Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
4
3
Víkingur R.
Kennie Chopart '24 1-0
Bergsveinn Ólafsson '28 2-0
Aron Sigurðarson '39 3-0
3-1 Ívar Örn Jónsson '44
3-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '45
Gunnar Már Guðmundsson '46
Guðmundur Böðvar Guðjónsson '84 4-2
4-3 Davíð Örn Atlason '87
20.09.2015  -  16:00
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Pollagallaveður. Blautt og hvasst.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 504
Maður leiksins: Aron Sigurðarson
Byrjunarlið:
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson ('25)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Viðar Ari Jónsson ('83)
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('88)
13. Kennie Chopart
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m) ('25)
3. Illugi Þór Gunnarsson ('83)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Birnir Snær Ingason
10. Ægir Jarl Jónasson
13. Anton Freyr Ársælsson
22. Ragnar Leósson ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þórir Guðjónsson ('56)

Rauð spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('46)
Leik lokið!
Sturluðum leik lokið með sigri Fjölnismanna!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
93. mín
Mikil læti í mönnum þessar síðustu mínútur og boltinn skoppar frá einum enda til annars. Boltinn mikið í loftinu og beðið er eftir að Ívar Orri flauti þetta af.
88. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
87. mín MARK!
Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
MAAAAAARK

SJÖUNDA MARKIÐ Í DAG

Mikið vesen inni í teignum hjá Fjölni endar með því að boltinn dettur út á Davíð Örn Atlason sem á mjög gott skot upp í vinstra hornið.
84. mín MARK!
Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Hans Viktor Guðmundsson
MAAAAAARK!!!!!!!

ÞVÍLÍK SLUMMA

Eftir mjög góða skyndisókn leggur Hans Viktor Guðmundsson boltann út á Guðmund Böðvar sem er ekkert að flýta sér, stillir boltanum upp og hendir í rosalegt skot sem syngur í netinu!
83. mín
Inn:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) Út:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
82. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
50% afsláttur af gulum spjöldum hjá Ívari Orra. Annað hvort það eða það sé nóg til - Hann er alla veganna ekkert að spara þau.
80. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Brýtur á Kennie Chopart.
78. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
Straujar Kennie Chopart eftir að Fjölnismaðurinn leikur sér að honum.
75. mín
Hérna er Þóri Guðjónssyni hrint inni í teig og heimtar vítaspyrnu. Ekkert dæmt - hefði verið mjög ódýrt.
69. mín
Eftir mikinn atgang inni í teig Fjölnismanna, þar sem Jökull Blængsson missir boltann frá sér eftir að hafa gripið hann, er dæmd aukaspyrna á Rolf Toft. Einhverjir vildu meina að boltinn hafi farið yfir línuna þarna. Sá þetta ekki nógu vel.
67. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Víkingur R.) Út:Alan Lowing (Víkingur R.)
Þriðja og síðasta skipting gestanna.
67. mín
Það hefur eiginlega ekkert borið á því að Fjölnismenn séu manni færri hérna í seinni hálfleik.
64. mín
Kennie Chopart á ágætis hlaup upp hægri kantinn en fyrirgjöf hans, ætluð Aroni Sig, er aaaðeins of föst.
62. mín
Hornið er tekið stutt og reynir Aron Sig fyrst skot sem misheppnast, boltinn dettur út á Þóri sem reynir einnig skot en það fer framhjá
61. mín
OG AFTUR er Þórir næstum því búinn að skora! Guðmundur Karl smellir einum beint á ennið á Þóri en Thommi Nielsen ver þennan rétt svo yfir. Horn.
59. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Nei, það er Halldór Smári sem er látinn fara.
58. mín
Stefán Þór Pálsson er að koma inn á í staðinn fyrir Viktor Bjarka, líklega.
56. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Fyrir brot á Viktori Bjarka sem liggur eftir.
56. mín
Víkingar STÁLheppnir að fá ekki mark á sig þarna.

Aron Sig lætur boltann svoleiðis svífa beint á pönnuna á Þóri sem skallar boltann beint í stöngina!
55. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Viktor Bjarki hendir sér í ansi hressilega tæklingu á Aroni Sig og fær gult spjald fyrir.
54. mín
Seinni hálfleikurinn er að fara rosa rólega af stað.
49. mín
Igor Tasko með dúndru rétt fyrir utan teig - rétt framhjá!
48. mín
Hálfleikur
Já, takk! Alveg kominn tími að stoppa þessa VITLEYSU sem leikurinn var kominn út í. 3 mörk og rautt spjald á 7 mínútna kafla.
46. mín
Inn:Rolf Glavind Toft (Víkingur R.) Út:Milos Zivkovic (Víkingur R.)
Hálfleiksbreyting hjá gestunum sem ætla greinilega að sækja hér í seinni hálfleik - Einum fleiri.
46. mín
Þá erum við komin aftur af stað!
46. mín Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
OK HVAÐ ER Í GANGI Í ÞESSUM LEIK?

BEINT RAUTT Á GUNNAR MÁR. GLÓRULAUST.

Gunnar már er felldur af Igori Taskovic en Gunnar er ekki par hrifinn af því, þannig hann ákveður, liggjandi, að sparka með báðum iljum aftan í lærin á Igor.
45. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
MAAAAARK

HVAÐ ER AÐ GERAST???

Arnþór Ingi sendir boltann fyrir á Hallgrím Mar sem skorar ljúft mark með hælnum! Lítið fyrir Jökul Blængsson að gera við þessu í markinu.
44. mín MARK!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
MAAAARK

Upp úr þurru ákveða Víkingar að skora mark og minnka muninn! Ívar Örn Jónsson á skot sem fer af Davíð Erni og inn, en markið skráist þó á Ívar Örn.
39. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
MAAAAAARK

BÚIÐ SPIL ALLIR HEIM

Guð. Minn. GÓÐUR.

Aron Sig fær boltann frá Þóri Guðjóns á miðjum vallarhalmingi og gjörsamlega mölbrýtur ökklana á Milosi Zivkovic áður en hann stillir sér upp fyrir markið og rennir boltanum inn.
36. mín
Mjög góð aukaspyrna hjá Þóri en hún fer af baki varnarmanns Víkings og aftur fyrir í hornspyrnu. Það kemur þó lítið sem ekkert upp úr henni.
35. mín
Halldór Smári brýtur á Þóri rétt fyrir utan teig hægra megin á vellinum. Þórir stillir sér sjálfur upp fyrir framan boltann.
33. mín
Aron Sigurðarson rennir boltanum inn fyrir á Viðar Ara sem ætlar í skotið rétt fyrir utan teig en þá er Arnþór Ingi hárréttur maður á hárréttum tíma og rennir sér í boltann.
28. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
MAAAAAAAAARK!!!!

STURLAÐ MARK BEINT ÚR AUKA!!

Bergsveinn NEGLIR honum upp í hægra hornið beint úr aukaspyrnunni og ástríðan leynir sér ekki þegar hann hleypur að knúsa Gústa Púst!

Brekkan orðin brött yfir Víkinga!
28. mín
Guðmundur Böðvar fær högg á höfuðið eftir samstuð og Fjölnismenn fá aukaspyrnu RÉTT fyrir utan teiginn. Bergsveinn Ólafsson stillir sér upp...
25. mín
Inn:Jökull Blængsson (Fjölnir) Út:Steinar Örn Gunnarsson (Fjölnir)
Steinar Örn er búinn. Jökull Blængsson, fæddur 1997, fer í rammann.

Fyrsti leikur hans í Pepsi.
24. mín MARK!
Kennie Chopart (Fjölnir)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
MAAAAARK!

Takk fyrir!

Aron Sig hoppar upp hægri kantinn, leggur hann inn fyrir framan Þóri en það er Kennie Chopart sem leggur boltann yfir á vinstri fótinn og smellir honum í netið.

1-0!
23. mín
Þessi fyrri hálfleikur búinn að vera rooosa bragðdaufur...
19. mín
Eftir ágæta sókn er það Arnþór Ingi sem á skot sem fer rétt framhjá marki Steinars Arnar.
14. mín
Vá, vesen! Víkingar bjarga á línu eftir mikinn darraðadans í teignum.

Þórir Guðjóns er eitthvað að basla með boltann inni í teig þegar boltinn er tekinn af honum, annar Fjölnismaður er þó mættur inn í teiginn sem nær laflausu skoti á markið. Boltanum er þó bjargað á línu og komið í horn.
13. mín
Bíddu nú við. Steinar ætlar að halda leik áfram!

Hann fær hér veglegt höfuðbindi utan um allan hausinn og fær einnig nýja treyju - Eitthvað blóð hefur ratað í þá gömlu.
11. mín
Gústi Gylfa hlýtur að vera að hugsa til Þórðar Ingasonar í þessum aðstæðum, annað getur bara ekki verið en Þórður var sendur í agabann af Fjölni út tímabilið.
10. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
9. mín
Bíddu nú við. Þetta lítur ekki vel út...

Steinar Örn, markmaður Fjölnis, liggur hér í jörðinni eftir að hafa fengið spark frá Arnþóri Inga. Hér hrópa allir á sjúkrateymi Fjölnis sem hleypur í ofvæni inn á völlinn. Menn kalla eftir skiptingu og verður það að segjast að útlitið er ekki bjart fyrir Steinar Örn.
8. mín
Þórir Guðjóns sendir hættulegan bolta inn fyrir á Kennie Chopart en skot hans, rétt fyrir framan Thomas Nielsen í markinu, er mjög lélegt.
7. mín
Boltinn dettur fyrir Gunnar Már, herra Fjölni, rétt fyrir utan teiginn. Gunnar hleður í neglu sem er nálægt því að sleikja þverslánna á leiðinni yfir markið.
6. mín
Hans Viktor Guðmundsson reynir að leggja boltann inn fryrir af hægri kantinum en Igor Taskovic setur þenn aftur fyrir í hornspyrnu. Ekkert kemur þó upp úr henni.
4. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á frekar álitlegum stað þegar Vladimir Tufegdzic er klipptur niður. Hallgrímur Mar tekur hana en hún er ömurleg. Hefur líklega ætlað að lyfta boltanum inn í teig en þessi sending er í mittishæð.
1. mín
Leikur hafinn
Þá erum við komin af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá labba liðin út á völlinn ásamt ungum knattspyrnuiðkendum Fjölnis.
Það eru ekkert allt of margir í stúkunni, enda ógeðslega óspennandi veður úti.
Fyrir leik
Maður verður aldrei fyrir vonbrigðum með tónlistina í Grafarvoginum. Í þetta skiptið er Drizzy Drake á fóninum, undirrituðum til mikillar gleði.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðanna!

Heimamenn gera tvær breytingar á sínu liði. Ólafur Páll Snorrason og Arnór Eyvar Ólafsson mynda pláss fyrir Aron Sigurðarson og Hans Viktor Guðmundsson í byrjunarliðinu.

Víkingar þurfa að gera þrjár breytingar á sínu liði, eina vegna meiðsla. Finnur Ólafsson og Rolf Toft setjast á bekkinn á meðan Dofri Snorrason fer meiddur út úr hópi.

Davíð Örn Atlason, Ívar Örn Jónsson og Milos Zivkovic koma inn í stað þeirra þriggja.
Fyrir leik
Martin Hermansson, spámaður Fótbolta.net, spáir jafntefli í dag.

Mjög jöfn lið að mínu mati. Fjölnismenn búnir að gera alltof mörg jafntefli upp á síðkastið en Víkingar hinsvegar með sterkt jafntefli á móti góðu Breiðabliks liði í seinustu umferð. Er þá ekki tilvalið að þessir leikur fari 2-2?
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, hafði þetta um leikinn að segja.

Ef Fjölnir heldur áfram að safna stigum gæti liðið hugsanlega náð Evrópusæti ef einhver lið fyrir ofan misstíga sig. Víkingarnir eru að spila upp á að geta stimplað sig algjörlega úr öllu fallbaráttutali.

Ef Víkingar ná í þessi stig sem eftir eru gæti stjórnin réttlætt þessa ákvörðun sína að láta Óla Þórðar fara og láta Milos taka alfarið við. Þeir gætu gengið teinréttir um borgina og sagt að þetta hafi verið rétt ákvörðun.

Fyrir leik
Góðan daginn.

Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og Víkings R. í 20. umferð Pepsi-deildarinnar.

Fjölnismenn unnu Leikni á dramatískan hátt í Breiðholti í síðustu umferð á meðan Víkingar gerðu jafntefli við Breiðablik.

Heimamenn sitja í 5. sæti deildarinnar, tveimur sætum fyrir ofan gestina úr Víkinni.
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('59)
16. Milos Zivkovic ('46)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing ('67)
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
Stefán Þór Pálsson ('59)
7. Erlingur Agnarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Rolf Glavind Toft ('46)
15. Andri Rúnar Bjarnason
23. Finnur Ólafsson ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('10)
Viktor Bjarki Arnarsson ('55)
Igor Taskovic ('78)
Davíð Örn Atlason ('80)
Vladimir Tufegdzic ('82)

Rauð spjöld: