Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
1
2
Furstadæmin
Viðar Örn Kjartansson '13 1-0
1-1 Ismaeel Al Hamadi '25
1-2 Ali Ahmed Mabkhout '49
16.01.2016  -  14:15
Al Maktoum (Dubai)
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Eins og best verður á kosið
Áhorfendur: Örfáir en þar af nokkrir Íslendingar
Byrjunarlið:
3. Kristinn Jónsson
6. Ragnar Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
16. Emil Pálsson ('46)
19. Elías Már Ómarsson ('78)
21. Arnór Ingvi Traustason ('60)
21. Viðar Örn Kjartansson ('71)
23. Andrés Már Jóhannesson ('71)

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
7. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('60)
9. Matthías Vilhjálmsson ('60)
11. Kjartan Henry Finnbogason ('71)
15. Hjörtur Logi Valgarðsson
17. Björn Daníel Sverrisson ('46)
20. Garðar Gunnlaugsson
25. Theodór Elmar Bjarnason ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Árnason (f) ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90. mín
Líklega síðasti möguleiki Íslands á jöfnunarmarki en heimamenn ná að skalla hornspyrnu Rúnars Más frá.
87. mín
Rúnar Már með fínt skot sem Naser ver.
86. mín
Hornspyrna Kristins skölluð frá og Þórarinn Ingi Valdimarsson fær ágætis skotfæri utan teigs en skýtur boltanum yfir markið.
84. mín
Inn:Hassan Ibrahim (Furstadæmin) Út:Amer Abdulrahman (Furstadæmin)
83. mín
Ágætis sókn frá Íslandi sem endar með hornspyrnu. Kristinn spyrnir beint í hendurnar á Majed Naser.

81. mín Gult spjald: Mohammed Fawzi (Furstadæmin)

78. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Elías Már Ómarsson (Ísland)
Elías Már var sprækur til að byrja með og fékk kjörið tækifæri til að koma Íslandi í 2-1 í upphafi síðari hálfleiks. Átti að gera betur þar.
76. mín
Haukur Heiðar með góða fyrirgjöf en Kjartan Henry nær ekki að stýra skallanum á markið. Skömmu áður varði Ingvar fasta aukaspyrnu Mabkhout.
75. mín Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
Braut á Omar Abdulrahman
71. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Viðar Örn var mjög ógnandi í byrjun og óheppinn að skora ekki strax á 3.mínútu. Skoraði gott mark en fékk úr litlu að moða eftir það.
71. mín
Inn:Haukur Heiðar Hauksson (Ísland) Út:Andrés Már Jóhannesson (Ísland)
Andrés Már byrjaði leikinn af miklu krafti og átti gott samspil við Elías Má áður en hann lagði upp mark Viðars með frábærri fyrirgjöf.
69. mín
Mabkhout í dauðafæri en Ingvar ver vel.
66. mín
Afar lítið að gerast þessa stundina. Íslendingar eiga í erfiðleikum með að byggja upp spil.
60. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Ísland) Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Eiður Smári spilaði allan leikinn gegn Finnum og var orðinn þreyttur. Fékk ekki úr miklu að moða en lagði upp dauðafæri fyrir Elías Má.
60. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Arnór Ingvi komst aldrei í takt við leikinn og náði ekki að fylgja á eftir góðri frammistöðu gegn Finnum.
58. mín
Íslenska liðið í alls konar vandræðum. Glæfraleg sending Kára til baka á Ingvar en hann nær að koma boltanum í innkast.
57. mín
Eiður Smári kemst upp að endamörkum en fyrirgjöfin slök.
49. mín MARK!
Ali Ahmed Mabkhout (Furstadæmin)
Léleg hreinsun Kristins Jónssonar beint fyrir fætur Ali Ahmed Mabkhout sem hittir boltann vel og heimamenn komnir yfir!
47. mín
Elías Már í dauðafæri strax í upphafi síðari hálfleiks. Frábær undirbúningur Eiðs Smára en Elías skaut framhjá.
46. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (Ísland) Út:Emil Pálsson (Ísland)
Lars og Heimir gerðu eina breytingu á liðinu í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn hafinn eftir bænastund sem fram fór í leikhléinu.
45. mín
Inn:Hamdam Al-Kamali (Furstadæmin) Út:Mohanad Salem (Furstadæmin)
45. mín
Inn:Majed Hassan (Furstadæmin) Út:Ismaeel Al Hamadi (Furstadæmin)
45. mín
Inn:Abdelaziz Husain (Furstadæmin) Út:Ahmed Khalil (Furstadæmin)


45. mín
Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik lokið. Eftir góða byrjun Íslendinga hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og verið sterkari aðilinn eftir mark Viðars.
43. mín
Kári Árnason kom til bjargar á síðustu stundu. Góð sókn heimamanna strandaði á Kára.
38. mín
Andrés Már með fína fyrirgjöf á Viðar Örn en færið erfitt og Majed Naser ekki í vandræðum með laust skot Viðars.
35. mín Gult spjald: Ali Ahmed Mabkhout (Furstadæmin)
Tæklaði Ingvar Jónsson heldur harkalega. Fyrsta spjald leiksins.
33. mín
Frábær sókn heimamanna endar með föstum skalla Ahmed Khalil rétt framhjá markinu.
30. mín
Kristinn Jónsson vinnur boltann af harðfylgi og finnur Rúnar Már Sigurjónsson sem skýtur boltanum rétt yfir markið af löngu færi.
25. mín MARK!
Ismaeel Al Hamadi (Furstadæmin)
Stoðsending: Omar Abdulrahman
Þetta lá í loftinu! Heimamenn jafna með marki Ismaeel Al Hamadi.
24. mín
Ahmed Khalil með gott skot úr aukaspyrnu af löngu færi en boltinn hafnaði í slánni!
22. mín
Emil Pálsson missir boltann á miðjunni og Omar Abdulrahman fær gott skotfæri í kjölfarið en Ingvar vel á verði.
20. mín
Ali Ahmed Mabkhout í upplögðu marktækifæri en Elías Már vann vel til baka og kom boltanum í horn. Uppúr hornspyrnunni fékk Mohamed Ahmad gott skallafæri en Ingvar Jónsson varði auðveldlega.
14. mín
Viðar var búinn að vera ógnandi og það skilaði sér með marki eftir skemmtilegt samspil Andrésar og Elíasar á hægri kantinum.
13. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Frábær fyrirgjöf frá Andrési Má og Viðar Örn skallar boltann í netið! 1-0
13. mín
Nokkrir hressir Íslendingar eru í stúkunni í Dubai og láta vel í sér heyra. Það heyrist ekki rassgat ómar þessa stundina. Léttur banter á hljóðláta stuðningsmenn heimamanna.
Hvetjum fólk til að vera með í umræðu um leikinn með kassamerkinu #fotboltinet á Twitter.
6. mín
Viðar Örn sprækur í upphafi og vill fá aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Ekkert dæmt.
3. mín
Kristinn Jónsson tekur hornspyrnuna og finnur höfuðið á Viðari Erni sem skallar boltann í slánna! Þarna munaði litlu.
2. mín
Viðar Örn vinnur hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Flautað hefur verið til leiks í Dubai og eru það Íslendingar sem hefja leik með boltann.
Fyrir leik
Eins og áður sagði er leikið á Al Maktoum leikvangnum í Dubai en hann tekur 12 þúsund manns í sæti og er heimavöllur Al Nasr. Stúkan er langt frá því að vera þétt setin í dag.
Fyrir leik
Furstadæmin hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og skorað í þeim 15 mörk.
Fyrir leik
Fleiri leikmenn sem eru vel þekktir í Evrópu og leika í deildinni í furstadæmunum eru meðal annars Kenwyne Jones, Jefferson Farfan, Mirko Vucinic, Royston Drenthe, Jo og Jorge Valdivia.
Fyrir leik
Allir leikmenn í hópi furstadæmanna leika í heimalandinu en þar er deildin í fullum gangi þessa dagana. Flestir landsliðsmennirnir koma úr toppliðinu, Al-Ain en á meðal þekktra leikmanna þess liðs eru Ryan Babel og Emmanuel Emenike.
Fyrir leik
Erfiðlega hefur gengið að nálgast byrjunarlið heimamanna í dag en það mun birtast hér til hliðar um leið og það berst.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands var tilkynnt í gær og er skipað eftirfarandi leikmönnum.
Ingvar Jónsson
Andrés Már Jóhannesson
Kristinn Jónsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Emil Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Arnór Ingvi Traustason
Elías Már Ómarsson
Eiður Smári Guðjohnsen (F)
Viðar Örn Kjartansson
Fyrir leik
Þjóðirnar hafa tvívegis mæst áður og í bæði skiptin urðu úrslitin 1-0, Íslandi í hag.

Leikið var ytra í mars árið 1992. Eina mark leiksins skoraði Atli Guðjón Helgason.

Þjóðirnar mættust svo á Laugardalsvelli í ágúst árið 1994. Akureyringurinn Guðmundur Benediktsson, nú knattspyrnulýsandi og aðstoðarþjálfari KR skoraði mark Íslands.
Fyrir leik
Góðan dag
Verið velkomin í beina textalýsingu frá vináttuleik Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Leikurinn fer fram á Al Maktoum leikvangnum í Dubai og hefst klukkan 14:15
Byrjunarlið:
1. Majed Naser (m)
5. Amer Abdulrahman ('84)
6. Mohanad Salem ('45)
7. Ali Ahmed Mabkhout
10. Omar Abdulrahman
11. Ahmed Khalil ('45)
13. Khamis Esmaeel
14. Abdelaziz Sanqour
15. Ismaeel Al Hamadi ('45)
18. Mohammed Fawzi
23. Mohamed Ahmad

Varamenn:
2. Hassan Ibrahim ('84)
8. Hamdam Al-Kamali ('45)
9. Abdelaziz Husain ('45)
17. Majed Hassan ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ali Ahmed Mabkhout ('35)
Mohammed Fawzi ('81)

Rauð spjöld: