Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
4
0
ÍA
Simon Kollerud Smidt '9 1-0
Aron Bjarnason '15 2-0
Sindri Snær Magnússon '36 3-0
Charles Vernam '82 4-0
01.05.2016  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Frekar kalt og smá vestanátt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 914
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Andri Ólafsson ('78)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('46)
11. Sindri Snær Magnússon
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Kollerud Smidt ('86)
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('86)
9. Mikkel Maigaard ('78)
17. Bjarni Gunnarsson
18. Ásgeir Elíasson
33. Charles Vernam ('46)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Jonathan Patrick Barden ('40)
Mees Junior Siers ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyllilega verðskuldaður sigur ÍBV í höfn á slöku liði ÍA. Eyjamenn voru einfaldlega betri í alla staði í dag og þrjú örugg stig í fyrstu umferð hjá ÍBV.
90. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Algjört óþarfaspjald.
90. mín
Derby liggur í grasinu eftir að hafa fengið mann í sig en eftir að hafa fengið aðhlynningu heldur hann áfram.
90. mín Gult spjald: Eggert Kári Karlsson (ÍA)

86. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
Í kjölfarið kemur Simon, sem er búin að eiga mjög góðan leik, út af og inn á kemur hinn ungi og efnilegi Felix Örn Friðriksson en hann er fæddur 1999 og hefur verið í U17 landsliðinu nýlega.
85. mín
Simon reynir skot af löngu færi og hann svífur rétt yfir slánna. Hefði verið annað fallegt mark hjá honum í dag.
82. mín MARK!
Charles Vernam (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
Þvílíkt mark! Mikkel gerði vel í að koma boltanum á Charles Vernam sem sólaði hvern Skagamanninn á fætur öðrum áður en hann renndi boltanum skemmtilega gegnum klofið á Árna Snæ að mér sýndist.
80. mín
Charles Vernam og Aron Bjarna taka skemmtilegan þríhyrning og boltinn endar í netinu hjá Skagamönnum en Aron ver vel fyrir innan og rangstaða dæmd.
78. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
Eyjamenn gera einnig skiptingu. Andri fer útaf og uppsker mikið klapp frá áhorfendum.
78. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Lokaskipting ÍA.
76. mín
Eggert Kári með lúmskan skalla sem fer ekki svo langt framhjá markinu.
75. mín
Jón Vilhelm Ákason þjösnast aðeins í Mees áður en hann lætur sig falla með miklum tilþrifum og dómarinn tilneydur til ap dæma brot.
73. mín
Árni Snær reynir að sparka boltanum burt en drífur rétt út úr eigin teig áður en varnarmaður ÍA hittir ekki boltann. Eyjamenn eru nú með boltann.
71. mín
Derby Carillo leikur sér aðeins með boltann í eigin vítateig, tekur alls konar snúninga og hleypur með boltann fram og aftur áður en Skagamenn seta smá pressu á hann og Derby tekur boltann upp.
69. mín
Stórhætta við mark ÍA. Aron Bjarnson geysist upp vinstri kantinn og reynir að finna Charles Vernam inni í teignum en leikmenn ÍA ná að bægja hættunni frá.
65. mín
Hafsteinn togaði leikmann ÍA niður og réttilega dæmd aukaspyrna.
63. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Martin Hummervoll (ÍA)
Tvöföld skipting hjá ÍA. Sjáum hvort það skili sér.
63. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
61. mín
Boltinn er skallaður aftur fyrir úr aukaspyrnunni og ÍA fær hornspyrnu. Boltinn aftur skallaður frá og þetta rennur út í sandinn.
60. mín
Pétur Guðmundsson dæmir aukaspyrnu á Hafstein Briem við litla hrifningu Eyjamanna. Sýndist hann ná boltanum á fullkomlega löglegan hátt.
57. mín
ÍBV fær aukaspyrnu rét fyrir framan miðju. Ekkert verður af henni hinsvegar.
56. mín
Garðar Gunnlaugsson með eitt fárra færa Skagamanna í dag, sneri ágætlega á varnarmann ÍBV en skot hans er framhjá markinu.
53. mín
Stórhættuleg sending fyrir markið frá Aroni Bjarnasyni en það var enginn sem mætti þessum bolta og hann rúllar framhjá öllum pakkanum.
52. mín
ÍBV tapar boltanum á hættulegum stað og Martin Hummervoll fær boltann fer auðveldlega framhjá Hafsteini og lætur síðan vaða en Derby sá við honum í þetta skiptið.
50. mín
Mees Siers liggur eftir og heldur um höfuð sér en hann virðist í fínu lagi stuttu síðar.
46. mín
Áhorfendatölur voru að detta inn. 914 manns eru á vellinum í dag sem er hreint út sagt frábær mæting enda full mæting.
46. mín
Inn:Charles Vernam (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Eyjamenn gera eina breytingu í hálfleik. Heyrst hefur að Sigurður Grétar hafi fengið takka í sig og sé á leið upp á sjúkrahús. Charles Vernam kemur inn á í hans stað í sínum fyrsta leik fyrir ÍBV.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Eyjum. Skagamenn þurfa heldur betur að taka sig á ætli þeir sér að ná einhverju úr þessum leik. ÍBV 3-0 ÍA.
45. mín
Darren Lough tekur spyrnuna en Derby Carillo greip boltann heldur auðveldlega.
44. mín
Hugsanlega síðasti séns ÍA að gera eitthvað í þessum fyrri hálfleik, fá hér aukaspyrnu af um 28-30 metra færi.

40. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
Barden heldur uppteknum hætti frá síðasta sumri og nælir sér í spjald sem hefði reyndar mátt sleppa.
38. mín
Það lítur út fyrir að ÍBV sé að klára þennan leik í fyrri hálfleik. ÍA er varla búið að skapa sér færi á meðan Eyjamenn eru að spila glimrandi fótbolta.
36. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Derby Rafael Carrilloberduo
Derby og köstin hans eru að fara illa með ÍA! Eitt risakast fram, Sindri Snær fær boltann fer framhjá einum varnarmanni, leggur hann fyrir sig og setur hann svo í markið!
35. mín
Hornspyrna sem ÍBV átti er skölluð út úr teignum. Þar lúrði Mees Siers sem reyndi það sama og Simon í markinu sínu en skot hans endaði í fanginu á Árna Snæ.
30. mín
Eyjamenn eru að halda boltanum mjög vel. Skagamenn eru hinsvegar orðnir þéttari til baka.
25. mín
Sigurður Grétar hleypur á eftir hverjum boltanum á fætur öðrum. Markmaðurinn neyðist til að koma út úr teignum með boltann og þruma honum útaf.

21. mín
Eyjamenn halda áfram að þjarma að gestunum. Sigurður Grétar og Aron komu báðir með fínar fyrirgjafir en ekkert varð úr þeim.
19. mín
Garðar Gunnlaugsson tekur spyrnuna og sýndist mér Derby Carillo hafa blakað boltanum yfir. Dómarinn er ekki á sama máli og dæmir markspyrnu.
18. mín
ÍA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Sjáum hvað gerist...
16. mín Gult spjald: Darren Lough (ÍA)
Darren fær spjald fyrir að fara hættulega hátt upp með löppina.
15. mín MARK!
Aron Bjarnason (ÍBV)
ÍA missi boltann við miðjulínuna og Aron Bjarnason hirðir boltann og sprettir fram völlinn. Enginn nær að stöðva hann og hann einfaldlega setur hann í nærhornið rétt fyrir utan vítateig! Staðan orðin heldur væn fyrir Eyjamenn.
12. mín
Eyjamenn setja mikla pressu á Skagamennina sem neyðast til að sparka út í innkast. Kastið berst á Sigurð Grétar sem nær ekki nógu miklum krafti í skotið.
11. mín
ÍBV fékk hornspyrnu en nær ekki að nýta sér hana.
9. mín MARK!
Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Frábært mark hjá Simon! Þetta hófst allt með löngu kasti Derby Carillo á vallarhelming ÍA. Aron Bjarnason fékk boltann úti á kanti og gaf frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Simon var mættur og hamraði boltanum viðstöðulasut rétt undir slánna.
7. mín
ÍBV brunar í skyndisókn og Sindri Snær kemur sér í gott skotfæri inni í teig en skot hans fer framhjá nærstönginni.
4. mín
Fyrsta sókn Eyjamanna í þessum leik. Sindri Snær reynir að brjóta sér leið í gegn en missir boltann of langt frá sér.
2. mín
ÍA fær gott færi strax á annarri mínútu. En laust skot Hummervoll er auðveldlega handsamað af Derby Carillo.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað og fótboltasumarið formlega hafið hjá þessum liðum. ÍA byrjar með boltann og sækir í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er minnst fyrrum stjórnarmanns knattspyrnuráðs ÍBV, Eggert Garðarsson og fyrrum markmanns ÍBV, Abel Dhaira með 30 sekúndna lófataki.
Fyrir leik
Þetta fer alveg að hefjast. Liðin ganga hér út á völlinn við mikinn fögnuð áhorfenda, sem bíða spenntir eftir upphafsflautinu að fyrsta leiknum á Hásteinsvelli þetta sumar.
Pablo er í banni hjá ÍBV í dag. Slæmt fyrir Eyjamenn.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikmenn ÍBV munu klæðast sérstökum treyjum í sumar til heiðurs Abel Dhaira þar sem merkið "Abel Dhaira #1" verður á búningum þeirra en Abel lést í mars eftir baráttu við krabbamein.
Fyrir leik
Hallur Flosason fagnar 23 ára afmæli sínu í dag en hann er ekki í hóp í dag. Liðsfélagar hans munu væntnalega reyna að færa honum 3 stig í afmælisgjöf.
Fyrir leik
Norski sóknarmaðurinn Martin Hummervoll er í byrjunarliði Skagamanna en hann er á láni frá Viking í Stafangri.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV og ÍA eru komin inn. Mjög athyglisvert er að Andri Ólafsson er í byrjunarliði ÍBV en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í nára og spilaði til að mynda aðeins þrjá leiki í Pepsi-deildinni í fyrra. Sigurður Grétar Benónýsson er í byrjunarliði Eyjamanna en hann er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson - Þjálfari ÍBV:
Það er mikil spenna. Það er alltaf sami fiðringurinn í öllu. Maður verður meira var við það í samfélagi eins og Vestmannaeyjum þar sem fólk er vel með á nótunum.

Gunnlaugur Jónsson - Þjálfari ÍA:
Við enduðum mótið í fyrra í Vestmannaeyjum og eigum fínar minningar síðan þá. Ég tel það henta okkur ágætlega að fara í bátnum og byrja þar. Við fögnum því að fara á kannski besta gras landsins. Eyjaliðið er að mörgu leyti spennandi. Það er verið að byggja ofan á ágætis grunni frá því í fyrra. Við búumst við hörku Eyjaliði.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hvað segir Freyr Alexandersson um leikinn?
Bæði lið geta fallið í sumar. Ég dáist að því hversu hugrakkur Gulli (Gunnlaugur Jónsson) er að veðja á þessa ungu stráka. Þetta er samt hættulegt. Mögulega verður þetta gríðarlega góð ákvörðun því aldrei verða eins mörg augu á Pepsi-deildinni erlendis frá og í ár. Búðarglugginn er pússaður og risastór. ÍBV er stærsta spurningamerkið ásamt Fjölni. Eyjamenn byrjuðu með trukki en svo hefur þetta verið á niðurleið. Ég tel að þessi leikur skipti gríðarlegu máli en muni enda með jafntefli því hvorugt liðið vill tapa.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik ÍBV og ÍA á Hásteinsvelli. Frítt inn á völlinn og mikið stuð í Eyjum enda er Bjarni Jó mættur aftur við stjórnvölinn.

ÍBV vann Fótbolta.net mótið í vetur og er spáð 8. sæti í sumar en ÍA er spáð 10. sæti. Það er athyglisverður slagur framundan sem Pétur Guðmundsson lögreglumaður dæmir.

Af liðum deildarinnar hafa minnstar breytingar verið á leikmannahópi Skagamanna og mun Gulli Jóns gefa ungum leikmönnum stórt hlutverk í sumar.

Þessi lið mættust á þessum velli í lokaumferð síðasta tímabils en þar vann ÍA 2-1 útisigur.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
7. Martin Hummervoll ('63)
10. Jón Vilhelm Ákason ('78)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('63)
18. Albert Hafsteinsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('63)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('78)
19. Eggert Kári Karlsson ('63)
20. Gylfi Veigar Gylfason
21. Arnór Sigurðsson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('16)
Eggert Kári Karlsson ('90)

Rauð spjöld: