Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
2
ÍBV
0-1 Mikkel Maigaard Jakobssen '25
0-2 Mikkel Maigaard Jakobssen '33
Pablo Punyed '68
Guðmundur Andri Tryggvason '78 1-2
Valtýr Már Michaelsson '82
01.02.2016  -  20:00
Egilshöll
Fótbolta.net mótið - A deild - Úrslit
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Michael Præst
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('85)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin ('61)
11. Almarr Ormarsson
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('45)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('38)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Júlí Karlsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('85)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('61)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('38)
24. Valtýr Már Michaelsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('43)
Valtýr Már Michaelsson ('56)

Rauð spjöld:
Valtýr Már Michaelsson ('82)
Leik lokið!
Leik lokið, ÍBV eru Fótbolta.net meistarar árið 2016.
88. mín
Hólmbert með sneiðings skalla rétt framhjá úr hornspyrnu, þarna var spurning um millimetra.
85. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
82. mín Rautt spjald: Valtýr Már Michaelsson (KR)
Valtýr stoppar stutt í þetta skiptið, hugsaði lítið um boltann og tók einn Eyjamann niður.
78. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
Frábær fyrirgjöf frá Ásbirni beint á fjær þar sem Guðmundur Andri er fyrstur í boltann og kemur honum í netið.
76. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
75. mín Gult spjald: Mikkel Maigaard Jakobssen (ÍBV)
72. mín
Frááábær marktilraun hjá Benedikt sem fer rétt framhjá markinu, munaði litlu þarna.
70. mín
Almar með fínt skot fyrir utan teig sem Halldór ver, Halldór verið góður í leiknum.
68. mín Rautt spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Fær seinna gula fyrir hendi, bekkurinn hjá ÍBV gjörsamlega sturlast.
65. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur ekki boðið upp á mikil gæði fótboltalega séð.
61. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Vonandi bætir þetta leik KR-inga.
58. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
,,Simon du kommer på venstre," öskrar Bjarni Jó inn á völlinn.
56. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (KR)
Svokallað professional foul, brýtur niður sókn Eyjamanna.
55. mín
Pablo brýtur á Ásbirni rétt fyrir utan teig hægra megin, aukaspyrna sem KR á.
53. mín
Mikkel nálægt því að klára þrennuna, kemst einn á einn gegn Stebba en Stefán bjargar því sem bjarga þarf.
52. mín
Valtýr með ágætis sendingu yfir á fjær á Gary Martin sem nær ekki að taka hann nægilega vel niður og boltinn hrifsaður af honum í teignum.
47. mín
Aukaspyrna frá KR sem Halldór nær ekki að halda og í kjölfarið fylgir laust skot frá Pálma Rafni sem er skallað burt af marklínunni. KR ætlar að halda lífi í þessu allavega.
45. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (KR) Út:Aron Bjarki Jósepsson (KR)
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn, Bjarni Guðjóns messaði yfir sínum mönnum úti á vellinum á meðan nafni hans fór með sína menn inn í klefa.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur
43. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
38. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar fer meiddur af velli.
33. mín MARK!
Mikkel Maigaard Jakobssen (ÍBV)
Biddu fyrir þér. Setur þennan í nærhornið og Stefáni tekst ekki að verja. 5 mörk í tveimur leikjum.
25. mín MARK!
Mikkel Maigaard Jakobssen (ÍBV)
JÁ VAR ÞAÐ EKKI BARA!!! Mikkel ákveður bara að koma aðeins inn á völlinn af hægri kantinum og gjörsamlega gluðra honum í fjær skeytin. Óverjandi og gjörsamlega sturlað mark.
23. mín
Almarr keyrir hratt upp völlinn á fáa IBV menn en er of lengi að þessu og reynir að finna Gary hinu megin í teignum þegar það er einfaldlega orðið of seint og Aron Bjarna kemur boltanum í fæturnar á Halldóri sem hreinsar.
21. mín
Gunnar Þór Gunnarsson með allt galopið vinstra megin og nær að keyra nálægt markinu en skotið beint í hliðarnetið.
18. mín
Indriði fer ansi hraustlega í Sigurð Grétar og vinnur hann, ekkert dæmt og KR fer í sókn sem endar með skoti rétt framhjá. Boltinn hefur viðkomu í Eyjamanni og því dæmt horn.
16. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Kom af ansi mikilli hörku í tæklingu á Almar.
14. mín
Sigurður Grétar með fyrsta hættulega færi leiksins. Stefán Logi kemur út á móti fyrir utan teig en Sigurður nær til boltans á undan en Skúli Jón vinnur boltann á ögurstundu og kemur honum frá.
11. mín
Fínn sprettur hjá Jóni Ingasyni upp vinstri vænginn. Nær fastri fyrirgjöf en Indriði er fyrstur í boltann og losar frá.
9. mín
Afleit sending frá Skúla Jóni upp völlinn beint í hendurnar á Halldóri.
8. mín
Liðin skiptast á sóknum. ÍBV örlítið betri.
1. mín
Leikurinn fær þó ekki að lifa lengi því gera þarf hlé strax og skipta um bolta.
Fyrir leik
Dómaratríóið skartar neon bleikum treyjum og sokkum í kvöld. Sá þetta ekki koma, viðurkenni það.
Fyrir leik
2 mínútur í leik og Óli og Bjössi óskra Valsmenn enn áfram. Þeir ætla ekki að missa mínútu af sinni æfingu, kemur ekki til greina.
Fyrir leik
ÍBV teflir fram tveimur nýjum dönum í kvöld auk þess sem að sagan segir að amerískur markmaður skuli vera í stúkunni að fylgjast með Eyjamönnum í kvöld. Spennandi.
Fyrir leik
8 mínútur í leik og kvenna og karlalið Vals eru enn að æfa inná vellinum. Litla Ísland stendur fyrir sínu.
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik KR og ÍBV í úrslitum Fótbolta.net mótsins 2016.

KR endaði með fullt hús stiga í riðlakeppninni á meðan ÍBV fékk sjö stig í þremur leikjum.

Þessi lið hafa ekki unnið Fótbolta.net mótið áður og því fer nýtt nafn á bikarinn í kvöld.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f) ('58)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('76)
11. Sindri Snær Magnússon
19. Simon Smidt
22. Mikkel Maigaard Jakobssen

Varamenn:
17. Bjarni Gunnarsson ('76)
18. Ásgeir Elíasson
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason ('58)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
32. Franz Sigurjónsson
32. Bjarki Aðalsteinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('16)
Mikkel Maigaard Jakobssen ('75)

Rauð spjöld:
Pablo Punyed ('68)