Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
2
Valur
Alex Freyr Hilmarsson '10 1-0
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '53
1-2 Haukur Páll Sigurðsson '67
Óttar Magnús Karlsson '78 2-2
17.05.2016  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Stefán Þór Pálsson ('81)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Erlingur Agnarsson ('56)
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Gary Martin ('64)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing

Varamenn:
9. Viktor Jónsson ('64)
10. Óttar Magnús Karlsson ('56)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson
19. Stefán Bjarni Hjaltested
25. Vladimir Tufegdzic
27. Tómas Guðmundsson ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('31)
Arnþór Ingi Kristinsson ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli! Hörkuleikur og sjálfsagt svekkjandi úrslit fyrir bæði lið.
90. mín
Þvílíkt klúður!!! Andri Adolphsson í DAUÐAFÆRI fyrir framan markið eftir fyrirgjöf en skýtur yfir!!
87. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
86. mín
Alex Freyr í dauðafæri eftir að boltinn dettur fyrir hann á fjærstönginni en hann skýtur rétt framhjá!
85. mín
Hólí mólí!! Hvernig var þetta ekki vítaspyrna??? Nikolaj Hansen fær boltann í teignum í dauðafæri eftir að Alan Lowing rennur og missir af honum. Lowing virðist svo negla aftan í Hansen þannig hann dettur, en Vilhálmur Alvar dæmir ekkert! Hann sá þetta mjög vel, en mér sýndist þetta klárlega vera víti! Af hverju ætti Hansen að láta sig detta einn á móti markmanni? Og sannarlega virtist Alan ekki ná boltanum! Þetta verður maður að sjá aftur, ég vona innilega að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá Vilhjálmi!!
81. mín
Inn:Tómas Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.)
Víkingur gerir sína síðustu breytingu, Tómas Guðmundsson kemur inn á fyrir Stefán Þór Pálsson.
80. mín
Tíu mínútur eftir og staðan er 2-2! Þvílík skemmtun sem við erum að fá hérna í seinni hálfleik í Fossvoginum! Hér getur allt gerst, hvorugt liðanna getur með góðu móti sætt sig við jafntefli og nú verður forvitnilegt að sjá hvort öðru þeirra takist að knýja fram sigur! Það var eins og heimamenn hefðu vaknað úr einhvers konar dásvefni þegar þeir lentu 2-1 undir og þeir hafa verið fínir eftir það. Náðu að jafna metin og nú getur allt gerst!
78. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
MAAAAAAAARK!!!!!! VARAMAÐURINN ÓTTAR MAGNÚS KARLSSON SKALLAR BOLTANN Í FJÆRHORNIÐ EFTIR HORNSPYRNU!!! Víkingar höfðu átt hörku sókn sem endaði með hornspyrnu og þarna var Óttar Magnús mættur og hamraði knöttinn í netið! Óverjandi fyrir Anton Ara, og staðan 2-2!! Þvílíkur seinni hálfleikur!!
77. mín
Skelfilegt að horfa á þetta! Víkingur með ágæta sókn, boltinn berst svo á Stefán Þór á kantinum sem á ömurlega fyrirgjöf sem svífur yfir markið. Heimamenn verða að gera betur á síðasta þriðjungi vallarins!
76. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Gestirnir gera breytingu, Kristinn Ingi Halldórsson kemur inn fyrir Guðjón Pétur.
74. mín
Brotið á Antoni Ara í marki Vals. Arnþór Ingi keyrði í hann og þeir lágu báðir eftir, Anton Ari stendur fyrst upp en Arnþór Ingi fer á fætur á endanum. Þeir virðast báðir vera í lagi.
72. mín
Þarna munar litlu hjá Víkingi!! Flott skyndisókn og Viktor Jónsson kemur með fína fyrirgjöf inn í teiginn! Þar kemur Óttar Magnús askvaðandi en rétt missir af boltanum!
70. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Gult spjald á Hauk Pál fyrir heldur óvinalega tæklingu.
69. mín
Þarna munaði engu!!! Ívar Örn kemst í gott skotfæri í teignum eftir stutta hornspyrnu og þrumar knettinum í hliðarnetið!! Hálf stúkan hélt að boltinn væri inni!
68. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Valur) Út:Rolf Toft (Valur)
Valur gerir breytingu í kjölfar marksins. Út af fer Rolf Toft, sem hefur átt dapran leik, og inn kemur samlandi hans Nikoaj Hansen.
67. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
GOOOOOOOOLAZOOOO!!! HAUKUR PÁLL KEMUR VAL Í 2-1 MEÐ GLÆSILEGU MARKI!!!! Boltinn féll fyrir Hauk Pál af varnarmanni og hann þrumaði knettinum í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Róbert Örn! Valsmenn eru komnir yfir eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik! Þvílíkt comeback!
66. mín
Dauðafæri!! Víkingur fær hornspyrnu og Arnþór Ingi er með dauðafrían skalla en nær ekki að beina boltanum á markið, fer yfir.
64. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Gary Martin (Víkingur R.)
Önnur skipting hjá Víkingi. Gary Martin er tekinn af velli og Viktor Jónsson kemur inn á. Gary hefur ekki alveg fundið sig í dag, það verður að segjast, en hefur kannski ekki fengið úr jafn miklu að moða og hann hefði viljað. Viktor er frábær framherji til að geta sett inn á, en spurning hvort það væri líklegra til árangurs að láta þá vinna saman frammi. Sjáum hvað setur!
56. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Víkingar gera fyrstu skiptingu leiksins, Óttar Magnús Karlsson kemur inn á fyrir Erling Agnarsson.
56. mín
Þarna fór Valur illa með gott færi! Haukur Páll kemur með góðan bolta á Sigurð Egil en fyrirgjöf þess síðarnefnda er ekki góð og boltinn fer langt yfir markið! Fjöldi Valsmanna í teignum.
54. mín
Heldur betur spenna í loftinu hér í Víkinni! Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik af krafti líkt og þeir höfðu endað þann fyrri og má segja að þeir hafi jafnað metin nokkuð verðskuldað. Spurning hvernig heimamenn bregðast við þessu, ná þeir að rífa sig í gang á ný eða verður markið vatn á myllu Valsmanna og þeir halda áfram af enn meiri krafti? Ég ætlast ekki til að þú getir svarað þessari spurningu, þetta kemur allt í ljós.
53. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
MAAAAAARK! KRISTINN FREYR SIGURÐSSON JAFNAR METIN FYRIR VAL! Boltinn dettur inn fyrir Kristin Frey í teignum eftir klaufagang hjá vörn Víkings og hann smellir boltanum í netið með viðkomu í varnarmanni!
51. mín
Fín tilraun þarna hjá Guðjóni Pétri, nær fínu skoti úr teignum en Róbert ver og heldur boltanum. Gestirnir byrja af þokkalegum krafti.
49. mín
Skelfileg aukaspyrna hjá Guðjóni Pétri, reyndi að skjóta undir vegginn en það gekk ekki. Kannski var þetta aðeins of nálægt teignum.
49. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Valur fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað eftir að Arnþór Ingi tekur Kristinn Inga niður!! Þetta verður áhugavert! Rétt fyrir utan teig.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og heimamenn byrja með boltann. Þeir duttu full mikið til baka undir lok fyrri hálfleiks og þá fóru Valsmenn að vera hættulegir. Milos vill ekki gera sömu mistök og gegn Stjörnunni og einblína of mikið á að verja forystuna, það gæti endað illa. Ef Víkingar verða jafn grimmir og þeir voru fyrri hluta fyrri hálfleiksins geta þeir hæglega bætt við, en það má líka vel vera að Valsmenn finni glufur og jafni metin. Ég býst við hörku 45 mínútum!
45. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur Alvar flautar til leikhlés í fjörugum leik hérna í Víkinni! Staðan 1-0 fyrir heimamenn þökk sé marki frá Alex Frey Hilmarssyni á 10. mínútu. Víkingar fengu nokkur hálffæri til að bæta við marki og þá sóttu Valsmenn aðeins í sig veðrið undir lok fyrri hálfleiksins.
45. mín
Valsmenn komast í skyndisókn, frábær langur bolti á Sigurð Egil og Halldór Smári er svoooo nálægt því að brjóta á honum! Sleppur og hornspyrna er niðurstaðan. Hana tekur Sigurður Egill, klafs verður í teignum og önnur hornspyrna staðreynd. Aftur tekur Sigurður spyrnuna en hættunni er bægt frá, í bili að minnsta kosti.
45. mín
Valsmenn fá boltann á hættulegum stað eftir varnarmistök en Rolf Toft þrumar boltanum vel yfir! Held að heimamenn séu alveg til í að sem minnst sé bætt við, þeir eru aðeins að missa taktinn svona í lok fyrri hálfleiks.
44. mín
Þarna munar litlu! Valsmenn fá hornspyrnu, Sigurður Egill tekur hana stutt og fær boltann aftur, kemur með banvænan bolta inn í teiginn og Haukur Páll skallar boltann framhjá! Þarna var tækifæri til að jafna rétt fyrir leikhlé.
41. mín
Valsmenn ná ágætis skyndisókn. Andri Fannar gerði vel og kom boltanum yfir á vinstri kantinn, boltinn barst fyrir en eftir það tókst Víkingi að bægja hættunni frá.
39. mín
Ívar Örn er með skot vel fyrir utan teig en það fer hátt yfir. Víkingur hefur verið mun sterkari aðilinn í leiknum að frátöldum örfáum mínútum í upphafi. Það gæti komið í bakið á þeim að hafa ekki skorað meira.
37. mín
Aukaspyrna sem Valur fær. Hörkuspyrna frá Sigurði Agli, Róbert Örn slær boltann út og það er áfram klafs í teignum, en hættunni er bægt frá.
36. mín
Áfram heldur að muna svo litlu hjá Víkingi! Igor Taskovic með frábæran langan bolta á Gary Martin sem leggurh ann út í fyrsta á Stefán Þór Pálsson en sá síðastnefndi nær ekki alveg til boltans og varnarmaður Víkings bjargar frá.
35. mín
Víkingur blæs strax til sóknar, langur bolti á Gary Martin sem þarf að taka hann á kassann á meðan hann bakkar, en endar á að fiska hornspyrnu.
34. mín
Haukur Páll er staðinn upp og þeir rölta báðir af velli. Vonandi er í lagi með þá. Brot var dæmt á Hauk Pál.
33. mín
Ái ái ái!! Haukur Páll og Ívar Örn liggja niðri eftir leiðinda samstuð! Sá ekki alveg hvað gerðist en þetta leit ekki út fyrir að vera þægilegt! Ívar stendur á fætur en Haukur Páll liggur enn.
31. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Ívar Örn fær réttilega að líta gula spjaldið þegar hann stöðvar skyndisókn.
29. mín
Munar litlu að Víkingur bæti við! Gary Martin fær boltann á kantinum og brunar upp á ógnarhraða og inn i teig. Gefur boltann fyrir en enginn nær til hans og hann flýgur bara yfir teiginn. Þarna skall hurð nærri hælum.
28. mín
Misheppnuð hreinsun hjá Róberti og boltinn dettur fyrir fætur Rolf Toft, sem reynir viðstöðulaust skot sem fer vel yfir markið.
26. mín
Nokkuð rólegt undanfarnar mínútur. Liðin skiptast á að vera með boltann og eru ekki að skapa sér neitt eins og stendur.

Elvar Geir Magnússon
21. mín
Valsarar fá aukaspyrnu á ágætum stað. Guðjón Pétur tekur spyrnuna og Stefán Þór Pálsson skallar aftur fyrir í horn. Hornspyrnan er hættuleg en endar í hrömmunum á Róberti Erni.
16. mín
Magnað hvernig Víkingsliðið vaknaði allt í einu til leiks eftir fremur rólega byrjun. Valsmenn voru að vísu ekki að gera neitt merkilegt, en heimamenn snertu þó varla boltann fyrst um sinn. Skyndilega er eins og það kvikni einhver neisti og liðið fer að geysast fram í hættulegum sóknum og ein þeirra skilaði marki.
13. mín
Víkingur í stórsókn!!! Gary Martin gerir vel þegar hann tekur á móti boltanum og heldur honum, kemur svo með banvæna sendingu út til hægri á Dofra sem kemur boltanum fyrir, en Orri Sigurður Ómarsson nær naumlega að bjarga. Það var nóg af rauðklæddum mönnum inni í teignum! Víkingur fær hornspyrnu sem gestunum tekst að hreinsa í burtu.
12. mín
Eftir rólega byrjun eru heimamenn allir að koma til. Fá aukaspyrnu á hættulegum stað við hliðarlínu eftir að brotið er á Stefáni Þór Pálssyni. Markaskorarinn Alex Freyr tekur spyrnuna, hættulegur bolti inn í teig sem endar í netinu, en búið var að flauta brot. Í annað skiptið sem Vilhjálmur flautar eftir fyrirgjöf frá Alex Frey inn í teiginn, erfitt að sjá hve mikið var í þessu.
10. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Dofri Snorrason
MAAAAAAAAAAAAAARK!!! VÍKINGUR HEFUR NÁÐ FORYSTUNNI Á 10. MÍNÚTU EFTIR FRÁBÆRA SÓKN!! Dofri Snorrason gerði virkilega vel er hann tók á móti sendingu og fór framhjá manni, lagði svo baaaaaaaaaaaaaaaneitraðan bolta á Alex Frey Hilmarsson sem geystist áfram og lagði boltann af stakri snilld framhjá Antoni Ara og í netið. Virkilega vel gert hjá heimamönnum!! Staðan er 1-0!
9. mín
Döpur hornspyrna hjá Ívari Erni, sem er þekktur fyrir frábær föst leikatriði. Þetta var ekki eitt þeirra, langt því frá.
8. mín
Hörkusókn hjá Víkingi! Halldór Smári gerir vel, fer framhjá varnarmanni og kemur með stórhættulegan bolta fyrir en Valsmenn ná að bægja hættunni frá. Víkingur endar svo á að fá hornspyrnu.
6. mín
Heimamenn aðeins að vinna sig inn í leikinn og fá aukaspyrnu á fínum stað eftir að Kristinn Freyr Sigurðsson brýtur á Ívari Erni Jónssyni. Alex Freyr Hilmarsson kemur með svakalegan bolta í teiginn, Anton Ari nær ekki að kýla boltann í burtu og þetta endar á því að Haukur Páll bjargar á línu með bakfallsspyrnu! Að vísu var búið að dæma brot, einhver sóknarmaður átti að hafa brotið á Antoni Ara í markinu.
4. mín
Valsmenn eru með tök á leiknum til að byrja með, hafa nánast alfarið verið með boltann en ekki skapað sér mikið til þessa. Langt innkast inn í teig Víkings er hreinsað í burtu, gestirnir halda boltanum en tapa honum þó á endanum. Löng spyrna fram á Gary Martin en Anton Ari kemur út úr teignum og sparkar í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hefur verið flautaður á hér í Víkinni. Gestirnir í Val byrja með boltann og það er vel við hæfi að Rolf Toft taki fyrstu snertinguna á sínum gamla heimavelli. Vonandi eru skemmtilegar 90 mínútur framundan. Ég segi bara "May the odds ever be in your favor!"
Fyrir leik
Valur spilar í hvítum varabúningum á meðan Víkingur er að sjálfsögðu í sínum "trademark" svart-rauðu röndóttu búningum.
Fyrir leik
Jæja, þá styttist í þetta! Krakkarnir með Pepsi-fánann koma inn á völlinn ásamt dómurum og leikmönnum. Vallarstarfsmaðurinn hendir í "Hverfinu" með stolti Fossvogs, sjálfum Gísla Pálma. Ég fór einu sinni með honum í sumarbúðirnar í Vatnaskógi, toppstrákur. En já, aftur að leiknum. Nú fer fjörið að hefjast!
Fyrir leik
Á leikjum mínum ætla ég að vera með ítarlega úttekt á framkomu liðanna í garð blaðamanna. Eins og flestir vita erum við ein frekasta starfsstétt sem fyrirfinnst og ætlumst til þess að komið sé fram við okkur eins og kónga. Víkingar eru að koma hrikalega sterkir inn, byrja á að færa manni kaffi og mæta síðan með dýrindis bakka drekkhlaðinn af ljúffengum Serrano-vefjum. Síðan er hægt að velja hvort maður vill skola þessu niður með Coke, Fanta eða sítrónu-Topp.
Fyrir leik
Áhorfendur streyma í stúkuna á þessu fallega kvöldi. Glampandi kvöldsól í Fossvoginum, maður getur varla beðið um meira. Léttur úði yfir vellinum og svo virðist vera smá rok líka.
Fyrir leik
Korter í leik. Ég er að farast úr spennu, enda minn fyrsti leikur í Pepsi-deildinni í sumar. Virkilega gaman að vera mættur til vinnu enn eitt fótboltasumarið, þetta verður alger veisla. Ekki spillir fyrir að fá leik sem er "crucial" fyrir bæði lið, þar sem allt annað en Evrópusæti er óásættanlegt í þeirra augum.
Fyrir leik
Ég elska þegar fólk tjáir sig um fótbolta og ég hvet fólk endilega til að blaðra eins mikið og það vill um þennan leik á Twitter og nota kassamerkið #fotboltinet. Vel valin tíst verða birt hérna í textalýsingunni. Það eiga allir skilið sínar 15 mínútur af frægð, vil ég meina.
Fyrir leik
Athygli vekur að hinn danski Martin Svensson er ekki í hópnum hjá Víkingi, en hann gekk í raðir félagsins fyrir nokkrum dögum. Hann ku vera eitthvað meiddur að sögn manna sem eru mér fróðari.
Fyrir leik
Dómari dagsins í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðarson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Baneitrað teymi, ég er sannfærður um að við erum í góðum höndum hérna í Beverly Hills okkar Íslendinga.
Fyrir leik
Hálftími í leik og spennan magnast. Leikmenn eru að hita upp og gera sig til í slaginn. Bæði lið verða að fá sigur í þessum leik, annars gæti þetta tímabil orðið bölvað vesen miðað við væntingar. Myndi samt segja að pressan sé enn meiri á Víkingi, þar sem Valur hefur allavega unnið leik.
Fyrir leik
Bæði lið eru með fína kosti á bekknum ef illa gengur að koma knettinum í netið. Viktor Jónsson var stórkostlegur með Þrótti í 1. deildinni í fyrra en spurning hvort hann nái að fylgja því eftir í Pepsi í sumar. Fínt að eiga hann inni að minnsta kosti. Sömuleiðis kom Vladimir Tufegdzic sterkur inn í lið Víkings á síðasta tímabili. Hjá Val situr á bekknum markahæsti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra, Björgvin Stefánsson, sem raðaði inn mörkum fyrir Hauka. Þá er einnig góður hraði í Kristni Inga, svo dæmi séu tekin. Annars virðast allir leikmennirnir á Valsbekknum vera gríðarlega sterkir (þó ég þekki að vísu ekki til markvarðarins).
Fyrir leik
Gary Martin freistar þess að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni fyrir Víking í kvöld. Hann komst í fréttirnar á dögunum fyrir að hafa bjargað særðum villiketti, toppeintak. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til hans í Víkinni og hann þarf að fara að létta á pressunni sem er á honum með marki fljótlega.
Fyrir leik
Rolf Toft er í byrjunarliði Vals á sínum gamla heimavelli, en hann gekk í raðir félagsins frá Víkingi fyrir tímabilið. Anton Ari Einarsson er enn í marki gestanna í fjarveru Ingvars Kale.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar. Víkingur gerir tvær breytingar frá 1-0 tapinu gegn Blikum í síðustu umferð. Viktor Bjarki Arnarsson og nafni hans Viktor Jónsson fara úr byrjunarliðinu, sá fyrrnefndi er ekki í hóp þar sem hann tekur út leikbann en sá síðarnefndi á bekknum, og Halldór Smári Sigurðsson og Stefán Þór Pálsson koma inn í þeirra stað.

Valur gerir eina breytingu frá 2-0 sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð. Kristinn Ingi Halldórsson fer á bekkinn og Sindri Björnsson kemur inn í byrjunarliðið í hans stað.
Fyrir leik
Ég er að elska tónlistina hérna í Víkinni. Blanda af nýju og fersku efni og algerum classics. Fínt að drepa tímann með góðri tónlist á meðan beðið er eftir byrjunarliðum, sem detta inn hvað úr hverju.
Fyrir leik
Sólin er byrjuð að skína í Víkinni, flott tímasetning. Það styttist óðfluga í að byrjunarlið liðanna detti inn, það verður gaman að sjá hvernig menn ætla að stilla þessu upp.
Fyrir leik
Valur þurfti að sætta sig við tap gegn Fjölni í fyrstu umferð og í kjölfarið beið liðið lægri hlut gegn Víkingi Ólafsvík. Alger martraðarbyrjun í tveimur leikjum sem Valsmenn bjuggust líklega við því að sigra. En í kjölfarið kom 2-0 sigur gegn lánlausu liði Fylkis og verður spennandi að sjá hvort Valsmenn geta byggt á þann sigur í kvöld.
Fyrir leik
Víkingur ætlaði sér klárlega stóra hluti fyrir þetta tímabil og nú er tækifæri til að ná fyrsta sigrinum eftir erfiða byrjun. Liðinu til málsvarnar hafa andstæðingarnir í fyrstu þremur umferðunum alls ekki verið auðveldir, en liðið gerði jafntefli við KR í fyrsta leik og tapaði svo gegn Stjörnunni og Breiðabliki. Valur er heldur ekki auðveldur andstæðingur, en þarna er einnig um að ræða lið sem þokkalega miklar væntingar eru gerðar til fyrir sumarið.
Fyrir leik
Klukkustund og stundarfjórðungur er þar til þessi hörkuleikur hefst í Víkinni. Dómararnir rölta um völlinn og taka hann út, en grasið virðist vera í bærilegu standi. Svolítið um gula bletti eins og gengur og gerist á þessum árstíma en þetta er vonandi spilhæft.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá mjög áhugaverðum leik í Víkinni; Víkingur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Vals í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.

Valur fagnaði sigri gegn Fylki í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Víkingar hafa alls ekki staðið undir væntingum og eru aðeins með eitt stig.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
5. Sindri Björnsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Rolf Toft ('68)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('76)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('87)
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('76)
12. Nikolaj Hansen ('68)
17. Andri Adolphsson ('87)
19. Baldvin Sturluson
22. Björgvin Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('70)

Rauð spjöld: