Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Japan
3
1
Ísland
Ryoichi Maeda '2 1-0
Jungo Fujimoto '53 2-0
Makino '80 3-0
3-1 Birkir Már Sævarsson '92 , víti
24.02.2012  -  10:20
Vináttulandsleikur
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Ísland: Hannes Þór Halldórsson (m), Guðmundur Kristjánsson, Hallgrímur Jónasson, Hjálmar Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Arnór Smárason, Helgi Valur Daníelsson, Haukur Páll Sigurðsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Matthías Vilhjálmsson.

Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (m), Skúli Jón Friðgeirsson, Elfar Freyr Helgason, Halldór Orri Björnsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Ari Freyr Skúlason, Garðar Jóhannsson.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá vináttulandsleik Japans og Íslands sem hefst klukkan 10:20 á Nagai Stadium í Japan. Þetta er fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerback

Þessi tvö landslið hafa tvisvar mæst áður, Japan unnið í bæði skiptin.

Alberto Zaccheroni er þjálfari Japans en hann hefur stýrt liðinu síðan 2010.

Haukur Páll Sigurðsson úr Val og Þórarinn Ingi Valdimarsson úrÍBV eru báðir í byrjunarliði Íslands og leika sinn fyrsta A-landsleik.
1. mín
Það voru Japanir sem byrjuðu með boltann, já leikurinn er hafinn fyrir framan 50 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir að allir leikmenn Japans leika í J-deildinni þá eru þeir með reynslubolta í liðinu, Yasuhito Endo, leikmaður Gamba Osaka fer þar fremstur í flokki. Hann hefur leikið 113 landsleiki fyrir Japani og skorað níu mörk.
2. mín MARK!
Ryoichi Maeda (Japan)
Skallamark frá Japan strax á 2. mínútu! Farið aaaansi illa með Guðmund Kristjánsson. Leikið upp vænginn vinstra megin, fyrirgjöf og Maeda skoraði. Já! Vonandi er þetta ekki það sem koma skal.
Aron Rafn Heiðdal:
Blikarnir að klikka í þessu marki, Gummi fíflaður og Arnór hefði getað truflað manninn
Garðar Ingi Leifsson:
Þessi leikur gæti endað með ósköpum, það er bara partý upp vinstri vænginn! Gummi Kri er ekki bakvörður! #ofþungurfyrirþað #ofseinn #mannæta
15. mín
Leikurinn er kominn í mun meira jafnvægi núna. Íslenska liðið farið að láta finna fyrir sér.
Magnús Sigurbjörnsson:
Eftir 16 mínutur eru Japanir búnað eiga 7 sóknir á móti einni sókn Íslendinga.
27. mín
Heimamenn stjórna þessum leik algjörlega og hafa fengið urmul hornspyrna. Íslenska liðið ekki átt neina teljandi sókn.
32. mín
Leikurinn er einfaldlega svona: Japan er með boltann. Ísland verst.
35. mín
Íslenskt skot! Arnór Smárason með skot fyrir utan teig en það er ekki nægilega fast og auðvelt viðureignar fyrir japanska markvörðinn.
44. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Ísland)
Íslenska liðið hefur náð að vinna sig inn í leikinn og leikur þess batnað til mikilla muna. Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer í bókina hjá ástralska dómaranum.
45. mín
Hálfleikur. Skoðum viðbrögð fólks á Twitter í hálfleiknum. Japan verið mun betra liðið en leikur íslenska liðsins skánað mikið eftir því sem á hálfleikinn leið.
Magnús Sigurbjörnsson:
Á seinustu 15 mínutum fyrri hálfleiks átti Ísland 7 sóknir á móti 6 sóknum Japana. Allt annað. #fótbolti
Ásgeir Börkur Ásgeirsson:
Að @Skulason11 sé á bekknum finnst mér furðulegt. Segja það sama með Steinþór.
Hörður Snævar Jónsson:
Gleymdi einhver að segja djók með að hafa Steinþór á bekknum!
Ósvald J. Traustason:
Fullur völlur í Japan og við náum ekki einu sinni að fylla Laugardalsvöll þegar Spánverjar koma í heimsókn #Drasl
45. mín
Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður Lars Lagerback, sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær að flestir leikmenn myndu fá tækifæri í leiknum í dag. Það má því búast við einhverjum skiptingum í hálfleik.
46. mín
Inn:Stefán Logi Magnússon (m) (Ísland) Út:Haraldur Björnsson (Ísland)
46. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
46. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (Ísland) Út:Matthías Vilhjálmsson (Ísland)
Þrjár breytingar hjá Íslandi í hálfleik.
50. mín
Haukur Páll Sigurðsson með skalla framhjá eftir sendingu frá Arnóri Smárasyni inn í teiginn.
50. mín
Haukur Páll Sigurðsson með skalla framhjá eftir sendingu frá Arnóri Smárasyni inn í teiginn.
53. mín MARK!
Jungo Fujimoto (Japan)
Japan kemst í 2-0. Vörnin hjá íslenska liðinu klikkaði illilega og Fujimoto vippaði boltanum yfir Gunnleif í markinu og skoraði. Stuttu síðar slapp sóknarmaður Japans einn í gegn og Ísland heppið að lenda ekki þremur mörkum undir.
66. mín
Ísland ekki langt frá því að skora. Góð sending frá Arnóri og Hallgrímur Jónasson nálægt því að ná til knattarins en markvörður Japans náði að bjarga.
68. mín
Inn:Bjarni Ólafur Eiríksson (Ísland) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Ísland)
74. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Ísland)
80. mín MARK!
Makino (Japan)
Japan skorar þriðja markið. Aftur slakur varnarleikur hjá íslenska liðinu. Boltinn féll fyrir Makino sem náði að skora. Íslenska liðið átti að vera búið að hreinsa.
84. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Magnús Sigurbjörnsson:
Íslendingar með fleiri sóknir í seinni hálfleik, eða 13-9, 5-0 yfir í hornum. 4-3 í skotum. En mörkin telja og þau eru þrjú Japönum í vil !
92. mín Mark úr víti!
Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Ísland minnkar muninn úr vítaspyrnu. Brotið á Garðari Jóhannssyni og víti dæmt. Arnór Smárason sendir japanska markvörðinn í rangt horn.
Leik lokið!
Eftir slæma byrjun var stígandi í leik íslenska liðsins og jafnræði með liðunum í seinni hálfleik.
Byrjunarlið:
22. Haraldur Björnsson (m) ('46)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Hjálmar Jónsson
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
6. Ragnar Sigurðsson ('84)
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('46)
12. Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('74)
14. Kári Árnason (f)
21. Arnór Ingvi Traustason
21. Haukur Páll Sigurðsson ('68)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m) ('46)
7. Halldór Orri Björnsson ('84)
8. Eggert Gunnþór Jónsson ('74)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
13. Bjarni Ólafur Eiríksson ('68)
18. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('46)
19. Rúrik Gíslason ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('44)

Rauð spjöld: