir leik
Damir Muminovic og Farid Zato eru búnir að spjalla saman á miðjum vellinum í ca. 5 mínútur en þeir auk Samuel Hernandez, bakvarðar Keflavíkur, voru liðsfélagar hjá Víkingi Ólafsvík sumarið 2013.
Fyrir leik
Liðin eru komin á fullt í upphitun. Fjórir hressir mættir í stúkuna þegar 40 mínútur eru til stefnu.
Fyrir leik
Samkvæmt heimildum mínum mun Ellert Hreinsson vera á kantinum í dag og mun Breiðablik því vera í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi.
Fyrir leik

Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Breiðablik gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 0-0 jafnteflinu við KR í Vesturbænum í síðstu umferð. Damir Muminovic var í banni í þeim leik og kemur inn í vörnina í stað Viktors Arnar Margeirssonar.

Þá koma Jonathan Glenn og Höskuldur Gunnlaugsson inn í stað Andra Rafns Yeoman og Atla Sigurjónssonar.

Keflavík gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-2 tapinu gegn FH. Haraldur Freyr Guðmundsson og Sigurbergur Elísson detta út fyrir Samuel Hernandez og Bojan Ljubicic.

Bæði Haraldur og Sigurbergur fóru útaf í þeim leik og hafa greinilega ekki enn jafnað sig af þeim meiðslum.
Fyrir leik
Keflavík og Breiðablik hafa leikið 53 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971. Keflavík hefur unnið 23 leiki og Breiðablik 17 en 13 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Ef síðustu tíu viðureignir þessara liða á heimavelli Blika eru skoðaðar mega áhorfendur í kvöld eiga von á markaregni. Að meðaltali hafa verið skoruð 4,6 mörk í leik þegar Keflavík heimsækir Kópavoginn. Sjá nánar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bæði lið verða að vinna
Breiðablik er í fjórða sæti og þarf á sigri að halda til að anda í hálsmálið á efstu liðunum og vera áfram í titilbaráttunni. Keflavík er í vondum málum með aðeins fimm stig á botninum, sex stigum frá öruggu sæti og þarf nauðsynlega að vinna í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað samdi Breiðablik við Tor André Aasheim út árið með möguleika á framlengingu. Tor André er 19 ára norskur sóknarmaður sem getur bæði spilað á kantinum og fremstur á miðjunni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Á Kópavogsvelli er Bö-vélin búin að gera allt klárt fyrir leik Breiðabliks og Keflavíkur. Rauði baróninn, Garðar Örn Hinriksson, dæmir leikinn sem hefst klukkan 19:15.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Samuel Jimenez Hernandez ('62)
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
11. Bojan Stefán Ljubicic
14. Alexander Magnússon ('74)
20. Magnús Þórir Matthíasson
22. Abdel-Farid Zato-Arouna ('13)
32. Chukwudi Chijindu

Varamenn:
9. Daníel Gylfason ('74)
22. Leonard Sigurðsson
25. Frans Elvarsson ('13)
33. Martin Hummervoll ('62)

Liðsstjórn:
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Bojan Stefán Ljubicic ('64)
Frans Elvarsson ('65)
Einar Orri Einarsson ('67)
Sindri Snær Magnússon ('71)

Rauð spjöld: