Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
2
0
Fylkir
Guðjón Pétur Lýðsson '12 1-0
Haukur Páll Sigurðsson '54 2-0
12.05.2016  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Léttur andvari, kalt, blautur völlur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 908
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('51)
9. Rolf Toft ('70)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('79)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson ('79)
12. Nikolaj Hansen
17. Andri Adolphsson ('51)
19. Baldvin Sturluson
22. Björgvin Stefánsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 Sigur staðreynd í leik sem Valsmenn stjórnuðu frá A-Ö.
91. mín
Kristinn Freyr með eina ROSALEGA syrpu, klobbi og skemmtileg gabbhreyfing áður en hann skiptir honum yfir á Andra Fannar sem á afleita sendingu. Kristinn Freyr allt annað en sáttu með Andra þarna.
90. mín
90 á klukkunni. Valsmenn eru að sigla í fyrsta sigurinn í deildinni.
85. mín
Sito með skot upp úr engu sem hafnar í stönginni. Þarna mátti ekki miklu muna, Anton stóð graf kjurr á línunni.
80. mín
Ansi skrautlegt atvik, Anton er að skýla boltanum útaf út við hornfána og Andri Þór kemur og tæklar hann niður og nær boltanum á einhvern ótrúlegan hátt, boltinn helst inná en Rasmus er fljótur að átta sig og neglir boltanum í Fylkismenn og útaf. Óli Jó heimtar útskýringar frá Þóroddi afhverju þarna var ekki dæmt brot á Andra, Anton heimtar slíkt hið sama.
79. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Þriðja og síðasta skipting Vals í þessum leik.
77. mín
Lewis Ward í TÓMRI þvælu. Fer út í fyrirgjöf sem hann á aldrei séns í og missir boltann framhjá sér, Björgvin býst ekki við því að fá boltann og fær hann hálfpartinn í sig og boltinn er á leið inn þegar Ásgeir tæklar boltann í burtu. Þarna skall hurð nærri hælum.
73. mín Gult spjald: Tómas Þorsteinsson (Fylkir)
Fyrir tæklingu á Andra.
70. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Valur) Út:Rolf Toft (Valur)
Rolf ekki verið spes í dag, klikkaði úr dauðafæri rétt áður en honum var kippt útaf.

Stöðviði prentvélarnar og setjist niður, Bjöggi Stef er búinn að klippa sig, maðurinn er snoðaður og næstum óþekkjanlegur!
68. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Þriðja og síðasta skiptingin hjá Fylki.
68. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
67. mín
Fylkismenn fá hér færi. Andri Þór kemst upp að endalínu með boltann og rennir honum út í teiginn á Albert Brynjar sem skýtur boltanum yfir Bílaleigu Akureyrar skiltin.
66. mín
Smá gúrkutíð í þessum leik, lítið í gangi þessa stundina. Valsmenn halda boltanum og Fylkismenn elta, saga leiksins.
61. mín
Aftur vilja Fylkismenn víti, nú fer boltann í höndina á leikmanni Vals innan teigs en ekkert er dæmt. Áfram með leikinn segja Þóroddur og hans menn í svartklæðum.
57. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Fyrsta skipting Hemma og co.
54. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
2-0 fyrir þeim rauðklæddu!!

Sigurður Egill með flotta hornspyrnu á nærsvæðið þar sem Haukur Páll er manna frekastur og sneiðir boltann í fjær úr mjög þröngu færi, eiginlega ótrúlegt að hann hafi skorað, frábær skalli.
Magnús Már Einarsson
51. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
51. mín
Kristinn Ingi liggur þjáður á vellinum. Andri Adolphsson er á leiðinni inná.
50. mín
Valsmenn með ansi sérstaka útgáfu af hornspyrnu. Þóroddur er ekki til í að gúddera hana og dæmir rangstöðu að mér sýnist.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Nú skipta liðin um mark til að sækja á. Það er bara alltaf gert í hálfleikjum í knattspyrnu. Til að útskýra þetta nánar þá sækja Valsmenn núna að skemmtistaðnum Rúbín.

45. mín
Hálfleikur
Þetta er búið að vera einstefna, en eins og ég segi ef dæmt hefði verið víti undir lokin myndi þetta horfa aðeins öðruvísi við okkur. Grípum kaffi og sjáumst eftir korter.
45. mín
Hliðarlínan er ansi lífleg þessa stundina. Hermann Hreiðarsson er gjörsamlega hoppandi reiður yfir því að ekki hafi verið dæmd vítaspyrna. Óli og Bjössi eru reiðir yfir aukaspyrnudómi rétt fyrir utan teig Vals. Ívar Orri fjórði dómarinn í þessum leik hefur nóg að gera!
44. mín
ÞARNA ERU VALSMENN HREINLEGA STÁLHEPPNIR!!!!!!!!!!!!

Víðir er á leiðinni í ákjósanlegt færi þegar Rasmus rífur hann niður innan teigs og allt gjörsamlega sturlast í stúkunni. Nú er ég ekki menntaður dómari, en einhverjir hefðu flautað víti þarna, það er alveg klárt mál.
42. mín
Sigurður Egill með fast skot úr teigshorninu hægra megin sem fer í varnarmann og burt. Yfirburðirnir eru ótrúlegir. Kæmi mér lítið á óvart ef Orri Sigurður og Rasmus væru byrjaðir að dotta þarna aftast, rólegur dagur á skrifstofunni hingað til allavega.
41. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!

Valsmenn með eina aukaspyrnu þrábeint af æfingasvæðinu, boltinn alveg út við endalínu vinstra megin rétt fyrir utan teig, GPL tekur hana, Bjarni Ólafur tekur hlaup af fjær inn á nærsvæðið þar sem hann er gapandi frír og HAMRAR boltanum í stöngina.
38. mín
Sito með gjörsamlega sturlaðan klobba á Kristinn Inga en það nær þó ekki lengra en það að Þóroddur Hjaltalín stoppar leikinn vegna höfuðmeiðsla Tómasar. Sito var að komast á ferðina. Hemmi var allt annað en sáttur við þessa ákvörðun Þórodds.
37. mín
Valsmenn gera sig nú klára í að taka níunda hornið sitt í leiknum. Já þið lásuð rétt, níunda.
34. mín
Kristinn Freyr með flotta sendingu inn í teig þar sem Haukur Páll er búinn að flytja lögheimili sitt tímabundið og hann kemur á fleygiferð og vinnur Tonci í loftinu og á skalla rééééééétt framhjá! Þarna mátti ekki miklu muna. Haukur er búinn að vera duglegur að vinna skallabolta í teignum.
33. mín
Kristinn Freyr með skot rétt fyrir utan D-boga sem Ward slær beint aftur út í teiginn, Ásgeir Eyþórs er á undan Toft í frákastið og kemur boltanum afturfyrir. Hornspyrna.
31. mín
Ég veit ekki hvort fólkið sem borgaði sig inn hafi verið látið vita að leikurinn myndi fara fram einungis á vallarhelming Fylkismanna en svona er nú fótboltinn margslunginn og skemmtilegur.

20. mín
Valsarar eru gjörsamlega að sundurspila Fylkisliðið, verið miklu hættulegri fyrstu 20 mínúturnar. Fylkir ekkert ógnað.
18. mín
Aukaspyrna frá vinstri vængnum hjá Fylki, flottur bolti frá Tómasi en Anton grípur vel inn í.
12. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
MAAAAAAAARK!!!

Guðjón Pétur gaf orðatiltækinu að sóla einhvern upp úr skónum alveg nýja merkingu, tók skemmtilega skot gabbhreyfingu og færir boltann frá vinstri yfir á hægri. Neglir boltanum svo á markið og eftir viðkomu í Ásgeiri Eyþórssyni fer knötturinn í andstætt horn við það sem Guðjón ætlaði að setja boltann í. Ekki beint fallegasta mark sem ég hef séð, en mark er mark, þau telja öll jafn mikið.
11. mín
OBBOBBOBB!! Haukur Páll með skalla eftir fyrirgjöf, sneiðir hann í fjær, Ward með góða vörslu, Sigurður Egill fylgir svo eftir og á fast skot í hliðarnetið. Valsmenn allt í öllu.
11. mín
Sending innfyrir á Kristinn Inga en Ward er vel á verði og er fljótur út og neglir boltanum í burtu.
10. mín
Aukaspyrna sem Fylkir á, hættulegur staður en boltinn í vegginn og framhjá. Reglurnar eru þannig að það þýðir hornspyrna. Þóroddur Hjaltalín fylgir reglum.
9. mín
Völlurinn er bara eins og svell að því er virðist og eiga menn hreinlega erfitt með að fóta sig hérna.
7. mín
Hér í fjölmiðlastúkunni eru aldeilis kræsingar, 6 Corny stykki á boðstólnum. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Valsarar í færi en dæmd rangstaða á Kristinn Inga.
6. mín
Völlurinn er rennandi blautur, heyrði því fleygt áðan að Valsmenn hafi byrjað að vökva völlinn í hádeginu, sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
5. mín
Rolf Toft með hættulegt færi enn og aftur, vinnur Ásgeir í baráttunni og kemst einn gegn Ward en Ward lokar vel.
2. mín
Valsmenn byrja örlítið betur, Rolf Toft átti hættulegan skalla af stuttu færi sem endaði þó beint í krumlunum á Lewis Ward.
1. mín
Fylkismenn í sínum hvítu varabúningum sækja í átt að skemmtistaðnum Rúbín. Valsmenn í sínum rauðu búningum sækja þá í gagnstæða átt. Svona eins og tíðkast í boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
5 mínútur í leik. Minni fólk á #fotboltinet ef það ætlar að taka þátt í umræðunni. Vel valdar færslur verða svo birtar hér.
Fyrir leik
Styttist í leik. Það fer vel á með Hemma Hreiðars og Óla Jó fyrir leik, Hermann byrjaði að vísu á því að taka aðeins í Óla, svosem ekki í fyrsta skipti sem Hermann heilsar mönnum hraustlega. Menn höfðu gaman af þessu uppátæki.
Fyrir leik
Orri Sigurður leikmaður Vals kemur askvaðandi upp í fjölmiðlastúkuna og tekur tónlistina í sínar hendur. Tengir símann sinn og hleypur svo niður í upphitun. Skemmtilegt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús!
Anton Ari Einarsson kemur inn í markið hjá Val í stað Ingvars Kale sem meiddist gegn Víkingi Ólafsvík. Anton var kallaður úr láni frá Grindavík í vikunni. Það er eina breytingin á liði Vals frá því í Ólafsvík.

Hjá Fylki kemur Ásgeir Eyþórsson inn eftir leikbann en Ásgeir Örn Arnþórsson fer á bekkinn. Víðir Þorvarðarson kemur einnig inn á kantinn fyrir Ingimund Níels Óskarsson.
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson var veikur gegn Víkingi Ólafsvík en verður með í kvöld eins og fram kom í viðtali við Fótbolta.net:
Ég er meiðslalaus svo það er ekkert vesen. Ég er allur að hressast og ég vona að ég verði klár í kvöld. Ég fór í vinnuna í gær og það eru batamerki," sagði Haukur Páll en Valur mætir Fylki á heimavelli í 3. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Bæði lið stigalaus. Ég horfi á alla leiki með jákvæðum augum, sama hvort liðið sem við mætum sé með núll stig eftir tvo leiki eða sex stig. Það skiptir mig ekki öllu máli. Ég fer inn í alla leiki til að vinna þá ásamt öllum mínum liðsfélögum. Fyrir mína parta skiptir það hvoruguðu liðinu máli að þau séu með núll stig.

Við höfum verið að fá klaufaleg mörk á okkur. Við höfum verið að skapa okkur nægilega mörg færi til að skora mörk. Við erum að gefa of auðveld mörk á okkur og við verðum að laga það sem lið. Ég hef trú á því að það gerist í komandi leikjum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Valsmenn fóru ekki beint klakklaust úr þessum leik við Ólsara. Ingvar Þór Kale meiddist um miðbik leiksins og verður ekki með í kvöld og má gera ráð fyrir því að Anton Ari Einarsson standi milli stanganna hjá Völsurum í dag en þeir kölluðu hann til baka úr láni hjá Grindavík nú á dögunum.
Fyrir leik
Síðustu leikir liðanna fóru á sama veg. Bæði lið töpuðu 2-1.

Valur fór í fýluferð vestur á Ólafsvík á meðan Fylkir töpuðu á heimavelli fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Þessi tvö lið sem hér mætast í kvöld eiga eflaust margt sameiginlegt, en það sem við horfum helst í hér í kvöld er að bæði lið eru stigalaus!

Staða sem hvorugt liðið hafði séð fyrir sér fyrir mót og þá kannski sérstaklega heimamenn sem spáð var góðu gengi og litu afskaplega vel út á undirbúningstímabilinu, þó það sé að sjálfsögðu ekki nóg.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Fylkis á Valsvellinum að Hlíðarenda.
Byrjunarlið:
12. Lewis Ward (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Sito
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('68)
11. Víðir Þorvarðarson ('57)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('68)
16. Tómas Þorsteinsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
15. Garðar Jóhannsson ('68)
18. Styrmir Erlendsson ('68)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('57)

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Tómas Þorsteinsson ('73)

Rauð spjöld: