Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
3
2
Leiknir F.
Jose Teodoro Tirado Garcia '7 1-0
Jose Teodoro Tirado Garcia '12 2-0
Sindri Pálmason '76
2-1 Kristófer Páll Viðarsson '79
Ivan Martinez Gutierrez '91 3-1
3-2 Hilmar Freyr Bjartþórsson '92
07.05.2016  -  16:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Viðrar nokkuð vel til knattspyrnu, léttskýjað, gola og 10 gráður.
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 281
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Óttar Guðlaugsson
4. Andy Pew (f)
5. Jose Teodoro Tirado Garcia ('67)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('68)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
16. James Mack
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('81)
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
28. Daniel James Hatfield (m)
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('67)
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('81)
18. Arnar Logi Sveinsson ('68)
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Ingi Rafn Ingibergsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Sindri Pálmason ('76)
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!!

Fáránlega hressar lokamínútur!

Takk fyrir mig, viðtöl og skýrsla væntanleg!
93. mín
SPENNAN ER RAFMÖGNUÐ! HVAÐ GERIST HÉRNA?
92. mín MARK!
Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
MAAAAAAAARKKKK!!!! HVAÐ ER AÐ GERAST!!!!

ÉG SAGÐI AÐ SELFYSSINGAR VÆRU AÐ KLÁRA ÞETTA NEINEINEI!

Hilmar Freyr með GEGGJAÐ skot af 30 metrunum og það SYYYYYNGUR Í NETINU!



91. mín MARK!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
MAAAAAAAAARK!!

SELFYSSINGAR ERU AÐ KLÁRA ÞETTA HÉRNA Í UPPBÓTARTÍMA, EKKI BÚNIR AÐ KOMAST Í SÓKN Í KORTER EN HÉR KEMUR ÞAÐ!

James Mack með flotta sendingu á Gutierrez sem er inní teig Leiknis, sólar 2 varnarmenn gestanna og smellir honum í fjær. GEGGJAÐ!
89. mín
Gestirnir líklega búnir að vera 90% með boltann síðan að Sindri fékk rauða spjaldið. Ná þó ekki að skapa sér hættuleg færi, hingað til. Sjáum til.
86. mín
Leikurinn fer fram á vallarhelmingi Selfyssinga núna, Leiknismenn með boltann, þetta verða ansi hressandi lokamínútur
84. mín
Leiknismenn eru stórhættulegir þessa stundina, ná Selfyssingar að halda eða sækja Leiknismenn punkt?
81. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
Taktísk síðasta skipting Selfyssinga, djúpur miðjumaður inn fyrir framherja.
79. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
MAAAAAAARK!!!

GESTIRNIR ERU AÐ MINNKA MUNINN OG ÞAÐ EKKERT SMÁ MARK, BEINT ÚR AUKASPYRNUNNI!!!

Gjörsamlega geggjað hjá Kristófer, LÍFLÍNA fyrir gestina!
76. mín Rautt spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
SINDRI PÁLMASON ER FOKINN AF VELLI! KANNSKI EKKI SKRÍTIÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ HEFUR BÆTT VERULEGA Í VIND.

Leiknismenn komast í skyndisókn og Kristófer Páll kemst einn í gegn, Örvar Sær vill meina að Sindri hafi stjakað við honum og dæmir aukaspyrnu og rautt!

Kristófer ætlar að taka aukaspyrnun sjálfur en hún er rétt fyrir utan teig.
75. mín
Það er nákvæmega ekki neitt skemmtanagildi þessar mínúturnar. Selfyssingar eru sáttir við stöðuna eins og hún er.

Áhorfendatölur voru að detta í hús : 281, Selfyssingar eiga að geta gert betur.
70. mín
Hér flýgur dróni yfir völlinn, sem er víst ólöglegt.

Már vallarþulur bendir á það og dróninn hverfur á braut.
68. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
67. mín
Inn:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) Út:Jose Teodoro Tirado Garcia (Selfoss)
66. mín
Gutierrez á miðjunni hjá Selfyssingum ekki búin að vera hræddur við að setja boltann á ramman frá ólíklegustu stöðum.
65. mín
Inn:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.) Út:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
60. mín
Leiknismenn eru að reyna og reyna en það gengur lítið að brjóta vörn Selfyssinga á bak aftur.

Gunni Borgþórs búin að vera vel aktívur á hliðarlínunni og lætur sína menn heyra það.
57. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.) Út:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
55. mín
Svavar Berg búinn að vera virkilega drjúgur á miðjunni fyrir Selfyssinga, ekki búin að tapa einum skallabolta og hefur dreift spilinu vel.

Hann á síðan þrumuskot fyrir utan teig og Rodriguez tekur eina vörslu fyrir sjónvarpið, það er mikilvægt inn á milli.
49. mín
Leiknismenn koma dýrvitlausir út í þennan hálfleik og eru hátt uppi á vellinum og pressa vel.
48. mín
Almar Daði lendir í einhverju hnjaski og þarf aðhlynningu. Vonum að hann jafni sig fljótt og vel.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn. Það er aðeins farið að kólna, skýjunum að fjölga. Vonum að það hafi ekki áhrif á leikmenn liðanna.
45. mín
Hálfleikur
Örvar Sær búin að flauta til loka fyrri hálfleiks. Sanngjörn staða þó svo að Leiknismenn hafi átt sína spretti.

Sjáumst í seinni.
45. mín
SLÁIN!!!!

Selfyssingar SVO nálægt því að bæta við 3. markinu og gera út um leikinn.
James Mack með frábæran sprett, vippar inn fyrir vörnina þar sem Garcia er mættur, sendir aftur á James Mack sem skýtur í slánna!
45. mín
Björgvin Stefánsson að láta til sín taka hérna rétt fyrir lok fyrri hálfleik og með flott skot sem er hársbreidd yfir markið.
43. mín
Undanfarnar mínútur hefur þessi leikur einkennst af því að Selfyssingar með virkilega álitlegar sóknir sem klúðrast á síðustu metrunum og gestirnir halda í skyndisókn sem enda allar á sama veg, illa.
39. mín
Selfyssingar í STÓRSÓKN en gestirnir ná að verjast henni og halda í skyndisókn sem leit vel út til að byrja með en heimamenn fljótir til baka og koma í veg fyrir frekari hættu.
38. mín
Virkilega flott sókn hjá heimamönnum og Mack aðalmaðurinn þar, keyrir af kantinum inn á teiginn, með skotið sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Hornspyrna.
35. mín Gult spjald: Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Tímabært. Tók harkalega tæklingu áðan, fær þetta spjald fyrir annað brotið sitt á stuttum tíma.
33. mín
Rólegar mínútur í gangi. Bæði lið búin að prufa að stjórna leiknum en jafnræði með liðunum þessa stundina.
30. mín
Selfyssingar farnir að slaka aðeins á og ætla að leyfa Leikni að vera með í leiknum, sem er af hinu góða.

Gestirnir fá 4 hornspyrnur í röð en lítil sem engin hætta skapast í kringum þær.
28. mín
Gestirnir eru að koma sér betur inní leikinn og eru farnir að halda bolta mun betur innan liðs.

Fá hér aukaspyrnu við miðjuboga á eigin vallarhelgming. Hilmar Freyr er ekkert að tvínóna við hlutina og reynir skotið bara beint á markið, Vignir þarf að hafa sig allan við og sendir boltann í horn.
24. mín
Gestirnir fengu hér aukaspyrnu á hættulegum stað, boltanum spyrnt inn í teig en Vignir grípur vel inní og nær að handsama boltann.
21. mín
Selfyssingar hefðu hæglega getað aukið forrystuna hérna, stórsókn sem verður til eftir hornspyrnu sem Selfyssingar fengu, gestirnir STÁLheppnir að að fá ekki 3. markið á sig.
18. mín
Umtalaðasti maður gærkvöldsins, Þorvaldur Örlygsson er mættur á völlinn og geri ég fastlega ráð fyrir því að hann sé að fylgjast með Selfossliðinu en liðið leikur einmitt gegn Keflavík næstu helgi.
16. mín
Það er að kvikna líf í Leiknismönnum, eiga hér virkilega góða sókn sem rennur þó út í sandinn. Þeir þurfa að taka til sinna ráða ef ekki á illa að fara, en Selfyssingarnir líta virkilega vel út þennan fyrsta stundarfjórðung
12. mín MARK!
Jose Teodoro Tirado Garcia (Selfoss)
MAAAAAARK!!

SELFYSSINGAR ÆTLA BARA AÐ KLÁRA ÞETTA HÉR STRAX Á FYRSTU MÍNÚTUNUM!

Óttar Guðlaugsson hægri bakvörður Selfyssinga kemur með frábærann bolta inn í teig og markvörður Leiknis, Rodriguez lendir í bölvuði basli og missir boltann út í teig, hver er þar? GARCIA sem klárar þægilega í autt markið.
10. mín
Það verður spennandi að sjá hvernig Leiknismenn bregðast við þessu marki, voru fyrir markið mjög djúpt á vellinum.
7. mín MARK!
Jose Teodoro Tirado Garcia (Selfoss)
Stoðsending: Arnór Gauti Ragnarsson
MAAAAARK!!!!

ÞETTA TÓK EKKI NEMA TÆPAR 7 MÍNÚTUR TAKK FYRIR TÚKALL.

Arnór Gauti með ROSALEGANN sprett upp hægri kantinn og kemur með frábæran bolta inn í teig þar sem Garcia er einn og óvaldaður og setur boltann í netið!
5. mín
Selfyssingar stjórna leiknum hérna í byrjun og Leiknismenn ekkert að stressa þig á því.
3. mín
Menn að skiptast á boltanum svona í byrjun leiks, vorbragur. Vonum að menn finni taktinn sem fyrst.
1. mín
Leikurinn er HAFINN og það eru gestirnir sem byrja með boltann.

Heimamenn í vínrauðum treyjum og hvítum stuttubuxum. Gestirnir í hvítum búningum og rauðum stuttbuxum.

GÓÐA SKEMMTUN!
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn, Örvar Sær dómari fremstur í flokki. Þetta er að hefjast kæru vinir!

Allir Selfyssingar sem sitja heima og lesa þessa lýsingu, vinaleg ábending; DRÍFÐU ÞIG Á VÖLLINN!

Svo er stuðningsmönnum á Fáskrúðsfirði að sjálfsögðu velkomið að kíkja, en hinsvegar ekki viss um að þeir nái í tæka tíð.
Fyrir leik
10 mínútur í leik og áhorfendur flykkjast að í tugatali, eða svona.
Fyrir leik
Það vekur athygli að Leiknismenn eru ekki með fullmannaðan hóp í dag, einungis með 16 menn á skýrslu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús!

Bæði lið með ansi breytt lið frá því í fyrra. Mikið af nýjum leikmönnum og mörk spurningarmerki sem verður gaman að fylgjast með í dag og í sumar.
Fyrir leik
Nú þegar 40 mínútur eru til leiks eru leikmenn að týnast út á völl og byrjaðir að skokka.
Fyrir leik
Það er vel við hæfi að lögreglumaðurinn Örvar Sær Gíslason haldi á flautunni í dag og sjái til þess að allt fari vel fram.
Fyrir leik
Mikil umræða hefur skapast á undanförnum dögum um gras vs gervigras. Við sáum það í fyrstu umferð Pepsideildarinnar að sumir grasvellir eru í virkilega slæmu standi.

Selfyssingar hafa á undanförnum árum fengið mikið lof fyrir völlinn sinn og á Þórdís vallarstjóri þar mikið og gott hrós skilið, enda vann hún verðlaunin ,,Vallarstjóri ársins"

Þórdís á Selfossi vallarstjóri ársins

Þrátt fyrir það er grasvöllurinn ekki kominn í nægilega gott stand og því verður leikið á gervigrasvellinum í dag.
Fyrir leik
Selfyssingar voru í basli síðasta sumar. Þjálfaraskipti áttu sér stað á miðju tímabili þegar Zoran Miljkovic var rekinn frá liðinu. Gunnar Borgþórsson þáverandi þjálfari kvennaliðs Selfoss tók við liðinu og forðaði því frá falli.

Selfyssingum er spáð 10. sæti í ár.

Hér má sjá spánna:
10. Selfoss
Fyrir leik
Eins og eflaust flestir vita eru Fáskrúðsfirðingar nýliðar í deildinni en þeir komust upp úr 2.deildinni ásamt Huginn.

Liðinu er spáð 9.sæti í deildinni, einu sæti ofar en Selfyssingum sem er spáð því 10.

Hér má sjá spánna:
9. Leiknir F.
Fyrir leik
Heil & sæl!

Inkasso deildin hóf göngu sína í gærkvöldi með tveimur hörkuleikjum. Í dag fara fram 4 leikir, meðal annars einn á Selfossi þar sem heimamenn taka á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('57)
3. Garðar Logi Ólafsson
5. Almar Daði Jónsson ('65)
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
9. Ignacio Poveda Gaona
10. Jose Omar Ruiz Rocamora
15. Kristófer Páll Viðarsson
18. Jesus Guerrero Suarez

Varamenn:
10. Marteinn Már Sverrisson
17. Tadas Jocys
18. Valdimar Ingi Jónsson ('57)
19. Alexander Ainscough
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hilmar Freyr Bjartþórsson ('35)

Rauð spjöld: