Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
0
4
KA
Einar Ottó Antonsson '9 , sjálfsmark 0-1
0-2 Jóhann Helgason '27
0-3 Benjamin James Everson '33
0-4 Juraj Grizelj '88
14.08.2015  -  18:30
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Frábærar aðstæður.
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 203
Maður leiksins: Ben Everson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('65)
Einar Ottó Antonsson ('71)
3. Jordan Lee Edridge
5. Matthew Whatley
9. Elton Renato Livramento Barros ('81)
13. Richard Sæþór Sigurðsson
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason
21. Brynjar Már Björnsson
24. Halldór Arnarsson

Varamenn:
4. Andy Pew
8. Ivanirson Silva Oliveira
12. Magnús Ingi Einarsson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('81)
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('71)
22. Ingþór Björgvinsson ('65)

Liðsstjórn:
Elías Örn Einarsson

Gul spjöld:
Sindri Pálmason ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið hérna á Selfossvelli.

Takk fyrir mig í kvöld. Skýrsla og viðtöl innan skamms.
93. mín
Þetta er að fjara út hérna á Selfossinu.
91. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
88. mín MARK!
Juraj Grizelj (KA)
MAAAAAARKKKKKK!!!!

FRÁBÆRT AFGREIÐSLA TAKK FYRIR MIG!

Juraj fær góða sendingu innfyrir vörnina en hann er í MJÖG þröngu færi, ég hélt að hann ætlaði að senda inní. En NEI, svo er ekki. Smyr boltanum uppí fjær yfir Vigni!

85. mín
Eftir að Ottó fór útaf tók Sindri Pálmason við fyrirliðabandinu. Strákur fæddur árið 1996 sem kom heim úr atvinnumennsku nú í vor. Mikið efni. Uppalinn Selfyssingur.
81. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
78. mín
Inn:Juraj Grizelj (KA) Út:Josip Serdarusic (KA)
78. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (KA)
75. mín
Þarna hefðu gestirnir hæglega getað komist í 0-4. Glötuð hreinsun frá Jordan sem sendir boltann beint á Serdarusic. Hann reynir skotið sem Vignir grípur.
73. mín
Það hefur hér verið staðfest að það er líf í Selfyssingum. Þeir hafa spilað vel undanfarnar mínútur og hafa skapað sér nokkuð góð færi.
71. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss) Út:Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
71. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ HEIMAMÖNNUM!

Komast í flotta skyndisókn. Matt hleypur upp allann völlin og er með Ottó og Barros sér við hlið. Sendir á Barros sem er með skot/sendingu, veit ekki hvort á Ottó en boltinn rúllar framhjá öllum pakkanum og útaf.

Selfyssingar þurfa að nýta þetta ef að þeir ætla að fá eitthvað útur leiknum.
68. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Jóhann Helgason (KA)
67. mín
Jóhann Helgason gerði hér heiðarlega tilraun til þess að skora annað aukaspyrnumark í leiknum. Það virkar ekki. Vignir kýlir burt.
65. mín
Inn:Ingþór Björgvinsson (Selfoss) Út:Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Sóknarsinnuð skipting hjá Selfyssingum.
63. mín
Ég veit ekki hvað ég á að segja við ykkur kæru lesendur. Þetta er voða dapurt þessa stundina en KA menn eru betra liðið í leiknum.
60. mín
Ben nokkur Everson reynir klippu hérna utan teigs en Vignir grípur. Ekki galin tilraun.
56. mín
Heimamenn eru að fá hornspyrnu, sjáum hvað gerist hér.

Það gerist nákvæmlega ekkert hér nema það að Srdan Rajkovic grípur boltann.
54. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
51. mín
Þetta er rólegt hérna í upphafi seinni hálfleiks. Bæði lið fá að prufa boltann en enginn sköpunargleði leikmanna.
46. mín
Leikur hafinn
Jæja seinni hálfleikur er hafinn. Þetta verður athyglisvert.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Frábær leikur hjá KA hingað til en ég veit ekki hvað er að gerast hjá Selfyssingum.
45. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Serdarusic kemst einn á móti Vigni sem gerir hrikalega vel og lokar markinu alveg. Hornspyrna sem KA fær en Selfyssingar hreinsa.
45. mín
Rólegt núna. Erum að detta í hálfleik. Selfyssinga þurfa RÓTTÆKAR breytingar ekki seinna en strax.
39. mín Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (KA)
38. mín
Allir varamenn Selfyssinga byrjaðir að hita upp. Hvað gerir Gunni?
33. mín MARK!
Benjamin James Everson (KA)
MAAAAAAARKKK!!!

SLEPPIÐI ÞVÍ AÐ LESA SÍÐUSTU FÆRSLU FRÁ MÉR!

GESTIRNIR ERU GJÖRSAMLEGA AÐ GANGA FRÁ SELFYSSINGUM HÉR!

Mögnuð sending inn fyrir sem ég sá ekki hver átti en Ben Everson eltir boltann, Vignir kemur út á móti og Ben lyftir boltanum yfir hann og boltinn syngur í netinu!

Ég á ekki til neitt orð.
33. mín
Heimamenn eru aðeins að spyrna frá sér og ætla að veita KA keppni hér í dag. Hafa verið betri síðustu mínútur.
31. mín Gult spjald: Jóhann Helgason (KA)
Hér kemur fyrsta spjald leiksins. Jóhann Helgason fær það. Stöðvar hraða sókn Selfyssinga.
30. mín

27. mín MARK!
Jóhann Helgason (KA)
MAAAAAAARK!!!!

KA MENN ÆTLA AÐ GERA ÚTUM ÞETTA OG ÞAÐ STRAX!!!!

Gjörsamlega GEGGJUÐ aukaspyrna sem Jóhann tekur rétt fyrir utan teig Selfyssinga og klínir honum svoleiðis uppí bláhornið og Vignir á ekki séns!
26. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á glæsilegum stað eftir að Ottó braut á þeirra leikmanni. Jóhann Helgason ætlar að spyrna.
25. mín
KA menn eru BRJÁLAÐIR útí Sigurð Óla dómara. Vilja meina að Matthew Whatley hafi brotið á Serdarusic innan teigs.

Ég hef séð dæmt víti á minna.
23. mín
Ben Everson leikur á nokkra Selfyssinga og kemur sér í álitlegt færi inní teig en varnarmenn Selfoss trufla hann og Vignir nær boltanum.
18. mín
ÞVÍLÍK SKYNDISÓKN HJÁ KA!

Ná boltanum eftir hornspyrnuna hjá Selfyssingum. Ævar Ingi sprettur upp allann völlinn með boltann. KA menn 3 á 2. Ævar nær sendingunni inní ætlaða Ben Everson sem er líklega í rangstöðunni og nær reyndar ekki til boltans heldur. Þarna voru KA menn nálægt því.
17. mín
Heimamenn að fá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Jordan Edridge gerir sig klárann í að spyrna.
14. mín
Þetta er tiltölulega rólegt eftir markið. KA menn eru betri þó.
9. mín SJÁLFSMARK!
Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
MAAAAARK GESTIRNIR ERU EKKERT LENGI AÐ ÞESSU!!!!

Markið kemur eftir hornspyrnu sem KA menn fá. Boltinn er á kreiki í teignum og berst svo til Einars Ottó sem rekur fótinn "óvart" í boltann og hann rúllar í markið. Ég skrifa þetta á algjört samskiptarleysi í vörn Selfyssinga.

KA menn eru komnir yfir og það eftir 9 mínútur!!!!
7. mín
Shout out á alla stuðningsmenn KA sem eru í stúkunni. Þeir eru orðnir mikið fleiri en Selfyssingarnir hér á vellinum.
5. mín
Og það er komið að fyrstu hornspyrnu leiksins. Það eru gestirnir sem fá hana eftir að Siggi Eyberg hreinsar burt.

Selfyssingar verjast spyrnunni en KA menn halda sókn sinni áfram.
3. mín
Selfyssingar eru öflugir fyrstu mínúturnar og halda boltanum innan liðsins. Enginn hætta skapast enn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á Selfossvelli og það eru heimamenn sem byrja með boltann. Góða skemmtun og til hamingju!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga hér útá völlinn! Sigurður Óli og hans menn leiða leikmennina inn.

Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast í þetta. 13 mínútur í leik og ég er orðinn hrikalega spenntur. Vonum að þessi eini áhorfandi sem er mættur sé jafnspenntur og ég!
Fyrir leik

Fyrir leik
Mjög mjög MJÖG góðar aðstæður á Selfossvelli í kvöld, eða eins og staðan er núna allavega.

Við sjáum aðeins í bláan himinn, sólin skín og lítill sem enginn vindur.

Allir á völlinn takk!
Fyrir leik
Tufa er hér allt í öllu útá velli, flokkandi vesti, stillandi upp æfingum og stjórnar upphitun. Hann vinnur fyrir kaupinu sínu þessi!
Fyrir leik
Jájájájá. Byrjunarliðin eru að sjálfsögðu dottinn inn. Það eru um það bil 45 mínutur í leik.

Gunni Borg er að gefa ungu strákunum séns í þessum leik. Arnar Logi, Sindri og Richard byrja allir.

Tufa stillir upp nánast sama byrjunarliði og Bjarni stillti upp í sínum síðasta leik. Elfar Árni sem er í leikbanni kemur út fyrir Ben Everson.
Fyrir leik
Leikskýrsla fyrir leikinn.



Fyrir leik
Akureyringarnir sitja í 5.sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Liðið vann Gróttu í síðasta leik 1-0 á Akureyri.

Fyrir þá sem fylgjast eitthvað með fótbolta vita það sjálfsagt að Bjarni Jóhannsson hætti sem þjálfari KA núna í vikunni. Srdjan Tufedgzic eða Tufa eins og hann er oftast kallaður tekur við liðinu út tímabilið. Hann var aðstoðarþjálfari undir stjórn Bjarna.
Fyrir leik
Selfyssingar fengu kennslustund í Grindavík í síðustu umferð þar sem þeir steinlágu 5-0 fyrir heimamönnum.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Selfyssingum í undanförnum leikjum en liðið hefur ekki skorað mark síðan 18.júlí.

Fyrir leiki kvöldsins er liðið einungis 2 stigum frá fallsæti.
Fyrir leik
Gott kvöldið.

Á þessu flotta föstudagskvöldi fer fram HEIL umferð í 1.deild karla í knattspyrnu, að sjálfsögðu.

Við ætlum að fylgjast með gangi mála úr leik Selfoss og KA. Fylgist með!
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
Halldór Hermann Jónsson
3. Callum Williams
4. Hilmar Trausti Arnarsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
11. Jóhann Helgason ('68)
19. Benjamin James Everson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('54)
25. Archie Nkumu
29. Josip Serdarusic ('78)

Varamenn:
18. Aron Ingi Rúnarsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('68)
5. Ívar Örn Árnason
10. Juraj Grizelj ('78)
14. Úlfar Valsson
26. Ívar Sigurbjörnsson
30. Bjarki Þór Viðarsson ('54)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Helgason ('31)
Halldór Hermann Jónsson ('39)
Ólafur Aron Pétursson ('78)

Rauð spjöld: