Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
0
Víkingur R.
Steven Lennon '40 , víti 1-0
30.08.2015  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: 11 stiga hiti, skýjað og smá úrkoma með léttri golu. Völlurinn flottur, frábærar fótboltaaðstæður en örugglega soldið kalt í stúkunni.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1236
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon ('84)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('72)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
6. Baldur Búi Heimisson
16. Jón Ragnar Jónsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('84)
21. Grétar Snær Gunnarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('45)
Davíð Þór Viðarsson ('47)
Bjarni Þór Viðarsson ('60)
Jonathan Hendrickx ('77)
Böðvar Böðvarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH skalla frá og leik er lokið.

RISA skref í átt að titlinum fyrir FH eftir að Breiðablik og KR virðast vera að tapa stigum.
94. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á miðjuboganum - síðasti séns.
93. mín
Atli étur upp tímann hérna í horninu, hætti við að sækja.
92. mín
Hasar í teig heimamanna hér, komast fyrir allavega tvö alvöru skot hérna.

90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Tafir í innkasti.
89. mín
Hallgrímur Mar setur aukaspyrnu í þverslá og yfir!
89. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í frábæru skotfæri hér!
84. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Víkingur R.) Út:Rolf Glavind Toft (Víkingur R.)
Víkingar komnir í 4-4-2.

Andri og Tufegdzic uppi á topp, Haukur og Hallgrímur á köntunum.
84. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Steven Lennon (FH)
81. mín
FH ingar hér fimm gegn þremur en Hendricks velur að skjóta.

Hér áttu þeir hvítu að gera betur.
77. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
76. mín
Opinn og fjörugur leikur hérna, held að við fáum mark hér áður en yfir lýkur.
72. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Alan Lowing (Víkingur R.)
Dofri verður hægri bak, Davíð vinstri, Halldór hafsent og Andri undir senter, Hallgrímur á kantinn.
72. mín
Inn:Samuel Lee Tillen (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
69. mín
Allt annar leikur hér í síðari.

Víkingar farnir að færa sig mun ofar á völlinn, ætla sér klárlega stig hér.
66. mín
Lennon á samskeytin út hér úr aukaspyrnu af D-boganum, Nielsen átti ekki möguleika í þennan!
65. mín
Pétur dómari lenti á milli leikmanna í hlaupi og small í völlinn.

Mafían fljót til og söng dýfa.
63. mín
Dauðafæri hjá Víkingum.

Dofri kemst framhjá Böðvari og neglir inn í teiginn. Boltinn endar hjá Toft á fjær sem neglir honum yfir.
62. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Notaði hendina til að spila boltanum, það má ekki.
60. mín Gult spjald: Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Stöðvar skyndisókn, brýtur á Davíð Erni.
59. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Hallgrímur byrjar hér undir senternum, en Milos róterar mikið í efstu 4 leikstöðunum.

Sú rótering á ágætlega við Akureyringinn knáa.
58. mín
Önnur frábær markvarsla Nielsen!

Atli kemst í gegnum vörnina og setur þéttan bolta úr markteignum en Nielsen slæmir hendinni í hann á snilldarlegan hátt og slær úr teignum.

Daninn að halda gestunum í leiknum þessa stundina.
53. mín
Verulega bæst í rigninguna.

Nú bara viljum við að fari að rigna mörkum.
49. mín
Þvílík markvarsla hjá Nielsen!!!

Pétur Viðars með skot eftir horn sem hrekkur í varnarmenn og Nielsen stýrir með naglaböndunum í stöng þaðan bjarga Víkingar.
47. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Stöðvaði skyndisókn með því að brjóta á Ívari á miðjunni.
46. mín
Drengirnir lagðir af stað á ný.

Nú er að sjá hvort hasarinn frá í lokin nær að kveikja í þessum leik.
46. mín
Hálfleikur
Sjö mínútna tafir og nú þarf að gera upp síðustu andartökin - hér varð allt vitlaust eiginlega.
45. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Pétur og Viktor eru valdir út úr hópi manna sem tókust hér á í kjölfar þess að dæmd var óbein aukaspyrna á Róbert fyrir að taka upp boltann með höndunum eitthvað sem Pétur mat sem sendingu til baka.

Það lágu allavega tveir í valnum í hasarnum sem fylgdi og nú er að sjá hvort að fleiri fóru í bókina.
45. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
45. mín
Boltinn í þverslá FH marksins eftir hornið.

Kassim setti þennan í eigin slá!
45. mín
Taskovic neglir í varnarvegginn og í horn.
45. mín
HASAR!

Óbein aukaspyrna inni í teig FH inga.

Sérstakar aðstæður í gangi hérna. Róbert greip aukaspyrnu og henti á vinstri bakvörðinn, Pétur dómari veifaði Tufegdzic inná völlinn á því svæði. Sá hljóp inn í sendingu Róberts en Davíð náði að vinna af honum boltann og sá endaði hjá Róbert sem tók hann upp.

FH ingar voru alveg brjálaðir með innkomu Tufegdzic og upp úr því skapaðist mikið fjör.
45. mín
Tufegdzic liggur og fær aukaspyrnu.

Víkingar vilja spjald á Doumbia fyrir olnboga en ekki gera þeir neitt í því í gulu.
45. mín
Ívar með skot úr aukaspyrnunni rétt yfir...en Róbert var með þennan allan daginn.
45. mín
Víkingar skella í hápressu núna svei mér þá.

Fá hér aukaspyrnu á góðum stað.
40. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Feykilega öruggt, negla niðri hægra megin við markmanninn.
38. mín
Víti fyrir FH!

Atli Guðna og Bjarni spila flottan þríhyrning og Löwing brýtur á Atla sem er að sleppa í deddara.

Klárt víti en spjald átti nú sennilega að fylgja, en kom ekki.
35. mín
Víkingar eru skæðir í skyndiupphlaupunum hér í dag.

Davíð nær rétt að bjarga í horn sem að svo Toft er nálægt því að setja boltann á fjær en fer rétt framhjá.
30. mín
Leikurinn stoppaður hérna af því að Thomas Víkingsmarkmaður þurftir inn í klefa. Er mættur aftur, veit ekki hvað var hér á seyði.

27. mín
FH eru aftur að ná tökum á leiknum hérna.

Víkingar rétt að redda hlutum á síðustu stundu hérna.
23. mín
FH hafa reglulega komist í álitlega sóknarmöguleika hér en þar hefur iðulega vont touch eða slök sending gert út um vonina á alvöru marktækifæri.
21. mín
Víkingar virðast hafa staðið af sér fyrsta storminn hérna og hafa komist framar á völlinn með taktísku breytingunni.
18. mín
Víkingar eru komnir í 4-2-3-1

Davíð - Löwing - Taskovic - Halldór

Viktor - Finur

Dofri - Ívar - Toft

Tufegdzic
13. mín
Besta færi FH ennþá kemur eftir horn.

Kassim skallar niður í markteiginn og þar skallar Lennon yfir úr þröngu og erfiðu færi.
13. mín
FH eru bara með boltann hér og dæla inn í teig en Víkingar ná ennþá að koma öllu í burtu.
7. mín
Víkingar liggja þétt til baka með átta leikmenn hér í byrjun og leyfa heimamönnm að vera með boltann.

FH hápressa...munu sennilega vera lungann úr leiknum í sókn og með boltann.
4. mín
Leiðrétting...Víkingar eru að spila 5-3-2

Nielsen

Dofri - Löwing - Taskovic - Halldór - Davíð

Viktor - Finnur - Ívar

Tufegdzic - Toft

3. mín
Bæði lið stilla upp í 4-2-3-1 í dag.

FH:

Róbert

Hendricks - Pétur - Doumbia - Böðvar

Davíð - Emil

Serwy - Bjarni - Atli

Lennon.
1. mín
DAUÐAFÆRI

Eftir tuttugu sekúndur takk, Tufegdzic fær að vaða með boltann að vítateig og á skot sem Róbert ver út í teig en Toft setur hann framhjá.

Velkomin til leiks!
1. mín
Leikur hafinn
Við erum lögð í hann.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn í fylgd ungra FH-inga.

FH unnu hlutkestið og velja að sparka í átt að Álfaskeiðinu, Víkingar sækja að æfingasvæði FH og frjálsíþróttavellinum.
Fyrir leik
Friðrik Dór er mættur í vinnuna sem vallarþulur í Krikanum og blastar nú upp sínum mönnum.

Strákurinn er orðinn vanur í djobbinu...er örugllega ekki að gera þetta "Í síðasta skipti"

#égrataút
Fyrir leik
Byrjunarliðin gengin til búningsklefanna. Fólk að týnast í sætin.

Rétt u.þ.b. allt að verða tilbúið.
Fyrir leik
FH ingar sigruðu fyrri leik þessara liða 1-0 í Víkinni í leik þar sem Bjarni Þór Viðarsson gerði sigurmark þeirra hvítsvörtu.
Fyrir leik
Heimamenn í Krikanum eru slegnir... Guðlaugur Baldurs stjórnar upphituninni í buxum og það með Milos í stuttbuxunum hinu megin.

Óvæntasta hingað til!
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni er harla ólík.

FH sitja efstir með 39 stig og ætla að stíga skref í átt að titli í kvöld en Víkingar eru í 6.sæti með 21 stig.

Hins vegar verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að Víkingar hafa enn ekki tapað leik undir stjórn Milosar sem tók við liðinu af Óla Þórðar um miðjan júlí.
Fyrir leik
Eins og kemur fram í frétt á forsíðunni eru tvær breytingar á hvort lið frá því síðast. Doumbia og Lennon koma inn fyrir Atla Viðar (meiddur) og Þórarinn (leikbann).

Víkingar bjóða Alan Löwing velkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla og Davíð Örn er einnig kominn í liðið. Á bekkinn fyrir þá setjast Hallgrímur og Arnþór.
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu frá Kaplakrika þar sem heimamenn taka á móti Fossvogsbúunum úr Víkingi.
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('59)
4. Igor Taskovic
8. Viktor Bjarki Arnarsson
10. Rolf Glavind Toft ('84)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
22. Alan Lowing ('72)
23. Finnur Ólafsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
7. Erlingur Agnarsson
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('59)
9. Haukur Baldvinsson ('84)
15. Andri Rúnar Bjarnason ('72)
21. Arnþór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('45)
Vladimir Tufegdzic ('62)

Rauð spjöld: