Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
3
Stjarnan
Stefán Logi Magnússon '28
0-1 Veigar Páll Gunnarsson '31 , víti
0-2 Guðjón Baldvinsson '46
0-3 Pablo Punyed '77
20.09.2015  -  16:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Rok, rigning og smá kuldi. Flottur völlur
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 515
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('45)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('68)
11. Almarr Ormarsson
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('30)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m) ('30)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Ástbjörn Þórðarson
7. Gary Martin ('68)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('45)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('53)
Sören Frederiksen ('76)

Rauð spjöld:
Stefán Logi Magnússon ('28)
Leik lokið!
Góður dagur fyrir Stjörnuna, vægast sagt vondur fyrir KR.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Takk fyrir mig.
90. mín
Guðjón í fínasta færi, nær mjög góðu skoti en Sindri kemur með suuuuuuuuddalega markvörslu. Vá!
90. mín
Uppbótartíminn er þrjár mínútur. Ekkert sem bendir til þess að við fáum annað mark í þennan leik.
86. mín
Guðjón Baldvins í kapphlaupi við Sindra og sem betur fer fyrir KR-inga þá hefur Sindri betur og nær boltanum.

84. mín
Þorsteinn nánast kominn einn í gegn en Gunnar gerir virkilega vel og lokar markinu.
81. mín
Arnar Már í eðal skallafæri en hann hittir boltann ekki alveg nógu vel og fór hann framhjá.
80. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Það má bara ekki neitt. Guðjón og Rasmus rekast utan í hvorn annan. Óþarfi að taka út kortið þarna.
77. mín MARK!
Pablo Punyed (Stjarnan)
Stoðsending: Þorri Geir Rúnarsson
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Úff, hvað er að gerast hjá KR-ingum. Pablo er í fínu færi, lætur vaða og boltinn syngur í netinu. Fór í KR-ing og átti Sindri ekki séns í þennan bolta.
76. mín Gult spjald: Sören Frederiksen (KR)
Komin sjö gul spjöld í þennan leik sem er alltof mikið miðað við hvernig hann er búinn að vera spilaður. Alls ekki grófur leikur.
71. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan)
70. mín
Jeppe á sendingu á Guðjón Baldvins sem er í fínu færi en á afleitt skot. Mjög vel gert hjá Jeppe.
68. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Spurning hvað Gary Martin færir KR-ingum.

Gary you're a wanker, syngja Stjörnumenn.
67. mín
Tvær skiptingar á tveimur mínútum í staðin fyrir tvöfalda skiptingu. Rúnar Páll með þetta.

Gary Martin virðist vera að koma inná fljótlega.
66. mín
Inn:Jeppe Hansen (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
65. mín
Inn:Hörður Árnason (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
64. mín
Nú er Pálmi Rafn orðinn vel pirraður. KR-ingarnir byrjaðir að láta mótlætið fara með sig.
62. mín
Præst er örfáum sentimetrum frá því að skora þriðja markið. Skallar hornspyrnu yfir Sindra en hársbreidd framhjá markinu.
61. mín
Mikil pressa á Bjarna Guðjónssyni. Ekki minnkar hún ef þessi leikur fer svona. Spurning hversu lengi sá ágæti maður þjálfar þetta lið.

59. mín
Þórhallur Kári í mjög góðri stöðu, fínt skotfæri. Hann reynir hins vegar að gefa boltann en það var enginn samherji þarna.
58. mín
Aðeins meira líf í KR-ingum síðustu mínútur.

Hólmbert virkar hins vegar eitthvað pirraður og ætla ég ekki að útiloka að hann geti fengið annað gult í dag.
56. mín
Þorsteinn aftur í góðri stöðu, ræðst á vörnina og er með Hólmbert með sér í sókninni en hann á mjög lélega sendingu sem fer í varnarmann og þangað til fangið á Gunnari.
55. mín
Þorsteinn Már er kominn í mjög gott færi, svo gott sem einn gegn Gunnari en hann setur boltann framhjá. Þarna þurfti hann helst að skora til að gefa KR-ingum séns.
54. mín
Ég ætla að gera þessa færslu bara til að ég geri ekki fimm færslur í röð sem tengjast gulu spjaldi.
53. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Vá. Einhver atgangur á milli Hólmberts og Præst inni í teig og Valgeir spjaldar þá báða. Þarna vildu einhverjir fá Hólmbert útaf með rautt.
53. mín Gult spjald: Michael Præst (Stjarnan)
51. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Vitleysa er þetta. Valgeir spjaldar fyrir allt.
50. mín Gult spjald: Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan)
Fór fyrir aukaspyrnu sem Pálmi ætlaði að taka fljótt.
46. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Vá, gat ekki farið verr af stað fyrir heimamenn. Stjarnan fær aukaspyrnu og KR-ingar fara að sofa. Veigar tekur spyrnuna snemma og sendir á Guðjón sem er kominn einn gegn Sindra og skorar af öryggi. Klaufaskapur hjá KR-ingum.
45. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Sjáum hvaða svör KR-ingar hafa.
45. mín
Hálfleikur
Óóóóóóóóóóóógeðslega lélegur fyrri hálfleikur fyrir KR-inga.
42. mín
Sören á fyrirgjöf sem endar á Gunnari við vítateiginn, Gunnar reynir skot en hann var aldrei að fara að skora þarna.
40. mín
Veigar Páll er búinn að eiga virkilega góðan leik og hann var aftur á ferðinni núna. Flott sending fyrir markið og Veigar nær ágætis skoti en það fer rétt framhjá.
36. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Valgeir hefur heldur betur fundið spjöldin sín. Auðvelt að spjalda Stjörnumenn eftir að hafa rekið Stefán Loga útaf.

Halldór sparkaði aðeins í Sören, óviljaverk.
35. mín Gult spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Mikill fögnuður hjá KR við þetta.
31. mín Mark úr víti!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Gestirnir komnir yfir. Aldrei hætta hjá Veigari, sendir Sindra í vitlaust horn.
30. mín
Inn:Sindri Snær Jensson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar er sá óheppni sem þarf að fórna.
29. mín
Gæti verið að þetta sé réttur dómur því Stefán Logi var að róa sína menn niður sem voru að mótmæla dómnum. KR-ingar eru að gera breytingu og þetta er að taka rosalega langan tíma allt saman.
28. mín Rautt spjald: Stefán Logi Magnússon (KR)
Víti!

Stefán Logi brýtur á Guðjóni sem var kominn í gegn. Stjörnumenn ekki sáttir þar sem Veigar tók frákastið og skoraði. Valgeir full fljótur á sér að dæma.

Jaaaahá og hann rekur Stefán Loga útaf. Alls ekki viss með þennan dóm. Sá þetta ekki nægilega vel en fannst þetta fullhart.
26. mín
Almarr reynir skot utan teigs sem fer hátt yfir en hann fékk boltann til sín eftir hornspyrnu.
24. mín
Eins og leikurinn byrjaði vel þá er þetta búið að vera ógeðslega leiðinlegt síðustu mínútur. Verst að ég er ekki með sjónvarp hérna til að horfa á enska.
22. mín
Guðjón Baldvins reynir hörkuskot rétt utan teigs sem fer yfir markið.
21. mín
Veigar Páll fer harkalega í Rasmus. Allir sammála í blaðamannastúkunni að þetta var ekkert nema gult spjald. Valgeir sleppir honum hins vegar.
16. mín
Dautt yfir þessu núna. Lélegar sendingar báðum megin og lítið í gangi.
12. mín
Sören Frederiksen er aftur í hægri bakverði hjá KR. Það hefur ekkert reynt á hann varnarlega hingað til.
9. mín
KR-ingar komast í góða stöðu og reynir Schoop að finna Hólmbert en sendingin frá honum er skelfileg og þetta rennur út í sandinn.
8. mín
Þeir eru allir komnir á fætur og leikurinn heldur áfram.
6. mín
Nú liggja þrír leikmenn eftir. Tveir KR-ingar og einn Stjörnumaður.
6. mín
Hólmbert Aron kemst í skotfæri hinum megin en Gunnar vel ver frá honum. Hrikalega góð byrjun á þessum leik.
5. mín
Veigar Páll reynir skot utan teigs, ágætis tilraun en beint á Stefán Loga. Gestirnir byrja betur.
4. mín
Stjörnumenn eiga fyrsta færi leikins, Heiðar Ægisson á flotta fyrirgjöf á Halldór Orra sem hittir boltann ekki alveg nógu vel en hann var í mjög fínu færi.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Veiiiiiiiisla!
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og fer þetta nú að byrja.
Fyrir leik
Nú fer þetta að skella á!

Ég hef alltaf rétt fyrir mér þegar ég gíska um markafjölda fyrir leik. Segjum tvö í dag.
Fyrir leik
Það er rosalega tómlegt í Frostaskjóli. Oftast töluvert fleiri mættir korteri fyrir leik.

Fyrir leik
Siggi dúlla, meistarinn sjálfur fær að taka þátt í upphitun Stjörnunnar. Hann er bara ógeðslega góður að halda upp á lofti. Hann má eiga það.
Fyrir leik
Við hvetjum fólk auðvitað til að fylgjast með íslenska boltanum þótt Manchester United og Liverpool séu að spila.

Manchester United er líka að tapa og svona. Er þá ekki bara um að gera að skella sér á völlinn, jú eða lesa þessa textalýsingu? Það held ég nú.

Munið síðan #fótboltinet á Twitter. Kannski að þú ratir hingað inn.
Fyrir leik
KR-ingar unnu fyrri leik liðanna í Garðabænum en þá skoraði Almarr Ormarsson eina mark leiksins.

Gunnar Nelson fékk að fjúka útaf með rautt í þeim leik.
Fyrir leik
Hjá KR tekur Gonzalo Balbi út leikbann. Óskar Örn Hauksson og Hólbert Aron Friðjónsson koma inn í liðið en Gary Martin og Þorsteinn Már Ragnarsson fara á bekkinn.

Hjá Stjörnunni eru ekki gerðar neinar breytingar á liðinu sem vann Skagamenn í síðustu umferð. Þórhallur Kári Knútsson heldur því sæti sínu í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Ég er ekki frá því að ég verði bara nokkuð kátur með svona dramatík og stemningu. Alltaf gaman af svoleiðis leikjum.
Fyrir leik
Matin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta spáði í leiki umferðarinnar en hann hafði þetta að segja um leikinn:

Bæði lið líklegast ósátt með sína stöðu í deildinni og kannski pirringur í mannskapnum. Það má alltaf búast við hörku leik þegar að þessi tvö lið mætast. Held að það verði nóg af spjöldum veifað og þar á meðal tvö rauð. Hef hinsvegar aldrei veðjað gegn KR og engin ástæða til þess að breyta því. KR vinnur þennan leik 2-0. Hólmbert með bæði.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Hér verður fylgst með leik KR og Stjörnunnar sem fram fer í Frostaskjóli.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Veigar Páll Gunnarsson ('66)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson ('65)
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
22. Þórhallur Kári Knútsson ('71)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('71)
14. Hörður Árnason ('65)
19. Jeppe Hansen ('66)
27. Garðar Jóhannsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Veigar Páll Gunnarsson ('35)
Halldór Orri Björnsson ('36)
Þórhallur Kári Knútsson ('50)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('51)
Michael Præst ('53)
Guðjón Baldvinsson ('80)

Rauð spjöld: