Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
4
1
Slóvakía
Sandra María Jessen '4 1-0
Hólmfríður Magnúsdóttir '46 2-0
2-1 Jana Vojteková '54
Margrét Lára Viðarsdóttir '57 , víti 3-1
Hólmfríður Magnúsdóttir '76 4-1
17.09.2015  -  18:00
Laugardalsvöllur
Vináttuleikur kvenna
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Pernilla Larsson
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('46)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('73)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('62)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('62)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('46)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('76)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir ('76)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('46)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('46)
14. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('73)
18. Guðrún Arnardóttir

Liðsstjórn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með flottum sigri Íslands. Viðtöl og skýrsla innan skamms.
83. mín
Arna Sif með hörkuskalla eftir aukaspyrnu en boltinn er varinn í stöngina og aftur fyrir! Hornspyrna.
81. mín
Hólmfríður búin að vera mjög lífleg, gerir hér vel að koma sér í skotstöðu en skýtur rétt framhjá!
76. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
MAAARK!!! Fáránlegt mark hjá Íslandi!!! Markvörður Slóvakíu með lélegt útspark, Hólmfríður skallar boltann lengst utan af velli, en Lucia í markinu misreiknar boltann svakalega og hann skoppar yfir hana og í netið. Broslegt með eindæmum!
76. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Elísa kemur inn fyrir Fanndísi, sem hefur átt flottan leik.
75. mín
Hólmfríður í góðu færi eftir fína fyrirgjöf en skýtur framhjá!
73. mín
Inn:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Ísland) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
62. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
62. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
62. mín
Hörkuskallafæri hjá Hörpu eftir góða sókn en Lucia ver vel í horn!!
57. mín Mark úr víti!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
MAAAAAAAAAAARK!!! MARGRÉT LÁRA SKORAR AF VÍTAPUNKTINUM MEÐ ÞRUMUSKOTI!!!! Þvílík byrjun á þessum seinni hálfleik!!!
57. mín
VÍTI!!! Harpa er rifin niður í teignum og vítaspyrna dæmd!!
54. mín MARK!
Jana Vojteková (Slóvakía)
MAAARK!! Jana Vojteková minnkar muninn fyrir gestina! Hún lætur vaða utan teigs og Guðbjörg nær ekki að verja skot hennar. Set spurningarmerki við markvörsluna hér.
46. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
MAAAAAAAAAARK!!! Hólmfríður Magnúsdóttir nýkomin inn á og skorar eftir minna en mínútu!! Spretti upp vinstra megin og inn í teig og þrumaði boltanum í netið, einfalt og gott!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn, eins og þið sáuð voru tvær breytingar í leikhléi á íslenska liðinu og ein á því slóvenska.
46. mín
Inn:Patrícia Fischerová (Slóvakía) Út:Lucia Har (Slóvakía)
46. mín
Inn:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Ísland) Út:Rakel Hönnudóttir (Ísland)
46. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
45. mín
Hálfleikur
Glódís nær fríum skalla eftir hornspyrnuna en skallar framhjá! Flautað til leikhlés eftir það.
45. mín
ÞRUMUSKALLI!! Lucia í marki Slóvakíu ver frábærlega frá Dagnýju sem skallaði fyrirgjöf frá Fanndísi af alefli í átt að marki! Hornspyrna.
40. mín
Lítið að frétta hjá stelpunum okkar, Slóvakarnir hafa verið betri undanfarið ef eitthvað er.
36. mín
Inn:Lucia (Slóvakía) Út:Dominika Koleni (Slóvakía)
30. mín
Slóvakarnir með flotta sókn sem endar með skoti utan teigs, beint á Guðbjörgu.
29. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Harpa komin ein í gegn eftir frábæra stungusendingu en hún skýtur framhjá! Óvanalegt að sjá hana misnota svona færi..!
21. mín
Slóvakar sækja áfram. Patricia Hmírová með þrumuskot en beint á Guðrúnu, þetta var úr þröngu færi. Gestirnir að sækja í sig veðrið, en m.v. fyrstu 5 mínúturnar var ég farinn að búast við 10-0 sigri Íslands!
19. mín
Slóvakar hættulegar! Dana Fecková dansar með boltann og leggur hann svo út á Dominiku Skorvánková sem lætur vaða, en skot hennar siglir naumlega framhjá markinu. Þarna skall hurð nærri hælum!!
17. mín
Búið að vera frekar rólegt þessa stundina. Íslenska liðið meira með boltann en er nú ekki að finna miklar glufur eins og er.
5. mín
Næstum því annað mark!! Fanndís með frábæra stungusendingu á Söndru Maríu sem er í dauðafæri en þrumar yfir!
4. mín MARK!
Sandra María Jessen (Ísland)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MAAAAAAAAARK!! Fanndís Friðriksdóttir fer illa með varnarmann Slóvakíu hægra megin, gefur boltann svo út í teiginn á Söndru Maríu sem þrumar boltanum í netið!
1. mín
Leikurinn er hafinn, Ísland byrjar með boltann!
Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast í leikinn. Mætingin virðist ekki vera sérstök.
Fyrir leik
Nú má sjá bæði lið í heild sinni hér til hliðar. 40 mínútur í leik og veðrið er gott. Vonandi kíkja sem flestir í Laugardalinn og styðja stelpurnar okkar!
Fyrir leik
Leikur þessi er síðasti liðurinn í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni EM 2017, en fyrsti keppnisleikurinn er gegn Hvíta Rússlandi á Laugardalsvelli á þriðjudag.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarlið stúlknanna okkar. Sjö stelpur í byrjunarliðinu spila hérlendis en fjórar erlendis.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Slóvakíu í kvennaknattspyrnu, en um vináttulandsleik er að ræða. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Laugardalsvelli.
Byrjunarlið:
1. Lucia El Dahaibiová (m)
2. Lucia Har ('46)
4. Monika Matysová
6. Valentína
8. Dana Fecková
9. Jana Vojteková
11. Patrícia Hmírová
14. Petra Zdechovanová
16. Diana Bartovi
17. Dominika Koleni ('36)
18. Dominika

Varamenn:
12. Veronika Frantová (m)
3. Simona Fatulová
5. Sandra Bíróová
7. Patrícia Fischerová ('46)
10. Iveta Neve
14. Zdenka Hore
15. Lucia ('36)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: