Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
3
0
Selfoss
Magnús Þórir Matthíasson '16 1-0
Sigurbergur Elísson '19 2-0
Jónas Guðni Sævarsson '59 3-0
14.05.2016  -  14:00
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Vilhelm Adolfsson
Áhorfendur: 400
Maður leiksins: Sigurbergur Elísson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('77)
Jónas Guðni Sævarsson ('83)
Marc McAusland
2. Anton Freyr Hauksson
6. Einar Orri Einarsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
14. Haukur Baldvinsson ('29)
20. Magnús Þórir Matthíasson
23. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
9. Daníel Gylfason ('29)
10. Hörður Sveinsson ('77)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
11. Stefan Ljubicic
15. Ási Þórhallsson
45. Tómas Óskarsson ('83)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Anton Freyr Hauksson ('45)
Sigurbergur Elísson ('47)
Einar Orri Einarsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Þægilegur sigur heimamanna á andlausum Selfyssingum.

Skýrsla og viðtöl væntanleg.

Takk fyrir mig, góða helgi og gleðilega hvítasunnu!
90. mín
Jájá, Keflvíkingar fá hér 3 hornspyrnur í röð sem Selfyssingar ná að verjast alveg hreint ágætlæega.
90. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu eftir að Bojan reynir skotið sem fer af varnamanni gestanna.
87. mín
Þetta fjarar hér út hægt og rólega. Það hefur nákvæmlega ekkert gerst síðan Jónas Guðni skoraði 3. markið.

Boltastrákunum er orðið SKÍTKALT!
83. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Keflavík) Út:Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík)
Jónas búinn að vera frábær í dag.
82. mín
Þegar nákvæmlega ekkert er í gangi í leiknum þá kemur Einar Orri með skot langt fyrir utan teig, ekki svo galið. Rétt framhjá.

Stúkan lifnar allavega við!
78. mín
Inn:Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss) Út:Andy Pew (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga.
77. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Heiðursskipting. Mark og 2 stoðsendingar. Sigurbergur búinn að vera frábær í dag.
74. mín
Gestirnir miklu meira með boltann þessar mínútur en ná bara hreinlega ekki að skapa sér nein færi. Því miður fyrir þá.
72. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Pirringsbrot.
67. mín
Selfyssingar reyna og reyna en lítið gengur. Varnarlína Keflavíkur búin að vera ógurlega sterk og virðist ekkert ætla að fá á sig mark í dag.
62. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
Tvöföld skipting hjá Gunna Borg.

Tengdasonur Þorlákshafnar kominn inn.
62. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
59. mín MARK!
Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík)
Stoðsending: Sigurbergur Elísson
MAAAAAAAARK!!! KEFLVÍKINGAR ERU AÐ KLÁRA ÞETTA OG HVER ANNAR EN JÓNAS GUÐNI?

Sigurbergur Elísson með FRÁÁÁBÆRA sendingu inní teig og vörn Selfyssinga týnist því boltinn fer í gegnum allan teiginn, þar kemur Jónas Guðni, réttur maður á réttum stað og leggur boltann snyrtilega í netið!
55. mín
KEFLVÍKINGAR STÁLHEPPNIR!

Gutierrez með geggjaðan sprett nánast upp allan völlinn, kemur með flottan bolta inní teig sem Beitir ver út, beint í McAusland og þaðan rééétt framhjá stönginni.

Það verður síðan ekkert úr hornspyrnunni sem gestirnir fá.
52. mín Gult spjald: Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
3 gul spjöld farin á loft á fyrstu 7 mínútunum í seinni hálfleik.

Gutierrez tæklar Einar Orra.
48. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar Logi ræðst full ákaft að Sigurbergi eftir tæklinguna og fær gult spjald fyrir það og eflaust einhvern kjaft líka.
47. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Verðskuldað, glórulaus tækling á miðjum vellinum.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn. Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að sjónum.

Bæði lið óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Haukur Baldvinsson var flutttur af vellinum með sjúkrabíl. Vonum svo innilega það besta fyrir hann og Keflvíkinga.
45. mín
Hálfleikur
Vilhelm búin að flauta til hálfleiks.

Heimamenn leiða 2-0 í hálfleik. Áhugaverður seinni hálfleikur þar sem Selfyssingar hafa sótt í sig veðrið undanfarnar mínútur.
45. mín
Selfyssingar eru BRJÁLAÐIR og HEIMTA vítaspyrnu!

Vilja meina að boltinn hafi farið í hönd varnarmanns Keflvíkinga. Ég sá þetta ekki vel en miðað við viðbrögð Selfyssingar hefur eitthvað gerst.
45. mín Gult spjald: Anton Freyr Hauksson (Keflavík)
Anton Freyr fer í svörtu bókina eftir ljóta tæklingu á Gutierrez rétt fyrir utan vítateig Selfyssinga. Aukaspyrna á virkilega góðum stað.

Þorsteinn Daníel reynir skotið á markið, rétt yfir.
45. mín
45' á klukkunni. Væntanlega 2-3 mínútur í uppbót. 2 meiðsli, skipting og 2 mörk.
42. mín
Sigurbergur harkar þetta af sér og kemur aftur inná.
41. mín
Nú liggur Sigurbergur Elísson, þeir meiga nú ekki við því að missa hann af velli. Búin að vera allt í öllu í sóknarleik Keflvíkinga.
39. mín
Þetta er með rólegra móti en Selfyssingar eru að bæta í sóknarlega, ekkert hættulegt þó.
35. mín
Selfyssingar eru að hysja upp um sig brækurnar sýnist mér. Eru að ná fleiri sendingum á milli manna og eru yfirvegaðir.
33. mín Gult spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Ekki veit ég fyrir hvað.
29. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Haukur Baldvinsson (Keflavík)
Búið fyrir Hauk.
28. mín
Haukur Baldvinsson liggur hér sárkvalinn eftir samstuð.

Fluttur útaf með börum, ekki góð tíðindi fyrir Keflvíkinga. Sýnist þetta vera búið hjá honum í dag.

Vonandi ekki alvarlegt.
25. mín
Virkilega flott sókn hjá Selfyssingum sem endar hjá James Mack sem VERÐUR að gera betur í svona færi.

Skýtur boltanum langt framhjá.
24. mín
Selfyssingar þurfa að slaka aðeins á og ná upp spili. Alltof tilviljunarkennt eitthvað.
19. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
MAAAAAAARKK!!!! STRAX Í NÆSTU SÓKN! 2-0! SIGURBERGUR!

Keflvíkingar vinna boltann af Selfyssingum eftir að þeir taka miðju, fá hornspyrnu sem Bojan tekur, GEGGJAÐUR bolti inn í teig og algjörlega misheppnaðar hreinsanir hjá Selfyssingum trekk í trekk verða til þess að boltinn endar hjá Sigurbergi sem er einn fyrir utan teig og smellir boltanum snyrtilega í netið.

Frááábært mark!
16. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Stoðsending: Sigurbergur Elísson
MAAAAAARK! HEIMAMENN ERU KOMNIR YFIR EFTIR STUNDARFJÓRÐUNG!

Gott spil hjá Keflvíkingum, Sigurbergur Elísson með FRÁBÆRA stungusendingu inná Magnús Þórir sem gerir virkilega vel og klára færið með varnarmenn Selfyssinga í bakinu!

Spennandi að sjá hvernig gestirnir bregðast við þessu marki!
13. mín
SLÁIN!

Axel Kári bakvörður með fyrirgjöf frekar en skot (að ég held), inní teig, Vignir misreiknar boltann eitthvað sem endar í slánni.

Andy Pew nær boltanum á hreinsar.
11. mín
Þetta er að róast eftir ansi fjörugar upphafsmínútur. Selfyssingar eru að komast betur inn í leikinn.

Keflvíkingar þó ívið betri.
8. mín
KEFLVÍKINGAR BJARGA Á LÍNU!

Selfyssingar brunuðu fram eftir sókn Keflvíkinga, fengu hornspyrnu sem Gutierrez tók.
Frábær spyrna sem Andy Pew skallaði að marki, Beitir varði útí teig, þar náði Garcia honum sem skaut á markið en Jónas Guðni fórnaði sér fyrirog kom í veg fyrir að Selfyssingar næðu forystunni!
6. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins heimamanna. Flott spyrna frá Bojan en Selfyssingar verjast henni.
5. mín
Keflvíkingar betri þessar fyrstu mínútur. Virðist vera einnhver skjálfti í gestunum. Gunnar Borgþórsson öskrar á sína menn að vera rólegir.
3. mín
Anton Freyr bakvörður Keflvíkinga með langt innkast inní teig Selfyssinga. Eitthvað klafs áður en Selfyssingar ná að hreinsa burt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað og það eru heimamenn sem hefja leik!

GÓÐA SKEMMTUN!
Fyrir leik
Mínútuklapp til heiðurs Ragnars Arnar fyrrverandi íþróttafulltrúar Reykjanesbæjar sem lést í lok apríl.

Blessuð sé minning hans.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn.

Keflvíkingar í sínum aðalbúningum en Selfyssingar í varabúningum sem minna helst á landsliðstreyju Argentínu.
Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast!

10 mínútur í upphafsflaut og nokkrir áhorfendur mættir, alls ekki margir.

Koma svo, á völlinn!
Fyrir leik
Vilhelm Adolfsson sér um flautuspilið í dag, meðspilarar eru þeir Steinar Stephensen og Eyjólfur Ólafsson.
Fyrir leik
Nú þegar 45 mínútur eru til leiks eru leikmenn liðanna að týnast út á völl til þess að hefja upphitun.

Veðrið fer skánandi í Keflavík!
Fyrir leik
Keflvíkingar gera tölvuert margar skiptingar frá því leiknum gegn Skallagrím.

Þar ber helst að nefna að Guðjón Árni er í banni, Hörður Sveinsson sest á bekkinn.

Haraldur Freyr og Jónas Guðni koma aftur inn í liðið.

Byrjunarliðin má sjá hér til hliðanna.
Fyrir leik
Selfyssingar gera 3 breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Njarðvík.

Út fara Sindri Pálmason (í banni), Ingi Rafn og Óttar Guðlaugsson

Inn fyrir þá koma Giordano, Arnar Logi og Teo Garcia
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn í sumar sem Selfyssingar spila á grasi. Leikirnir gegn Leikni F. og og Njarðvík voru báðir spilaðir á gervigrasi.

Keflavík spilaði á grasi gegn Skallagrím í síðasta leik.
Fyrir leik
Selfyssingar fengu Leikni F. í heimsókn í 1.umferðinni og unnu þann leik 3-2. Liðið með 3 stig fyrir leikinn í dag.

Selfoss tók á móti Njarðvík í Borgunarbikarnum og unnu þann leik 2-1 eftir að hafa lent 0-1 undir.
Fyrir leik
Keflvíkingar mættu HK í 1. umferðinni og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli í Kórnum. Liðið því með 1 stig fyrir leikinn í dag.

Liðið mætti síðan Skallagrím í 2. umferð Borgunarbikarsins í vikunni og vann þann leik 0-2.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur Fótbolti.net!

Í dag fara fram 5 leikir í Inkasso deildinni, meðal annars leikur Keflavík-Selfoss sem við ætlum að fylgjast með á þessum þræði.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f) ('78)
5. Jose Teodoro Tirado Garcia
7. Svavar Berg Jóhannsson ('62)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('62)
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
28. Daniel James Hatfield (m)
3. Birkir Pétursson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('62)
23. Arnór Ingi Gíslason ('62)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Svavar Berg Jóhannsson ('33)
Arnar Logi Sveinsson ('48)
Ivan Martinez Gutierrez ('52)

Rauð spjöld: