Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
4
Stjarnan
0-1 Francielle Manoel Alberto '22
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir '41
0-3 Poliana Barbosa Medeiros '59
0-4 Harpa Þorsteinsdóttir '62
06.08.2015  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Hildur Antonsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
10. Marija Radojicic
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir ('46)
23. Heiða Dröfn Antonsdóttir
28. Katia Maanane ('77)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
3. Maria Selma Haseta ('46)
5. Inga Dís Júlíusdóttir
9. Harpa Karen Antonsdóttir
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
20. Agla María Albertsdóttir ('77)
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4-0 sigri Stjörnunnar. Þokkalega sannfærandi lokatölur en Valsliðið hefði svo sannarlega átt að skora allavega eitt í þessum leik. Yfirburðirnir voru ekki alveg svona miklir.
87. mín
Maria Haseta í hörkufæri en skallar boltann rétt yfir!
85. mín
Færi!! Guðrún Karítas ein gegn Þórdísi eftir frábæra stoðsendingu frá Hörpu en Þórdís ver vel frá henni!
83. mín
Valsstúlkur fá hornspyrnu, tekin stutt og fyrirgjöf endar hjá Mist sem skallar framhjá.
80. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Francielle Manoel Alberto (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar, Francielle út og Guðrún Karítas inn.
77. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Valur) Út:Katia Maanane (Valur)
Agla María, fædd 1999, kemur inn á fyrir Katiu.
76. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Málfríður fær að líta sanngjarnt gult spjald.
74. mín
Inn:Rachel S. Pitman (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Rachel Pitman kemur inn á í sínum fyrsta leik.
69. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
62. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Rúna Sif Stefánsdóttir
MAAAAAAAAAAARK!!!!! Stjarnan heldur áfram!! Þetta var frábær sókn!! Rúna Sif og Ásgerður Stefanía með gullfallegt þríhyrningsspil, Rúna Sif rennir boltanum svo á Hörpu sem snýr af sér varnarmann í teignum og kemur knettinum í netið! Mark af dýrari gerðinni og staðan 4-0!
59. mín MARK!
Poliana Barbosa Medeiros (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
MAAAAAAAAAARK!!!! Þarna kláraði Stjarnan þetta! Poliana gerir virkilega vel eftir FRÁBÆRA stungusendingu frá Hörpu, hún vippar boltanum yfir Þórdísi og setur knöttinn í autt netið í fyrsta leik. Brassarnir eru að gera góða hluti í kvöld!
58. mín
Leikurinn helst til dapur þessar mínúturnar. Lítið að ganga upp hjá liðunum.
50. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ VAL!! Stjörnustúlkur sofna á verðinum og Katia með góðan bolta fyrir á Hildi! Írunn nær hins vegar að stökkva fyrir skot hennar, Hildur var komin í algert dauðafæri.
46. mín
Inn:Maria Selma Haseta (Valur) Út:Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (Valur)
Ein breyting gerð á Valsliðinu í hálfleik.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný, Valsstúlkur byrja með boltann og sækja í átt að Laugardalshöllinni.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés. Stjarnan er í góðri stöðu, 2-0.
45. mín Gult spjald: Poliana Barbosa Medeiros (Stjarnan)
Poliana fær heimskulegt gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið var að flauta.
41. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Rúna Sif Stefánsdóttir
MAAAAAAARK!!! Gjörsamlega grátlegt fyrir Valsstúlkur!! Í stað þess að staðan sé orðin 1-1 er hún mínútu síðar orðin 2-0 fyrir Stjörnunni!! Flott sókn endar með góðri sendingu fyrir frá Rúnu á Hörpu sem þarf ekki að fá svona færi tvisvar. Hún skoraði af öryggi!
40. mín
VALSSTÚLKUR KLÚÐRA DAAAAAAAAAAAAUUUUÐAFÆRI!!!!! Marija Radojicic gerði frábærlega, sneri á varnarmann, geystist upp og átti frábæra stoðsendingu á Katiu Maanane. Katia var komin alein í gegn og í algeru dauðafæri, en hún lét Söndru verja frá sér. Virkilega vel varið hjá Söndru en þarna átti Katia að gera betur!
38. mín
Ég er ekki svona latur, það er bara ótrúlega lítið í gangi. Efast um að einhver nenni að lesa: "Spilað á miðju, missa boltann.. spilað á miðju, missa boltann... innkast.."
30. mín
Frábærlega gert hjá Hörpu, fer illa með bakvörð Vals og gefur fyrir og Francielle nær skallanum en Þórdís ver.
22. mín MARK!
Francielle Manoel Alberto (Stjarnan)
MAAAARK!!! ÞETTA VAR GJÖF!! GEFINS, FRÍTT, ÓKEYPIS!! Lilja Dögg Valþórsdóttir missir boltann fáránlega klaufalega til Francielle fyrir framan teiginn og hún leikur sér að því að setja boltann í netið. Þetta kom algerlega upp úr engu og var alveg fríkeypis! 1-0 Stjarnan.
20. mín
Stórhættulegt!!! Sandra með slaka sendingu beint á Valsstúlku sem rennir boltanum út á Radojicic. Sú serbneska kemur sér í skotfæri en skot hennar heldur slakt og beint á Söndru.
12. mín
Þarna munar litlu!! Poliana með góðan sprett og reynir að koma boltanum fyrir á Hörpu en Lilja Dögg bjargar vel. Annars hefur þetta verið frekar mikið jafnræði til að byrja með.
4. mín
Brasilísk samvinna skilar sér næstum því í marki! Poliana fer illa með Jóhönnu Steinþóru og gefur fyrirgjöf sem Francielle skallar en yfir markið.
1. mín
Leikurinn er hafinn og Stjarnan byrjar með boltann.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á gras og takast í hendur.
Fyrir leik
Þá fer heldur betur að styttast í fjörið hér í Laugardalnum. Korter í leik á þessu gullfallega kvöldi. Sól, blíða, logn, veisla!
Fyrir leik
Skemmtilegt ævintýri blaðamanna á vellinum. Fyrst var allt læst, greinilega ekki búist við því að neinn fjölmiðill kæmi. Svo loksins er opnað fyrir okkur á 3. hæðinni. En líklega ekkert kaffi eða neitt svoleiðis.
Fyrir leik
Rúmur hálftími í leik og liðin hamast við að hita upp. Elín Metta Jensen er horfin á braut úr Valsliðinu sem og Katrín Gylfadóttir, svona er þetta bölvaða háskólanám. Að sama skapi er Anna María Baldursdóttir á bak og burt úr Stjörnuliðinu af sömu ástæðum.
Fyrir leik
Stjarnan verður að vinna þennan leik í kvöld upp á titilbaráttuna að gera. Liðið er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar sex umferðir eru eftir. Liðin eiga eftir að mætast innbyrðis í Garðabæ og Stjarnan þarf því að treysta á að Blikar misstígi sig það sem eftir er leiðarinnar ef þær vilja verja titilinn.
Valsstúlkur voru á góðu skriði en hafa tapað stórt í tveimur af síðustu þremur leikjum, gegn Fylki og Þór/KA. Þær eru með 21. stig í 4. sætinu.
Fyrir leik
Ástæðan fyrir því að þessi leikur fer fram í kvöld er sú að Stjarnan heldur á laugardagsmorgunn til Kýpur þar sem liðið keppir í undankeppni Meistaradeildarinnar. Íslandsmeistararnir munu spila þrjá leiki á rúmri viku áður en þær koma heim og halda áfram í titilbaráttu Pepsi-deildarinnar.
Fyrir leik
Serbneska landsliðskonan Marija Radojijic kemur beint inn í byrjunarliðið hjá Val, en hún kom til félagsins á dögunum. Í Stjörnunni er nokkuð um nýja og nýlega leikmenn. Hinar brasilísku Francielle og Poliana komu báðar til Stjörnunnar í sumarglugganum. Þá er Rachel S. Pitman nýkomin til félagsins, en hún byrjar á bekknum. Jaclyn Softly er ekki í hópnum að þessu sinni og má giska á að hún sé meidd.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna. Óhætt að tala um stórleik hér á Laugardalsvelli í kvöld, enda tvö sigursælustu félög undanfarinna ára að mætast hér.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('74)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('69)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Francielle Manoel Alberto ('80)
22. Poliana Barbosa Medeiros

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('80)
15. Rachel S. Pitman ('74)
24. Bryndís Björnsdóttir ('69)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Poliana Barbosa Medeiros ('45)

Rauð spjöld: