Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
3
1
ÍBV
0-1 Ian David Jeffs '15
Steven Lennon '25 1-1
Atli Guðnason '48 2-1
Steven Lennon '79 , víti 3-1
13.09.2015  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Æðislegt veður og flottur völlur. Topp aðstæður.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1487
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Samuel Lee Tillen ('89)
Bjarni Þór Viðarsson
7. Steven Lennon ('90)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
22. Jeremy Serwy ('82)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
6. Sam Hewson
6. Baldur Búi Heimisson
17. Atli Viðar Björnsson ('82)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('90)
21. Guðmann Þórisson ('89)
29. Gunnar Óli Björgvinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('10)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH sigur í ansi skrautlegum leik. FH-ingar svo gott sem komnir með titilinn á meðan Eyjamann eru ennþá að berjast um sæti sitt í deild þeirra bestu.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Átta stiga munur á Breiðablik og FH núna. FH er svo gott sem orðið íslandsmeistari.
90. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Lennon að fá skiptinu fyrir smá lófatak áhorfenda.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Aukaspyrnan hjá Lennon var of laus og Abel varði þennan auðveldlega.
89. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
89. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Samuel Lee Tillen (FH)
FH-ingar fá aukaspyrnu nánast á vítateigslínunni. Lennon sýnir þessu áhuga.
88. mín
Nú var verið að kynna úrslit úr öðrum leikjum og var vel fagnað er það var tilkynnt að Blikar eru að misstíga sig í Víkinni.

Það þarf ansi margt til að titillinn endi ekki í Hafnarfirði enn og aftur.
87. mín
Doumbia er búinn að detta tvisvar með stuttu millibili og það finnst Eyjamönnum alveg æðislegt.
85. mín
Aron Bjarna með hættulítið skot sem fór í Brynjar Ásgeir og þaðan í hendurnar á Róberti.


83. mín
Sagði ykkur að það kæmu fjögur mörk í þennan leik.

Takk fyrir mig.
82. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Kóngurinn kemur inná.
81. mín
Sá það ekki alveg nógu vel hvort vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur. En Lennon virtist bomba boltanum í Stefán af stuttu færi.
80. mín
Inn:Aron Bjarnason (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
79. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Aldrei hætta hjá Skotanum. Dhaira hreyfði sig varla í markinu.
78. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (ÍBV)
Víti!

Lennon hamrar boltanum í hendurnar á Stefáni Ragnari og Þóroddur dæmir víti.
77. mín
Serwy tekur skot á lofti eftir sendingu frá vinstri en boltinn fer yfir markið. Fín tilraun hjá Belganum.
75. mín
Þóroddur dómari dettur á rassinn og það finnst öllum í stúkunni alveg rosalega fyndið. Örugglega Eyjamönnum þá sérstaklega.
73. mín
Inn:Sito (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
Minn maður að koma inná!
68. mín
Leikurinn hefur dottið niður eftir þetta atvik. Eyjamenn örlítið sterkari.

61. mín
Leikurinn gengur hægt núna þar sem Dhaira fann eitthvað til og þurfti aðhlynningu og síðan var Siers eitthvað meiddur stuttu síðar.
59. mín
Komið nóg af tístum í bili hjá mér.. Ég er bara enn í sjokki. Sérstaklega þar sem ég er að heyra að boltinn var inni í þokkabót.

ÍBV skorar mark. Doumbia tekur boltann með hendinni inni í markinu og það er dæmt hornspyrna. Rugl, bull og vitleysa.

Kalla aftur eftir Jóhannesi Valgeirs og er spenntur að sjá hvað hann hefur um þetta að segja.




55. mín
Þóroddur fær -5 stig í skýrslunni minni fyrir þetta eina atvik. Ég er í sjokki. Er ekki alveg að meðtaka þessa vitleysu í manninum í gulu treyjunni.
52. mín
Lélegasta dómgæsla ársins (Staðfest)

Sá ekki nákvæmlega hver það var en Eyjamaður kom skoti á markið sem Doumbia ver eins og alvöru markmaður með höndunum á línunni. Þóroddur dæmir hornspyrnu. Þvílík vitleysa, þetta var svo roooooooooosalega augljóst.. Þvílík vitleysa. Ég er orðlaus. Vá...
50. mín
Gunnar Heiðar var að vinna skallabolta. Held þetta hafi verið svona þriðja snerting Gunnars í leiknum en hann hefur lítið komist í takt við hann. Honum til varnar hafa Eyjamenn ekki sótt mikið í leiknum yfir höfuð.
48. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Eins og flestir bjuggust við. FH er komið yfir. Lennon á stórbrotna stungusendingu á Atla sem er svellkaldur einn gegn Dhaira, fer framhjá honum líkt og Kolbeinn gerði gegn Cech fyrir skemmstu og skorar í autt markið.

Gullfallegt hjá Fimleikafélaginu og er titill þeirra að tapa núna.
47. mín
Sam Tillen brýtur niður snögga sókn ÍBV og ef allt væri eðlilegt hefði farið gult kort á loft. Þóroddur nennir því ekki.
45. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað

ÍBV byrjar með boltann í seinni því FH byrjaði með boltann í fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik í Hafnarfirði.

Gestirnir komust óvænt yfir snemma leiks með umdeildu marki en FH vélin náði að jafna.
45. mín
Steven Lennon gerir vel er hann fer upp kantinn og á síðan hættulega fyrirgjöf í teiginn. Þórarinn Ingi rennur hins vegar á rassinn á slæmu mómenti og þetta rennur út í sandinn.
45. mín
Hann hefði hins vegar ekki skorað með þessu skoti þótt það væri annað mark ofan á markinu. Rosalega mikið hátt yfir.
45. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Maður hefur séð Lennon skora af svona færi. 25 metrar eða svo frá markinu.
43. mín
Jóhannes Valgeirsson segir á Twitter að þetta hafi ekki verið rangstæða þegar ÍBV kemst yfir. Hann veit eflaust meira en ég um dómgæslu en ég held þetta sé tóm þvæla hjá honum. Auðvitað hefur maðurinn áhrif á leikinn eins og sést í síðustu færslu.


39. mín
Löng FH sókn endar með því að Lennon á þvílíkt skot yfir markið. Rosalega fast en ekki nógu nákvæmt.
37. mín
Atli Guðna á skot sem fer rétt framhjá. Snéri á varnarmann og tók skot sem fór hárfínt framhjá.

Dhaira hreyfði sig ekki í markinu. Annað hvort var hann með þetta svona rosalega á hreinu, sem mér þykir ólíklegt. Eða hann sé dauðfeginn að þetta hafi farið þarna megin við stöngina.
35. mín
Fyrirgjöf frá Atla Guðna sem Dhaira gerir vel í að grípa.

Atli og Þórarinn hafa nú skipt um stöður á vellinum og er Atli kominn hægra megin og Þórarinn vinstra megin.
34. mín
Ekkert voðalega mikið um gæði hjá FH liðinu miðað við þá háu standarda sem þeir hafa sett fyrir sjálfan sig í gegnum árin.

Samt býst maður einhvernegin alltaf við FH sigri. FH galdurinn. Vinna leiki þótt þeir eiga ekki sinn besta dag.
30. mín
Eins og við var að búast hafa FH-ingar verið hættulegri eftir að hafa jafnað. Vörn Eyjamanna er hins vegar að halda vel eins og er.
25. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Fyrirgjöf frá Serwy á kollinn á Skotanum. Dhaira er í boltanum en nær ekki að halda honum og missir hann einhvernegin klaufalega inn. Markmaðurinn leit ekki vel út þarna.
24. mín
Ætla að fara að byrja að gera #takkJóhannesValg á Twitter. Þvílíkur fagmaður.

21. mín
FH-ingar virðast svolítið slegnir eftir þetta mark og hafa ekki ógnað marki Eyjamanna af neinu viti allan leikinn.

Spurning hvort Davíð Þór Viðarsson sé svona roooosalega mikilvægur fyrir þetta lið.
16. mín
Nú er spurning hvort þetta hafi átt að standa. Skora á Jóhannes Valgeirsson að koma með twitter færslu og útskýra fyrir mig.

Fyrir mér þá átti Brlecic að vera dæmdur rangstæður þar sem hann hefur augljós áhrif á leikinn. Markið stendur hins vegar og gestirnir hafa því óvænta forystu.
15. mín MARK!
Ian David Jeffs (ÍBV)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Þetta var ekki í handritinu hjá FH-ingum. Víðir Þorvarðar fer upp hægri vænginn og á sendingu í áttina að Brlecic sem er kolrangstæður en hann lætur boltann fara og þar er Ian Jeffs kominn einn gegn Róberti og hann klárar æðislega. Utanfótar og öruggt.

Game on!!

13. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Hefndi sín á Þórarinni. Jafnt hjá þeim í dag. Klárt spjald og klaufaskapur.
12. mín
Hornspyrnan ratar á kollinn á Doumbia en skallinn er ekki nógu fastur og Dhaira á ekki í vandræðum með að verja.
11. mín
Sam Tillen kom með fallega fyrirgjöf ætlaða Lennon en Eyjamenn verjast vel og bjarga í horn.
10. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Þórarinn færður til bókar fyrir sinn þátt í þessu. Virkaði réttur dómur en hann fór harkalega í Hollendinginn.
9. mín
Siers liggur meiddur eftir en hann lenti í samstuði við Þórarinn Inga.
8. mín
FH-ingar töluvert meira með boltann en hafa ekki ógnað marki gestanna ennþá.
4. mín
Steven Lennon fer niður í tegnum eftir baráttu við Hafstein Briem en Þóroddur dæmir markspyrnu. Lennon horfði í áttina að dómaranum og vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Hefði verið íslandsmet í hörðu víti hefði það verið dæmt og Þóroddur gerði vel.
2. mín
ÍBV með skalla í slá!!

Hornspyrnan fer á kollinn á Bjarna Gunnarssyni sem á skalla ofan á slánna. Gestirnir sprækir í byrjun.
1. mín
Víðir Þorvarðarson kemst inn í teig FH-inga og reynir fyrirgjöf en Doumbia gerir vel í að koma boltanum í horn.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Minnsta kosti fjögur mörk hér í dag. Heimta það! Vil fá skemmtun hérna.

FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Gunnar Þorsteinsson byrjar á bekknum. Rugl í mér áðan.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir á völlinn og eru þeir allir í LUV bolum. Fallega gert hjá Fimleikafélaginu.
Já, nú er ekki nema korter í leik. Minni á að henda einhverju sniðugu merkt #fotboltinet á Twitter.

Ef það er nógu sniðugt þá endar það jafnvel í þessari lýsingu.
Fyrir leik
Gunnar Þorsteinsson er skráður á bekknum á leikskýrslunni en spurning hvort hann byrji leikinn. Hann er allavega að hita í búningnum og gæti verið að Eyjamenn hafi þurft að breyta byrjunarliðinu sínu. Það kemur í ljós.
Fyrir leik
Þetta líkar mér!

Rage Against the Machines kemur manni heldur betur í gírinn. FH-ingar gáfu mér líka Kók, á leik í Pepsi deildinni. FH-ingarnir kunna þetta.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita. Frábært veður og toppaðstæður til að spila fótbolta. Þetta verður eitthvað. Eyjamenn ætla að selja sig dýrt í dag. það er á hreinu.
Fyrir leik
Það eru tveir áhugaverðir ungir leikmenn á bekknum hjá FH en það eru þeir Baldur Búi Heimisson og Gunnar Óli Björgvinsson. Það er vert að fylgjast með þeim enda efnilegir piltar. Baldur Búi er einmitt sonur Heimis Guðjónssonar, þjálfara liðsins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin voru að detta í hús og það er ekki margt sem kemur á óvart. FH-ingar gera breytingu á vörninni sinna vegna banna en Jón Ragnar Jónsson og Sam Tillen koma inn í liðið.

Eyjamenn gera nokkrar breytingar á sínu liði en Tom Skogsrud kemur aftur inn í liðið og dettur Avni Pepa úr liðinu. Sito, spænski framherjinn fer einnig á bekkinn.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik FH og ÍBV í 19. umferð Pepsi-deildarinnar.

Sem stendur hefur FH sex stiga forskot á toppi deildarinnar og þarf mikið að gerast til að þetta öfluga lið tapi því forskoti niður. ÍBV er í harðri fallbaráttu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í fyrri leik þessara liða en FH vann þá 4-1 útisigur í Vestmannaeyjum.

Þessi leikur hefur verið valinn sem hinn árlegi LUV-leikur. LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011. Hluti aðgangseyrisins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum.

Þrír leikmenn FH verða í banni í dag vegna uppsafnaðra áminninga; bakverðirnir Böðvar Böðvarsson og Jonathan Hendrickx ásamt varnarmiðjumanninum Davíð Þór Viðarssyni. Hjá ÍBV verður Jonathan Barden í banni.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Ian David Jeffs ('73)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
11. Víðir Þorvarðarson ('80)
17. Bjarni Gunnarsson ('89)
17. Stefán Ragnar Guðlaugsson
19. Mario Brlecic
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason ('80)
9. Sito ('73)
15. Hallgrímur Þórðarson
18. Ásgeir Elíasson
23. Benedikt Októ Bjarnason ('89)

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Mees Junior Siers ('13)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('78)

Rauð spjöld: