Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
0
2
Breiðablik
0-1 Jonathan Glenn '20
Jonathan Glenn '72
0-2 Andri Rafn Yeoman '90
03.10.2015  -  14:00
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson
3. Illugi Þór Gunnarsson ('88)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('88)
13. Kennie Chopart
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('81)
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Birnir Snær Ingason ('88)
10. Ægir Jarl Jónasson
13. Anton Freyr Ársælsson
18. Mark Charles Magee ('81)
22. Ragnar Leósson ('88)
28. Hans Viktor Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Már Þorbergsson ('8)
Þórir Guðjónsson ('66)
Jonatan Neftali Diez Gonzales ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Reyndar fékk Olgeir heiðurskiptingu, ætli hann sé ekki að hætta. Kári Ársælss kom inná í 3 sekúndur.
90. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
JAhérna ég er EKKI að ljúga Andri Rafn Yeoman var að skora. Arnþór Ari vann boltann brunaði upp aleinn, var pressaður og renndi boltanum á Kristinn sem renndi boltanum innfyrir á Andra Rafn sem kom í seinni bylgjunni og skoraði.
90. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Atli eða Yeoman ekki viss, Atli var nær dómaranum, hendi þessu á Atla
88. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Skiptingaveisla, Olgeir fær sína klassísku 5 mínútur. Birnir Snær og Ragnar Le að koma inn hjá Fjölni. Birnir spilaði á fimmtudag í bikarúrslitum 2.flokks þar sem Fjölnismenn unnu Blika
88. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir) Út:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
88. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
84. mín
Kristinn Jónsson með góðan sprett og lék inní teiginn, mér sýndist vera brotið af honum en ekkert dæmt hann lá allavega eftir.
81. mín
Inn:Mark Charles Magee (Fjölnir) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Magee getur mögulega ekki gert minna fyrir sóknarleik Fjölnismanna
79. mín
Besta tækifæri Fjölnismanna í leiknum í dag. Þórir fékk boltan inní teignum í stað þess að skjóta renndi hann á Chopart sem var í erfiðu færi og skaut langt yfir. í takt við sóknarleik Fjölnis í dag.
78. mín Gult spjald: Jonatan Neftali Diez Gonzales (Fjölnir)
Neftali fékk víst gult í þessu atviki við Glenn fyrir brotið
76. mín
Samkvæmt mínum upplýsingum reyndi Glenn að kýla Neftali, svoleiðis á að sjálfsögðu ekki að sjást.
73. mín
Hvað er í gangi það er allt að sjóða uppúr. Sýndist Gummi Karl hafa gert eitthvað við Höskuld en ég sá þetta engan vegin.
72. mín Rautt spjald: Jonathan Glenn (Breiðablik)
Jonathan Glenn fær engan gullskó í ár, Neftali braut á honum og Glenn reynir að slá eða sparka í Neftali, ég sá þetta ekki og hann fær rautt spjald. Arnar Grétarsson byrjar líka næsta tímabil í banni hann var líka rekinn útaf. Arnar rólyndismaður. Vallarkynnirinn óskar Glenn til hamingju með silfur skóinn.
69. mín
Áhorfendur eru 549, það er meira ruglið giska að það séu ekki fleiri en 250
66. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Kennie Chopart skaut aukaspyrnu í vegginn, beint í fæturnar á Þóri sem var kominn í dauðafæri, missti boltan of langt frá sér og fór í hausinn á Gulla sem var búinn að handsama knöttinn.
64. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Dúri að koma inná fyrir Gísla. Gísli búinn að eiga fínan leik
63. mín
Ég ætlaði að segja það, Andri Yeoman var að komast í skotfæri en Fjölnismenn komust fyrir. KRistinn Jónsson gerði virkilega vel í undirbúningnum.
61. mín
Fjölnismenn miklu líklegri þessa stundina. Neftali með skall yfir eftir horn, mikið gæfi ég mikið fyrir svo mikið sem eitt fótboltamark hérna.
57. mín
Kenny Chopart komst með herkjum upp að endamörkum og átti fyrirgjöf sem Viktor Örn gerir vel og nær að renna sér fyrir boltan í horn. Bara ef hann hefði nú verið jafn duglegur í vinnunni í sumar og hann er búinn að vera í þessum leik.
53. mín
Menn sem maður var búinn að gleyma að væru til eru að skora í þessari umferð Pepsi deildarinnar allavega margir ólíklegir markaskorarar, ætli þetta þýði að Andri Rafn Yeoman skori fótboltamark í dag.
49. mín
Fjölnismenn í stórsókn sem ekkert verður svo úr. fengu 3 hornspyrnur í röð meðal annars.
48. mín
Blikar fengu fjögur horn í röð og endaði með að Fjölnismenn björguðu á línu frá Krulla Gull einnig þekktur sem Siberian Husky. Þess má til gamans geta að ég spilaði póker við bróðir hans í gær.
46. mín
Guði sé lof, leikurinn er byrjaður aftur, eyrun á mér eru heldur betur ánægð núna.
46. mín
Er með smá beiðni til Fjölnismanna, viljiði plíííís slökkva á þessari tónlist þetta er svo vont. Var að heyra mögulega lélegasta rapplag sögunnar, klárlega contender fyrir sigurvegara í vondulagakeppni. Shit vita menn ekki hversu lélega tónlist menn eru að búa til. Jesús. Hvað ég mundi gefa fyrir að hlusta á Tómas Mayer syngja nýja pepsideildarligið
45. mín
Hálfleikur
Jæja það er kominn hálfleikur. Vatnspása
42. mín
Já ég var búinn að gleyma að setja færslur. Annars er ekkert nýtt í fréttum Fjölnismenn búnir að vera betri og eiga tvö skot sem engin hætta var af.
33. mín
Viktor Örn með skall yfir. Ef bróðir hans Finnur Orri hefði verið með hæðina hans Viktors úfff.
31. mín
Vá þetta var skemmtielga gert hjá Gísla Eyjólfssyni, lék á tvo Fjölnismenn og renndi honum út á Höskuld sem var í góðu skotfæri en skot hans var afar kraftlaust. Þarna átti hann að gera betur. Hefði samt viljað sjá Gísla skjóta.
28. mín
Mikið djöfull er þetta búið að vera leiðinlegt seinustu mínúturnar. Menn bara að furða sig á markaskorurum dagsins en menn einn sem hafa valdið vonbrigðum í sumar, Hörður Sveins, Kolbeinn Kára Andrés Már og Ingimundur allir búnir að skora. Spurning hvort þeir fái einhvern bjór bónus fyrir það
20. mín MARK!
Jonathan Glenn (Breiðablik)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Ég var varla búinn að sleppa orðinu þegar Blikar brunaði í sókn, Atli Sigurjónsson átti skot með hægri fæti sem var svo slakt að það fór beint á Jonathan Glenn sem skoraði örugglega. Tvö í viðbót frá Glenn og hann tekur framúr Patrick Pedersen
19. mín
úfF sókn af gamlaskólanum hjá Fjölni. Hár bolti, Gunnar Már kassaði boltan niður á Kennie sem skaut föstu skotu rétt framhjá. Mínútu síðar átti Aron Sig gott skot rétt framhjá. Fjölnismenn líklegri þessa stundina.
18. mín
Aron Sig átti áðan lúmskt skot sem Gulli átti smá vandræðum með en það reddaðist hjá blikum.
14. mín
Já ég skal segja ykkur fréttir, Kristinn Jónsson var að skjóta með hægri fæti. Það eru tiðindi til næsta bæjar, enda erum við í Reykjavík. Þarf ekkert að nefna það að skotið var yfir .
10. mín
Jahá var að heyra að KR hafi verið að skora tvö mörk á 15 sekúndum, hélt það væri ekki hægt.
8. mín Gult spjald: Atli Már Þorbergsson (Fjölnir)
Atli Már að ná að næla sér í spjald fyrir brot á Glenn, hefði Glenn verið kominn tíu metra lengra þá hefði þetta verið rautt.
7. mín
Gunnar Már var að komast í fínt færi en Gulli varði í markinu en ekki hvað.
5. mín
Jonathan Glenn hér með fyrstu tilraun dagsins. En eins og ég sagði þá var þetta bara tilraun, ekki góð. Skot hans var laflaust og fór langt framhjá þar að auki
1. mín
Jæja loksins leikurinn byrjaður, Valdimar búinn að blása í flautuna sína, það jákvæða er það að núna þarf maður ekki að hlusta á þessa viðbjóðuslegu tónlist sem var í boði, maður var að verða þunglyndur. Þess má til gamans geta að 7 leikmenn Fjölnis eru með föðurnafn sem byrjar á G. gunnarsson Guðmundsson og Guðjónsson.
Fyrir leik
Ég held að playlisti Fjölnismanna sé svona tíu lög. straight outta comton aftur komið á. Vonandi að þeir séu ekki jafn hugmyndasnauðir í leiknum í dag. Já var að taka eftir því að hinn rauðhærði Gummi Karl ber fyrirliðabandið hjá Fjölnismönnum. Man ekki eftir að hafa séð það síðan Baldur Sig var fyrirliði KR.
Fyrir leik
Gleymdi auðvita að nefna að Arnþór Ari Atlason datt einnig á bekkinn hjá Blikum en þess má til gamans geta að hann á sláttuvél nefnda eftir sér á Kópavogsvelli sem heitir einfaldlega AAA eftir að hann helti áburði á vélina í stað bensíns í sumar. Blikar kalla hann Dúri eftir Duracell kanínunni.
Fyrir leik
Fjölnismenn bjóða uppá dýrindis vatn beint úr Gvendarbrunnum ásamt kleinum og snúðum. Ég er nokkuð viss um að þetta séu heimabakaðar kleinur, þær eru betri en búðarkleinur. Þá eru einnig boðið uppá kaffi en ég drekk auðvita ekki kaffi. Áhorfendum hefur fjölgað úr einum í sjö samkvæmt nýjustu handtalningu.
Fyrir leik
Mínir menn að tylla sér þægilega fyrir í þriðja sæti ensku deildarinnar, eru að sigla inn solid 2-0 sigri. Cabye skoraði seinna markið úr víti.
Fyrir leik
Dj dagsins virðist ekki hafa mikla þolinmæði og leyfir lögunum að ganga í ca mínútu og skiptir svo. Ókurteisi að klára ekki einu sinni straight outta comton og ekki er ég mikill aðdáandi af rappi. Núna hjómar einhver viðbjóður enda tónlistarsmekkur ungra pepsi deildarleikmanna eitthvað rannsóknarefni
Fyrir leik
Trompetleikari dagsins er silfurrefurinn Validmar Pálsson honum til aðstoðar eru tveir menn með flögg, Adolf Þorberg Andersen og Þórður Arnar Árnason, ég bverð bara að viðurkenn að ég hef aldrei séð Þórð áður í Pepsi deildinni, virðist nokkuð ungur.
Fyrir leik
Nú er háltími í leik og nýjust áhorfendatölur eru einn, ég endurtek, einn.
Fyrir leik
Það er margt skemmtilegt í gangi í kvöld. Blikar fagna árangrinum í sumar með stórtónleikum í smáranum en þar mun glaumgosinn Páll Óskar sjá fyrir dansi. FH ingar eru með meistaraballið sitt í Krikanum, Fylkismenn eru með sitt ball líka þar sem Helgi Björns skemmtir. Giska á að Fjölnismenn verði nú bara á Gullöldinni að mála bæinn rauðan.
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að þessi lið mættust á Kópavogsvelli á fimmtudaginn þegar úrslitaleikur bikarsins fór fram í 2.flokki karla. Þar höfðu Fjölnismenn betur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Fjórir af leikmönnum Fjölnis í þeim leik eru á bekknum í dag. Byrjunarliði Blika má finna Viktor Örn Margeirsson bróðir Finns Orra sem var árum saman fyriliði Blikanna og leikmanns Lilleström í Noregi. Viktor einungis að spila sinn annan leik í Pepsi deildinni í sumar, sá fyrri var gegn KR og þá var hann í liði umferðarinnar. Viktor er að leysa af Elfar Frey Helgason sem tekur út leikbann. Þá er Gísli Eyjólfsson einnig í byrjunarliði Blika en Guðjón Pétur er á bekknum enda ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Blika.
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að mínir menn í Crystal Palace eru loksins komnir yfir gegn WBA en Yannick Bolasie skoraði það mark. Ég er bjartsýnismaður og ætla að taka Liverpool stuðningsmenn á þetta og binda vonir á að mínir menn komist í evrópudeildina.
Fyrir leik
Völlurinn lítur vel út miðað við árstíma en þess má geta þess að það snjóaði smá á einhverjum tímapunkti í nótt en það sést einungis utan vallarins.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur fótbolta.net. Lokaumferðin er að fara fram og má segja að þetta sé ein minnst spennandi lokaumferð í sögu efstu deildar. Ekkert um að keppa. Bæði þessi lið hafa þó persónulega markmið sem þau eru að keppa af. Blikar vilja bæta stigamet Breiðabliks og þurfa sigur til þess en með því bæta þeir stigamet Blika síðan þeir urðu Íslandsmeistarar 2010.

Fjölnismenn vilja einnig bæta árangur sinn og ná 5 eða 4.sæti en besti árangur Fjölnis hingað til er 6.sætið
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og Breiðabliks í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Fjölnir er í fjórða sæti og á möguleika á að ná því þriðja. Valur sem mætir Stjörnunni er í þriðja sæti með jafnmörg stig og Fjölnir en betri markatölu.

Breiðablik er í öðru sæti en ef liðið vinnur leikinn í dag setur það félagsmet í fjölda stiga.

Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, tekur út leikbann. Það vantar einnig miðvörð hjá Blikum. Elfar Freyr Helgason er í banni. Kópavogsliðið endurheimtir hinsvegar Jonathan Glenn og Oliver Sigurjónsson sem voru ekki með í síðasta leik.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Höskuldur Gunnlaugsson ('88)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Atli Sigurjónsson
11. Gísli Eyjólfsson ('64)
17. Jonathan Glenn
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('64)
21. Guðmundur Friðriksson
22. Ellert Hreinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('90)

Rauð spjöld:
Jonathan Glenn ('72)