Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
0
2
Grindavík
0-1 Marko Valdimar Stefánsson '9
0-2 Matthías Örn Friðriksson '88
22.08.2015  -  14:00
Kórinn
1. deild karla 2015
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Aron Þórður Albertsson ('82)
8. Atli Valsson
9. Davíð Magnússon ('48)
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson ('65)
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson
27. Jökull I Elísabetarson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('82)
6. Birkir Valur Jónsson ('48)
10. Guðmundur Magnússon ('65)
11. Ísak Óli Helgason
23. Ágúst Freyr Hallsson

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Jón Gunnar Eysteinsson ('35)
Birkir Valur Jónsson ('57)
Guðmundur Magnússon ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-2 sigri Grindavíkur. Þeir eru sjö stigum frá Þrótti í 2. sætinu og 15 enn í pottinum. Líklega vonlaust fyrir þá að ná því upp á svo stuttum tíma..
92. mín
Guðmundur Magnússon fór illa í Rodrigo Mateo og slapp við spjald. Átti að fara útaf þarna mínútu síðar.
91. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (HK)
Sparkaði boltanum í fætur Erlends dómara eftir að hann dæmdi aukaspyrnu. Fékk fyrir þetta áminningu. Kjánalegt hjá Guðmundi.
88. mín MARK!
Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Þetta er komið hjá Grindavík, Beitir varði frá Birni Berg en Matthías fylgdi á eftir með góðu skoti í teignum.
86. mín
Óli Baldur með skot að marki en vel framhjá.
82. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Aron Þórður Albertsson (HK)
Síðasta skipting HK í dag. Aron Þórður átti mjög góðan leik í liði HK.
79. mín
Ég er hérna ennþá, það er bara afskaplega rólegt yfir þessum leik undanfarar mínútur.
69. mín
Björn Berg Bryde skallar yfir HK markið í kjölfar hornspyrnu.
67. mín
Inn:Emil Gluhalic (Grindavík) Út:Angel Guirado Aldeguer (Grindavík)
67. mín
Inn:Tomislav Misura (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
65. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (HK) Út:Jón Gunnar Eysteinsson (HK)
Sóknarsinnuð skipting hjá HK.
65. mín
Aldeguer skallar yfir mark HK.
62. mín
Nú slapp Aldeguer við að fara í bókina hjá Erlendi fyrir brot á Aroni Þórði. Líklega því hann er á spjaldi fyrir.
58. mín
Aldeguer með skalla framhjá eftir hornspyrnu Grindvíkinga.
57. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
Braut á Alex Frey út við hliðarlínu.
56. mín
Jón Gunnar með gott skot sem Majewski mátti hafa mikið fyrir því að verja.
48. mín
Inn:Birkir Valur Jónsson (HK) Út:Davíð Magnússon (HK)
Leikurinn hefur verið stopp í rúmar þrjár mínútur vegna meiðsla Davíðs Magnússonar. Hann var á endanum borinn af velli á börum.
46. mín
Aron Þórður með skot í teignum en beint á Mjewski.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engin breyting var gerð á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í fínasta leik í Kórnum. Bæði lið að skapa færi og smá hiti í mönnum og læti. Beitir Ólafsson markvörður heldur ræðu yfir dómaratríóinu á leið inn í klefann.
45. mín
Jón Gunnar braut illa á Alex Frey en sleppur við spjaldið núna því hann er á spjaldi. Auðvitað á þetta ekki að vera þannig samkvæmt reglunum en dómararnir fara alltaf þessa leið ef menn eru á spjaldi.
44. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Markó braut á Atla sem náði samt að senda innfyrir á Guðmund Atla svo leikurinn hélt áfram. Majewski hirti boltann af Guðmundi svo ekkert varð úr þessu fína færi.
43. mín
HK vildi aftur víti þegar Atli Arnarson féll en þarna var lítil snerting og líklega rétt hjá Erlendi að dæma ekkert.
42. mín
Matthías með skot úr fínu færi en beint á Beiti.
41. mín
Alex Freyr með fast skot utan af velli en vel yfir mark HK.
38. mín
HK vildi fá víti, Majewski mistókst að halda boltanum eftir að hafa varið skot og Guðmundur Atli féll í hamagangnum áður en markvörðurinn náði boltannum aftur út við endalínu við markið en ekkert dæmt.
35. mín Gult spjald: Angel Guirado Aldeguer (Grindavík)
Eitthvað hefur Aldeguer sagt og þriðja spjaldið á tveimur mínútum fer á loft áður en aukaspyrnan var tekin.
35. mín Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (HK)
Erlendur dómari er farinn að lyfta spjöldum og láta vita af sér. Þetta brot var á miðjum vallarhelmingi HK.
33. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Braut á Guðmundi Atla rétt fyrir utan vítateig.
30. mín
Jökull Ingason Elísabetarson með skot utan af velli hátt yfir mark Grindavíkur.
23. mín
Flott skyndisókn hjá Grindavík sem endaði á að Beitir hirti boltann af Óla Baldri sem var kominn í dauðafæri eftir gott samspil Alejandro og Alex Freys.
17. mín
Aftur hætta við mark Grindavíkur eftir hornspyrnu. Guðmundur Atli og Andri Geir skölluðu að marki en Grindvíkingar náðu að verjast þessu.
15. mín
Guðmundur Atli skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu Arons Þórðar.
11. mín
Alex gaf út úr teignum á Hákon sem átti fast skot sem Beitir átti í erfiðleikum með en varði þó. Grindvíkingar eru miklu betri í byrjun leiks.
9. mín MARK!
Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Stoðsending: Marinó Axel Helgason
Mjög góð hornspyrna hjá Marinó og Markó afgreiddi þetta í markið. Gestirnir komnir yfir.
8. mín
Matthías Örn með fast skot utan að velli að marki HK sem Beitir átti í erfiðleikum með en náði að koma boltanum yfir markið.
3. mín
Þetta byrjar rólega í Kórnum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. HK byrjar með boltann. Bæði lið í sínum hefðbundnu búningum.
Fyrir leik
Það var vandað til valsins í dómaravali á þennan leik en Erlendur Eiríksson dæmir leikinn og hefur þá Adolf Þorberg Andersen og Þórð Arnar Árnason á línunum. Enginn eftirlitsmaður kemur frá KSÍ á þennan leik.
Fyrir leik
Grindavík vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð. Tommy Nielsen þjálfari þeirra gerir tvær breytingar á liðinu frá þeim Tomislav Misura og Jósef Kristinn Jósefsson fara út fyrir Marinó Axel Helgason og Alejandro Jesus Blzquez Hernandez.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 3-0 tapi gegn Víkingum í Ólafsvík í síðustu umferð. Leifur Andri Leifsson, Birkir Valur Jónsson og Viktor Unnar Illugason fara út fyrir Atla Valsson, Axel Kára Vignisson og Guðmund Þór Júlíusson.
Fyrir leik
Stemmningin er komin á fullt í Kórnum klukkutíma leik þar sem gamli slagarinn Fráskilin að vestan með Önnu Vilhjálms hljómar hátt í hljóðkerfinu. Menn verða jú að komast í stuð fyrir leik!
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í Grindavík 23. júní síðastliðin fyrir framan 310 áhorfendur.

Grindvíkingar unnu þann leik 2-0, Jósef Kristinn Jósefsson og Tomislav Misura skoruðu mörk liðsins.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 27 stig en HK í því áttunda með 22 stig.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK og Grindavíkur í 18. umferð 1. deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 inni í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi.
Byrjunarlið:
Óli Baldur Bjarnason
Marinó Axel Helgason ('67)
Maciej Majewski
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Angel Guirado Aldeguer ('67)
24. Björn Berg Bryde
28. Alejandro Jesus Blzquez Hernandez

Varamenn:
2. Emil Gluhalic ('67)
3. Gylfi Örn Á Öfjörð
14. Tomislav Misura ('67)
28. Boris Jugovic

Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Ivan Jugovic

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('33)
Angel Guirado Aldeguer ('35)
Marko Valdimar Stefánsson ('44)

Rauð spjöld: