Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
3
Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir '34
Guðmunda Brynja Óladóttir '36 1-1
1-2 Katrín Ásbjörnsdóttir '61
1-3 Donna Key Henry '90
18.05.2016  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Flottar aðstæður - léttskýjað, smá kuldi. Allir ferskir.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir ('46)
Anna María Friðgeirsdóttir ('73)
1. Lauren Elizabeth Hughes
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Alyssa Telang
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir ('88)

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('46)
11. Karen Inga Bergsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('88)
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Liðsstjórn:
Erna Guðjónsdóttir

Gul spjöld:
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á JÁVERK-vellinum.

Frábær leikur sem við fengum.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.

Takk fyrir mig í kvöld!
90. mín MARK!
Donna Key Henry (Stjarnan)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

DONNA KEY HENRY KÓRÓNAR STJÖRNULEIK SINN MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA EITT MARK HÉRNA Í LOKINN!

Fær boltann á góðum stað, Heiðdís mætir henni en Donna hreinlega OF sterk, fer framhjá henni og setur boltann í netið!

Donna, VÁ!
90. mín
Stjörnustúlkur búnar að fá 3 hornspyrnur hérna á lokamínútunum. Eru nákvæmlega EKKERT að flýta sér.
90. mín Gult spjald: Donna Key Henry (Stjarnan)
Sparkar boltanum í burtu þegar búið var að dæma brot á hana.
90. mín
Selfyssingum liggur á en mér sýnist á öllu að Stjarnan ætli að hirða öll stigin.

Væntanlega dágóður uppbótartími.
88. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Búið hjá Evu og hin stórefnilega Unnur Dóra kemur inn, fædd árið 2000.
85. mín
Hér liggur Eva Lind Elíasdóttir eftir. Völlurinn ekki í standi og leikmenn hafa verið að festa sig svolítið í grasinu.

Hildur Grímsdóttir sjúkraþjálfari biður um skiptingu.
84. mín
Aðeins að aukast hraðinn hérna. Selfyssingar að setja aukinn þunga í sóknarleikinn. Fáum spennandi lokamínútur.
81. mín
Guðrún Karitas kemst í virkilega gott færi, ein á móti Chante. Skotið máttlaus og Chante þarf lítið að hafa fyrir þessu.
79. mín
Hrafnhildur Hauks með fyrirgjöf/skot. Veit ekki alveg hvort, enda skiptir það ekki öllu máli.

Boltinn endar allavega á þaknetinu.
76. mín
Donna Kay virðist búin að hrista þetta af sér. Virðist ætla að klára leikinn.
76. mín
Bolti í haus þarna!

Ana Cate fær fastann bolta beint í andlitið. Fær hér alvöru blóðnasir.

Vonum að hún nái sér.
74. mín
Donna Kay sest í grasið. Hefur orðið fyrir einhverju hnjaski.
73. mín
Inn:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
72. mín
Alyssa Telang þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið fót í haus áðan. Sýnist hún vera nokkuð heil.
71. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Síðasta skipting gestanna.
68. mín
Hornspyrja sem Stjarnan á.

Selfyssinga ná að bæja hættunni frá.
65. mín
DONNA KAY!

Hvað er hægt að segja um hana!?

Búin að vera á einhverju allt, allt, allt ÖÐRU leveli en allir leikmennirnir í dag.

Spólar sig í gegnum vörn Selfyssinga, með FAST skot á markið sem Chante ver í stöngina!
61. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Donna Key Henry
MAAAAAAAAAAAAAAARK!

Stjörnustelpur komnar yfir og það er KATRÍN ÁSBJÖRNSDÓTTIR!

Donna Kay fer illa með Alyssu, kemur með boltann á Katrínu sem er ein og óvölduð í teig Selfyssinga og skorar!

Vörn Selfyssinga oft litið betur út.
61. mín
Adolf Ingvi Bragason formaður knattspyrnudeildar Selfoss kemur hér færandi hendi með grillaða hamborgara handa fjölmiðlastúkunni.

Takk fyrir það Adolf.
59. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Hrikalega slæmar fréttir fyrir Stjörnuna. Harpa fer hér meidd útaf.
56. mín
STJÖRNUSTÚLKUR BJARGA Á LÍNU!

Aukaspyrna frá Önnu Maríu inn í teig, Magdalena Reimus kemur sér fyrir boltann en varnarmaður Stjörnunnar bjargar á línu!

Selfyssingar óheppnar - Stjarnan heppnar!
55. mín
Harpa Þorsteinsdóttir er komin aftur inná, hversu heil hún er veit ég ekki. Kemur í ljós.
54. mín
Donna gefur varnamönnum Selfyssinga enn og aftur hausverk en Chante í markinu er búin að vera stórkostleg í dag og hirðir boltann af Donnu.
50. mín
Harkalegt samstuð á milli Chante og Hörpu. Stungusending innfyrir sem Harpa ætlar að reyna við, Chante ætlar líka að reyna og það endar ekki vel.

Liggja báðar eftir þetta samstuð.
46. mín
Inn:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) Út:Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Tímabær skipting. Donna búin að reynast Katrínu of erfið í dag.
46. mín
Let's go!
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi búin að flauta til hálfleiks!

Hressandi leikur í gangi, hugsa að við fáum fleiri mörk í seinni hálfleik!
45. mín
Guðmunda Brynja búin að vera STÓRHÆTTULEG í fyrri hálfleik.

Frááábær sprettur upp vinstri kantinn, snýr inn að teig og reynir skotið sem Berglind ver.
43. mín Gult spjald: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Uppsafnað.
42. mín
ANNAÐ DAUÐAFÆRI HJÁ SELFYSSINGUM!

HVAÐ ER AÐ GERAAST!

Guðmunda með sendingu á Lauren Huges sem er í sama færi og Guðmunda kláraði úr áðan. Hughes setur boltann hinsvegar beint á Berglindi sem ver.

Lauren verður að gera betur!
40. mín
DAUUUÐAFÆRI hjá Selfyssingum!

Eva Lind með geggjaðan bolta inní teig á Önnu Maríu sem tekur hann vel niður, með marga varnarmenn í kringum sig sem ná loks til boltans og hreinsa í horn.
36. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
MAAAAAAAAAAARK! OG ÞAÐ Í NÆSTU SÓKN!

Hveeeeer önnur en Guðmunda Brynja í liði Selfyssinga. Hún klárar bara færin sem hún kemst í, svo EINFALT er það.

Karitas Tómasdóttir gerir virkilega vel og sendir boltann hægra megin út á Guðmundu sem keyrir að markinu og klárar fallega framhjá Berglindi Hrund!
34. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ana Victoria Cate
MAAAAAAAARK!

Harpa Þorsteinsdóttir er komin á blað og það kemur nákvæmlega ENGUM á óvart!

Ana Victoria með lágan bolta inní teig, Harpa búin að koma sér í góða stöðu og setur boltann SNYRTILEGA með HÆLNUM í netið fram hjá Chante sem er sigruð!
33. mín
Donna Henry hvað ætlar hún að gera þetta oft!!

Greyið Katrín í vörn Selfyssinga, hún er fífluð af Henry nánast í hverri sókn.

Donna með frábæran sprett upp kantinn, keyrir inná teiginn þar sem Harpa er mætt í frábæru færi enn Chante í markinu.. VÁ! Sú er að eiga góðan dag.

Ver boltann í hornspyrnu!
30. mín
Talandi um töfrabrögð!

Harpa Þorsteinsdóttir er auðvitað töfrakona. Fíflar hér nokkra varnarmenn Selfyssinga ðg reynir skotið. Chante traust enn og aftur, ver skotið.
28. mín
Inn:Jenna McCormick (Stjarnan) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Áfall fyrir Stjörnuna.

Ásgerður varð fyrir hnjaski áðan sem verður til þess að hún þarf að ljúka leik.
26. mín
Guðmunda Brynja reynir hér töfrabrögð!

Geggjaður bolti frá Lauren Hughes beint á Gummu sem ætlar að henda sér beinustu leið í hjólhestaspyrnuna. Gengur ekki sem skildi og boltinn hátt yfir.

Fín tilraun samt.
23. mín
Heimastúlkur bruna í fyrstu sóknina sína í langan tíma. Klafs í teignum sem verður til þess að boltinn endar hjá Lauren Hughes sem er í dauðafæri. Það nær hinsvegar ekki lengra því flaggið var komið á loft.
18. mín
SLÁIN!

Donna Key enn og aftur!

Frábært einstaklingsframtak hjá Donnu sem kemur síðan með virkilega góðan bolta inn í teig þar sem Harpa Þorsteinsdóttir (HVER ÖNNUR) er mætt og skallar boltann í SLÁNNA!
15. mín
Donna Henry búin að vera frábær þetta fyrsta korter leiksins.

Ítrekað látið leikmenn Selfyssinga líta illa út.

Stórhættuleg!
13. mín
ÁSGERÐUR STEFANÍA!

Ásgerður með frábært skot rétt fyrir utan teig og Chante þarf að hafa sig alla við. Geggjað skot og ekki var hún síðri markvarslan hjá Chante.
11. mín
Frábær aukaspyrna hjá Önnu Maríu við miðjuboga, hár bolti sem Heiðdís nær til en hún skallar boltann rétt framhjá!

Það er líf í þessu!
9. mín
Stórhættulegt færi Stjörnunnar eftir hornspyrnu.

Ana Cate með frábærann bolta inní teig, þar mætir Kolbrún Tinna í seinni bylgjunni og skýtur að marki en Chante starfi sínu vaxin í markinu og grípur.
8. mín
Stjarnan að reyna að finna glufur á vörn Selfyssinga en það ekki tekist hingað til. Vörn Selfyssinga þétt og lítur vel út þessar fyrstu mínútur.
6. mín
Anna María hægri bakvörður Selfyssinga brunar hér upp hægri kantinn og ætlar að reyna fyrirgjöf sem endar hinsvegar í hliðarnetinu.
3. mín
Stjörnustelpur meira með boltann fyrstu mínuturnar en Selfyssinga ná góðri sókn sem Stjörnustelpur ná að hreinsa, þó ekki án vandræða.
1. mín
Leikur hafinn
Höldum af stað.

Heimamenn sem byrja með boltann!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin að ganga útá völlinn. Geggjaðar aðstæður.

Lag Sælunnar hljómar undir, Draumaland.
Fyrir leik

Fyrir leik
Gunnar Borgþórsson þjálfari karlaliðs Selfyssinga er mættur hingað uppí blaðamannastúku. Heldur hér á volgu skinkuhorni og sótsvörtum kaffibolla.

Toppgæi.
Fyrir leik
20 min í leik.

Geggjað veður á Selfossi, létt skýjað, létt gola og sæmilegur hiti.

Justin Timberlake á fóninum.

Verður ekkert mikið betra.
Fyrir leik
Byrjunarlið dottin í hús!

Bæði lið stilla upp nákvæmlega sömu byrjunarliðum og í 1. umferðinni!

Þjálfararnir ekki að breyta því sem vel gengur!
Fyrir leik
Það verður í fyrsta skipti í kvöld, þetta sumarið að Selfyssingar spila á grasinu. Karlaliðið hefur leikið tvo leiki á heimavelli í sumar og báðir farið fram á gervigrasinu.

Grasvöllurinn, sem hefur af mörgum verið talinn einn besti grasvöllur landsins undanfarin ár kom illa undan vetri.

Þórdís og Sveinbjörn vallarstjórar á Selfossi meta það svo að hann sé spilhæfur í kvöld, fögnum því!
Fyrir leik
Glódís Perla landsliðskona og leikmaður Eskilstuna í Svíþjóð er spámaður Fótbolti.net í 2.umferð Pepsi deildarinnar.

Þetta hafði hún að segja um leik Selfoss og Stjörnunnar:

,,Bæði lið byrjuðu mótið vel með sigri en ég hef trú á að gullvagninn fylgi stjörnustelpum á sterkan heimavöll Selfossar þar sem þær taka 3 stig í jöfnum leik! Hax Harpa setur hann eftir góðan undirbúning frá félögum sínum í sjóðandi heitri framlínu stjörnunnar meðan Baldurssystur stjórna miðjunni og vörninni. Selfoss stelpur munu spila þétta, góða vörn og treysta á skyndisóknir og verða hættulegar fram á við með Gummu í farabroddi en þær ná ekki að brjóta vel skipulagðan varnarmúr stjörnunnar í þetta sinn."
Fyrir leik
Það verður spennandi að fylgjast með Donnu Kay Henry í liði Stjörnunnar í dag. Hún var lykilmaður í liði Selfyssinga á síðasta tímabili.

Fróðlegt hvernig Selfyssingar taka á henni í dag. Þekkja hana út og inn, og hún þær auðvitað.
Fyrir leik
Bæði lið unnu góða sigra í 1. umferðinni.

Selfyssingar gerðu vægast sagt góða ferð til Vestmanneyja þar sem þær hirtu öll stigin 3 með 0-1 baráttusigri. Óvænt segja einhverjir.

Stjörnustelpur unnu þægilegan sigur á ÞÓR/KA, 4-0 á Samsungvellinum í Garðabæ. Harpa Þorsteins með þrennu sem skilar henni í tæp 80% fantasy liða landsins!
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni í stórleik 2. umferðar Pepsideildar kvenna!
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir ('59)
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) ('28)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('71)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
5. Jenna McCormick ('28)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('59)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Donna Key Henry ('90)

Rauð spjöld: