Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
3
0
Fram
Elfar Árni Aðalsteinsson '59 1-0
Aleksandar Trninic '66 2-0
Almarr Ormarsson '72 3-0
07.05.2016  -  16:00
KA-völlur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic ('88)
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('77)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Juraj Grizelj
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('85)
25. Archie Nkumu

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
4. Hilmar Trausti Arnarsson
5. Ívar Örn Árnason
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('77)

Liðsstjórn:
Baldvin Ólafsson
Halldór Hermann Jónsson

Gul spjöld:
Davíð Rúnar Bjarnason ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flottur sigur KA-manna hérna. Skella sér á topinn. Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín
Lítið eftir hérna
88. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (KA) Út:Aleksandar Trninic (KA)
Trninic kemur hér útaf
88. mín
Almarr Ormarsson með skot á ferðinni en það rétt framhjá markinu
85. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Bakvarðaskipting!
85. mín
Inn:Hafþór Þrastarson (Fram) Út:Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Ingibergur getur ekki komið inná aftur
84. mín
FRÁBÆR MARKVARSLA. Eftir sókn KA-manna berst boltinn á Hallgrím Mar sem á skot sem er einfaldlega á leið í skeytin en Stefano eins og köttur og nær að verja
82. mín
Ingibergur er ennþá útaf vellinum en hann lenti einnig í samstuði Guðmans og Stefano
80. mín
Eftir hornspyrnu KA-manna lenda Stefano og Guðmann saman. Menn skilja þó sáttir að lokum. Stefano virðist þó vera eitthvað meiddur
77. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Húsvíkingur inn fyrir Húsvíking. Ásgeir kom fyrir tímabilið á láni frá Stabæk í Noregi
75. mín
KA-menn nálægt því að bæta við því fjórða. Hallgrímur af öllum mönnum með skalla í slánna. Stefano virtist ekki alveg vera með allt á tæru þarna
73. mín
Allt annað að sjá lið heimamanna hér í seinni hálfleik
72. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
KA-menn fara upp vinstri kantinn núna. Callum stetur hann fyrir á Elfar sem nær að pota í boltann sem fer á Almarr sem skorar
66. mín MARK!
Aleksandar Trninic (KA)
Stoðsending: Juraj Grizelj
Trninic skorar með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Juraj. Set stórt spurningamerki við dekkningu Framara sem virtist vera engin
64. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Fram) Út:Hafþór Mar Aðalgeirsson (Fram)
64. mín
Flott spil á milli Hallgríms og Elfars sem endar með því að boltinn berst á Trninic sem skýtur yfir
61. mín
Trininc gefur boltann á Bubalo sem keyrir upp og á skot, beint á Rajko. Þarna hefði Bubalo mátt leggja boltann á samherja sem komu í hlaup báðum megin við hann
59. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
Fyrsta mark leiksins er komið! Elfar Árni sleppur í gegn eftir góða sendingu frá Almari. Elfar gerir vel í að halda varnarmanni gestanna frá sér og leggja boltann í hornið
58. mín
KA-menn að byrja seinni hálfleik betur en Frammarar
54. mín
Inn:Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram) Út:Haukur Lárusson (Fram)
Fyrsta skipting leiksins
51. mín
Almarr kemst upp að endamörkum og á fyrirgjöf en Elfar skallar boltann yfir
48. mín
Klaufaskapur hjá KA-mönnum og Indriði kemst upp að endamörkum og vinnur hornspyrnu
47. mín
Hallgrímur reynir að prjóna sig í gegn og er tekinn niður við vítateiginn. Helgi Mikael sér ekkert og lætur leikinn halda áfram
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný!
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik. Frammarar byrjuðu betur og hafa átt hættulegri færi. KA-menn hafa hinsvegar verið hættulegir þegar þeir ná að keyra hratt á Frammara
45. mín
Almarr gerir mjög vel og nær að snúa á Gunnlaug inn í teig Frammara. Nær góðri sendingu fyrir markið en þar er enginn
44. mín
Hallgrímur með sendingu á lofti innfyrir á Almarr en Stefano kemur út úr markinu og hirðir boltann
40. mín Gult spjald: Haukur Lárusson (Fram)
Haukur alltof seinn í Elfar og fær verðskuldað gult spjald
39. mín
Ingólfur Sig með skot af löngu færi sem fer beint á Rajko
37. mín
Hallgrímur með fyrirgjöf á Elfar Árna sem á skalla að marki en varnarmenn Fram koma boltanum afturfyrir. Ekkert verður síðan úr hornspyrnunni
35. mín
Trninic er kominn hér inná aftur
35. mín Gult spjald: Ivan Parlov (Fram)
Fær spjald fyrir að stoppa hraða sókn KA-manna
33. mín
Þarna skall hurð nærri hælum. Rajko er farinn úr markinu og boltinn stefnir að marki. Hrannar Björn nær að hreinsa en neglir boltanum í andlit Trninic sem liggur hér eftir. Frammarar fá hornspyrnu
32. mín
Guðmann er kominn aftur inná
32. mín
Guðmann Þórisson liggur eftir í vítateig KA-manna og heldur um hnéð
31. mín
Hallgrímur Mar kemst upp og á skot rétt framhjá markinu
30. mín
Hallgrímur Mar kemst upp að endalínu og á fyrirgjöf á kollinn á Almarri sem skallar boltann framhjá
29. mín
Ingólfur Sigurðson með aukaspyrnu sem fer framhjá markinu
28. mín
Eftir brotið lennti Guðmann og Hafþóri Mar saman en þeir sleppa við spjöld
27. mín Gult spjald: Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Brýtur á Framara ekki langt utan teigs. Framarar eiga aukaspyrnu á fínum stað
26. mín Gult spjald: Orri Gunnarsson (Fram)
Fyrir brot á Juraj við miðjuna. Réttur dómur
24. mín
Eftir ágæta sókn KA-manna berst boltinn á Trninic sem á skot framhjá
21. mín
Ivan Bubalo nær boltanum og á skot en það laust og beint á Rajko í marki heimamanna
19. mín
Dino Gavric með frían skalla úr hornspyrnu en hann setur boltann yfir markið
18. mín
Dauðafæri!!! Hafþór Mar sleppur í gegn og lætur vaða en Rajko ver frábærlega í markinu
15. mín
Elfar reynir að koma boltanum í gegn á Hrannar sem var í hlaupinu en Dino nær að komast fyrir boltann
12. mín
Hrannar Björn með fyrirgjöf sem Stefano grípur boltann auðveldlega
10. mín
Framarar ná að pressa vel á vörn KA-manna sem á vandræðum með að losa boltann hér í byrjun
7. mín
Bæði lið að þreifa fyrir sér hérna á fyrstu mínútum leiksins
4. mín
Hrannar Björn liggur hér eftir eftir samstuð við Gunnlaug Hlyn. Harkar þetta svo af sér
2. mín
Framarar með fyrstu tilraun leiksins en Ivan Bubalo er dæmdur rangstæður
1. mín
Leikur hafinn
Það eru KA-menn sem byrja með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn
Fyrir leik
Fínasta veður hérna á Akureyri, liðin mætt að hita upp og Herra Hentusmjör í tækinu. Gerist ekki betra
Fyrir leik
Gríðarlegar breytingar hafa orðið á liði Framara frá síðustu leiktíð og hafa 17 nýir leikmenn komið til félagsins í vetur og 14 leikmenn farið frá félaginu. Það er því óhætt að segja að gjörbreytt lið Fram mæti KA-mönnum hér í dag
Fyrir leik
KA-menn hafa styrkt sig frá síðustu leiktíð og fengið menn eins og Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Aleksandar Trninic í sínar raðir. Þá er Hallgrímur Mar Steingrímsson kominn aftur til KA.

KA-menn misstu menn eins og Ævar Inga Jóhannesson sem fór í Stjörnuna og Jóhann Helgason sem hætti eftir seinasta tímabil.
Fyrir leik
Í spá fyrirliða og þjálfara fyrir mótið er KA-mönnum spáð efsta sætinu á meðan Frömmurum er spáð sjöunda sætinu.
Fyrir leik
Byrjunnarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Þessi leikur er í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar sem fór af stað í gær
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Fram sem hefst hér á KA-velli eftir um klukkustund
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson ('64)
3. Samuel Lee Tillen
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
8. Ivan Parlov
10. Orri Gunnarsson
11. Ingólfur Sigurðsson
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric
25. Haukur Lárusson ('54)

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
9. Brynjar Benediktsson
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson ('54) ('85)
18. Arnar Sveinn Geirsson ('64)
20. Hafþór Þrastarson ('85)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Gunnarsson ('26)
Ivan Parlov ('35)
Haukur Lárusson ('40)

Rauð spjöld: