Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
3
Keflavík
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson '6
Ingimundur Níels Óskarsson '11 1-1
1-2 Martin Hummervoll '14
Albert Brynjar Ingason '19 2-2
Albert Brynjar Ingason '21 3-2
Albert Brynjar Ingason '53 , misnotað víti 3-2
3-3 Magnús Þórir Matthíasson '76 , víti
17.08.2015  -  18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 810
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovinkovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('74)
8. Jóhannes Karl Guðjónsson ('86)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('89)

Varamenn:
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('86)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson ('74)
23. Ari Leifsson
29. Axel Andri Antonsson ('89)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
89. mín
Þetta er að líða undir lok, fáum við að sjá winner?
89. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
86. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
85. mín
Albert Brynjar við það að sleppa í gegn en rangstaða dæmd réttilega, Rúna með öll sín mál á hreinu.
79. mín
Frábær fyrirgjöf frá Ásgeiri af hægri kantinum á Kolbein sem stendur einn í markteignum en á einvhern ótrúlegan hátt tekst honum að láta Sindra verja frá sér, þvílíkur leikur hjá drengnum.
77. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Markaskorarinn tekinn útaf.
76. mín Mark úr víti!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Já var það ekki bara?

3-3, Ólafur fór í vitlaust horn, tæpt korter eftir, æsispennandi mínútur framundan!
75. mín
ÖNNUR VÍTASPYRNA, Andri fellir hér Hummervoll, klárt víti!
74. mín
Inn:Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
73. mín
Chuck fær hér nægan tíma til að athafna sig vel fyrir utan teig og lætur skot ríða af sem fer rétt framhjá.
70. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
66. mín
Hér má ekki miklu muna að Ólafur Íshólm hefði átt stoðsendingu, kemur með fastan bolta upp völlinn sem enginn í Keflavíkurliðinu ákveður að fara í, Albert sér leik á borði og stingur sér inn á milli hafsentana og reynir að chippa yfir Sindra í markinu en Sindri vandanum vaxinn sem fyrr og grípur boltann.
63. mín
Ingimundur með skot fyrir innan teig rétt yfir! Hefði sennilega getað farið nær þarna!
62. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Smá barátta eftir fyrirgjöf, menn lenda saman og þessir tvier leikmenn uppskera gul spjöld.
62. mín Gult spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
60. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Abdel-Farid Zato-Arouna (Keflavík)
Fyrsta skipting Kef.
53. mín Misnotað víti!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
ALBERT KLÚÐRAR ÞRENNUNNI SINNI, GJÖRSAMLEGA FRÁBÆR MARKVARSLA HJÁ SINDRA KRISTNI!!!!
52. mín
Vá, hér myndast skrýtin stemming. Chuck fellir Ingimund inní teig, virtist ekki vera mikið engu að síður. Vilhjálmi Alvari er nákvæmlega sama, dæmir víti.
50. mín
Fyrirgjöf frá Keflavík sem Ólafur Íshólm grípur vel, gerir vel þarna drengurinn.
48. mín
Hörkuskot frá Ingimundi Níels rétt fyrir utan teig sem Sindri ver vel!
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Frábærum fyrri háflleik (allavega fyrir áhorfendur) lokið, Fáum okkur kaffi.
42. mín
Heldur rólegt yfir þessu þessa stundina ótúlegt en satt!
37. mín
Frábær sókn hjá Fylki, Jói Kalli fær flotta sendingu upp hægri kantinn frá Andra og nær að koma lúmskum bolta fyrir markið þar sem Ingimundur tekur skot af stuttu færi en markvarslan frá Sindra Snæ gjörsamlega trufluð!
27. mín
Hornspyrna sem Fylkismenn eiga, boltinn berst á fjærstöngina á Albert Brynjar sem skýtur rééétt framhjá!

22. mín
Albert nálægt því að klára þrennu á þremur mínútum, fær fasta sendingu inn í teig beint fyrir framan sig en nær ekki að pota í boltann.
21. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Jóhannes Karl Guðjónsson
Fyrir þá sem halda að ég sé bara að flippa og henda inn mörkum og nenni ekkert að skrifa um leikinn, komiði bara í Lautina, þetta er hrein og bein sturlun!!

Jói Kalli með konfekt sendingu inn á Albert Brynjar, Sindri kemur útúr markinu, Albert leikur á hann og leggur boltann í autt markið!
19. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Ég verð ekki eldri, fjögur mörk eftir 19 mínútur!!

Andrés Már með sendingu inn á Albert sem virtist vera rangstæður héðan úr blaðamannastúkunni en allt kom fyrir ekki. Kláraði vel aleinn inni í teig.
14. mín MARK!
Martin Hummervoll (Keflavík)
Stoðsending: Chukwudi Chijindu
Nei hættu nú alveg!!

Chuck með glæsilega sendingu á Hummervoll sem heldur Tonci frá sér og skýtur svo föstu skoti í fjærhornið sem Ólafi Íshólm tekst ekki að verja. Markaregn, já, markaregn sagði ég!!
11. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Stoðsending: Jóhannes Karl Guðjónsson
Gullfalleg sending frá Jóa Kalla inn á teiginn þar sem Ingimundur stingur sér framfyrir Bignot að mér sýndist og skallar boltann af krafti í gangstætt horn, Sindri var í boltanum en náði ekki að koma í veg fyrir þetta.

1-1 !
8. mín
Fylkismenn strax búnir að ranka við sér eftir markið, sækja af miklum þunga þessa stundina.
6. mín MARK!
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Stoðsending: Martin Hummervoll
Já hvað haldiði, Keflvíkingar komnir yfir!

Hummervoll með flotta sendingu af vinstri kantinum á fjærstöngina þar sem Hólmar Örn kemur askvaðandi og hamrar boltanum í netið.
3. mín
Jói Kalli aftur á ferðinni, fær hér aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi og reynir að sneiða boltann utanfótar, boltinn langt framhjá, aftur, athyglisvert.
1. mín
Jói Kalli byrjar á því að negla boltanum úr miðjuhringnum og í hendurnar á Sindra í Keflavíkur markinu, athyglisvert.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!

Fyrir leik
6 mínútur í leik og áhorfendur nánast teljandi á fingrum beggja handa. Þetta er ekki mönnum bjóðandi, vonum að Árbæingar láti ekki spurjast það út um sig að annað hvert sæti í stúkunni sé autt.
Fyrir leik
Hemmi Hreiðars með ansi skemmtilega upphitun fyrir sína menn, stilli varnarlínunni upp og skýtur svo sjálfur boltum á mismunandi menn og sá sem telur sig eiga mestan möguleika á því að ná honum fer í hann og skilar honum til baka á Hemma. Stórskemmtilegt.
Fyrir leik
Fer að styttast í leik, rúmar 15 mínútur. Dómarar sem og leikmenn hita upp líkt og engin sé næsta vika.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Hjá Fylki koma Ingimundur Níels Óskarsson og Andri Þór Jónsson inn í liði en sá síðarnefndi er að spila sinn fyrsta leik í sumar.

Farid Zato snýr aftur í lið Keflavíkure eftir meiðsli og Unnar Már Unnarsson kemur líka inn.
Fyrir leik
Sex leikmenn í banni í kvöld. Hákon Ingi Jónsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Ragnar Bragi Sveinsson í Fylki hafa fengið fjórar áminningar hver og geta því ekki tekið þátt í leiknum.

Keflvíkingar sem eru í neðsta sæti verða einnig án þriggja leikmanna í leiknum vegna uppsafnaðra áminninga. Það eru Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson og Sindri Snær Magnússon sem eru komnir í bann. Einar Orri hefur safnað sjö gulum spjöldum í sumar og hinir fjórum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Haukur Ingi Guðnason hefur leikið með báðum félögunum en hann þjálfar nú Keflavík eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Fylkisliðsins.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Af heimasíðu Keflavíkur:
Keflavík og Fylkir hafa leikið 35 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989. Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 12 en Fylkir 13 leiki en tíu sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 43-54 fyrir Fylki. Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Söguleg stund í Árbænum. Í fyrsta sinn sem kona er í dómaratríóinu í Pepsi-karla. Dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómarar þeir Birkir Sigurðarson og Rúna Kristín Stefánsdóttir, varadómari verður Frosti Viðar Gunnarsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Keflavíkur.

Tíminn er að renna út hjá Keflavík sem verður að vinna þennan leik í kvöld. Keflavík er í neðsta sæti með aðeins sex stig og er átta stigum frá öruggu sæti.

Fylkir er í sjöunda sæti með 20 stig og vill blanda sér í baráttu um Evrópusæti.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('70)
2. Samuel Jimenez Hernandez
5. Paul Junior Bignot
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
13. Unnar Már Unnarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson ('77)
22. Abdel-Farid Zato-Arouna ('60)
32. Chukwudi Chijindu
33. Martin Hummervoll

Varamenn:
10. Hörður Sveinsson ('77)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
22. Leonard Sigurðsson ('70)
30. Samúel Þór Traustason

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Guðjón Árni Antoníusson ('62)

Rauð spjöld: