Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
BÍ/Bolungarvík
1
5
Víkingur Ó.
0-1 Hrvoje Tokic '5
0-2 Hrvoje Tokic '7
0-3 Alfreð Már Hjaltalín '19
0-4 Hrvoje Tokic '42 , víti
0-5 Hrvoje Tokic '53
Loic Mbang Ondo '71 1-5
14.08.2015  -  18:30
Torfnesvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: frábærar aðstæður hér á Ísafirði í kvöld, létt skýjað, 14 stiga hiti og smá gola svo mönnum verði ekki alltof heitt og völlurinn aldrei verið betri
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson
3. Alexander Jackson Möller
4. José Carlos Perny Figura
5. Loic Mbang Ondo
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
10. Pape Mamadou Faye
14. Aaron Walker ('79)
15. Nikulás Jónsson ('28)
16. Daniel Osafo-Badu
22. Elmar Atli Garðarsson
24. Amath Andre Dansokho Diedhiou ('82)

Varamenn:
12. Fabrizio Maria Prattico (m)
18. Jerson Dos Santos
19. Pétur Bjarnason ('79)
21. Rodchil Junior Prevalus ('82)
23. Sergine Fall ('28)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daniel Osafo-Badu ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 1-5 öruggum sigri Ólsara.
90. mín
Junior með flott skot sem fer af varnamanna og yfir.
90. mín
Alfreð Már með flottan sprett og fína fyrirgjöf, en Daði nær að verja skot Ólsaranna, sá ekki hver átti skotið.
87. mín
Kristófer Eggertsson með lúmst skot sem fer rétt framhjá.
84. mín
Pape með flottan sprett, fer illa með Tomasz Luba, en fyrirgjöf hans er gripin.
82. mín
Inn:Rodchil Junior Prevalus (BÍ/Bolungarvík) Út:Amath Andre Dansokho Diedhiou (BÍ/Bolungarvík)
79. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Emir Dokara (Víkingur Ó.)
79. mín
Inn:Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík) Út:Aaron Walker (BÍ/Bolungarvík)
73. mín
Pape kemst innfyrir og Cristian brýtur á honum, en sem betur fer fyrir Víkinga flaggar línuvörðurinn rangstæðu
71. mín MARK!
Loic Mbang Ondo (BÍ/Bolungarvík)
Stoðsending: Amath Andre Dansokho Diedhiou
Ondo minnkar muninn með skalla eftir hornspyrnu.
70. mín
Flott skyndisókn hjá heimamönnu, Pape setur boltann innfyrir á Diddú, en Björn Pálsson með frábæra tæklingu.
67. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (BÍ/Bolungarvík)
62. mín
Pape fær flotta sendingu frá Jose, en rennur og sóknin verður að engu.
60. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
60. mín
Inn:Gorka Bernardos (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
56. mín
Sigurgeir með flottan skalla eftir horn sem fer rétt yfir markið.
53. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Alfreð Már Hjaltalín
Alfreð með frábæran sprett upp hægri kantinn, fíflar Jackson í vörninni hjá BÍ og rennir boltanum fyrir á Tokic sem skorar sitt fjórða mark í leiknum.
46. mín
Seinni hálfleiku er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur og já staðan er 0-4, Vikingarnir einfaldlega mun betri hér í dag og heimamenn varla séð til sólar þó svo sólskynið sé þónokkurt.
45. mín
Pape með flotta fyrirgjöf sem Cristian nær rétt svo að grípa, sem betur fer fyrir Víkinga því Aaron Walker var mættur fyrir aftan hann og tilbúinn að skalla boltann í netið.
42. mín Mark úr víti!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Tokic, setur Daða í vitlaust horn og innsiglar þrennuna, staðan er orðin 0-4!!
42. mín
VÍTI!!!!

Víkingar fá vít, en Elmar Atli virtist taka Wiliam Dominguez niður innan teigs, einhverjir vildu meina að um dýfu hafi verið að ræða, en ég sá þetta ekki nógu veltil að dæma um það.
38. mín
Guðmundur REynir með ágætis sprett upp vinstri kantinn, enfyrirgjöf hans endar í fanginum á Daða.
33. mín
Wiliam Dominguez með skot utan teigs sem fer langt framhjá.
28. mín
Inn:Sergine Fall (BÍ/Bolungarvík) Út:Nikulás Jónsson (BÍ/Bolungarvík)
Nikulás fer meiddur af velli og viðbætist fjórtándi erlendi leikmaðurinn.
26. mín
Nikulás Jónsson liggur sár þjáður á vellinum,hann stendur þó upp og virðist vera tognaður aftan á læri.
19. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Alfreð már Hjaltalín kemur Víkingum í 3-0 með skalla, Alfreð hafði átt skalla rétt áður sem heimamenn höfðu bjargað á línu, en önnur fyrirgjöf kom og það nýtti Alfreð sér, flottur skalli sem Daði réð ekki við.
14. mín
Diddú með skalla eftir flotta fyrirgjöf frá Nikulási, Cristian ver þó auðveldlega.
10. mín
Tokic kemst í fínt færi eftir aukaspynru, en bakfallspyrna hans fer framhjá.
7. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Hvað er að gerast hérna?!!!

Tokic fær boltanum inní teignum og setur boltann fallega framhjá Daða.

Heimamenn algjörlega á hælunum!
7. mín
Heimamenn vilja fá vítaspyrnu þar sem Pape var togaður niður, en dómarinn dæmir eki neitt.
5. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Hrovoje Tokic búinn að koma Víkingum yfir, eftir glórulaus mistök í vörn heimamanna. Sigurgeir fyririliði heimamanna sendir boltann beint á Tokic sem fer framhjá Daða í markinu og rennir boltanum í autt markið.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn ásamt dómaratríóinu.
Fyrir leik
Liðin ganga inn til búningsklefa til að gera sig klár fyrir leikinn, tæpar 10 mínútur í að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
William Dominguez da Silva, leikmaður síðustu umferðar er að sjálfsögðu á sínum stað liði Ólsaranna í kvöld.
Fyrir leik
Mikil umræða hefur verið hér fyrir vestan undanfarna daga að Bí/bolungarvíkur-liðið hefur alls spilað ellefu uppöldnum leikmönnum í deildinni í sumar, en aðeins tvö til þrjú lið í deildinni hafa spilað fleirum.
Fyrir leik
Liðin eru bæði mætt út á völl að hita upp og Gaui Þorsteins vallarþulur blasstar hittaranum Inifinity með Guru Josh Project!!
Fyrir leik
Þrettán erlendir leikmenn eru í byrjunarliði liðinna í dag, sex hjá heimamönnum og sjö hjá gestunum, en þá er það stóra spurningin: Er þetta nýtt íslandsmet?
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

BÍ/Bolungarvík gerir tvær breytingar á sínu liði, en inn koma þeir Sigurgeir Svein Gíslason, fyrirliði og Súðvíkingurinn ungi Elmar Atli Garðarsson, en þeir koma báðir aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni, út fara Nigel og Spivack, sem báðir eru í banni eins og áður kom fram.

Víkingar gera eina breytingu á liðinu sem vann toppslaginn gegn Þrótturum um síðustu helgi, en Alfreð Már Hjaltalín kemur inn fyrir Ingólf Sigurðsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að fara að detta inn hvað úr hverju og spennandi verður að sjá vhersu margar breytingar liðin gera.
Fyrir leik
Umræða hefur skapast á twitter í dag að það verði mögulega slegið Íslandsmet í fjölda erlenrda leikmanna í einum leik.

Alls hafa sextán erlendir leikmenn spilað fyrir BÍ/bolungarvík í sumar og átta með Víkingum.
Fyrir leik
Nigel Quashie og Joey Spivack eru í banni hjá BÍ/Bolungarvík í kvöld, en Nigel fékk að líta rauða spjaldið í endurkomu sinni gegn HK um síðustu hegi, spjald sem hann er alls ekki sáttur með.

Spivack er í banni vegna fjögra gulra spjalda.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Tryggvason og Árni Heiðar Guðmundsson.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag,eru hemamenn með 5 stig á botni deildarinnar á meðan að gestiir eru á toppnum með 35 stig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik BÍ/Bolungarvíkur og Víkings frá Ólafsvík í 16. umferð 1. deildar karla.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva ('60)
13. Emir Dokara ('79)
17. Hrvoje Tokic
23. Admir Kubat
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('60)
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
11. Ingólfur Sigurðsson
19. Gorka Bernardos ('60)
20. Kristófer Eggertsson ('60)
21. Fannar Hilmarsson ('79)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: