Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur R.
1
1
Leiknir R.
0-1 Elvar Páll Sigurðsson '88
Ívar Örn Jónsson '94 , víti 1-1
17.08.2015  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Eins og þær verða bestar á Íslandi bara. Sól, hægur andvari, 13 stiga hiti og völlurinn sléttur og fínn.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('65)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('41)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('83)
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
9. Haukur Baldvinsson
14. Bjarni Páll Runólfsson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('83)
22. Alan Lowing
23. Finnur Ólafsson ('41)
29. Agnar Darri Sverrisson ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('15)
Viktor Bjarki Arnarsson ('29)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hasarnum lýkur með einu stigi á lið.

Þvílíkt fjör hérna í lokin...viðtöl á leiðinni.
94. mín Mark úr víti!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Öryggið uppmálið, fast niðri vinstra megin við Eyjólf sem fer í rétt horn.
93. mín Gult spjald: Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Fær gult spjald fyrir mótmæli.
93. mín
Víkingar fá víti!!!

Atli fer í tæklingu á Dofra sem fellur í teignum, vel staðsettur Þóroddur dæmir víti en gestirnir gríðarlega ósáttir.
88. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Eða sjálfsmark Halldórs Smára?

Sást ekki vel en Leiknismenn eru allavega komnir yfir hérna, Hilmar dúndraði sendingu inní þvöguna og inn fór hann.

Gríðarlega mikilvægt mark hér!!!
85. mín
Uppúr horninu fær Elvar ágætis skallafæri en laus skallinn fer beint á Nielsen.
84. mín
Pressa Leiknismanna gefur þeim horn hér.
83. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Erum við að sjá 4-4-2 líka hjá heimamönnum?
81. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
80. mín
Dauðafæri Víkinga en Tufegdzic skýtur framhjá.
78. mín
Stór svæði á vellinum hafa opnast með þessari taktísku breytingu Leiknis og í fyrsta skiptið í kvöld finnst manni mark geta komið í leikinn.

En hvoru megin? Veit ekki...
74. mín
DAUÐAFÆRI

Tufegdzic fær tvö færi í sömu sókn. Fyrst ver Eyjólfur frábærlega út í teig þar sem Toft kemur og sendir inní en þá er skallað framhjá.
73. mín
Toft skýtur þessari aukaspyrnu í hliðarnetið.
73. mín
Brynjar brýtur af sér og heimamenn vildu sjá eitthvað þarna, en fá þó aukaspyrnu á hættulegum stað.
69. mín
Elvar með skot framhjá utan teigs.
65. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
Agnar Darri hægri, Arnþór undir senter og Toft á vinstri væng.
65. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Sýnist það verða 4-4-2 með Ólaf og Kolbein báða uppi á topp.
65. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Danny Schreurs (Leiknir R.)
64. mín
Hilmar í mjög góðu færi eftir undirbúning Schreurs en skotið veikt og beint á Nielsen.
62. mín Gult spjald: Atli Arnarson (Leiknir R.)
Brýtur á Tufegdzic á leið í skyndiupphlaup.
60. mín
Afleit spyrna Hallgríms úr þessari aukaspyrnu, langt yfir af frábærum stað.
60. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Hefur séð þennan lit áður strákurinn...braut á Tufegdzic.
56. mín Gult spjald: Gestur Ingi Harðarson (Leiknir R.)
Togar Tufegdzic niður úti á kanti.
54. mín
Mjög gott færi.

Eyjólfur markmaður missir fyrirgjöf út í teiginn og Tufegdzic fær afbragðs skotfæri sem Óttar gerir vel að blokka frá.
53. mín
Víkingar meira með boltann hér í byrjun seinni hálfleiks.

En það er enn eilítið stress í gangi svei mér þá. Meira svona að hvorugt liðið vill tapa en það að annað vilji vinna.
50. mín
Frábært skot frá Toft af 30 metrunum en Eyjólfur gerir vel að slá þennan í horn.

Flottur bolti Ívars úr horninu fer í gegnum markteiginn og í útspark.

Þarna vantaði ákefð!
47. mín
Vikingar fá fyrsta hornið í síðari hálfleik.

Í hasarnum inni í teig liggur Óttareftir og stutta hornið þeirra Víkinga er stöðvað við lítinn fögnuð þeirra og dómarakast í kjölfarið.
46. mín
Komnir aftur í gang!
45. mín
Hálfleikur
Býsna viðburðalítill hálfleikur, og þó...

Schreurs á einfaldlega að nýta svona færi eins og hann fékk og síðan bjargar þversláin gestunum eftir vel útfærða skyndisókn.

Pissustopp og meira kaffi. Hljótum að fá meira fjör hérna.
45. mín
Ömurleg útfærsla á þessari aukaspyrnu, stutt og flétta sem Leiknismenn sáu afskaplega einfaldlega við.
44. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað utan teigs hægra megin.

Ívar er mættur...
41. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Viktor búinn að liggja tvisvar á vellinum hér með stuttu millibili.

Hrein skipting, Finnur kemur inn á miðjuna.
40. mín
SKALLI Í SLÁ!!!

Arnþór skallar í þverslá Leiknismarksins eftir frábæra sendingu frá Toft. Stórhættuleg skyndisókn þarna að baki.
39. mín
Leiknismenn að ná tökum á leiknum, Víkingar fallnir aftar.
35. mín
Hallgrímur með skot utan teigs en langt framhjá Leiknismarkinu.
33. mín
Hafarí og hasar á vallarheelmingi Leiknis, Arnþór og Brynjar að kljást eftir að boltinn hvarf af svæðinu.

Hjaltalín stoppar leikinn og róar menn.

Það er að hitna hér í kolum.
32. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Elfar á skot utan teigs sem Nielsen ver út í teig og beint á Schreurs en í stað þess að setja boltann í fyrsta reynir hann að leika á markmanninn sem sér við honum.

Þarna einfaldlega átti að koma mark!
29. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Hér hefði verið gott að sjá endursýningu, Viktor sparkar þarna Schreurs niður úti á kanti og boltinn ekki alveg á staðnum.

Allavega gult...
27. mín
Fyrsta sókn heimamanna af einhverjum krafti endar á því að Taskovic dúndrar yfir rétt utan teigsins.
24. mín
Tufegdzic setti boltann hér í netið en var rangstæður og braut á Óttari.

En allavega lífsmark!
21. mín
Vildi alveg hafa frá fleiru að segja.

Enn heilmiklar þreifingar í gangi, lítið um sóknarfæri.
18. mín
Fomen fær skotfæri eftir langt innkast en skýtur aftur hátt yfir.
15. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
Já takk.

Sennilega rann nú Hallgrímur þarna á vellinum en hann straujaði Atla á miðjunni og fær verðskuldað gult spjald. Leiknismenn vildu alveg sjá rauða litinn.
13. mín
Leiknismenn reyna meira fyrir sér hægra megin en hafa ekki náð að láta lokasendinguna virka.

En eru ágegnari þessa stundina.
11. mín
Leiknismenn fá annað horn en Víkingar koma því létt frá.
9. mín
Mesta stuðið án vafa í stúkunni..en það er svosem ekki frétt orðið.

Ljónin í stuði.
7. mín
Bæði lið byrja frekar varkárt hér í kvöld.
5. mín
Í þeim töluðu orðum fá Leiknismenn fyrsta hornið!

Upp úr því fékk Fomen skotfæri en flengdi boltanum hátt yfir.
4. mín
Þessar fyrstu mínútur byrja heimamenn ögn sterkar.
2. mín
Við erum með Leiknisskúbbið rétt.

En heimamenn hafa eitthvað orðið okkur erfiðari.

Arnþór er á hægri kanti, Toft undir senternum Tufegdzic.
1. mín
Leikur hafinn
Við erum komin í gang í Víkinni.
Fyrir leik
Víkingar unnu hlutkestið og velja að sækja í átt að Kópavoginum.
Fyrir leik
Liðin labba hér inná völlinn.

Víkingar í sínum aðalbúningi en Leiknismenn fara í varasettið sem er hvítt með ljósblárri og fjólublárri rönd.

Viðurkenni undrun mín á að skella Eyjólfi í bleika markmannstreyju...það fer ekki alveg við snoðkollinn sko!
Fyrir leik
Bæði lið hlaupin inn í lokafráganginn.

Fólk að tínast á völlinn en ég trúi ekki öðru en við sjáum töluverða aukningu fram að leik, þessi skiptir ansi miklu máli...
Fyrir leik
Ólafur Þórðarson er mættur í stúkuna og fær auðvitað sæti á meðal Gullkortshafa Víkinga.

Virkar vel afslappaður karlinn!
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 2-0 sigri Leiknismanna í hörkuleik.

Þeir Charley Fomen og Sindri Björnsson skoruðu mörk þeirra þá.
Fyrir leik
Leiknir verða líklega svona:

Eyjólfur

Fomen - Óttar - Halldór - Gestur

Atli - Brynjar

Kristján - Hilmar - Elvar

Schreurs

Sjáum hvernig þetta passar.
Fyrir leik
Nýjustu inside info og skúbb eru í húsi með liðsuppstillingar...við látum þær flakka og byrjum á Víkingum.

Nielsen

Dofri - Taskovic - Halldór - Davíð

Viktor - Ívar

Tufegdzic - Arnþór - Hallgrímur

Toft

Einhvernveginn u.þ.b. svona ætlum við að tippa á.
Fyrir leik
Maggi Peran var að mæta og ber hið gyllta 111 númer býsna vel á bakinu.

Holdgervingur Leiknisljónanna sem verða án vafa í stuði eftir stutt ferðalag gegnum Elliðaárdalinn.
Fyrir leik
Dómaratríóið er á púlsklukkunum í upphituninni.

Auk Þórodds með flautuna þá eru þeir Björn Valdimarsson og Gunnar Helgason með flöggin.

Gísli Hlynur Jóhannsson verður í eftirlitinu með störfum þeirra.
Fyrir leik
Það þarf ekkert að fjölyrða mikilvægi þessa leiks, Víkingar stíga kröftugt skref í átt að áframhaldandi veru í Pepsideild með sigri hérna.

Á sama hátt myndi Leiknissigur lyfta Breiðhyltingum úr fallsætinu a.m.k. fram á fimmtudag þegar ÍBV leika við KR-inga.
Fyrir leik
Töluverðar vangaveltur um liðsuppstillingar í blaðamannaboxinu - en þær verða ekkert reifaðar í bili, við sjáum bara hvernig það endar allt.
Fyrir leik
Atli Arnarson hefur líka bæst við í byrjunarliðinu hjá Leikni frá síðasta leik, Sindri Björnsson er kominn á bekkinn.
Fyrir leik
Búið að raða upp í "hattaboltann" hér í dag. Ekki ósvipuð uppröðun báðu megin á vellinum, sennilega upp úr svipaðri þjálfunarbók.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Bakvörðurinn. Eiríkur Ingi Magnússon leikur ekki með Leikni í kvöld þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í tapinu gegn ÍBV.

Charley Fomen kemur inn í liðið í hans stað. Þá kemur Kristján Páll Jónsson inn í byrjunarliðið fyrir Fannar Arnarsson.

Víkingar verða án miðvarðarins Milos Zivkovic sem einnig er kominn með fjórar áminningar. Halldór Smári Sigurðsson færist í miðvörðinn og Ívar Örn Jónsson sem hefur spilað á miðjunni að undanförnu færist í vinstri bakvörðinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þegar þessi tvö lið áttust við fyrr í sumar unnu Leiknismenn 2-0 sigur á heimavelli sínum. Sindri Björnsson og Charley Fomen skoruðu mörkin í leiknum þann 26. maí.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari: Þóroddur Hjaltalín.
Aðstoðardómarar: Björn Valdimarsson og Gunnar Helgason.
Eftirlitsmaður: Gísli Hlynur Jóhannsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kemst Leiknir upp úr fallsæti? Breiðhyltingar heimsækja Víking klukkan 18:00. Leiknir er í fallsæti með 13 stig, stigi frá öruggu sæti. Víkingar eru einnig í fallhættu, eru með 17 stig í áttunda sætinu.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
7. Atli Arnarson
11. Brynjar Hlöðversson ('81)
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('65)
19. Danny Schreurs ('65)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson
30. Charley Roussel Fomen

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Sindri Björnsson ('81)
9. Kolbeinn Kárason ('65)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('65)
10. Fannar Þór Arnarsson
26. Daði Bergsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gestur Ingi Harðarson ('56)
Brynjar Hlöðversson ('60)
Atli Arnarson ('62)
Elvar Páll Sigurðsson ('93)

Rauð spjöld: