Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
90' 2
1
Breiðablik
KR
1
3
Víkingur R.
0-1 Vladimir Tufegdzic '20
1-1 Arnþór Ingi Kristinsson '47 , sjálfsmark
1-2 Gary Martin '59
1-3 Stefán Þór Pálsson '75
17.03.2016  -  19:00
Egilshöll
Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Ástbjörn Þórðarson ('78)
4. Michael Præst
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('67)
11. Kennie Chopart (f) ('78)
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
11. Morten Beck Guldsmed ('67)
20. Axel Sigurðarson ('78)
21. Atli Hrafn Andrason
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('78) ('90)
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('36)
Hólmbert Aron Friðjónsson ('54)
Guðmundur Andri Tryggvason ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær sigur Víkings.
90. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (KR) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
Guðmundur er borinn útaf. Óskum honum aftur alls hins besta. Hræðilegt að sjá unga og efnilega leikmenn fara svona útaf.
90. mín
Guðmundur er búinn að fá aðhlynningu í nokkrar mínútur núna. Það standa allir yfir honum og virðast áhyggjufullir.
90. mín
Guðmundur Andri liggur eftir og virðist sárþjáður. Þetta gæti verið mjög alvarlegt. Heldur um hnéð, öskrar og slær í grasið. Lítur alls ekki vel út.

Við óskum Guðmundi að sjálfsögðu alls hins besta.
89. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
Brýtur af sér og lætur síðan Ívar Örn heyra það og slær aðeins til hans. Með skap eins og pabbi sinn.
86. mín
Ívar Örn fær aukaspyrnu á hættulegum stað sem hann setur rétt framhjá. Víkingar virðast ætla að sigla þessu heim.
83. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.)
82. mín
Stórsókn KR-inga núna, hvert skotið á fætur öðru fer í varnarmenn Víkinga sem eru að gera virkilega vel í að koma sér fyrir skotin.
80. mín
Óskar Örn á fína fyrirgjöf á kollinn á Guðmund Andra en varamaðurinn hittir boltann afar illa og hann fer yfir og framhjá.
78. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
78. mín
Inn:Axel Sigurðarson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
75. mín
Inn:Bjarni Páll Runólfsson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
75. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Eru Víkingar að klára þetta? Aron Bjarki í tómu tjóni í vinstri bakverðinum. Fyrirgjöf frá hægri sem fer af Ástbirni KR-ingnum unga og beint á Stefán sem fær þetta mark á silfurfati.
73. mín
Lítið um færi síðustu mínútur en það er mikil barátta í þessum leik.

Þetta er heilt yfir búið að vera frábær skemmtun miðað við tíma árs.
69. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Viktor búinn að eiga ágætan leik og verið nokkuð ógnandi.
68. mín
Gary Martin kominn einn inn fyrir, Stefán Logi kemur út á móti en Gary gerir vel í að renna boltanum framhjá honum. Boltinn virðist vera að rúlla inn í markið en í stöngina fer hann.

Það hefði verið eitthvað ef Gary Martin hefði skorað tvennu gegn KR.
67. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hólmbert ekki verið neitt sérlega góður í dag.

Sjáum hvað Morten Beck getur fært okkur en hann er á reynslu hjá liðinu.
66. mín
Chopart fer illa með varnarmenn Víkinga áður en hann á einhverja blöndu af fyrirgjöf og skoti sem Róbert nær að verja og Víkingar koma boltanum í burtu.
64. mín Gult spjald: Iain James Williamson (Víkingur R.)
Alltof seinn í Finn Orra.
64. mín
Pálmi Rafn á hornspyrnu sem ratar á kollinn á Hólmberti sem er í vonlausu skallafæri og hittir ekki markið.
62. mín
Óskar Örn er í ágætis færi en gríðarlega fast skot hans virtist fara í varnarmann eða Róbert verja frábærlega því hornspyrna er dæmd.
61. mín
Gary Martin var einfaldlega alltaf að fara að skora í þessum leik. Sá ekki betur en hann hafi gefið Bjarna Guðjóns skemmtilegt augnaráð eftir fagnaðarlætin.

Væri til í að geta lesið hugsanir Bjarna Guðjóns akkurat núna.
59. mín MARK!
Gary Martin (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

HVER ANNAR!! Á góðan sprett, fer illa með Ástbjörn, kemst frá honum og á flotta fyrirgjöf á Viktor Jóns sem er í dauðafæri en Stefán Logi nær að verja frá honum. Hann fær svo annað færi en þá bjargar Indriði á línu.

Boltinn berst svo á Tufa sem á flotta fyrirgjöf sem Gary klárar eins og alvöru framherji!
57. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Hinn óheppni markaskorari fer útaf.
54. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
KR-ingar sækja hratt en Hólmbert brýtur af sér þegar Chopart er kominn í góða stöðu. KR bekkurinn brjálast og Hólbert fær gult fyrir sinn skerf af mótmæli. KR-ingar hafa heilt yfir verið mjög ósáttir við dómarann og þá sérstaklega Gummi Ben og Bödker.
52. mín
Óskar Örn á fyrirgjöf á Pálma Rafn sem nær ekki að hitta markið með skalla af stuttu færi. Víkingar hafa ekki gert mikið í seinni hálfleik.
51. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Enn eitt brotið og Aðabjörn er búinn að fá nóg.
47. mín SJÁLFSMARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
MAAAAAAAAAARK!!

KR-ingar jafna. Daðraðardans í vítateig Víkinga endar með að Skúli Jón potar boltanum í áttina að marki en þar er Arnþór Ingi svo óheppinn að setja boltann í eigið net.
45. mín
Inn:Iain James Williamson (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Skipting í hálfleik hjá rauðum og svörtum.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Vonum að seinni verði jafn skemmtilegur og fyrri.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar fengu fleiri færi í þessum hálfleik en Víkingar nýttu eitt af sínu fáu færum. Róbert Örn og Tufa bestir hingað til.
45. mín
Aron Bjarki brýtur á Tufa núna og dæmir Aðalbjörn brot. Eitthvað sér Henrik Bödker athugavert við starf dómarans og hann tekur hárblásara á hann. Get your shit together, heyrðist mér hann segja ásamt you are a **** disgrace. Aðalbjörn hleypur að Dananum og róar hann niður. Reiðir danskir menn er þema kvöldsins.
44. mín
Aron Bjarki lendir mjög illa og liggur eftir, heyrði skellinn upp í stúku er hann lenti á bakinu og fékk hnikk á hálsinn í leiðinni. Hann stendur þó upp og heldur áfram.
43. mín
Tufa er búinn að brjóta svona sex sinnum af Aroni Bjarka en enn og aftur sleppur hann við spjald. Aðalbjörn gefur honum það sem ég býst við að sé hans síðasta viðvörun.
42. mín
Aron Bjarki skallar fyrirgjöf Óskars Arnars framhjá markinu. Róbert var með þennan á hreinu allan tímann.
38. mín
Gary Martin update: Gary hefur haft hægt um sig. Hann hefur barist, eins og venjulega en ekki fengið úr miklu að moða. Hann komst í eitt ágætt færi en Stefán varði skotið hans örugglega.

Tufa er t.a.m búinn að vera töluvert meira áberandi.
36. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
Alltof seinn í Alex Freyr og ekkert annað í stöðunni.
36. mín
Viktor Jónsson sólar þá þrjá all svakalega! Þvílík tilþrif. Hann á síðan flotta utanfótar sendingu á Gary Martin sem á þokkalegt skot sem Stefán Logi náði að verja.

Þetta var gullfallegt hjá Viktori Jóns.
35. mín
Viktor Jóns er með menn í kringum sig en hann reynir skot utan teigs. Hann hittir boltann afar illa og rúllar hann langt framhjá.
33. mín
Chopart á fyrirgjöf, beint á Hólmbert sem er í góðu skallafæri en Róbert Örn ver annars ágætann skalla hans með tilþrifum. Mjög góður leikur hjá Róberti hingað til.
32. mín
Indriði brýtur á Gary Martin og eftir að er flautað fer Viktor Bjarki smá í Chopart sem dettur með tilþrifum og ætlar síðan að ráðast á Viktor áður en liðsfélagar þeirra og dómarar skilja þá að. Viktor Bjarki skellhlær að þessu en Chopart er að verða reiðari og reiðari. Skap í Dananum í dag.
31. mín
Chopart á annað hörkuskot sem fer beint á Róbert Örn sem nær að verja, boltinn fer frá honum en hann nær síðan að handsama boltann.
25. mín
Viktor Bjarki heldur leik áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu.
24. mín
Viktor Bjarki liggur eftir meiddur eftir að hafa orðið fyrir hnjaski.
22. mín
Miskilningur í vörn Víkings og Hólbert Aron er í mjög fínu færi. Hann nær að lyfta boltanum yfir Róbert Örn en yfir markið fer boltinn.

Færi á mínútu fresti hérna.
22. mín
Pálmi Rafn sendir fyrir á Michael Præst sem skallar naumlega framhjá.

Mjög skemmtilegur leikur hingað til.
20. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
MAAAAAAAAAAAAARK!!!

Besti maður Víkinga hingað til, fær gull af sendingu innfyrir sem hann tekur meistaralega niður með kassanum áður en hann klárar mjög vel framhjá Stefáni Loga. Virkilega gott mark.
18. mín
Færi!

Hólmbert Aron er nú í sömu stöðu og Tufa var í. Róbert kemur úr markinu og Hólmbert nær að renna boltanum undir hann. Boltinn virðist vera að rúlla inn en þá kemur Viktor Bjarki og bjargar rosalega í horn!
16. mín
Dauðafæri!

Tufa er kominn einn í gegn eftir að Víkingar voru fljótir að hugsa og tóku aukaspyrnu á meðan KR-ingar voru sofandi. Hann leggur boltann framhjá Stefáni Loga en boltinn rúllar framhjá markinu líka. Þarna átti hann að gera betur.
15. mín
KR hefur veirð betra liðið hingað til og fremstu menn Víkinga hefa varla sést. Viktor Jóns og Gary Martin hafa ekki verið með. Kennie Chopart er sérstaklega áberandi í spili KR.
13. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Stöðvaði aukaspyrnu sem KR ætlaði að taka fljótt.
12. mín
Næstum mark!

Chopart tekur boltann fallega á lofti áður en hann hamrar boltanum án þess að hann snerti jörðina, svipað og Delli Alli gerði fyrr á leiktíðinni. Róbert Örn ver frábærlega í stöng og framhjá.
11. mín
Ég ætla ekki að skrifa Tufegdzic aftur í dag. Tekur mig korter í hvert skipti svo hann verður Tufa það sem eftir er af þessari lýsingu.
10. mín
Gary Martin - Viktor Jónsson - Tufegzic. Þriggja manna framlína Víkinga. Hún hefur lítið komist inn í leikinn hingað til.
8. mín
Chopart finnst brotið á sér í þriðja skipti á suttum tíma en Aðalbjörn dómari er ekki á því að gera honum neina greiða. Chopart gefur grasinu góðan hægri krók við tilefnið. Hann er brjálaður.
7. mín
Kennie Chopart reynir skot en hann er ekki í miklu jafnvægi og er það auðvelt fyrir Róbert í markinu.
2. mín
Óskar Örn reynir skot af löngu færi sem er virkilega fast en Róbert Örn slær boltann frá. Gott skot en vel varið.
2. mín
Finnur Orri liggur eftir, en hann lenti í einhverju samstuði. Virðist vera blóð á puttunum á honum. Hann fær plástur og heldur leik áfram.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Og þetta er byrjað!
Fyrir leik
Annars eru liðin komin inn á völl og leikurinn fer að hefjast.
Fyrir leik
Óskar Örn Hauksson er snoðaður, það er bara eitthvað sem passar ekki.
Fyrir leik
Milan is amazing, segir Milos, þjálfari Víkinga en hann var þar nýlega að klára þjálfaranámskeið. Sýnist hann vera að tala við Morten Beck Anderson. Svo fer hann að tala serbnesku við mann í stúkunni áður en hann hvetur sína menn áfram á íslensku. What a man.
Fyrir leik
KR er með fjögur stig fyrir leik dagsins en þeir hafa gert jafntefli gegn Haukum og unnið HK.

Víkingar eru með fullt hús stiga eftir sigur á HK, Grindavík og Haukum.
Fyrir leik
KR-ingarnir verða væntanlega með Hólmbert Aron uppi á topp og Chopart og Óskar Örn til að aðstoða hann.
Fyrir leik
Ég á ekki von á öðru en að Víkingar henda í 4-4-2 með Gary og Viktor Jóns saman frammmi. Vladimir Tufegdzic verður þarna með þeim fram á við og gætu þeir ollið hvaða liði sem er usla.
Fyrir leik
Ég rakst á Igor Taskovic á leið minni á völlinn. Ég spurði hvort hann væri meiddur og hann varð nánast móðgaður. Hann sagði mér að hann hafi einu sinni á ferlinum orðið meiddur og það var í viku. Hann meiðist aldrei þar sem hann er bara of harður fyrir slíkt, þó hann orðaði það nú ekki svoleiðis.

Hann er að bíða eftir endurnýjun á atvinnuleyfi frá útlendingastofnun og býst við að geta verið með í næsta leik.
Fyrir leik
Klukkan 19:00 hefst leikur KR og Víkings í A-deild Lengjubikarsins. Fótbolti.net er með beina lýsingu frá leiknum.

Allra augu beinast að Gary Martin sem gekk nýlega í raðir Víkings frá KR en talsvert gustaði í kringum hann í Vesturbænum. Þessi sömu lið munu eigast við í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í sumar.

Byrjunarliðin eru komin inn. Gary Martin er í byrjunarliðinu gegn sínum gömlu félögum.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Stefán Þór Pálsson ('83)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('45)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('75)
9. Viktor Jónsson ('69)
10. Gary Martin
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('57)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
11. Dofri Snorrason ('69)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('57)
12. Kristófer Karl Jensson
13. Iain James Williamson ('45)
14. Bjarni Páll Runólfsson ('75)
14. Jökull Þorri Sverrisson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('83)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alan Lowing ('13)
Vladimir Tufegdzic ('51)
Iain James Williamson ('64)

Rauð spjöld: