Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
2
FH
Andrés Már Jóhannesson '12 1-0
1-1 Atli Viðar Björnsson '23
Ingimundur Níels Óskarsson '25 2-1
Tonci Radovinkovic '54 3-1
3-2 Emil Pálsson '72
03.10.2015  -  14:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Eins gott og hægt er í október. Stafalogn og skýjað. Völlurinn fínn, hrímið bráðnað frá nóttinni!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 599
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson ('74)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovinkovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('87)
16. Tómas Þorsteinsson
29. Axel Andri Antonsson ('82)

Varamenn:
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
19. Reynir Haraldsson
21. Kolbeinn Birgir Finnsson ('82)
23. Ari Leifsson ('87)
25. Hafliði Sigurðarson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('74)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn ljúka leiktíðinni á að leggja meistarana.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
87. mín
Inn:Ari Leifsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
´98 módel mætt á staðinn í stað Andrésar sem var frábær í dag.
85. mín
Serwy með skot utan teigsins sem Ólafur ver vel.
83. mín
Hér hrekkur boltinn í hönd Kristjáns og FH vill víti en ekki var dómari ársins á því.
82. mín
Inn:Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir) Út:Axel Andri Antonsson (Fylkir)
Ungur fyrir ungan.
80. mín
Ingimundur með skot úr aukaspyrnu sem Róbert kýlir út í teig.
77. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Lennon þarf að skora í dag til að ná bronsskónum aftur.

Í augnablikinu er hann í fórum Garðars Gunnlaugssonar.
77. mín
Inn:Jeremy Serwy (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
77. mín
Inn:Kassim Doumbia (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
76. mín
Andrés einn í gegn en Róbert lokar þessu vel.
74. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
73. mín
Andrés í dauðafæri eftir sendingu Hákons en´þetta fer framhjá.
72. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Skyndisókn FH.

Tillen sendir inn í boxið og Kristján Flóki skallar inn í markteiginn þar sem Emil á auðvelt verk eftir.

Fáum leik hérna sýnist mér.
70. mín
Radovinkovic skallar framhjá eftir sendingu Andrésar.
66. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Tæklaði Þórarinn hressilega á miðjunni.
63. mín
Guðmann og Davíð hlupu saman hér og Kópavogsrisinn fékk höfuðhögg.

Heldur áfram eftir aðhlynningu.
60. mín
Eftir þriðja mark Fylkis skella FH uppí 4-2-3-1 kerfi.

Kristján er nú kantstriker, Atli Guðna í holunni fyrir aftan Atla Viðar.
57. mín
Þórarinn Ingi setur boltann í markið eftir sendingu frá Atla Viðari en sá hafði misst boltann aftur fyrir endamark.
54. mín MARK!
Tonci Radovinkovic (Fylkir)
Stoðsending: Ingimundur Níels Óskarsson
FH aðeins farið ofar á völlinn en upp úr skyndisókn Fylkis fá þeir horn.

Hornið er skallað frá þar sem Ingimundur fær boltann aftur og klínir inn á markteig þar sem Radovinkovic er aleinn og á auðvelt með að stýra boltanum í netið.
49. mín
FH byrja sterkar í seinni.

Sennilega öflug ræða hjá þjálfarteyminu þar.
46. mín
Allt óbreytt hjá liðunum.

Við leggjum aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
FH eru aðeins að færa sig ofar á völlinn.

Þórarinn og Atli hafa svissað vængjum, Þórarinn nú á hægri og Atli á vinstri.
40. mín
Atli Viðar skýtur rétt framhjá marki Fylkismanna af vítateigslínunni.
38. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Full fylginn sér þarna, hleypur inn í Ólaf markmann að elta stungusendingu.
37. mín
Leikurinn eilítið að fjara út hérna í bili.

Mikið af feilsendingum og töpuðum boltum.
33. mín
Ingimundur með skot framhjá upp úr skyndisókn.
31. mín
Kristján Flóki skallar framhjá sendingu Atla G.
29. mín
Atli Viðar í góðu færi eftir horn en hittir ekki boltann.
25. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Fylkismenn beint í sókn.

Andrés Már kemst framhjá Emil og stingur boltanum í svæðið milli Guðmanns og Jóns.

Þar kemur Ingimundur og klínir boltann í netið framhjá sínum gamla félaga, Róbert.
23. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Uppúr engu.

Þórarinn fær pláss á vinstri vængnum og stingur inn fyrir vörn Fylkis.

Varnarmenn voru í því að veifa aðstoðardómaranum en Atli var einbeittur og setti þennan undir Ólaf.
21. mín
Radovinkovic skallar rétt yfir horn frá Daða.
16. mín
FH aðeins að vakna, koma hér í sókn sem endar þó á slakri sendingu frá hægri sem fer í útspark.
12. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Hlaut bara að koma.

FH ekki byrjaðir herna, upp úr horni ná þeir ekki að hreinsa og Andrés fær skallafæri nálægt vítapunkt sem fer af FH-ingi í markið.
12. mín
Fylkismenn í endalausri sókn hérna, fá horn eftir horn.
10. mín
Andrés með skot yir úr teignum.
8. mín
Ingimundur með skot rétt framhjá utan teigs.

Fylkismenn byrja miklu sterkar hér í dag.
8. mín
FH stilla upp í 4-4-2 í dag.

Róbert

Jón Ragnar - Guðmann - Brynjar - Tillen

Atli G - Davíð - Emil - Þórarinn

Atli Viðar - Kristján

5. mín
Andrés með skot hátt yfir utan teigs.
5. mín
Fylkismenn stilla upp í 4-2-3-1

Ólafur

Andri - Tonci - Kristján - Tómas

Ásgeir - Daði

Andrés - Axel - Ingimundur

Hákon
1. mín
Leikur hafinn
Komið í gang!
Fyrir leik
Við erum klár í slaginn!
Fyrir leik
Geir Þorsteins er mættur hér í dag og hann ætlar að verðlauna "Dómara ársins" en það er einmitt dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson.

Bikarinn í Breiðholt. Fýlum það!
Fyrir leik
Fylkismenn heiðra FH-inga fyrir leik.

Leikmenn standa heiðursvörð fyrir FH-ingum og Ásgeir Börkur heldur á forláta blómvendi.
Fyrir leik
FH fara inn í leikinn og gera sjö breytingar.

Það sést nú hins vegar hver breiddin er sterk í Firðinum að þetta byrjunarlið í dag er býsna gott!
Fyrir leik
Fyrir leik var undirritaður þriggja ára samningur við Ölgerðina.

Innifalið í samningnum er að Árbæjarvöllur - Lautin hefur nú fengið nýtt nafn. Ekki Tuborg Stadium þó.

Völlurinn mun héðan af heita Floridanavöllurinn.
Fyrir leik
Loksins komin í samband...tölvuvesen...
Fyrir leik
Velkomin í beina lýsingu úr "Lautinni" í Árbænum.

Þá er það síðasta umferðin á sumrinu 2015 - tíminn líður jú hratt á wifi-öldinni.

Vonandi fáum við skemmtilegan leik hér!
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Íslandsmeistara FH. Hafnarfjarðarliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.

Fylkir er í áttunda sæti en á möguleika að enda í því sjöunda. Ljóst er að Hermann Hreiðarsson mun halda áfram að þjálfa Árbæinga næsta tímabil.

Árbæingar verða án Ásgeirs Eyþórssonar og Ragnars Braga Sveinssonar sem eru í bannui auk þess sem þjálfarinn Hermann er á leið í tveggja leikja bann. Hermann verður því í banni í dag og í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar næsta sumar.

Varnarmaðurinn Pétur Viðarsson í FH verður í banni en hann var í úrvalsliði ársins í Pepsi-deildinni sem opinberað var í vikunni.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Samuel Lee Tillen
Davíð Þór Viðarsson
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('77)
21. Guðmann Þórisson ('77)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('77)

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
7. Steven Lennon ('77)
20. Kassim Doumbia ('77)
21. Böðvar Böðvarsson
21. Grétar Snær Gunnarsson
22. Jeremy Serwy ('77)
26. Jonathan Hendrickx

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('38)

Rauð spjöld: