Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
1
0
Fram
Guðmundur Magnússon '93 , víti 1-0
04.09.2015  -  19:00
Kórinn
1. deild karla 2015
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
8. Atli Valsson
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('89)
19. Viktor Unnar Illugason ('89)
20. Árni Arnarson ('80)
21. Andri Geir Alexandersson
27. Jökull I Elísabetarson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. Aron Þórður Albertsson ('80)
10. Guðmundur Magnússon ('89)
23. Ágúst Freyr Hallsson ('89)

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Andri Geir Alexandersson ('76)
Guðmundur Magnússon ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK SIGRAR 1-0 OG KVEÐUR FALLDRAUGINN!
93. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (HK)
Gummi reif sig úr að ofan, enda átti það vel við, drengurinn gífurlega vel vaxinn.
93. mín Mark úr víti!
Guðmundur Magnússon (HK)
GUMMI ER AÐ TRYGGJA HK SIGUR GEGN SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM!!!!!
93. mín
Gummi Magg fer á punktinn!!
92. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Fram)
Sýnist dómarinn vera að dæma á hættuspark á Daða! Þetta gerist á ögurstundu!!!
92. mín
ÞAÐ ER VÍTI, HK Á VÍTI OG MAGGI LÚ GJÖRSAMLEGA TROMPAST!!
89. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK) Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
89. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (HK) Út:Viktor Unnar Illugason (HK)
86. mín
Guðmundur Atli er ALLT í öllu í sóknarleik HK-inga, ber upp boltann eins og kóngur og er endalaust að skapa hættu með hraðanum sínum og styrk. Allt í einu eru HK-ingar líklegri til að stela þessu.
85. mín
NEI LÁTTU EKKI SVONA!!!

Guðmundur Atli svo grátlega nálægt því að koma HK yfir, leikur á Magga Lú og kemst einn í gegn á móti Cody en skotið í innanverða stöngina og enginn Hk-ingur mættur að taka frákastið. Hættulegasta færi leiksins.
80. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
80. mín
Tryggvi Sveinn ótrúlegt en satt mættur á hægri kantinn og fær allan tímann í heiminum til að krulla boltann fyrir á Atla Fannar á fjærstönginni en skallinn hans yfir,
76. mín Gult spjald: Andri Geir Alexandersson (HK)
75. mín
Guðmundur Atli enn eina ferðina að skapa færi fyrir heimamenn, nú setur hann boltann fyrir á Árna Arnarss sem á flugskalla rétt framhjá nærstönginni, þarna mátti ekki miklu muna að HK hefði getað komist í 1-0.
73. mín
Inn:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram) Út:Ernir Bjarnason (Fram)
69. mín
Skot frá Brynjari sem skýst af Sebastien og rétt yfir mark HK, Fram öllu líklegri þessa stundina.
68. mín
Frááábær sprettur hjá Erni Bjarnasyni og það eina sem hann á eftir að gera er að pota boltanum í netið en þá kemur Davíð Magnússon á hárréttu augnabliki og neglir boltanum í burtu.
62. mín
Guðmundur Atli með góða móttöku í teignum eftir fyrirgjöf frá Jóni Gunnari, tekur boltann með sér og þrengir færið gífurlega og neglir boltanum svo hátt yfir, hefði átt að gera betur þarna.
59. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað sem Framarar eiga, 5 metrum fyrir utan teig hægra megin.

Maggi Lú teiknar boltann á kollinn á Tryggva Sveini en hann nær ekki að stýra honum á rammann.
53. mín
Inn:Sigurður Gísli Snorrason (Fram) Út:Davíð Einarsson (Fram)
Skiptingin ekki af verii endanum, Sigurður Gísli Snorrason, öðru nafni Siggi Bond er mættur inná.
52. mín
Ernir kominn inná eftir aðhlynningu en þá liggur annar Framari, sýnist þetta vera Davíð EInarsson, mér sýnist hann ekki geta haldið leik áfram, fékk boltann fast framan á höndina.
48. mín
Ernir Bjarnason liggur eftir samstuð við Axel Kára, vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Já, hvað getur maður sagt. Hér er ekki spilaður neinn samba bolti, væri gaman að fá mörk í þetta.
45. mín
Viktor Unnar að mæta til leiks, á skot á lofti rétt yfir inní D-boganum. Fínasta tilraun.
42. mín
Maggi Lú með skalla eftir hornspyrnu, fastur skallir en beint á Beiti því miður. Beitir er fljótur að hugsa og neglir boltanum fram á Guðmund Atla sem er einn gegn varnarmanni Fram en hann nær ekki að koma boltanum nægilega vel fyrir sig, þarna hefði getað skapast stór hætta.
39. mín
Frábær sending frá Daða Guðmundssyni af hægri vængnum teiknuð á kollinn á Atla Fannari, en hann nær ekki að stýra honum almennilega og boltinn endar í höndunum á Beiti.
36. mín
Atli Vals með skot himinn hátt yfir markið á hinum enda vallarins. Galin tilraun!
35. mín
Hættulegasta skot leiksins hingað til, flott stunga hjá fram inn á Brynjar Ben sem skýtur föstu skoti úr þröngu færi en Beitir gerir vel og slær boltann vel í burtu hinu megin.
31. mín
Framarar mikið að reyna að pumpa boltanum inn í boxið með fyrirgjöfum hér og þar á vellinum en það er lítið að takast þar sem hafsentar HK skalla allt í burtu sem kemur nálægt teignum.
27. mín
Fyrirgjöf frá Brynjari enn og aftur, í þetta skiptið Atli Fannar hársbreidd frá því að ná til boltans og skalla hann af stuttu færi.
24. mín
Hálf færi eftir hálf færi, lítil hætta að skapast hjá hvorugu liðinu. Afskaplega daprar 24 mínútur sem áhorfendur hafa þurft að horfa uppá.
19. mín
Flott skyndisókn frá fram, Brynjar Ben með fasta og lága fyrirgjöf úr þröngu færi sem fær að fara óáreitt í gegnum teiginn, Ernir örlítið of seinn að ná til boltans.
18. mín
Góð fyrirgjöf frá Axel Kára inn í teig, en Daði vandanum vaxinn og skallar boltann í burtu, að vísu í horn.
15. mín
Árni Arnarson með fína skottilraun, vel fyrir utan teig yfir markið.
14. mín
Þarna myndaðist smá hætta, flott frá Jón Gunnari inn í teiginn ætluð Guðmundi Atla, hann tekur við honum en Maggi Lú gerir vel og kemst í boltann áður en hann nær skoti.
7. mín
HK að láta boltann ganga vel í öftustu línu þessar fyrstu mínútur. Eru ekki að ná almennilega að tengja það við miðjuna og sóknina. Það kemur allt með kalda vatninu bara.
4. mín
Hornspyrna frá Fram sem skapar smá usla í teignum, HK nær að losa boltann, þó ekki lengra en út fyrir teig þar sem Brynjar Benediktsson sem á fyrsta skot leiksins, vel framhjá.
2. mín
Framarar í sínum bláu búningum og HK-ingar í sínum hvítu treyjum, allt eftir bókinni bara.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
10 mínútur í leik. Menn farnir í klefana og Toddi og Pétur segja sínum mönnum til fyrir leikinn.
Fyrir leik
Ansi dauft yfir Kórnum núna, ca 10 manns í stúkunni, engin tónlist, OG EKKERT KAFFI! Hvað er það?

Eða jú, hér heyrast skemmtileg hljóð fyrir neðan mig, krakkar að velja sér hringitóna í símana sína á milli þess sem þeir öskra á Odd Hólm Haraldsson, varamann HK og biðja hann um að gera alls kyns kúnstir.

Fyrir leik
Liðin að hita upp fyrir komandi átök, hér verður hart barist þar sem þessi leikur mun vega þungt þegar talið verður upp úr pokanum að móti loknu.
Fyrir leik
HK lagði Fram 2-1 í fyrri leik liðanna í júlí en þar skoraði Guðmundur Atli Steinþórsson sigurmarkið á lokasekúndunum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Kvöldið!

Hér fylgjumst við með leik HK og Fram í 20. umferðinni í 1. deild karla.

HK er í 8. sæti með 22 stig á meðan Fram er með 21 stig í 9. sæti. Selfoss er með 18 stig í tíunda sætinu og Grótta 15 stig í því ellefta. Sigurvegarinn í kvöld nær því að kveðja falldrauginn endanlega.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
12. Cody Nobles Mizell (m)
Daði Guðmundsson
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
5. Ernir Bjarnason ('73)
9. Brynjar Benediktsson
9. Davíð Einarsson ('53)
9. Atli Fannar Jónsson
10. Orri Gunnarsson
11. Hrannar Einarsson
20. Magnús Már Lúðvíksson
28. Sebastien Uchechukwu Ibeagha

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('73)
17. Alex Freyr Elísson
18. Örvar Þór Sveinsson
19. Sigurður Kristján Friðriksson
25. Sigurður Gísli Snorrason ('53)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('92)

Rauð spjöld: