Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
3
2
Keflavík
Patrick Pedersen '5 1-0
1-1 Magnús Þórir Matthíasson '14 , víti
1-2 Martin Hummervoll '20
Patrick Pedersen '53 , víti 2-2
Emil Atlason '73 3-2
13.09.2015  -  17:00
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('1)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('70)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('87)
14. Gunnar Gunnarsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Mathias Schlie
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson ('60)
4. Einar Karl Ingvarsson ('1) ('60)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('87)
16. Tómas Óli Garðarsson
19. Baldvin Sturluson
19. Emil Atlason ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('13)
Mathias Schlie ('23)
Gunnar Gunnarsson ('75)
Patrick Pedersen ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn vinna eftir gríðargóðan síðari hálfleik.
91. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Hefur sennilega sagt eitthvað við Þorvald.
87. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
87. mín
Inn:Einar Þór Kjartansson (Keflavík) Út:Martin Hummervoll (Keflavík)
86. mín
Fráááábær einleikur hjá Andra Fannari, tekur skærin framhjá Einari Orra og setur hann svo fyrir á Iain, en skallinn frá honum dapur og beint á Sindra.
85. mín
HÖRÐUR SVEINSSON MEÐ SKALLA Í ÞVERSLÁNA!!!

Kale í einskis manns landi þarna, veit ekki hvað hann var að hugsa, hefði skallinn verið örlítið lausari hefði hann lekið í netið óáreittur.
83. mín
Skalli frá Emil réééétt yfir markið!!
83. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Brýtur niður sókn Vals.
82. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
75. mín
Sindri Kristinn að leika sér að eldinum, þykist ætla að senda hann upp en stígur yfir boltann og Sigurður Egill hársbreidd frá því að stela honum.
75. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Valur)
73. mín MARK!
Emil Atlason (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
HANN ER EKKI LENGI AÐ ÞESSU!!!

Frábærlega gert hjá Sigurði Agli, hreinlega teiknar boltann á kollinn á Emil sem stýrir honum glæsilega í fjærhornið.
70. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Fannar Orri Sævarsson (Keflavík)
70. mín
Inn:Emil Atlason (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
64. mín
Boltinn berst út úr teignum eftir hornspyrnu og Kristinn Freyr tekur gott skot af löngu færi, rétt framhjá!
63. mín
Valsmenn með ÖLL völd á vellinum eins og staðan er núna, þvílíkur kraftur í þeim á meðan Keflavík nær varla meira en tveimur sendingum sín á milli og komast vart yfir miðju.
60. mín
Inn:Iain James Williamson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
59. mín
Kristinn Ingi með frábært skot on the volley rétt yfir markið !!
58. mín
Sigurbjörn Hreiðarsson lítur í átt að varamönnunum sínum og kallar á Iain James Williamson.
54. mín
Valsmenn koma gjörsamlega trítilóðir í þennan seinni hálfleik. Langar að vita hvað Óli og Bjössi sögðu við þá í hálfleik.
53. mín Mark úr víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Örugg spyrna hjá Patrick, sendir Sindra í hitt hornið, 2-2 og allt í járnum.
51. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
ANDRI FANNAR FÉKK Á SIG VÍTASPYRNU Í FYRRI HÁLFLEIK, NÚ FÓR HANN BARA OG SÓTTI SÉR VÍTASPYRNU!
47. mín
Valsmenn byrja af krafti! Sindri með stórkostlega vörslu eftir að Kristinn Freyr tók skot af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Kristni Inga.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju!
45. mín
Hálfleikur
1-2 fyrir Keflavík í hálfleik.
43. mín
Það er eins og allur vindur sé úr Völsurum eins og staðan er núna, ná ekki upp neinu spili líkt og þeir gerðu hér fyrstu mínútur leiksins.
34. mín
Andri Fannar með afleita sendingu innfyrir, fer beint útaf og Keflavík á markspyrnu.
29. mín
Hornspyrna sem Keflavík á, þeir eru heldur betur að sækja í sig veðrið.
23. mín
Ég biðst innilegrar afsökunar kæru lesendur, ég er hreinlega að sjá það fyrst núna að Haukur Páll virðist hafa meiðst í upphitun og Einar Karl er inná í hans stað.
23. mín Gult spjald: Mathias Schlie (Valur)
Ólýsanlega heimskulegt gult spjald hjá Mathias, stendur fyrir boltanum þegar Keflavík reynir að taka aukaspyrnu.
20. mín MARK!
Martin Hummervoll (Keflavík)
Stoðsending: Fannar Orri Sævarsson
FRÁÁÁÁBÆR sending frá Fannari Orra yfir Vals vörnina á Martin Hummervoll sem skýtur milli fóta Andra Fannars og þaðan í netið. Keflvíkingar komnir yfir!!
18. mín
Gunnar Gunnarsson liggur á vellinum eftir samstuð við Hólmar Örn, stukku saman upp í skallaeinvígi.
17. mín
Við kvörtum ekki yfir þessari byrjun!!!

Kristinn Freyr með skot úr teignum en það fer beint í fangið á Sindra.
14. mín Mark úr víti!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Langt því frá að vera góð vítaspyrna og Kale fer í rétt horn, ekki oft sem maður getur sagt að markmenn eigi að verja víti en hér á það við.
13. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
VÍTASPYRNA, HVAÐ ERTU AÐ GERA ANDRI FANNAR?!?

Missti af Fannari Guðna sem fékk sendingu innfyrir og hljóp hann niður!
11. mín
Einar Orri stálheppinn með að fá ekki gult spjald, Valsmenn við það að sleppa í gegn og Kristinn Freyr leikur glæsilega á hann en Einar Orri stígur fyrir hann, þarna hefði getað myndast hætta og Einar Orri átti klárlega að fá gult.
7. mín
Hólmar Örn reynir hér fyrirgjöf frá hægri en Andri Fannar kemst fyrir hana og setur boltann útaf, hornspyrna.

Hornspyrnuna grípur Ingvar Þór Kale.
5. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Þetta er ekkert rosalega flókin íþrótt, Kristinn Freyr setur boltann fallega fyrir á Patrick Pedersen sem er einn og óvaldaður þar og setur boltann fast á markið og inn fór hann.

Jahh ekki byrjar það vel fyrir Keflvíkinga.
3. mín
Hólmar Örn reynir að þræða boltann innfyrir á Hummervoll en Orri Sigurður vandanum vaxinn og kemur boltanum í burtu.
2. mín
Valsmenn í sínum rauðu treyjum sækja í átt að Suðurlandsbraut á meðan Keflavík í sínum dökkbláu treyjum sækja í gagnstæða átt, líkt og tíðkast í knattspyrnunni.
1. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Nú fer að styttast í þessa veislu, leikmenn labba inn á völlinn og eru kynntir til leiks samtímis.
Fyrir leik
Hvet fólk endilega til að taka þátt í líflegri umræðu á Twitter til að gera leikinn enn meira spennandi með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Athygli vekur einnig að hér í dag er enginn Chuck, ekki alveg með það á hreinu hvar hann gæti verið. Farid Zato er aftur á móti í banni.
Fyrir leik
Vekur athygli mína að það sé hvorki pláss fyrir Sigurberg né Hörð í byrjunarliði Keflavíkur. Menn með Keflavíkur hjarta er eitthvað sem ég hélt að þeir þyrftu akkúrat núna.
Fyrir leik
Valsmenn halda ennþá fast í vonina um að ná 3.sætinu í deildinni. Þeir eru eins og staðan er núna með 29 stig í 4.sætinu en KR er í þriðja með 35 stig.

Keflvíkingar eru aftur á móti í örlítið verri stöðu í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig, 8 stigum á eftir Leikni sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Fyrir leik má búast við mikilli baráttu frá Keflvíkingum þar sem þeir eru jú að berjast fyrir lífi sínu og þó líflína þeirra sé ansi lítil þá er hún þó til staðar.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Keflavíkur í 19. umferð Pepsi-deildarinnar.

Bikarmeistarar Vals eru í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig en Keflavík er límt við botninn með sjö stig. Ef Keflavík vinnur ekki í dag er liðið formlega fallið. Farid Zato er í leikbanni í dag.

Valur vann 2-1 sigur í Keflavík í fyrri umferðinni.

Dómari leiksins er Þorvaldur Árnason en aðstoðardómarar Birkir Sigurðarson og Björn Valdimarsson.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Guðjón Árni Antoníusson
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
20. Magnús Þórir Matthíasson ('82)
22. Leonard Sigurðsson
25. Frans Elvarsson
29. Fannar Orri Sævarsson ('70)
33. Martin Hummervoll ('87)

Varamenn:
2. Samuel Jimenez Hernandez
10. Hörður Sveinsson ('82)
13. Eiður Snær Unnarsson
18. Einar Þór Kjartansson ('87)

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('51)
Frans Elvarsson ('83)

Rauð spjöld: