Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
0
KR
13.09.2015  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn ágætur og veðrið er sæmilegt
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 976
Maður leiksins: Árni Snær Ólafsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('76)
18. Albert Hafsteinsson ('89)
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson ('82)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
30. Marteinn Örn Halldórsson (m)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('82)
13. Arsenij Buinickij
15. Teitur Pétursson
19. Eggert Kári Karlsson ('76)
21. Arnór Sigurðsson
31. Marko Andelkovic ('89)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með markalausu jafntefli. Skagamenn fagna stiginu en KR er búið að missa af lestinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
94. mín Gult spjald: Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Garðar Örn dómari stöðvar efnilega sókn ÍA til að huga að Gonzalo Balby sem lá á vellinum. Í framhaldinu spjaldar Garðar Balby. Skagamenn allt annað en sáttir með þetta.
92. mín
Almarr Ormarsson á skot að marki ÍA eftir þvögu í vítateignum en Árni Snær Ólafsson ver vel.
90. mín
KR sækir grimmt að marki ÍA en vörn ÍA heldur sem fyrr.
89. mín
Inn:Marko Andelkovic (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
87. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
84. mín
Sören Frederiksen á skot að marki ÍA en skotið fer yfir markið.
82. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Út:Ásgeir Marteinsson (ÍA)
80. mín
Hólmbert Aron Friðjónsson fær boltann í vítateig ÍA, snýr sér á punktinum og nær frábæru skoti sem fer rétt framhjá fjærstönginni.
78. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson með skot að marki ÍA en Árni Snær Ólafsson ver af öryggi.
76. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
76. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
75. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
74. mín
Skagamenn með góða sókn. Þórður Þorsteinn Þórðarson á sendingu inn í vítateig KR þar sem sóknarmenn ÍA ná ekki til boltans í góðu færi.
73. mín
Sören Frederiksen á skot að marki ÍA sem fer framhjá markinu.
69. mín
Ingimar Elí Hlynsson á fína sendingu inn í vítateig KR þar sem Garðar Gunnlaugsson á skalla sem Stefán Logi Magnússon ver vel.
63. mín
KR eru líklegri þessa stundina en ná ekki að brjóta sterka vörn ÍA á bak aftur.
57. mín
Garðar Gunnlaugsson skallar boltann á Ásgeir Marteinsson sem er staðsettur við vítateig KR. Ásgeir tekur skot sem fer hátt yfir markið.
55. mín
Gary John Martin á fínan sprett upp vallarhelming ÍA og nær fyrirgjöf sem Jacob Schoop skallar yfir markið.
48. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson skorar fyrir KR en markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Skagamenn eru með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Kominn er hálfleikur. Staðan er 0-0 í frekar tilþrifalitlum leik.
44. mín
Góð sókn hjá KR þar sem Þorsteinn Már Ragnarsson nær skoti en Þórður Þorsteinn Þórðarson kemst fyrir skotið og bjargar á síðustu stundu.
40. mín
Ásgeir Marteinsson á góða rispu upp vallarhelming KR og kemst inn í vítateig þar sem hann á skot sem fer rétt yfir markið.
39. mín
Jónas Guðni Sævarsson á skot að marki ÍA en skot hans fer hátt yfir markið.
34. mín
Skagamenn með góða sókn en dæmt á Albert Hafsteinsson í vítateig KR.
27. mín
Sören Frederiksen á gott hlaup upp vinstri kantinn og leggur boltann út þar sem Jónas Guðni Sævarsson nær skoti sem fer rétt framhjá stönginni.
25. mín
Albert Hafsteinsson leikur sig í gegnum fjóra varnarmenn KR við vítateiginn en tekur aldrei skotið þegar það býðst. Sóknin rennur út í sandinn í framhaldinu.
22. mín
Rasmus Christiansen brýtur á Ásgeiri Marteinssyni við miðlínuna. Þar var Rasmus heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald í leiknum.
20. mín
Stórsókn að marki ÍA. Jacob Schoop á sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Almarr Ormarsson fær boltann og nær góðu skoti sem Árni Snær Ólafsson ver frábærlega.
20. mín
Garðar Gunnlaugsson með skot að marki KR úr aukaspyrnu en Stefán Logi Magnússon varði auðveldlega.
19. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (KR)
16. mín
KR með góða sókn. Gary Martin á stungusendingu á Jacob Schoop en Árni Snær Ólafsson er með frábært úthlaup og tæklar Schoop á miðjum vallarhelmingi ÍA. Virkilega vel gert hjá Árna Snæ.
15. mín
Gary Martin á fast skot að marki ÍA en boltinn fer yfir markið.
13. mín
KR á fína sókn sem varnarmenn ÍA ná að bjarga frá á síðustu stundu.
8. mín
Góð sókn hjá Skagamönnum. Ásgeir Marteinsson á fína fyrirgjöf sem Skúli Jón Friðgeirsson skallar frá á síðustu stundu.
7. mín
Leikurinn byrjar frekar rólega. Bæði lið eru að reyna að komast í takt við leikinn.
1. mín
Leikurinn er að hefjast. KR byrjar með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús en þau má sjá hér til hliðar. Á varamannabekk KR má meðal annars finna Óskar Örn Hauksson og Hólmbert Aron Friðjónsson.
Fyrir leik
Aðstæður eru ágætar í dag. Völlurinn lítur nokkuð vel út og það er sólskin og töluverður vindur þvert á völlinn. Það gæti orðið napurt á vellinum í dag.
Fyrir leik
Bæði lið sakna sterkra leikmanna sem eru frá vegna leikbanna. Hjá ÍA vantar miðjumennina Arnar Má Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason vegna leikbanna. Þrír leikmenn KR taka út bann; varnarmennirnir Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson ásamt miðjumanninum Pálma Rafni Pálmasyni.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Garðar Örn Hinriksson. Honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 129 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 53 leiki, KR 50 en leik hefur 26 sinnum lokið með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 205 mörk gegn 200 mörkum KR.
Fyrir leik
Þetta er gamall stórveldaslagur en liðunum hefur gengið misjafnlega í ár. Skagamenn eru í níunda sæti deildarinnar með 19 stig og í harðri fallbaráttu en KR er í þriðja sæti með 35 stig og í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

Skagamenn eru fjórum stigum fyrir ofan fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigunum að halda á meðan KR er í þriðja sæti, sjö stigum frá toppliði FH.

Fyrri leik þessara liða lyktaði með 1-1 jafntefli í Frostaskjólinu en þá skoraði Ásgeir Marteinsson mark Skagamanna en Almarr Ormarsson jafnaði.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og KR í 19. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin ('76)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Almarr Ormarsson
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop ('87)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Ástbjörn Þórðarson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('76)
22. Óskar Örn Hauksson ('87)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Leifur Þorbjarnarson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('19)
Gonzalo Balbi Lorenzo ('94)

Rauð spjöld: