Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
4
1
Þróttur R.
1-0 Karl Brynjar Björnsson '1 , sjálfsmark
1-1 Viktor Jónsson '16
Davíð Rúnar Bjarnason '43 2-1
Elfar Árni Aðalsteinsson '48 3-1
Jóhann Helgason '73 4-1
18.08.2015  -  18:15
Akureyrarvöllur
1. deild karla 2015
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
Halldór Hermann Jónsson ('75)
3. Callum Williams
4. Hilmar Trausti Arnarsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('87)
11. Jóhann Helgason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu
29. Josip Serdarusic ('91)

Varamenn:
18. Aron Ingi Rúnarsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Ívar Örn Árnason ('91)
10. Juraj Grizelj ('75)
19. Benjamin James Everson ('87)
26. Ívar Sigurbjörnsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ævar Ingi Jóhannesson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur KA-manna staðreynd!
91. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Josip Serdarusic (KA)
87. mín
Inn:Benjamin James Everson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
86. mín
Juraj er kominn aftru inn á völlinn, virðist í lagi.
85. mín
Juraj haltrar útaf og heldur um hnéið. Ben Everson er búinn að gera sig kláran.
84. mín
Juraj liggur eftir hérna, sá ekki alveg hvað gerðist en hann virðist kvalinn.
80. mín
Viktor í flottu færi í teignum. Var aleinn við vítapunkt en Davíð komst fyrir skot hans.
78. mín
Inn:Hilmar Ástþórsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
75. mín
Valgeir Valgeirsson rekur hér Ása Haralds aðstoðarþjálfara Þróttar upp í stúku! Hann hefur sagt eitthvað sem Valgeiri líkaði ekki.
75. mín
Inn:Juraj Grizelj (KA) Út:Halldór Hermann Jónsson (KA)
73. mín MARK!
Jóhann Helgason (KA)
Elfar setti boltann á Jóa, sem átti skot í varnarmann, fékk boltann aftur, fór framhjá varnarmanni og lagði boltann snyrtilega í netið. Fallegt mark.
70. mín
Grétar Atli með skot úr aukaspyrnu sem endaði á bílastæðinu við Greifann takk fyrir.
68. mín Gult spjald: Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
67. mín
Nú er það Jón Arnar sem á gott skot úr teignum og nú var það Rajko sem varði!
66. mín
Fínt skot frá Josip úr teignum en Trausti ver vel!
65. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.) Út:Tonny Mawejje (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Aron Lloyd Green (Þróttur R.) Út:Oddur Björnsson (Þróttur R.)
65. mín Gult spjald: Oddur Björnsson (Þróttur R.)
62. mín
Hlynur Hauksson með ágætis tilraun eftir lélega sendingu frá KA-manni. Skot hans rétt framhjá markinu.
55. mín
Jói Helga bjargar á línu!

Vilhjálmur Pálmason var í góðu færi, skaut og boltinn var á leiðinni inn, en Jói var mættur á línuna!
53. mín
Flott skyndisókn Þróttara! Omar Koroma keyrði upp völlinn, stakk inn á Vilhjálm sem lagði boltann rétt framhjá! Mark þarna hefði hleypt lífi í þetta.
52. mín
Flott aukaspyrna frá Jóa Helga sem Trausti rétt nær að slá yfir.
51. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Slæmdi hendinni í Elfar Árna, akuaspyrna á fínu stað.
48. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
Skot Hrannars úr aukaspyrnunni hrekkur af Elfari, breytir um stefnu og Trausti getur ekkert gert.
47. mín
KA-menn fá akuaspyrnu á stórhættlegum stað! Virtist vera ódýrt!
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný!
45. mín
Áhugavert að Gregg Ryder setur lið sitt í upphitunaræfingar í hálfleik, eftir að hann kláraði ræðu sína. Hann vill greinilega ekkert kæruleysi hjá sínum mönnum og ætlar að gera þá 100% klára fyrir seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
KA-menn leiða í hálfleik.
43. mín MARK!
Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Stoðsending: Jóhann Helgason
Jói Helga með horn sem fer einhvernveginn í gegnum pakkann og á Davíð sem setti boltann inn af meters færi!
37. mín Gult spjald: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Fyrir að ýta boltanum aftar þegar Rajko ætlaði að taka aukaspyrnu.
31. mín
Leikurinn hefur aðeins róast eftir jöfnunarmarkið. Lítið að frétta þessa stundina.
24. mín
VÁ! Þetta var dauðafæri!

KA-menn áttu horn sem fór yfir pakkann og á fjær. Þar var Ævar Ingi aleinn en setti boltann framhjá. Þarna hefði hann svo sannarlega átt að skora.
20. mín
Archie með ljóta tæklingu á Viktori, hefði klárlega átt að vera gult spjald en Valgeir sleppir honum.
16. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Vilhjálmur Pálmason
Vilhjálmur með sendingu af vinstri kantinum, Viktor var aleinn á markteig og átti ekki í neinum vandræðum með að skalla boltann í netið.
13. mín
Rajko lendir í samstuði við varnarmann KA og liggur eftir. Held að hann haldi leik áfram samt sem áður.
8. mín
Viktor aftur að gera sig líklegan. Nú á hann skot sem Rajko ver í horn.

Ekkert verður úr horninu.
3. mín
Viktor Jóns í fínu færi eftir horn en skot hans yfir markið. Fjör í þessu!
1. mín SJÁLFSMARK!
Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Josip Serdarusic
KA-menn eru komnir yfir eftir 45 sekúndur!!! Tonny Mawejje með lélega sendingu á miðjunni, beint á Josip Serdarusic, sem keyrði upp að endamörkum og kom með fasta sendingu inn í teiginn. Karl Brynjar renndi sér á boltann sem endaði í netinu.
Fyrir leik
Leikur hafinn
KA-menn byrja með boltann og sækja í norðurátt.
Fyrir leik
Tufa, sem var í æfingagallanum áðan meðan liðin hituðu upp, er kominn í jakkafötin. Gaman að sjá svona lagað! Rétt á eftir Tufa koma svo liðin inn til vallarins!
Fyrir leik
10 mínútur til leiks. Styttist í að veislan hefjist!
Fyrir leik
Hallur Hallson er ekki með Þrótturum en hann fékk rautt spjald í síðasta leik. Líklegt verður svo að teljast að Dion Acoff sé ekki með vegna meiðsla. Stór skörð hoggin í lið gestanna.
Fyrir leik
Gregg Ryder gerir tvæt breytingar á liði sínu. Jón Arnar Barðdal og Omar Koroma koma inn fyrir Hall Hallson og Dion Jeremy Acoff.
Fyrir leik
Tufa gerir eina breytingu frá síðasta leik. Elfar Árni Aðalsteinsson kemur inn fyrir Ben Everson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar!
Fyrir leik
Ég hvet lesendur til að taka þátt í umræðunni á twitter! Notið #fotboltinet.
Fyrir leik
KA-menn gerðu góða ferð á Selfoss í síðustu umferð þar sem þeir unnu 4-0 sigur.

Þróttarar unnu Grindvíkinga 2-0 á heimavelli í þessari sömu umferð.
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að koma inn hér til hliðar innan skamms.
Fyrir leik
Veðrið á Akureyri er mjög gott. 15 stiga hiti og smá sunnangola. Völlurinn lýtur virkilega vel út.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Valgeir Valgeirsson og honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Vilhelm Adolfsson. Eftirlitsmaður er Guðmundur Heiðar Jónsson.
Fyrir leik
Leikurinn verður fyrsti heimaleikur KA undir stjórn Srdjan Tufegdzic, Tufa. Hann tók við af Bjarna Jóhannssyni sem hætti með liðið um daginn.
Fyrir leik
Leikurinn er vægast sagt mikilvægur fyrir bæði liðin en heimamenn eru fyrir leikinn í 4. sætinu og gestirnir í því 2. KA-menn verða því að vinna þennan leik ætli þeir sér upp en Þróttarar ætla sér auðvitað einnig upp og vilja því vinna leikinn til að hleypa KA-mönnum og Þórsurum, sem sitja í 3. sætinu, ekki of nálægt sér.
Fyrir leik
Komið þið blessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik KA og Þróttar í 17. umferð 1.deildar karla.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason ('78)
9. Viktor Jónsson
12. Omar Koroma
14. Hlynur Hauksson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Jón Arnar Barðdal
21. Tonny Mawejje ('65)
26. Grétar Atli Grétarsson
27. Oddur Björnsson ('65)

Varamenn:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
5. Aron Ýmir Pétursson
8. Hilmar Ástþórsson ('78)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('65)
23. Aron Lloyd Green ('65)

Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson

Gul spjöld:
Vilhjálmur Pálmason ('37)
Hlynur Hauksson ('51)
Oddur Björnsson ('65)

Rauð spjöld: