Selfoss
2
0
Grótta
Elton Renato Livramento Barros '37 1-0
Haukur Ingi Gunnarsson '89 2-0
05.09.2015  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Blautur völlur og vindur á annað markið
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Ingi Rafn Ingibergsson ('69)
3. Jordan Lee Edridge
4. Andy Pew (f)
5. Matthew Whatley
8. Ivanirson Silva Oliveira
9. Elton Renato Livramento Barros ('90)
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('66)
18. Arnar Logi Sveinsson
21. Brynjar Már Björnsson
27. Denis Sytnik

Varamenn:
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('69)
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('90)
20. Sindri Pálmason
22. Ingþór Björgvinsson ('66)
24. Halldór Arnarsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorkell Ingi Sigurðsson

Gul spjöld:
Richard Sæþór Sigurðsson ('63)
Ingi Rafn Ingibergsson ('66)
Halldór Arnarsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss fer með sigur af hólmi. Selfyssingar eru komnir langt með að bjarga sér á meðan 2. deildin blasir við Gróttu. Fimm stig skilja liðin að fyrir tvær síðustu umferðirnar. Grótta þarf að vinna Þrótt og BÍ/Bolungarvík og treysta á að Selfoss tapi fyrir Þór og Þrótti ef að staðan á að breytast.
96. mín
Langbesta færi Gróttu í leiknum. Atli Freyr Ottesen leikur með boltann inn á teig en skotið er ekki nógu gott og boltinn fer framhjá.
90. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss) Út:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
89. mín MARK!
Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss)
Stoðsending: Ingþór Björgvinsson
Selfyssingar eru að tryggja sér sigurinn! Ingþór lætur varamanninn Hauk Inga fá boltann í vítateigsboganum. Haukur lætur vaða og boltinn fer í bláhornið með smá viðkomu í varnarmanni.
82. mín
Meiri kraftur í sókninni hjá Gróttu núna. Þeir verða bara að skora. Annars eru þeir nánast farnir niður um deild.
79. mín
Inn:Harvey Moyes (Grótta) Út:Kristján Ómar Björnsson (Grótta)
Bróðursonur David Moyes mættur inn á. Fer á miðjuna og Björn Þorláksson fer niður í miðvörðinn fyrir Kristján Ómar.
77. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (Selfoss)
Grótta fær hornspyrnu. Halldór Arnarsson er að hita upp fyrir aftan markið og mótmælir dómnum af krafti. Garðar Örn sýnir honum gula spjaldið.
73. mín
Ekki auðvelt að sjá að Grótta sé að berjast fyrir lífi sínu. Afskaplega litlir sóknartilburðir í þessum leik.
69. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Ingi Rafn barist vel og átt fínan leik.
69. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Hilmar Þór Hilmarsson (Grótta)
66. mín
Inn:Ingþór Björgvinsson (Selfoss) Út:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
66. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Fer utan í Árna markvörð þegar fyrirgjöf kemur inn á teiginn. Ingi veit upp á sig sökina og gefur Garðari Erni like.
63. mín Gult spjald: Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
Alltof seinn í tæklingu á Björn Þorláksson.
63. mín
Atli Freyr Ottesen Pálsson hægri kantmaður Gróttu á í höggi við Brynjar Már Björnsson vinstri bakvörð Selfyssinga. Þeir félagar eru báðir uppaldir Stjörnumenn og í láni úr Garðabænum.
61. mín
Gróttu menn lítið ógnað í síðari hálfleik og Selfyssingar eru líklegri til að bæta við.
56. mín
Inn:Guðjón Gunnarsson (Grótta) Út:Ásgeir Aron Ásgeirsson (Grótta)
56. mín
Edridge með hættulega fyrirgjöf en boltinn er aðeins of hár fyrir Inga Rafn.
52. mín
Enn á ný eru Grænhöfðingjarnir að ógna marki Gróttu. Elton á núna þrumuskot fyrir utan teig en sem fyrr nær Árni að slá boltann burt.
47. mín
Kjartan Björnsson er mættur með risastóra Arsenal regnhlíf í stúkuna. Kjartan fagnaði fimmtugs afmæli sínu í gær. Óskum honum til hamingju með þann áfanga!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Halda Selfyssingar forystunni og bjarga sér nánast frá falli?
45. mín
Grótta hefur skorað 9 mörk í 1. deildinni í sumar. Þeir verða að fá mark hér í dag!
45. mín
Hálfleikur
Verðskulduð forysta hjá heimamönnum í hálfleik. Útlitið er mjög svart hjá Gróttu fyrir tvær síðustu umferðirnar ef þetta verður lokastaðan.

Staðan eins og hún er núna
9. Fram 21 stig -2
10. Selfoss 20 stig -17
11. Grótta 15 stig -22
12. BÍ/Bolungarvík 8 stig -36
45. mín
Invarison Silva Oliveira, Maniche, með frábæra fótavinnu fyrir utan teiginn. Fíflar varnarmenn Gróttu og á þrumuskot af 25 metra færi sem Árni ver í horn.
43. mín
Sama uppi á teningnum eftir markið. Selfoss heldur áfram að sækja og lítið að gerast fram á við hjá Gróttu.
37. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Verðskulduð forysta! Elton Barros hoppar hátt í teignum og skallar í netið eftir hornspyrnu.

Þetta var sjöunda hornspyrna Selfyssinga í fyrri hálfleiknum. Heimamenn hafa sótt mun meira og verðskulda forystuna.
32. mín
Ein af fáum alvöru sóknum Gróttu í fyrri hálfleik endar á skotfæri fyrir utan teig en skotið hjá Ásgeiri Aroni fer í varnarmann.
27. mín
Elton Barros á þrumuskot af 25 metra færi. Árni tekur enga sénsa og slær hann í horn.
23. mín
Garðar Örn dæmir leikinn. Er með dómaraspreyið í vasanum. En ekki hvað.
22. mín
Selfyssingar sækja meira áfram. Þeir eru með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum.
19. mín
Stuðningsmenn Selfyssinga taka við sér í stúkunni og hvetja sína menn. Búið að fjölga talsvert síðan flautað var til leiks.
15. mín
Denis Sytnik í fínu færi eftir skyndisókn en Árni Freyr ver.
13. mín
Selfyssingar sækja áfram mun meira. Fá tvær hornspyrnur með stuttu millibili.


7. mín
Miklu meiri kraftur í Selfyssingum í byrjun leiks.
5. mín
Þarna munaði engu!! Jordan Edridge með fína fyrirgjöf frá hægri og Elton Renato Livramento Barros skallar í stöngina! Eftir mikinn darraðadans ná Gróttumenn svo að koma boltanum í burtu.
4. mín
Grótta spilar 4-4-2 með Viktor og Jónmund frammi. Selfoss spilar 4-3-3.
1. mín
Viktor Smári Segatta í hálffæri en skot hans framhjá.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Um 20 áhorfendur mættir í stúkuna þegar leikmenn ganga inn á völlinn. Ekki hægt að segja að stuðningsmenn séu að taka mikilvægi leiksins alvarlega. Vonandi fjölgar á næstu mínútunum.
Fyrir leik
,,Bahama" með Ingó Veðurguð hljómar nú í hljóðkerfinu. Ekki hægt að segja að það sé Bahama veður hér í dag samt.
Fyrir leik
Heimamenn í fréttamannastúkunni eru brattir fyrir leik.

Már Ingólfur Másson, vallarþulur
Selfoss 5 - 1 Grótta

Magnús Kjartan Eyjólfsson, Útvarp Suðurland
Selfoss 3 - 1 Grótta

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. Sex erlendir leikmennn í byrjunarliði hjá Selfyssingum.

Hjá Gróttu er Harvey Moyes, frændi David Moyes, á bekknum.
Fyrir leik
Rigning, rennandi blautur völlur og vindur á annað markið. Þetta verður barátta í dag!
Fyrir leik
Á Selfossi tóku á móti manni Selfoss fánar út um allan bæ. Menn vita vel af mikilvægi leiksins í dag.
Fyrir leik
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Gróttu, er að mæta sínum gömlu félögum í dag en hann þjálfaði Selfyssinga í fyrra og árið 2013.

Andri Björn Sigurðsson, framherji Gróttu, er einnig að snúa aftur á sinn gamla heimavöll.
Fyrir leik
Baráttujaxlinn Einar Ottó Antonsson er í banni hjá Selfyssingum í dag. Kominn með 7 gul spjöld í sumar.
Fyrir leik
1, 2, Selfoss!

Hér verður bein textalýsing frá leik Selfoss og Gróttu í 20. umferðinni í 1. deild karla.

Þetta er lykilleikur í fallbaráttunni í deildinni. Grótta er með 15 stig í fallsæti fyrir leikinn en Selfoss er með 17 stig í 10. sætinu.

Lokaleikirnir
Grótta - Þróttur
Selfoss - Þór
BÍ/Bolungarvík - Grótta
Þróttur - Selfoss
Byrjunarlið:
1. Árni Freyr Ásgeirsson (m)
Guðmundur Marteinn Hannesson
Ásgeir Aron Ásgeirsson ('56)
2. Hilmar Þór Hilmarsson ('69)
3. Benis Krasniqi
5. Ósvald Jarl Traustason
8. Atli Freyr Ottesen Pálsson
11. Jónmundur Grétarsson
22. Viktor Smári Segatta
24. Kristján Ómar Björnsson ('79)
25. Björn Þorláksson

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
6. Guðjón Gunnarsson ('56)
8. Markús Andri Sigurðsson
9. Jóhannes Hilmarsson
15. Harvey Moyes ('79)
23. Andri Björn Sigurðsson

Liðsstjórn:
Pétur Theódór Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: