Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
2
Stjarnan
Pablo Punyed '62
0-1 Jeppe Hansen '65
0-2 Arnar Már Björgvinsson '67
Emil Atlason '70 1-2
03.10.2015  -  14:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Kalt og smá gola.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 922
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('64)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Gunnar Gunnarsson
19. Baldvin Sturluson
19. Emil Atlason
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Mathias Schlie

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson
3. Edvard Dagur Edvardsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('64)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
15. Aron Elí Sævarsson
16. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjörnumenn vinna 1-2 á teppinu á Hlíðarenda!
89. mín
Stjörnumenn eru að sigla heim 4.sætinu.
86. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
83. mín
Stjörnumenn aftur að sækja í sig veðrið. Garðar Jóh er kallaður til af Sigga Dúllu.
80. mín
Inn:Kári Pétursson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)

74. mín
Valsmenn eru heldur betur að lifna við, þeir eru ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um þetta 4.sæti.
70. mín MARK!
Emil Atlason (Valur)
HVAÐ ER AÐ GERAST !!

Emil Atla fær frábæran bolta inn í teig, snýr af sér varnarmann Stjörnunnar eins og ekkert sé og gjörsamlega plaffar boltanum í nærhornið, virkilega vel gert!
69. mín
Ótrúlegur viðsnúningur sem varð á leiknum við þetta rauða spjald, Pablo er sennilega bara skellihlægjandi inn í klefa.
67. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þórhallur Kári Knútsson
ÞAÐ SKIPTIR STJÖRNUMENN BARA FJANDANS ENGU MÁLI ÞÓ ÞEIR SÉU MANNI FÆRRI!

Frábær sending frá hægri kantinum hjá Þórhalli Kára og Arnar Már stingur sér framfyrir Orra Sigurð í markteignum og tæklar boltann inn á nærstönginni.
66. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
65. mín MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
Þorri Geir með gjörsamlega frábæran undirbúning, harkast inná miðjunni og kemur boltanum út á vinstri kantinn þar sem Heiðar Ægisson er gjörsamlega gapandi frír, neglir boltanum fyrir í fæturnar á Jeppe Hansen sem snýr glæsilega inní teignum og setur hann fast í markið, frábært mark.
64. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll getur ekki haldið leik áfram.
62. mín Rautt spjald: Pablo Punyed (Stjarnan)
Pablo fer í gífurlega óþarfa tæklingu og Haukur Páll liggur eftir í grasinu, Pablo á einfaldlega að vita betur.
61. mín
Það er allavega meira í gangi hjá Valsmönnum þessa stundina, allur vindur úr Stjörnunni hérna í seinni hálfleik, ógna lítið.
57. mín
Þetta er gjörsamlega steindautt. GERIÐI EITTHVAÐ!
53. mín
Hér skorar Orri Sigurður en búið að flagga rangstöðu að mér sýnist.
53. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Stjarnan)
52. mín
Kristinn Ingi með eitt af bestu færum leiksins, Emil Atlason með stórkostlega sendingu á fjærstöngina þar sem Kristinn stendur aleinn og setur boltann yfir með skelfilegri innanfótar spyrnu.

45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn, ég gjörsamlega heimta mörk.
45. mín
Hálfleikur
Þessi leikur hefur gjörsamlega steindáið eftir fjörugar upphafsmínútur.
35. mín
Aukaspyrnan í gegnum alla þvöguna og beint í fangið á Gunnari Nielsen.
33. mín
Aukaspyrna sem Valsmenn eiga ca 5 metrum fyrir utan D-boga, Patrick er kallaður til, skal engan undra.
23. mín
Það er hreint út sagt ótrúlegt að það sé ekki komið mark í þennan leik. Bæði lið leika á alls oddi.
21. mín
Jonathan Glenn búinn að skora, hann er að anda í hálsmálið á Patrick Pedersen.
15. mín
Frábær sókn hjá Stjörnunni, eftir flottan undirbúning Guðjóns þá tekur Arnar Már frábært skot sem fer af varnarmanni, í slánna og yfir. Já þið lásuð rétt, hornspyrna.
14. mín
Fjórða hornspyrna Stjörnumanna í leiknum og varla liðnar 14.mínútur, þeir byrja leikinn örlítið betur.
11. mín
Fín sókn hjá Valsmönnum sem endar með því að Kristinn Ingi leggur boltann út í teig á nafna sinn sem tekur fast skot framhjá nærstönginni, gífurlega fjörug byrjun á þessum leik. Finn lykt af fyrsta marki mjög bráðlega án þess að ég ætli að vera hér að jinxa eitthvað.
9. mín
Kristinn Freyr með frábæra fyrirgjöf af hægri kantinum úr aukaspyrnu beint á Hauk Pál sem skallar boltann fast að marki en beint í krumlurnar á Gunnari Nielsen.
8. mín
Þriðja hornspyrna Stjörnumanna í leiknum ratar beint á hausinn á gapandi fríum Arnari Má, en sendingin full föst og Arnar nær ekki að stýra honum nægilega mikið niður.
6. mín
Fínt skot frá Þórhalli Kára rétt framhjá fjærstönginni, skotið á vítateigshorninu hægra megin.
3. mín
Stórhættulegt færi sem Stjörnumenn fá hér eftir horn, Brynjar Gauti fær boltann inní markteig og fær nægan tíma til að athafna sig og koma skoti á markið en það fer í Orra Sigurð sem var búinn að koma sér niður á línu. Stjörnumenn fá annað horn í kjölfarið sem Haukur Páll skallar í burtu.
2. mín
Patrick Pedersen með aldeilis fína aukaspyrnu rétt fyrir utan D-bogann, svífur yfir nær vinkilinn og endar ofan á þaknetinu. Patrick tekur greinilega allar aukaspyrnu og öll víti í dag, mikið í húfi fyrir drenginn.
1. mín
Valsmenn í sínum rauðu búningum sækja í átt að miðbænum, Stjörnumenn í sínum bláu búningum sækja síðan í átt að skemmtistaðnum Rúbín, eða í hina áttina réttara sagt, líkt og tíðkast í fótbolta.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Gleðilega hátíð Valsmenn nær og fjær, hvet alla sem eru á leiknum að taka þátt í umræðunni um leikinn á Twitter með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Inn:Jeppe Hansen (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Fyrir leik
Þær fregnir voru að berast okkur í blaðamannastúkunni að Veigar Páll Gunnarsson er ekki leikfær í dag sökum nárameiðsla, inná í hans stað kemur daninn Jeppe Hansen.
Fyrir leik
Ég skal segja ykkur það, Sigurður Egill Lárusson virðist byrja í vinstri bakverðinum. Athyglisvert útspil hjá smiðnum þarna, ekki það að hann hafi margra kosta völ.
Fyrir leik
Ef allt er eðlilegt hreppir Patrick Pedersen gullskóinn í dag nema Jonathan Glenn hendi í þrennu í Grafarvoginum. Patrick hefur verið frábær og á skó úr gulli skilið, það finnst Valsmönnum allavega! Menn sem skila titlum eiga það oftar en ekki skilið.
Fyrir leik
Stjarnan hefur verið eins og áður sagði á miklu skriði upp á síðkastið og unnu m.a Keflavík 7-0 í síðasta leik. Margir vilja meina að þetta eigi rætur sínar að rekja með endurkomu Veigars Páls í byrjunarlið Stjörnunnar en hann hefur verið frábær, sérstaklega gegn sínum gömlu félögum í KR.
Fyrir leik
Ólíklegt þykir að Bjarni Ólafur Eiríksson leiki í dag ef sögusagnir um að hann hafi fengið heilahristing fyrir leikinn gegn ÍA reynast réttar. Án hans og Andra Fannars verður athyglisvert að sjá hvern Óli Jóh velur í bakverðina að þessu sinni, Baldvin Sturluson mun að öllum líkindum að byrja en ég gæti ekki einu sinni bent á annan bakvörð í Vals-liðinu eins og það er núna til að bjarga lífi mínu.
Fyrir leik
Athyglisverðast í þessu öllu saman er samt eins og áður hefur komið fram í þessari textalýsingu þá er enn möguleiki fyrir Stjörnuna að ná 4.sætinu af Val með sigri í dag. Spekingar götunnar hafa talað um fátt annað en hve léleg þessi titilvörn Stjörnunnar hefur verið en þeir gætu aldeilis troðið sokk upp í þá hér í dag. Þessi leikur má byrja NÚNA fyrir mér.
Fyrir leik
Stjörnumenn eru búnir að vera á mikilli siglingu undanfarið síðustu tveir leikir hafa verið öruggir sigrar með samanlagða markatölu 10-0, og hananú!

Valsmenn hafa aftur á móti ekki unnið fótboltaleik síðan 13.ágúst og töpuðu nú síðast fyrir ÍA uppá Skaga.
Fyrir leik
Ég vægast sagt á erfitt með mig, djúsí splunkunýr Vodafone-völlur, kaffi og kruðerí í blaðamannastúkunni og núverandi bikarmeistarar og fráfarandi Íslandsmeistarar að fara að mætast. Þetta einfaldlega getur ekki klikkað, ég spái yfir 5 mörkum, hasar, og rífandi stemming. Ef Balli Bongó mætir ekki þá hitnar sætið undir PR-náunganum hjá Val.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Valur er í fjórða sæti með 33 stig og Stjarnan í sjötta sæti með 30 stig. Garðbæingar eiga því möguleika á að hrifsa fjórða sætið af bikarmeisturunum í dag.

Um er að ræða fyrsta leikinn á glænýju gervigrasi Valsmanna á Hlíðarenda.

Andri Fannar Stefánsson fær ekki að prófa að spila á nýja gervigrasinu hjá Val strax en hann tekur út bann.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Veigar Páll Gunnarsson ('0)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson ('66)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('86)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal ('66)
5. Kári Pétursson ('80)
19. Jeppe Hansen ('0) ('80)
27. Garðar Jóhannsson ('86)
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('53)

Rauð spjöld:
Pablo Punyed ('62)