Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
0
2
ÍBV
0-1 Sito '12
0-2 Sito '58
09.08.2015  -  17:00
Leiknisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('76)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
10. Fannar Þór Arnarsson ('61)
11. Brynjar Hlöðversson
19. Danny Schreurs
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson
88. Sindri Björnsson ('61)

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
7. Atli Arnarson ('61)
9. Kolbeinn Kárason
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('76)
15. Kristján Páll Jónsson
26. Daði Bergsson ('61)
30. Charley Roussel Fomen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('26)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV VINNUR GRÍÐARLEGA MIKILVÆGAN SIGUR!! Leiknum er lokið með 2-0 sigri ÍBV sem fer upp fyrir Leikni og úr fallsæti! Eyjamenn eru með 14 stig í 10. sætinu en Leiknismenn með 13 stig í 11. sætinu. Þessi úrslit gætu heldur betur talið þegar tímabilinu lýkur!
90. mín
Fimm mínútum bætt við.
89. mín
Lítið eftir. Leiknismenn fá enn eina hornspyrnuna en Eyjamenn bægja hættunni frá. Heimamenn reyna aðra sókn en hún rennur út í sandinn. Það er ekkert að fara að koma í veg fyrir sterkan Eyjasigur hér í dag.
85. mín
Inn:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Síðasta skipting Eyjamanna.
84. mín
Dauðafæri!!! Daði Bergsson kemst einn í gegn eftir góða rispu frá Danny Schreurs en Abel kom út á móti honum og varði vel. Þarna hefði Daði mögulega átt að reyna að fara framhjá markverðinum.
79. mín
Danny Danny Danny!!! Boltinn hrekkur beint fyrir Hollendinginn metra frá markinu en hann skýtur beint á Abel, sem er réttur maður á réttum stað og gerir vel að halda boltanum!
76. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Síðasta skipting Leiknismanna. Ólafur Hrannar kemur inn fyrir Elvar Pál. Hefði persónulega frekar tekið Danny út af en ég er nú enginn þjálfari.
72. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
Eyjamenn gera breytingu, Ian Jeffs kemur inn á fyrir markaskorarann Sito sem hefur svo sannarlega skilað sínu í dag.
69. mín
FÆRI! Leiknismenn fá sína tíundu hornspyrnu eftir góðan sprett frá Elvari Páli. Óttar Bjarni nær skallanum en Abel ver vel í annað horn!
62. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en Hilmar Árni spyrnir boltanum beint á Abel.
61. mín
Inn:Atli Arnarson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
61. mín
Inn:Daði Bergsson (Leiknir R.) Út:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Leiknismenn gera tvöfalda skiptingu. Daði kemur inn fyrir Fannar og Atli kemur inn fyrir Sindra Björnsson.
58. mín
Inn:Stefán Ragnar Guðlaugsson (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Eyjamenn gera breytingu strax eftir markið.
58. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Mees Junior Siers
VÁÁÁ HVAÐ ÞETTA VAR VEL GERT!!! EYJAMENN KOMNIR Í 2-0!! Sito gersamlega sprengir upp vörn Leiknismanna, geysist inn í teiginn og þrumar boltanum í fjærhornið. Óverjandi!
56. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ ÓTTARI BJARNA!! Hilmar Árni kemur með frábæra aukaspyrnu inn í teiginn og Óttar Bjarni er aleinn, en hittir ekki boltann!! Endar í hornspyrnu sem skapar nokkurn glundroða en Abel nær að klófesta boltann.
55. mín
Frekar rólegar upphafsmínútur í seinni hálfleik. Baráttan er fyrst og fremst á miðjunni og hvorugt liðanna er að ná að taka af skarið sóknarlega.
50. mín
ÍBV fær sína fyrstu hornspyrnu. Jose Enrique, eða Sito, tekur spyrnuna og boltinn rúllar aftur fyrir í annað horn. Sito spyrnir boltanum á nær, Hafsteinn Briem nær að sneiða hann áfram inn í teiginn þar sem menn rétt missa af honum.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og heimamenn byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés í Breiðholtinu. Leiknismenn skilja örugglega ekki hvernig þeir geta verið undir. Fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur en Leikniskaflinn talsvert talsvert lengri og Leiknismenn hafa fengið mun fleiri færi og hálffæri. En staðan er 1-0 fyrir ÍBV og það er það eina sem skiptir máli í þessu!
45. mín
DAUÐAFÆRI!! SLÁIN!!!! Við erum komin í uppbótartíma og Fannar kemur með frábæra fyrirgjöf inn í teig Eyjamanna! Danny er mættur og skallar boltann fast en beint í slána!! Síðan er boltinn hreinsaður í horn.
43. mín
Meistaraleg varsla hjá Abel!! Sindri Björnsson með hörkuskot utan teigs eftir að fyrirgjöf er hreinsuð frá en Abel ver virkilega vel í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
41. mín
Það verður að segjast að það vantar sáralítið upp á hjá Leikni. Þeir hafa þjarmað vel að Eyjamönnum en það vantar alltaf örlítið upp á.
37. mín
Munar litlu hjá ÍBV! Aron Bjarnason með skot við vítateigslínuna og þarna munaði engu að Sito næði að breyta stefnu boltans í netið! Þess í stað fór þetta framhjá.
35. mín
Þjarmað að marki Eyjamanna!! Leiknismenn með tvær hættulegar fyrirgjafir með skömmu millibili. Í þeirri fyrri fór boltinn akkúrat á milli Leiknismanna. Sú seinni endaði hjá Hilmari Árna sem náði skotinu en það fór yfir markið. Hörkufæri!
34. mín
Hornspyrna frá Leikni sem endar í hrömmunum á Abel. Það vantar aðeins herslumuninn hjá heimamönnum en leikurinn hefur í raun verið afar jafn.
30. mín
Gott færi hjá Leikni!! Elvar Páll, sem er búinn að vera mjög sprækur í þessum leik, tætir í sig Jonathan Barden og kemur með hörku fyrirgjöf. Fannar Þór er mættur og nær skallanum en sneiðir boltann framhjá!
29. mín
Þarna munaði litlu!! Boltinn dettur fyrir Sito í teignum en skot hans er slakt og lekur framhjá markinu.
27. mín
Spyrnan fer yfir vegginn hjá Gunnari Heiðari en beint á Eyjólf sem heldur boltanum.
26. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Gula spjaldinu lyft á Óttar Bjarna. Ætli það sé ekki fyrir kjaft? Miðað við hvað það kom seint.
26. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Óttar Bjarni tekur Gunnar Heiðar niður. Spurning hvort þeir láti vaða!
24. mín Gult spjald: Sito (ÍBV)
Þarna slapp markaskorarinn! Sito með hörku olnbogaskot í andlitið á Brynjari Hlöðverssyni en fær einungis að líta gult spjald! Menn hafa oft lyft rauða kortinu á svona, þetta leit út eins og ásetnings olnbogi!
21. mín
Leiknismenn eru meira með boltann en vantar aðeins upp á sköpunargáfuna. Eyjamenn eru beinskeittari í sínum sóknum, rétt í þessu átti Aron Bjarnason góðan sprett og hættulega fyrirgjöf en hún náði þó ekki til neins í teignum.
17. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (ÍBV)
Eyjamenn safna spjöldum. Aron Bjarnason fær að líta gula kortið fyrir að stöðva skyndisókn.
15. mín
Þarna munaði afskaplega litlu að Leiknismenn skoruðu en það kom ekki að sök, rangstaða!
15. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Mees Siers fær gula spjaldið fyrir að toga hressilega í Hilmar Árna á ferð hans upp völlinn. Svolítið harsh en líklega rétt.
12. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
MAAAAAAAAAAARK!!!! Sito kemur ÍBV í 1-0 strax á 12. mínútu leiksins! Gunnar Heiðar kemur með frábæra stoðsendingu inn á Spánverjann sem klárar af stakri snilld framhjá Eyjólfi í marki Leiknis! Fyrsta alvöru færi leiksins varð að marki!
9. mín
Elvar Páll kemur með flotta fyrirgjöf og Danny Schreurs nær skallanum en hann fer beint á Abel.
4. mín
Leikurinn fer ágætlega af stað. Hilmar Árni með fyrstu hornspyrnu Leiknismanna, hún svífur yfir allan teiginn og endar yfir markinu.
1. mín
Leikurinn er hafinn og byrja Eyjamenn með boltann.
Fyrir leik
Þá byrjar Elvis og "In The Ghetto".
Fyrir leik
Þá fer heldur betur að styttast í leikinn, krakkarnir með Pepsi-fánann komnir inn á. Er bongó? Já það er heldur betur bongó!

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leiknismenn höfðu beðið ansi lengi eftir sigri þar til þeir höfðu betur gegn Stjörnunni á dögunum. ÍBV hefur hins vegar tapað tveimur síðustu leikjum eftir að hafa þar áður unnið frábæran 4-0 sigur gegn Fjölni.
Fyrir leik
Hjá Leikni er ein breyting frá frábærum 1-0 sigri gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Sindri Björnsson kemur inn í byrjunarliðið og Atli Arnarson fer á bekkinn, en hann glímir við meiðsli.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarlið beggja liða. ÍBV tapaði 1-0 gegn Fylki í síðasta leik, en Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður var fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hann missir sæti sitt í liðinu til Abel Dhaira. Avni Pepa kemur í liðið á nýjan leik eftir meiðsli og Tom Even Skogsrud missir sæti sitt. Þá koma þeir Aron Bjarnason og Mario Brlecic inn í liðið fyrir Gunnar Þorsteinsson og Bjarna Gunnarsson.
Fyrir leik
Bæði lið hafa að miklu að keppa. Leiknismenn eru rétt fyrir ofan fallsvæðið með 13 stig í 10. sætinu. ÍBV er sæti neðar með 11 stig. Liðið sem tapar í dag verður í fallsæti, það er ekki flóknara en það!
Fyrir leik
Það er svo sannarlega blíðskaparveður í dag og aðstæður fullkomnar til knattspyrnuiðkunnar. Á ekki von á öðru en hörkuleik á milli liða sem bæði gætu svo sannarlega þegið þrjú stig í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Leiknis og ÍBV í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 17:00 í Breiðholtinu.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason ('58)
9. Sito ('72)
11. Víðir Þorvarðarson ('85)
14. Jonathan Patrick Barden
19. Mario Brlecic
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
2. Tom Even Skogsrud
6. Gunnar Þorsteinsson ('85)
17. Bjarni Gunnarsson
17. Stefán Ragnar Guðlaugsson ('58)
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Mees Junior Siers ('15)
Aron Bjarnason ('17)
Sito ('24)

Rauð spjöld: