FH
4
0
Stjarnan
Atli Viðar Björnsson '11 1-0
Bjarni Þór Viðarsson '23 2-0
Atli Guðnason '49 3-0
Emil Pálsson '67 4-0
17.08.2015  -  18:30
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: sól og léttskýjað. Brill aðstæður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 2097
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson ('75)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('83)
26. Jonathan Hendrickx ('75)

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
7. Steven Lennon ('75)
16. Jón Ragnar Jónsson ('75)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('83)
20. Kassim Doumbia
21. Grétar Snær Gunnarsson

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Steven Lennon ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með gríðarlega öruggum sigri FH. Skýrsla og viðtöl á leiðinni inn á síðuna fljótlega.
90. mín
Það eru 90 mínútur komnar á klukkuna, standard tveim til þrem bætt við.
88. mín
Ef leikurinn fer svona eða það er að segja ef FH fær ekki mark á sig í kvöld er það í fyrsta sinn í deildinni síðan 7.júní en þá spiluðu þeir við Víkinga.
86. mín
Inn:Kári Pétursson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
83. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
83. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
83. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)

75. mín
FHingar gera tvöfalda skiptingu og Atli Viðar m.a. fór af velli. Áhorfendur í krikanum stóðu á fætur og klöppuðu vel fyrir honum.
75. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Jonathan Hendrickx (FH)
75. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
75. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
72. mín
Það hvernig FH hefur spilað í kvöld er gjörsamlega frábærlega vel gert. Þeir hafa kannski sýnt í kvöld það sem búið er að bíða eftir í allt sumar og búist var fyrir mót. Besti leikur þeirra í sumar án nokkurs vafa.
67. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
VÁÁÁÁÁÁÁ! ÞVÍLÍK SÓKN HJÁ FH. Þeir voru komnir 4 á móti þrem varnarmönnum Stjörnunnar og þessi sóknarleikur var svo sannarlega til útflutnings! Atli Guðna sendi svo sendingu inn úr teignum og þar var Emil Pálsson mættur á ferðinni og skallaði boltann af feiknarafli í markið.
65. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Skrítin skipting, Óli Kalli búinn að vera eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki í leiknum.
61. mín
Hrikalega vel varið hjá Gunnari Nielsen! Þórarinn Ingi með skot úr teignum, gríðarfast og Gunnar stóð á línunni og kýldi boltann yfir markið.

58. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan)
57. mín
Ég er hreinlega ekki að sjá og nú vona ég að Stjörnumenn troði sokk í kjaftinn á mér, að þeir skori hér í kvöld og hvað þá að þeir nái stigi.

49. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
MAAAARRRKKKKK!!! Atli Guðna fær boltann óvænt inn í teignum og skoraði með fallega lúmsku skoti með vinstri fæti.
48. mín Gult spjald: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
46. mín
Leikurinn hafinn
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. FHingar eru búnir að vera með öll völd á leiknum í svona c.a. 42 mínútur en þá lifnaði yfir Stjörnumönnum. Vonandi að þeir haldi þeim baráttuanda áfram inn í seinni hálfleikinn og við fáum almennilegan leik.
42. mín
Þarna vildu Stjörnumenn fá hendi eftir barning inn í teig FHinga og töldu Stjörnumenn að Pétur Viðars hefði fengið boltann í hendina. Er ekki frá því að það gæti verið rétt.
40. mín
Leikurinn hefur róast aftur og FHingar hafa hægt á ferðinni.
34. mín
Þessi leikur er bara einstefna í átt að Víðistaðaskóla! FHingar eru svo miklu miklu miklu betri í þessum leik og eiga Stjörnumenn í stökustu vandræðum með að komast yfir miðju.


23. mín MARK!
Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
MAAAARRRKKKKK!!!! BJARNI ÞÓR VIÐARSSON og BÖDDI LÖPP!!! Böðvar tók aukaspyrnu sem barst inn í teiginn, þar var Bjarni Þór mættur og setti boltann upp í þaknetið.
20. mín
Stjörnumenn eru ekki líklegir til þess að jafna, það verður að segjast. Hafa ekki átt neina sókn að ráði og ekkert skot að marki.

13. mín
Atli Viðar er búinn að skora 105 mörk í efstu deild og koma þau öll fyrir FH. Þvílík markamaskína sem hann er.
11. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
MAAAARRRKKKKK!!! Enginn annar en ATLI VIÐAR BJÖRNSSON, hann skorar bara alltaf þessi drengur!! Fékk flotta sendingu frá Bödda löpp og Atli Viðar var yfirvegaður í teignum og setti boltann í fjærhornið. Vel gert.
10. mín
Leikurinn er ansi rólegur, það verður að segjast. Hvorugt liðanna er að skapa sér einhver færi og eru svona enn að þreifa á hvort öðru.
5. mín
Vel útfærð sókn hjá FHingum sem fór þannig að Hendrickx átti sendingu á Emil Páls sem stóð inn í teignum og átti ágætis móttöku en boltinn fór framhjá markinu úr skotinu frá honum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og spila heimamenn í átt að Víðistaðaskóla og Stjörnumenn spila í átt að heimabænum Garðabæ.
Fyrir leik
Einhver töf hefur átt sér stað því liðin eru einungis núna að labba inn á völlinn og klukkan er orðin 18:30.
Fyrir leik
Það eru 5 mínútur í leik og spennan magnast. Væri alveg til í að fá svipaðan leik og á sér stað í lautinni þar sem Fylkismenn taka á móti Keflavík og þar er staðan 3 - 2 eftir 21. mínútu!
Fyrir leik
Frikki Dór sem gegnir hlutverki vallarþuls er byrjaður að óma í hljóðkerfi vallarins og er að telja upp varamenn liðanna. Ég býð alltaf eftir því að Frikki taki eins og eitt lag í míkrafóninn eins og Geir Ólafs gerir reglulega á Vodafonevellinum. Koma svo Frikki, hentu í eitt lag!
Fyrir leik
Sólin er að láta sjá sig hér í Krikanum og skýin svona koma og fara. Fallegur völlur, gott veður og knattspyrnuleikur tveggja góðra liða, hvað er hægt að biðja um meira.
Fyrir leik
FHingar eru ekkert að spara góðgjörðirnar við blaðamenn, það er nammi frá Góu og svo forláta Dumle sleikjóar

Fyrir leik
Gaman að segja frá því, að ef maður spilar Emil Pálsson í football manager, að þá er hann hálfgerður svindkall......

Þar sem ég veit að það er til þrælfyndið og gáfað fólk sem notar Twitter mikið til að fjalla um fótboltaleiki, hvet ég ykkur til að nota hashtaggið #fotboltinet og ég mun velja valdar færslur hingað inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Hjá FH fer Kassim Doumbia á bekkinn fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Því mun Davíð Þór Viðarsson spila miðvörðinn með Pétri Viðarssyni og Bjarni fer á miðjuna. Annars er liðið óbreytt frá sigrinum á ÍA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér inn til hliðar. Eins og ég minntist á áðan að þá þurfa Stjörnumenn að gera breytingar vegna leikbanna. Jóhann Laxdal er í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar í sumar en þeir Michael Præst og Brynjar Gauti Guðjónsson eru í leikbanni. Líklega mun Hörður Árnason því spila sem miðvörður við hlið Daníels Laxdal.

Fyrir leik
Stjörnunni hefur ekki verið að ganga nógu vel í sumar við að verja titilinn og sitja í 6.sæti deildarinnar með 20 stig. Sem er miður því að það hefði nú ekki verið verra að fá annan svona leik eins og háður var í fyrra :) En það er ekki þar með sagt að leikurinn í kvöld skipti engu. FH situr á toppnum, þrem stigum á undan KR og með sigri geta þeir aukið forystuna í 6 stig, tímabundið allavegana. Stjarnan er enn í raunhæfum möguleika á að ná í Evrópusæti og þeir verða að sigra hér í kvöld til að halda þeim möguleika á lífi.
Fyrir leik
Þessi lið áttust við í harðri keppni síðasta sumar eins og flestir vita um Íslandsmeistartitilinn og fór leikurinn fram hér í Krikanum. Þar unnu Stjörnumenn sigur með marki frá Óla Kalla í uppbótartíma úr vítaspyrnu og tryggðu sér þar með titilinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru að fara að detta í hús en við vitum það þó að Brynjar Gauti og Presturinn hjá Stjörnunni eru í leikbanni í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr Kaplakrika frá leik FH og Stjörnunnar í 16.umferð pepsí deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður væntanlega fjörugur.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson ('86)
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('65)
19. Jeppe Hansen
22. Þórhallur Kári Knútsson ('58)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Kári Pétursson ('86)
8. Halldór Orri Björnsson ('65)
11. Arnar Már Björgvinsson ('58)
28. Kristófer Ingi Kristinsson
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þorri Geir Rúnarsson ('48)
Halldór Orri Björnsson ('75)
Jóhann Laxdal ('83)

Rauð spjöld: