Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Bolton
0
0
Arsenal
01.02.2012  -  20:00
Reebok leikvangurinn
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Chris Foy
Byrjunarlið:
1. Adam Bogdan (m)
2. Grétar Rafn Steinsson
6. Fabrice Muamba
7. Chris Eagles
10. Martin Petrov
12. Zat Knight
16. Mark Davies
18. Sam Ricketts
19. Nigel Reo-Coker ('89)
24. David N'Gog ('75)
31. David Wheater

Varamenn:
9. Tuncay Sanli
14. Kevin Davies ('75)
17. Ivan Klasnic
21. Darren Pratley ('89)
22. Jussi Jaaskelainen (m)
25. Dedryck Boyata
39. Joe Riley

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Grétar Rafn Steinsson ('40)

Rauð spjöld:
93. mín
Slæm úrslit fyrir Arsenal sem missti Liverpool uppfyrir sig í gær. Dýrmætt stig fyrir Bolton í fallbaráttunni. Hér eru úrslit kvöldsins:

Aston Villa 2-2 QPR
Fulham 1-1 WBA
Sunderland 3-0 Norwich
Blackburn 0-2 Newcastle
93. mín
LEIK LOKIÐ! Markalaust jafntefli í þessum leik. Það komu þó svo sannarlega færi og Bolton hefði vel getað fengið vítaspyrnu alveg í lokin!
Einar Guðnason:
Hversu mikið minna er í gangi framávið hjá Arsenal eftir að Chamberlain fór útaf?
91. mín
Mark Davies með skot rétt framhjá. Uppgefinn viðbótartími þrjár mínútur.
Guðni Þ. Guðjónsson:
ok hef skipt um skoðun. walcott er lélegasti leikmaðurinn í deildinni ekki downing
89. mín
Inn:Darren Pratley (Bolton) Út:Nigel Reo-Coker (Bolton)
89. mín
STÓRHÆTTA við mark Arsenal! Kevin Davies að sleppa í gegn en Sczezny út á móti og Davies fellur. Owen Coyle vildi vítaspyrnu en ekkert var dæmt!
Björn Sigurbjörnsson:
Hata Ramsey, hata Walcott, mjööög pirraður á Wenger!
86. mín
Tíminn er að renna út... Arsenal mun ekki sætta sig við jafntefli í þessum leik en ég held að heimamenn verði sáttir með stigið. Líka Liverpool-menn!
80. mín
Fín tilþrif hjá Van Persie en boltinn í þverslánna! Aftur bjargar stöngin. Hann vippaði boltanum frábærlega. Þessi bolti ætlar ekki inn.
75. mín
Inn:Kevin Davies (Bolton) Út:David N'Gog (Bolton)
Pétur Örn Gíslason:
Afhverju tekurðu ekki Walcott útaf Hr. Wenger :(
69. mín
Inn:Thierry Henry (Arsenal) Út:Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal)
Þá er kóngurinn mættur... hann er alveg til í mark í kvöld. Maður sér það á svipnum á honum.
63. mín
Robin van Persie gríðarlega nálægt því að koma Arsenal yfir! Átti skot í stöngina. Stuttu seinna sló Bogdan skot Oxlade-Chamberlain yfir markið.
Einar Guðnason:
Það sem ég hef lært á því að horfa á Bol - Ars er að það borgar sig ekki að reyna að standa af sér brotin. Látum okkur falla
57. mín
Ef Bolton tækist að vinna þennan leik verður útlitið ansi svart fyrir botnlið Wigan sem verður þá sjö stigum frá öruggu sæti. Þetta eru bara pælingar... Arsenal líklegra liðið í þessum leik.
53. mín
Róleg byrjun á seinni hálfleik. Arsenal þó meira með boltann... rétt eins og í fyrri hálfleik.
47. mín
Seinni hálfleikur er hafinn...
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Staðan markalaus en leikurinn þó mjög fjörugur, vantar bara mörkin. Hér er staðan í öðrum leikjum:

Aston Villa 1-2 QPR
Fulham 0-0 WBA
Blackburn 0-1 Newcastle
Sunderland 2-0 Norwich
43. mín
Ég skil ekki Chris Foy... ég skil reyndar voða fáa enska dómara. Átti að spjalda Mikel Arteta en Foy lét tiltal nægja. Samræmi ekkert.
40. mín Gult spjald: Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Okkar maður líka í bókina. Braut á Oxlade-Chamberlain
38. mín Gult spjald: Gabriel Paulista (Arsenal)
Rangur dómur. Vermaelen fékk gult eftir að Mark Davies tók dýfu. Óskiljanleg ákvörðun hjá Chris Foy.
Grímur Gíslason:
Það er rannsóknarefni hvað Walcott er lélegur finisher. 20 í Speed og 5 í Finishing. Væri frábær leikmaður ef hann gæti slúttað.
29. mín
Áfram heldur fjörið. Hér rétt áðan slapp Theo Walcott einn í gegn... en hann er ekki manna bestur í að nýta færin sín. Reyndi að setja knöttinn milli lappa Bogdan en sá rauðhærði í markinu náði að loka. Þrátt fyrir að ekkert mark sé komið er þetta stórskemmtilegt.
25. mín
Besta færi leiksins, hingað til!!! N'Gog fékk hörkufæri, fékk sendingu í teiginn og markvörður Arsenal kom út á móti. Skot N'Gog fór naumlega framhjá. Þetta er mjög opinn leikur og furðulegt að við höfum ekki fengið mark.
21. mín
N'Gog í fyrsta færi Bolton en Szczesny (læri aldrei að skrifa þetta nafn) náði að verja úr þröngu færi. Skylduvarsla. Arsenal fékk svo skyndisókn en ekkert varð úr henni.
17. mín
Arsenal 67% með boltann hér í byrjun. QPR er komið í 2-0 gegn Villa og þá er Newcastle komið 1-0 yfir á útivelli gegn Blackburn.
13. mín
Mark hjá Arsenal liggur í loftinu! Svo einfalt er það! Nú var Oxlade-Chamberlain í fínu færi en hitti ekki markið. Þetta byrjar fjörlega.
12. mín
Og annað fínt færi... nú var það Aaron Ramsey en þurfti að teygja sig í boltann og hann endaði í fangi Adam Bogdan í markinu. Jussi Jaaskelainen þarf að sætta sig við að vera á bekknum enda einfaldlega kominn fram yfir síðasta söludag.
10. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins fékk Robin van Persie. Skallaði að marki en skallinn laflaus og David Wheater náði auðveldlega að bjarga á línu.
9. mín
Leikurinn fer rólega af stað og liðin eru að finna taktinn. Allt annað að sjá Bolton um þessar mundir eftir erfiða byrjun. Svo er fagnaðarefni að Grétar hefur fest sig í sessi á ný enda segir tölfræðin að Bolton fær fleiri stig með hann innanborðs.
1. mín
Leikurinn er nýhafinn. Fyrir stundarfjórðungi var flautað til leiks Aston Villa og QPR. Þar er QPR komið yfir og hver annar en Djibril Cisse í sínum fyrsta leik með liðinu!
Guðmundur Benediktsson, Stöð 2 Sport 2:
Engin Messa í kvöld, samt mun ég sýna öll mörkin úr umferðinni strax eftir að leik Bolton&Arsenal lýkur. #smáMessa
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá varamannabekkina einnig. Henry og Arshavin báðir á tréverkinu hjá Arsenal. Misvinsælir hjá stuðningsmönnum Arsenal. Fagna því að sjá Alex Chamberlain í startinu, skemmtilegur leikmaður.
Fyrir leik
Lið Arsenal er öllu sigurstranglegra í kvöld. Arsenal hefur unnið átta af níu síðustu leikjum gegn Bolton. Nú þegar hefur Arsenal unnið Bolton tvívegis á þessari leiktíð.
Fyrir leik
Leikur Bolton og Arsenal hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton.

Byrjunarlið Bolton: Bogdan, Grétar Steinsson, Knight, Wheater, Ricketts, Eagles, Muamba, Reo-Coker, M Davies, Petrov, Ngog.

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Sagna, Vermaelen, Koscielny, Mertesacker, Arteta, Ramsey, Song, Walcott, Oxlade-Chamberlain, van Persie.

Bolton er einu sæti fyrir ofan fallsæti en Arsenal getur komist uppfyrir Liverpool í fimmta sætið í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
3. Bacary Sagna
4. Per Mertesacker
5. Gabriel Paulista
6. Laurent Koscielny
8. Mikel Arteta
10. Robin van Persie
14. Theo Walcott
15. Alex Oxlade-Chamberlain ('69)
16. Aaron Ramsey
18. Nacho Monreal

Varamenn:
7. Tomas Rosicky
9. Park Chu-Young
12. Thierry Henry ('69)
21. Lukasz Fabianski (m)
23. Andrei Arshavin
30. Yossi Benayoun

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gabriel Paulista ('38)

Rauð spjöld: