Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
4
2
Fylkir
Patrick Pedersen '8 1-0
Patrick Pedersen '37 , víti 2-0
Kristinn Ingi Halldórsson '53 3-0
3-1 Ásgeir Eyþórsson '55
Einar Karl Ingvarsson '65 4-1
4-2 Ásgeir Eyþórsson '77
24.08.2015  -  18:00
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Frábært fótboltaveður, rétt gárar á fánana, völlurinn nett blautur eftir rigningu dagsins en lítur frábærlega út.
Dómari: Iwan Griffith
Áhorfendur: 491
Maður leiksins: Patrik Pedersen
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m) ('46)
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Gunnar Gunnarsson ('85)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m) ('46)
3. Iain James Williamson ('68)
16. Tómas Óli Garðarsson
17. Andri Adolphsson
19. Baldvin Sturluson ('85)
19. Emil Atlason
22. Mathias Schlie

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('77)
Kristinn Ingi Halldórsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valssigur í Dalnum.
90. mín
Uppbótartíminn verður fjórar mínútur.
90. mín
Jóhannes Karl fær gott skotfæri en þessi fer himinhátt yfir.
88. mín
Pedersen setur boltann rétt framhjá eftir aukaspyrnu.
85. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Valur) Út:Gunnar Gunnarsson (Valur)
Baldvin fer í bakvörðinn og Bjarni í hafsent.
84. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Brytur á Hauki Páli.
83. mín Gult spjald: Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stöðvar skyndisókn.
80. mín
Einar Karl með fast skot utan af velli en Ólafur varði þennan vel.
77. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Svifbolti frá Ásgeiri sem Anton virðist hafa í höndunum, missir hann frá sér og Ásgeir setur hann í tómt markið.
77. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Braut á Jóhannesi úti á miðjum vellinum.
75. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
75. mín
Orkan að hverfa úr gestunum.

Valsmenn þeir sem ráða leiknum núna, fjórða mark þeirra virðist hafa drepið áhlaupið úr Árbænum.
70. mín
Inn:Andri Þór Jónsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Enn hreinar skiptingar
68. mín
Inn:Iain James Williamson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Væntanlega hrein skipting hér á ferð.
65. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Einar fær boltann fyrir framan teiginn og fær nógan tíma til að setja utanfótar þrumu í netið.

Afskaplega sem hann fékk mikinn tíma.
61. mín
Fylkismenn eru aggresívir í sínum aðgerðum - virðast alls ekki búnir að gefast hér upp.
60. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Ragnar fer hér upp á topp og Fylkir farnir í 4-4-2.
55. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Daði Ólafsson
Upp úr góðri hornspyrnu Daða skallar Ásgeir boltann í markið.

Og við erum aftur komin með leik.
54. mín
DAUÐAFÆRI!

Albert fær frían skalla í markteignum en Anton gerir vel að verja í horn.
53. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Skyndisókn, Pedersen sá hlaup Kristins og stakk boltanum í gegnum flata Fylkisvörnina.

Kristni urðu ekki á nein mistök og klíndi boltanum í netið, afskaplega vel klárað.
51. mín
Fylkismenn byrja af krafti hér í seinni hálfleik.

Sækja nú af meiri ákefð en þeir gerðu í fyrri hálfleik.
46. mín
Komin aftur af stað.
46. mín
Inn:Ingvar Þór Kale (Valur) Út:Anton Ari Einarsson (Valur)
Ingvar fékk á sig rennitæklingu í síðustu snertingu fyrri hálfleiks og getur ekki haldið áfram.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn með verðskuldaða tveggja marka forystu í Laugardalnum.

Fylkismenn eru ansi pirraðir yfir mörgu hér í dómgæslunni og virðast eiga erfitt mað að ná takti inni á vellinum.
43. mín
DAUÐAFÆRI!

Pedersen sleppur í gegn og leikur á markmanninn, er kominn það nálægt endalínunni að hann skýtur ekki í fyrsta en snýr við og þegar kemur að því að hann skjóti kemst Radovinkovic fyrir skotið.
41. mín
Valsmenn virðast hafa tökin hér, Fylkismenn eiga erfitt með að skapa sér færi.

Hinn ungi Kolbeinn er þeirra líflegastur.
38. mín
Hermann Hreiðarsson rekinn upp í stúku hér í kjölfar marksins.

Getið ímyndað ykkur fjörið í kringum það.

En brúsarnir eru í fínum höndum boltastrákanna!
37. mín Mark úr víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Öryggið uppmálað hér.

Orðinn markahæstur.
37. mín
Hermann trylltist og smassaði hér vatnsbrúsa!
36. mín
Valsmenn fá víti.

Brotið á Sigurði í teignum.
33. mín
Misskilningur milli Gunnars og Kale gefur Albert gott skotfæri úr teignum en þar gerir Kale vel að verja í horn.
31. mín
Hermann fær hér tiltal frá dómaranum, hefur ekki verið sáttur við hans störf.
29. mín
Leikurinn fer að mestu fram á miðjum vellinum þessa stundina.

Valsmenn eru aftur að ná taki á leiknum og eru að fá stór svæði á miðjunni til að spila inní.

24. mín
Fylkismenn eru ofar á vellinum en í byrjun og eru að ná sendingum inn í teiginn sem Valsarar eru að stanga frá.
20. mín
Pedersen er draghaltur eftir tækinguna...sé hann ekki halda mikið lengur áfram.
17. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
Brýtur á Pedersen úti á kanti og nú var Óli Jó reiður tæklingunni og lætur vel í sér heyra.

Hiti á hliðarlínunni!
16. mín
Aftur aukaspyrna á hættulegum stað hjá Val, Hemmi Hreiðars var albrjálaður yfir þessum dómi.

Nú var það Einar Karl sem skaut og að þessu sinni rétt framhjá.
13. mín
Jóhannes Karl tekur aukaspyrnu utan af kanti sem ratar í fangið á Ingvari.
10. mín
Hér heimta Fylkismenn víti, sending Kolbeins virtist fara í hönd Bjarna Ólafs en Griffiths dæmdi ekki neitt.

Boltinn barst af Bjarna til Hákonar sem þrumaði yfir úr teignum.
8. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Þetta var ekki flókið.

20 metra færi - fast skot yfir vegginn og í bláhornið algerlega óverjandi.

Hans níunda mark í deildinni og þar með eru hann og Jonathan Glenn jafnir markahæstir.
7. mín
Ásgeir Börkur hoppar hér í glæfratæklingu og Valsmenn fá aukaspyrnu í góðu skotfæri.
6. mín
Fylkismenn leggja upp með 4-1-4-1.

Ólafur

Andrés - Radovinkovic - Ásgeir Eyþ. - Daði

Ásgeir Börkur

Hákon - Kolbeinn - Jóhannes - Ásgeir Örn

Albert
5. mín
Valsmenn eru í sínu 4-2-3-1 kerfi og stilla svona upp:

Ingvar

Andri - Gunnar - Orri - Bjarni

Haukur - Einar

Kristinn Ingi - Kristinn Freyr - Sigurður

Pedersen.
2. mín
Valsmenn byrja sterkt.

Kristinn á skot utan teigs sem fer í varnarmann og rétt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað.
Fyrir leik
Valsmenn unnu hlutkestið og ákveða að sækja undan golunni í átt að Laugardalshöllinni.

Fylkismenn hefja leik.
Fyrir leik
Liðin klár í slaginn.

Fylkismenn í varabúningi sem eru hvítar treyjur og buxur en þeir þurfa að vera í aðalsokkunum skærappelsínugulum.
Fyrir leik
Valur vængjum þöndum hljómar í græjunum.

Einhvern veginn alltaf miklu eðlilegra að heyra það þegar klúbburinn er með titil í höndunum.

Og lagið er býsna flott...það viðurkennist bara.
Fyrir leik
Fylkismenn labba í klefann og töluverð spenna ríkir með það hvort þeir verða áfram í hvítum stuttbuxum, skilst að þeir spili í varabúningum í kvöld...en menn eru ekki sammála hvort það samrýmist öllu að þeir séu í stuttbuxum sömu áferðar og í sama lit og Valsmenn.

Hvers á fólk með svart-hvítt sjónvarp eiginlega að gjalda.
Fyrir leik
Dómari dagsins kemur frá Wales og heitir Iwan Griffiths.

Aðstoðardómari 1 og ábyrgur fyrir bekkjunum báðum er seyðfirska gæðablóðið Gunnar Sverrir Gunnarsson og Aðstoðardómari 2 er ljúflingurinn Björn Valdimarsson frá Akranesi.

Einar Guðmunds mun fylgjast grannt með störfum þeirra og til vara er Gunnar Helgason.
Fyrir leik
Í efstu deildum á aldrei að velta fyrir sér hvort "um eitthvað er að keppa" í leikjum - en það verður ekki litið framhjá því að bæði þessi lið eru á nokkuð lygnum sjó.

Valsmenn með 25 stig í fjórða og komnir í Evrópukeppni í kjölfar bikarsigurs og Fylkismenn með 21 stig í sjötta sæti.

Semsagt slagur um það hvar menn vilja enda í töflunni en alls ekki lykilleikur í deildinni.
Fyrir leik
Hopphlaup og keiludraumar í gangi á vellinum. Svipað báðu megin.

Hemmi Hreiðars stoppaði Fylkismenn rétt aðeins áðan og steytti hnefa af krafti. Ætlar sér hluti í kvöld...eins og alltaf auðvitað.
Fyrir leik
Valur og Fylkis mætast í Pepsi-deildinni á Laugardalsvelli klukkan 18:00 og byrjunarliðin eru klár fyrir leik.

Patrick Pedersen snýr aftur í byrjunarlið Vals eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik vegna meiðsla. Thomas Christensen er fjarri góðu gamni og Gunnar Gunnarsson tekur stöðu hans.

Haukur Páll Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson snúa aftur eftir leikbann en þeir Mathias Schlie og Iain Williamson fara á bekkinn.

Hjá Fylki byrjar Kolbeinn Birgir Finnsson en hann verður 16 ára gamall á morgun. Daði Ólafsson og Hákon Ingi Jónsson koma inn í liðið. Andri Þór Jónsson, Tómas Joð Þorsteinsson og Ingimundur Níels Óskarsson fara allit á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovinkovic
8. Jóhannes Karl Guðjónsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('60)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('75)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('70)

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson ('70)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('75)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('60)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Þorsteinsson
23. Ari Leifsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('17)
Ragnar Bragi Sveinsson ('84)

Rauð spjöld: